Þjóðviljinn - 15.12.1973, Blaðsíða 3
Laugardagur 15. desember 1973. ÞJÓÐVILJINN — S1ÐA 3
I ilk\ ii ii iii1 i*ii UaI iiiíiiiii»\ »“it uiii rikisiii"
Dragið úr raforkunotkun
— þá er skömmtun óþörf
Rafmagnsveitur rlkisins sendu
i gær frá sér eftirfarandi tilkynn-
ingu:
Vegna mjög aukinnar raforku-
notkunar að undanförnu, og sér-
staklega til húshitunar, samfara
langvarandi frostum er nú tima-
bundinn raforkuskortur á nær öll-
um svæðum Rafmagnsveitna
rikisins i landinu.
Raforkuskortur þessi er mis-
munandi eftir landshlutum.
Sumstaðar, svo sem á Hornafiröi,
er hann mjög mikill, en á öðrum
stööum eru raforkustöðvar og
einnig raflinukerfi það mikið iest-
aöar að litið má út af bregða til
þess að til skömmtunar þurfi að
gripa á næstunni, ef áframhald
verður á hinum langvarandi
frostum.
Varðandi Austurland og Horna-
fjörð sérstaklega má geta þess að
undanfarna daga hafa verið
framkvæmdar breytingar á orku-
vinnslukerfi samveitusvæði
Austurlands, sem gerir það að
verkum að hægt er að flytja eina
1200 kW vél þaöan til Hornafjarð-
ar og þar með bjarga málefnum
þess staðar án þess að skerða
nauðsynlega orkuvinnslu á sam-
veitusvæði Austurlands. Þessari
framkvæmd verður væntanlega
lokið20. til 22. desember, eða fyrr
ef skipaferðir leyfa.
F orkastanleg
vinnubrögð
við
götuhreinsun
Það er ekki aöeins að forráða-
menn gatnahrcinsunar hér i
Reykjavik taki bæði seint og illa
við sér þegar snjóar og uniferð
verður erfið um götur borgarinn-
ar, heldur leyfa þeir sér á stund-
um slik vinnubrögð að alls ó-
skiljanleg eru.
Sem dæmi um þetta má nefna
að sl. fimmtudag var loks sendur
snjóhreinsunarbill á bifreiða-
stæðin i Arbæjarhverfinu. En
þegar hálfnað var að hreinsa
stæðin við eina blokkina, var
vinnutiminn úti.og allt skilið eftir
hálfkarað, þannig að helmingur
þess hafði verið hreinsaður og
þeim snjó, sem þaðan var rutt, ýtt
i mannhæðar háan skafl fyrir
hluta þess. Fjórar bifreiðar sem
þar voru lokuðust inni, en 5 stæð-
um lokað fyrir þeim sem ókomnir
voru heim til sin.
Svona var þetta skilið eftir þar
til á föstudag, að það mestæ var
tekið. Þessi vinnubrögð eru fyrir
neðan allar hellur, en sýna glöggt
hroka forráðamanna Reykja-
vikurborgar þegar almenningur á
i hlut. —S.dór
Ný bók um gosið:
Valið úr
50 þúsund
ljós-
myndum!
1 dag kemur út hjá Almenna
bókafélaginu bók um eldgosið i
Heimaey, Eldar i Heimaey, eftir
Arna Johnsen blaðamann. I bók-
inni eru 300 myndir valdar úr
safni um 50 þúsund mynda, en
Sigurgeir Jónasson ljósmyndari
sem á flestar myndanna i bókinni
tók yfir 30 þúsund myndir meðan
á náttúruhamförunum stóð.
Rafmagnsveitur rikisins vilja
vinsamlegast beina þeim tilmæl-
um til raforkunotenda að þeir
dragi úr raforkunotkun, svo sem
kostur er, á meðan þetta ástand
rikir. í þeim efnum vilja Raf-
magnsveiturnar sérstaklega
benda á eftirfarandi:
1. Hitastig verði lækkað i þeim i-
veruherbergjum og á öörum
stöðum, þar sem hægt er, án
verulegra óþæginda.
2. Orkufrek heimilistæki, svo sem
þvottavélar og þurkkarar,
verði aðeins notuö á kvöldin t.d.
eftir kl. 9.
3. Vinnslustöðvar dragi úr notkun
sinni á timum mesta álags, en
þaðerá timabilinu frá kl. 11 til,
kl. 1 og á kvöldin frá kl. 5 til kl.
8. Hér er um að ræða að draga
úr aflnotkun, en ekki algjör
stöövun hennar.
Ef notendur gæta þessara at-
riöa, til minnkunar á aflnotkun
sinni, má fastlega gera ráð fyrir,
að hvergi þurfi aö gripa til
skömmtunar á næstunni.
Steingrímur
sýnir
Steingriniur Sigurösson
opnar málverkasýningu i
hlöðunni á bæ sinum Roðgúl á
Stokkkseyri á morgun, sunnu-
dag, kl. 3 s.d. Þarna sýnir
Steingrimur á þriðja tug nýrra
mynda, portret, model og
myndir frá ströndinni.
Þessi sýning verður i næsta
fágætum húskynnum. Hlaðan
i Roögúl mun hlaðin úr fjöru-
grjóti samkvæmt stokks-
eyrskri tradisjón. Undanfariö
hefur Steingrimur unnið að
þvi að karakterisera hlöðuna
þannig aö hún megi sem best
gegna hlutverki sinu sem
musteri listar austanfjalls.
