Þjóðviljinn - 15.12.1973, Side 4

Þjóðviljinn - 15.12.1973, Side 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 15. desember 1973. Óeining um framlag til Landhelgis- sjóðsins Frumvarp Sjálfstæðisflokksins sem að meginefni felur i sér að Landhelgissjóður Islands skuli fá 100 milj. kr. árlega úr rikissjóði kom til atkvæða i neðri deild i gær. Allsherjarnefnd deildarinnar hafði klofnað um málið. Fulltrúar stjórnarflokkanna lögðu til, að málinu yrði visað til rikisstjórn- arinnar. Byggði meirihlutinn álit sitt á þvi, sem fram kom i viðtöl- um nefndarinnar við forstjóra Landhelgisgæslunnar og ráðu- neytisstjóra dómsmálaráðuneyt- isins að gæslan hefur fengið það fé, sem hún hefði farið fram á. Minnihlutinn, fulltrúar Sjálf- stæðisflokksins og Alþýðuflokks- ins, lögðu til að frv. yrði sam- þykkt. Tillagan um að visa málinu til rikisstjórnarinnar var afgreidd með nafnakalli. 20 voru þvi fylgj- andi, 18 á móti (þingmenn Al- þýðufl., Sjálfstfl. og Frjálsl. fl. ), en 2 voru fjarstaddir. — upp og niður Krónan fljóti Neðri deild afgreiddi i gær við 1. umræðu frumvarp sem felur i sér nokkra breytingu á reglum um gengisskráningu. Frumvarp þetta var upphaflega flutt á vegum fjárhags- og við- skiptanefndar efri deildar og fór málið um tvær umræður þeirrar deildar i gær og i fyrradag. Mælti Ragnar Arnalds fyrir frumvarpinu i efri deild, en Lúðvik Jósepsson i neðri deild. Frv. er tilkomið i framhaldi af bráðabirgða- lögum frá s.l. sumri um að fella niður efri mörk til fráviks frá stofngengi. Gerir frv. sjálft ráð fyrir þvi. að við áramót næstkomandi taki gildi þær reglur að felld verði niður takmörk frávika niður á við, einnig þannig að gengi krónunnar sé fljótandi. Frv. þetta hefur hlotiðsamhljóða afgreiðslu til þessa i báðum deildum þingsins. Magnús Kjartansson um raforkuvandamál Hornfirðinga: Allt gert sem í mannlegu valdi stendur Umræða um orkumál utan dagskrár á alþingi i gær Sverrir Hermannsson (S) kvaddi sér hljóðs utan dagskrár i neðri deild alþingis i gær til þess, eins og hann sagði, að vekja at- hygli á ástandinu i raforkumálum að Höfn i Hornafirði. Hann spurði raforkuráðherra um aðgerðir til þess að leysa úr vandanum, sem væri geysilegur. Fólk hefði þegar flutt úr viðlagasjóðshúsum og byggi á hótelinu á staðnum. Væri jafnvel i ráði að flytja fólkið til Reykjavikur. Magnús Kjartansson, orku- málaráðherra, sagði að ófyrir- séðar ástæður hefðu valdið á- standinu i raforkumálum frá Smyrlabjargaárvirkjun. Allt, sem i mannlegu valdi stendur verður gert til þess að leysa þenn- an vanda, sagði ráðherrann. Flutt yröi gastúrbina frá Seyðisfirði til Hornafjarðar. Siðan verður að leggja á ráðin um það hvernig unnt má vera að koma i veg fyrir þetta vandamál i framtiðinni. Magnús að samtengingin væri án efa besta lausnin á þessum vandamálum. Kysteinn Jónsson (R) fagnaði yfirlýsingum raforkuráðherra, en lagði áherslu á nauðsyn þess að ráðhérrann gengi sjálfur i raf- orkumál Austfjarða ásamt sam- starfsmönnum sinum. Við þing- menn Austfjarða, höfum haft ó- skaplegar áhyggjur af þvi hvern- ig raforkumálin standa á Austur- landi. ólafur Jóhannesson, forsætis- ráðherra, skýrði frá þvi að hann hefði gefið landhelgisgæslunni fyrirmæli um að veita alla hugsanlega aðstoð. Þór væri fyrir Austurlandi, en hann hefði aðeins 12 tonna bómu og gæti þvi ekki tekið gastúrbinuna sem væri 14 tonn. Samgönguráðherra hefði gefið Skipaútgerð rikisins fyrir- mæli um að aðstoða. Bæði skipin væru aflfjarri, en það skip, sem nær væri ætti að sleppa áætlunar- höfnum og halda beint til þess að flytja gastúrbfnuna. Varðskip hlypu i skarðið fyrir þetta skip Skipaútgerðar rikisins. Gylfi Þ. Gislas. (A) sagði að það rikti ekki aðeins öngþveiti i raf- orkumálum á Austurlandi. Astandið væri mjög alvarlegt á Norðurlandi og á Vestfjörðum. Eitthvað meira en litið virðist hafa farið úrskeiðis i yfirstjórn raforkumála á siðustu árum, þvi það hefur aldrei áður gerst að á- standið hafi verið svo slæmt i raf- orkumálum. Sverrir Ilermannsson þakkaði svör ráðherranna og sagði að sér virtist hér vei og drengilega að málum staðið. Magnús