Þjóðviljinn - 15.12.1973, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 15.12.1973, Blaðsíða 1
UÚDVUHNN Laugardagur 15. desember 1973. — 38. árg. 289. tbl. ÞAÐ BORGAR SIG AÐ VERZLA í KRON APDTEX OPIÐ OLL KVOLD TIL KL. 7. | NEMA LAUGARDAGA TIL KL. 2. SUNNUDAGA MILLI KL. 1 OG 3 SÍMI 40102 Versnandi ástand á Höfni Hornafirði Ibúar Viðlaga- sjóðshús- anna fluttir burt Miðstöðvarkerfi húsa farin að springa Ástand mála á Hornafirði fer nú versnandi með hverjum deginum. I gær veittu flug- freyjur undanþágu fyrir Flug- félagsvél að fljúga til Hafnar að sækja Vestmannaeyinga sem búa i Viðlagasjóðshúsun- um á Höfn, en allt vatn til þeirra húsa mun vera frosið nema i einu húsanna, en þessi hús eru hituð upp með raf- magni og því næsta óibúöar- hæf núna vegna kuldanna og rafmagnsleysisins. Veitukerfi Smyrlárbjarga- virkjunar er þriskipt yfir dag- inn og skammtað rafmagn i einn tima i senn á hvert svæði, en rafmagnslaust i tvo tima á timanum frá klukkan 8 á morgnana til miðnættis. Svæðinu er siðan skipt i tvennt frá miðnætti til klukkan 8 á morgnana, og er veitt raf- magni á hvorn helming 4 tima i einu yfir nóttina. Miðstöðvakerfi eru nú farin að frostsprjnga i mörgum húsum, sérstaklega gömlum húsum, og eins og áður segir er aðrennslisvatn i öllum Við- lagasjóðshúsunum frosið nema i einu. Atvinnulif staðarins er að langmestu leyti lamað. Stöðvar þær sem herinn hugðist lána Hornfirðingum til rafmagnsgerðar reyndust ó- nýtar þegar til átti að taka og auk þess er rafkerfi Hornfirð- inga gert fyrir annars konar riðstraum en þann sem vél- arnar máttu brúkast til. Til stendur að Hornfiröingar fái túrbinustöð, sem nú er staösett á Seyðisfirði. Hins vegar er sá hængurinn á, að þar er disilstööin biluð, og meðan verið er að gera við hana mega Seyðfirðingar ekki missa túrbinustöðina, þvi þar með yrðu þeir komnir i sama vanda og Hornfirðingar eru nú i. Hins vegar standa vonir til að viðgerð á disilstöð Seyö- firðinga ljúki nú um helgina og hægt veröi að senda túrbinu- stöðina þaðan á mánudaginn, og ætti hún þá að verða kom- inn til Hafnar á þriðjudag. Þaðmuntaka um sólarhring að koma stöðinnifyrirog ef allt kemur heim og saman ættu Hornfirðingar að fá rafmagn frá henni á miövikudag. —úþ Kosnin<gásÍ£ur þjóðveldisíiokksins í Færevjiun Erlendur kjörinn á danska þjóðþingið „Við vorkennum Dönum” segir Erlendur í fyrradag fóru fram I Færeyj- um kosningar tvcggja þingmanna til danska þjóðþingsins og voru Erlendur Fatursson frá Þjóðveld- isflokknuin og Johan Nielsen frá flokki socialdcmókrata. Sam- bandsflokkurinn missti sæti sitt. Þetta var i fyrsta skipti, sem Þjóðveldisflokkurinn býður fram i kosningum til danska þjóðþings- ins og cr kjör Erlendar stórsigur fyrir flokkinn. Allt til þessa hafa Þjóðveldismcnn haft þá afstöðu, að láta kosningar til danska þjóð- þingsins algerlega afskiptalaus- ar, en þeir berjast scm kunnugt er fyrir algerum aðskilnaði Fær- eyja og Danmerkur. Við náöum tali af sigurvegar- anum Erlendi Patursson og spurðum hann fyrst hverjar væru meginástæðurnar fyrir þvi að flokkur hans breytti nú til og byði fram i fyrsta skipti við kosningar til danska þingsins? Erlendur sagði: — Það er erfitt til lengdar fyrir svona stóran flokk eins og Þjóð- veldisflokkurinn er orðinn, að leiða slikar kosningar