Steingrimur kveðst ekki
hafa haft tima til að senda út
boöskort, en biður fyrri boðs-
gesti sina að sýna nú litillæti
og koma austur á morgun.
Færð sé góð austur yfir heiði,
hálka litil og holivættir hvar-
vetna á sveimi.
Sýningin I Roögúlshlöðu
verður opin fram að jólum og
einnig milli jóla og nýárs.
Utgófa
MonningarsjóÖs
JÓN SKAGAN
SAGA
HLfÐARENDA
f FLJÓTSHEtÐ
Sögur 1940—1964
eftir Jón Óskar. Heildarsafn frá þess-
um árum, 22 sögur. Tæplega helmingur
hefur ekki birst áður, en nokkrar hafa
birst í sýnisbókum.
HUNDRAÐ ÁR í
ÞJÓÐMINJASAFNI
eftir dr. Kristján Eldjárn. Þetta er 4. út-
gáfa ritsins, en það kom fyrst út á aldar-
afmæli safnsins 1962. itarleg ritgerð um
söfn og þróun þjóðminjasafnsins. Þætt-
ir um 100 merka muni, einn frá hverju
ári fyrstu öldina, sem safnið starfaði, og
heilsíðumyndir af þeim.
Um Nýja testamentið
eftir séra Jakob Jónsson. Höfundur ræð-
ir ýmis sjónarmið, er varða túlkun Nýja
testamentisins og einstök kenningar-
atriði. Verk, sem verður hugleikið öllum,
er láta sig trúarbrögð og menningar-
sögu varða.
Acta botanica
islandica
Ársrit um íslenska grasafræði, ritstjóri
Hörður Kristinsson, grasafræðingur á
Akureyri. Þetta er 2. árgangur ritsins,
og flytur hann alls sjö ritgerðir og grein-
ar, auk þess ritdóma.
Almanak
Hins íslenska þjóðvinafélags fyrir árið
1974. Ritstjóri dr. Þorsteinn Sæmunds-
son.
Saga Hlíðarenda í
Fljótshlíð
eftir séra Jón Skagan. Þetta er mikið rit
um hið forna og fræga höfuðból, mannlíf
kirkjuhald og búskap þar frá upphafi
vega.
Kviður Hómers I—II
Hér er um að ræða llíonskviðu og Ódys-
seifskviðu i hinni frægu þýðingu Svein-
bjarnar Egilssonar. Ljósprentun útgáf-
unnar frá 1948 og 1949, sem Kristinn
heitinn Ármannsson og dr. Jón Gisla-
son önnuðust.
íslenskt skáldatal
Ritið geymir yfirlit um íslensk skáld,
æviágrip og skrá yfir verk þeirra og
helstu ritgerðir um þau. Þetta er fyrra
bindið. Það er tekið saman af Hannesi
Péturssyni og Helga Sæmundssyni og
nær frá upphafi íslenskra bókmennta og
fram til nútíðar. Verkið er myndskreytt
og er 3. bókin í bókaflokknum Alfræði
Menningarsjóðs.
Eignarhald og ábúð á
jörðum í Suður-Þingeyjar-
sýslu 1703—1930
eftir Björn Teitsson cand.mag. Hér er
safnað miklum fróðleik um þingeyska
sögu. Þetta er annað bindi bókaflokks-
ins Sagnfræðirannsóknir (Studia histor-
ica), sem gefinn er út i samvinnu við
Sagnfræðistofnun Háskóla Islands.
Króksi og Skerðir
eftir Cervantes. Stutt Kfleg prakkara-
saga eftir hinn heimskunna höfund sög-
unnar um Don Quijote. Guðbergur
Bergsson þýddi úr spænsku.
Ljóð og sagnamál
eftir séra Jón Þorleifsson. Bókin geymir
Ijóð, skáldsögubrot, svo og þjóðsöguna
um Tungustapa og nokkra pistla. Höf-
undur lést ungur árið 1860, en hafði
vakið athygli fyrir skáldskap sinn. Hann-
es Pétursson bjó til prentunar.
Raftækni- og
Ijósorðasafn II
Tækniorðasafn sem Alþjóðlega raf-
tækninefndin hefur samið, en Orðanefnd
Rafmagnsverkfræðideildar Verkfræ^-
ingafélags islands íslenskað. Ensku,
þýsku og sænsku orðin eru prentuð
með.
Myndmál Passíusálmanna
eftir Helga Skúla Kjartansson. Stílfræði-
legar athuganir á Passíusálmum Hall-
gríms Péturssonar, sem varpa Ijósi á
tilurð þeirra og tengsl við önnur verk.
Þetta er 32. hefti af Studia Islandica.
Andvari
Tímarit Menningarsjóðs og Hins ís-
lenska þjóðvinafélags. I heftinu í ár er
æviminning Ásgeirs Ásgeirssonar fyrr-
verandi forseta islands eftir Guðmund
G. Hagalín, og í það rita einnig m. a.
Gunnar Árnason, Þorsteinn Sæmunds-
son og Peter Hallberg.
Bækur
til félagsmanna
20% ódýrari.
BÓKAÚTGÁFA MENNINGARSJÓÐS
OG ÞJÓÐVINAFÉLAGSINS Skálholtsstíg 7
£