Kjartansson sagði i til- efni af ummælum Gylfa, að sér- staka skýrslu þyrfti um aðgerðir fyrri rikisstjórnar i raforku- málúm. bað væri deginum ljós- ara að það vandræðaástand sem rlkti i raforkumálum sumsstaðar væri arfur frá viðreisnarstjórn- inni. Núverandi rikisstjórn hefur tekið ákvarðanir um Lagarfljóts- virkjun og um Mjólkárvirkjun, og menn skulu hafa það i huga að ástandið á Norðurlandi væri ná- kvæmlega eins þó haldið hefði verið áfram með Gljúfurvers- virkjun. Ráðherrann kvað skjót- ustu aðferðina til lausnar orku- málum Norðlendinga vera fólgna I þvi að leggja rafstreng norður. Raforkuvandinn á Höfn er svo alvarlegt vandamál, að menn ættu að hafa vit á þvi að hefja um- ræður um það yfir pólitískar deil- ur. Lárus Jónsson (S) viðurkenndi að ástandið við Smyrlabjargaár- virkjun hefði skapast af ófyrir- sjáanlegum ástæðum en það er að skapast neyðarástand fyrir norð- an. Fyrir skömmu barst mér sú fregn að Landsvirkjunarstjórn hefði samþykkt að raforka færi ekki norður frá Sigölduvirkjun fyrr en 1977. Spurði Lárus hvort þetta væri rétt. bá fullyrti þing- maðurinn að ástandið væri annað á Norðurlandi ef haldið hefði ver- ið áfram við gerð stíflu vegna Gljúfurversvirkjunar. Ingólfur Jónsson (S) sagði að aldrei hefði verið unnið meira að raforkumálum en i valdatið við- reisnarstjórnarinnar. Ef stiflan hefði fengist samþykkt i Laxár- virkjun væri ástandið norðanlands allt annað. bvi var ekki notuð heimild til virkjunar i Svartá? spurði þingmaðurinn. Karvel Fálmason (SFV) spurði Gylfa hvort hann hefði ekki fylgst Þörungavinnsla ÁHERSLA Á VISTFRÆÐI RANNSÓKNIR Frumvarpið um þörunga- vinnslu við Breiðafjörð kom til 1. umræðu i neðri deild i gær, og mælti Magnús Kjartansson iðn- aðarráðherra fyrir frumvarpi þessu. Frumvarpið hefur nú þeg- ar sætt meðferð efri deildar og var afgreitt þaðan samhljóða. Var gerð þar sú breyting veiga- mest að aukin áhersla verði lögð á vistfræðilegar rannsóknir. Ráðherrann lagði áherslu á að frv. þetta yrði gert að lögum fyrir áramót með tilliti til samninga við skoskt fyrirtæki sem þarf á hráefni að halda á árinu 1975. Fern lög afgreidd 1 gær voru afgreidd sem lög frá alþingi fjögur frumvörp. Var þar um að ræða stjórnarfrum vörp um gjaldaviðauka, um útgáfu banka- vaxtabréfa, um staðfestingu bráðabirgðalaga um veiðiheim- ildir i landhelginni (að þær gildi til áramóta) og um byggingar á vegum Viðlagasjóðs. með þvi að frostið að undanförnu hefði slegið öll met. Höfuðorsök vandans er fólgin i þvi hvernig unnið var á vegum viðreisnar- stjórnarinnar. sagði Karvel. Jónas Jónsson (F) sagði að samkvæmt áætlunum hefði stifl- an sem deilt var um i Laxá átt að Framhald á 14. siðu Rúgbrauð er vítamínauðug fæða, en þó einkum af B-vítamíni. Regiubundin neysia þess er falin veita oss öðru fremur hrausta og miúka húð, styrkja taugakerfið og bæta meltinguna. Rúgbrauð er nauðsyn ungiíngum i uppvexti og fuilorðnum stöðug heiisubót. BORÐUM ÖLL MEiRA RÚGBRAUÐ Athyglisvert stjórnarfrumvarp: Rikið ábyrgist launakröfur á gjaldþrota fyrirtæki begar fyrirtæki verður gjald- þrota skal rikið ábyrgjast greiðslu á launakröfum á hend- ur atvinnurekandans. Stjórnarfrumvarp um þetta efni var lagt fram á alþingi á dögunum og felur i sér veiga- mikið nýmæli. Við samningu frv. er höfð hliðsjón af sænskum lögum um rikisábyrgð á launum við gjaldþrot. Einnig er höfð hliðsjón af dönskum og norskum lögum um sama efni. Erfitt er talið að áætla hversu mikilli upphæö má gera ráð fyr- ir i þessu skyni úr rfkissjóði ár- lega. 1 stað þess að lögfesta sér- stakt gjald til þess að standa undir þessum kostnaði er talið eðlilegt að hækka launaskatt þann sem innheimtur er. Er gert ráð fyrir þvi, að fé- lagsmálaráðuneytið ávisi a launin i rikissjóði. Hugmynd i þessa átt var fyrst hreyft á alþingi á siðasta kjör- timabili af Magnúsi Kjartans- syni, og er ánægjuefni að ríkis- stjórnin skuli nú hafa komið þessari hugmynd i form stjérn- arfrumvarps. Björn Jónsson, félagsmála- ráðherra, mælti fyrir frumvarpi þessu f efri deild alþingis I gær. þíngsjá þjóðviljans

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.