algerlega hjá sér. Núerulögþingskosningar i Færeyjum eftir eitt ár og við töld- um eftir atvikum rétt aö nota þetta tækifæri til að styrkja tengslin við okkar kjósendur og sýna fram á hversu stuðnings- flokkar færeysku landsstjórnar- innar standa nú höllum fæti með- al færeyskra kjósenda. Þetta breytir auðvitað engu um skilnaðarstefnu okkar gagnvart Danmörku og við munum áfram að standa alveg utan við alla danska pólitik. Þvi er samt ekki að leyna, að býsna margir af okkar kjósend- um sátu heima nú af princip- ástæðum, telja það sem sagt rangt að skipta sér nokkuð af kosningum til þings Dana. — En samt er útkoman góð, Erlendur Patursson hvernig voru eiginlega tölurnar, Erlendur? — Socialdemókratar fengu 8763 atkvæði eða 28,6%, þeir lækkuðu um 3,13% frá siðustu þjóðþ.kosn- ingum, Þjóðveldisflokkurinn fékk 3292 atkvæði eða 25,1%), sem er meira en 3% hækkun frá siðustu lögþingskosningum og mun ver.a hæsta hlutfallstala, sem við höf- Stjórnarfrumvarp eftir áramótin: Sjúkrasamlög greiði tannviðger ðakostn að M agnús Kjartansson, heil- brigðis- og tryggingaráðherra, skýrði frá þvi I gær að samiö hefði verið frumvarp um að sjúkra- samlögin taki þátt i tannviö- gerðakostnaði. Er gert ráð fyrir þvi aö þátttaka sjúkrasamlag- anna i tannviögeröakostnaöi komi til framkvæmda i áföngum. Kvaðst ráðhcrrann liafa kynnt frumvarp þetta i rikisstjórninni og sagðist vænta þess að frum- varpið yrði lagt fram á alþingi að loknu jólaleyfi. um nokkru sinni fengiö, Sam- bandsflokkurinn fékk 2526 at- kvæði eða 19,2%), lækkuðu um 2,5%) og Fólkaflokkurinn fékk 2674 atkvæði eða 20,4%, — svo fengu tveir aðrir flokkar miklu minna. Þeir þrir flokkar, sem standa að landsstjórninni þ.e. Sócialdemó- kratar, Sambandsflokkurinn og Sjálvstýriflokkurinn töpuðu til Framhald á 14. siðu Það er athyglisvcrt I sam- bandi við yfirslandandi kjarasamninga að forráða- menn ASI og BSHB hafa haft nánara sainráð nú en áður i kjarabaráttunni. I gærmorg- un komu nefndir frá þessum aðilum saman til stutts fund- ar i húsakynnum BSKB að l.augavegi 172, og var rætt þar uin stöðuna i samninga- inálum beggja. Myndin var tekin þá. Um fimmleytið hóf- ust samningaviðræður full- trúa BSKB og rikissljórnar- innar og var búist við að fundurinn stæði i alla nótl, þar sem vilji cr hjá báðum aðilum að ná samningum, svo að málið þurfi ekki að fara fyrir Kjaradóm. Náist ekki samningar á þessum fundi ger málið sjálfkrafa fyrir Kjaradóm. Nýrlundur í dag hjá flugfreyjum Það er ekkert að frétta af okkar málum, sagði Jó- friður Björnsdóttir, ein úr samninganefnd flug- freyjufélagsins um 7-leytið i gærkvöldi. Við vitum ekki um nein verk- fallsbrot til þessa. Okkar fólk fylgist vel með allri framvindu mála hjá flugfélögunum og i flug- stöðvunum. Að þvi er best er vit- að, eru allar millilandavélar stóru flugfélaganna tveggja i út- löndum. Verkfall skall á aðfaranótt föstudags, en fundur stóð alla þá nótt og framundir kl. 6 um morg- uninn. Nýr samningafundur er boðaður i dag kl. 2. Við teljum að ekkert hafi miðað i kaupgjalds- málum, en varðandi sérkröfur hefur gengið nokkuð vel i viöræö- unum. hj— Happdrsetti Þjóðviljans: SKILADAGUR. Skrifstofan Grettisgötu 3 og afgreiðsla Þjóðviljans opnar til kl. sex i kvöld.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.