Þjóðviljinn - 08.12.1973, Síða 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardafiur 8. desember 197:i,
sameiginiegt
simanúmer
sameiginlegrar
farskrárdeildar fyrir millilandaflug
islensku flugfélaganna er
sj
r,- t:-'
fwcfélac LOFTIÍIDIR
Þau styrktu lamaða og fatlaða
Þann 4. desember s.l. komu þessi þrjú ungmenni I skrifstofu Styrkatar-
félags lamaöra og fatlaðra að Háaleitisbraut 13 i Reykjavik og afhentu
félaginu að gjöf kr. 21.150,-, sem þau höfðu aflað með basarsölu. Börnin
eru á aldrinum 9-12 ára og heita Jön Þór Gunnarsson, Arnþrúður
Baldursdóttir og Bogi Baldursson. A myhdina vantar Baldur öxndal.
Bótagreiðshir
almannatrygginga í Reykjavik
Bótagreiðslur i desember hefjast sem hér segir:
Ellilifeyrir mánudaginn 10. desember.
Aðrar bætur nema fjölskyldubætur miðvikudaginn 12. desember.
Fjölskyldubætur greiðast þannig:
Mánudaginn 17. desember hefjast greiðslur með 3 börnum og
fleiri i fjölskyldu.
Þann dag opið til kl. 17.
Miðvikudaginn 19. desember hef jast greiðslur með 1 og 2 börnum i
fjölskyldu. Þann dag opið til kl. 17.
Bótagreiðslum lýkur á þessu ári á hádegi aðfangadag og hefjast
ekki aftur fyrr en á venjulegum greiðslutima bóta i janúar.
Tryggingastofnun rikisins
Jólaglaðningur Happ
hrættis Háskólans
Næstkomandi mánudag, þann
10. desember, verður dregið i 12.
flokki liappdrættis Háskóla
tslands. Að þessu sinni verður
dregið um tæpar 102 miljónir
króna, semskiptast i 13.500 vinn-
inga.
Hæsti vinningurinn verður
fjórir tveggja miljón króna
vinningar. Og þar sem
Happdrættið hefur fjóra sam-
stæða miða af hverju númeri,
auðkennda með bókstöfunum E,
F, G og H, gæti einhver, sem ætti
fjóra samstæða miða, unnið átta
miljónir króna.
Þá koma fjórir 200.000 króna
vinningar og átta aukavinningar
á 100.000 krónur. Fylgja þeir
hæsta vinningnum þannig, að þeir
koma á næsta númer fyrir ofan og
næsta nómer fyrir neðan tvær
miljónirnar. Er þetta ein ástæðan
fyrir þvi, að stöðugt fjölgar þeim,
sem spila á raðir af miðum.
Mestur fjöldi vinninganna eru
hinir svokölluðu jólaglaðningar
Happdrættisins. Eru það 4.968
vinningar á 10.000 krónur og 8.516
vinningar á 5.000 krónur.
Það er mjög mikil vinna að
draga út öll þessi 13.500 vinnings-
nómer, raða þeim siðan upp i
handrit að vinningaskrá og siðan
að lesa prófarkir og bera allt
saman. Við þetta verk vinna um
50manns. Mun sjálfur drátturinn
standa yfir i um sjö klukkutima.
Siðan hefst samanburður og próf-
arkalestur. Mun þvi verða lokið
seinni hluta þriðjudags, svo
vinningaskráin ætti að geta
komið ót á þriðjudagskvöld eða
miðvikudagsmorgun.
Útborgun vinninga hefst svo
þriðjudaginn 18. desember.
Verður borgað ót daglega frá kl.
10 til kl. 16 (einnig i hádeginu) á
Aðalskrifstofunni i Tjarnargötu 4.
(Frá (HHÍ)
FÁKARÁFERÐ
Jólabók hestamanna og hestaunnenda
Fákar á ferð er eftir Þórarin Helgason, Þykkvabæ, gefin út af
Búnaðarfélagi íslands.
Fákar á ferðer um ættir og afrek skaftfellskra hesta-, sumir stofn-
ar þeirra hafa borist i fjarlæg héruð og koma þar við sögu hrossa-
ræktar.
Fákar á ferð er bók, sem á erindi til hestamanna, hvar sem þeir
eiga heima á landinu. Bókin mun einnig gleðja þá, er unna þjóð-
legum fróðleik.
Verð bókarinnar hjá bóksölum er kr. 735,- en hjá Búnaðarfélagi
Islands fæst hún á forlagsverði.
BÚNAÐARFÉLAG ÍSLANDS
Sj ófe rðamin n ing-
ar Cœsars Mars
Siglt um næturheitir bók eftir
Cæsar Mar sem Leiftur hefur
gefið ót.
Eru þetta m inningaþættir
höfundar, og hefjast árið 1917
þegar mikil harka er að færast i
kafbátahernað Þjóðverja. ,,Um
þetta leyti, segir i bókar-
kynningu, var höfundur þessara
endurminninga staddur i Eng-
landi. Þar er allt i öngþveiti —
sjómannaheimili full af atvinnu-
lausum sjómönnum, en uggur svo
mikilll i mönnum að fáir vildu
fara á sjóinn." Það gerði höf-
undur samt — og hófust þar með
viðburðarrikir timar i æfi hans.
Cæsar Mar hefur áður gefið ót
tvær bækur um sjómennsku, úr
djópi timans og Vitinn. Útgefandi
er Leiftur.
Cæsar Mar