Þjóðviljinn - 15.12.1973, Side 5

Þjóðviljinn - 15.12.1973, Side 5
Laugardagur 15. desember 1975. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 5 KYEIKT A JÓLATRJÁM Fjögur stór jólatré i Reykjavik, Hafnarfirði og Kópavogi Kveikt verður á Hamborgar- jólatrénu, sem Reykjavikurhöfn hefurfengiðsentárlega frá 1965, i dag laugardaginn 15/12 kl. 16.30. Tréð er gjöf frá klúbbunum Wikingerrunde, sem er félag blaðamanna og fyrrverandi sjó- manna. Hr. Sembach, sem er félagi i Wikingerrunde og starfsmaður Hamborgarhafnar mun afhenda tréö við athöfn við Hafnarbúöir við Reykjavikurhöfn, þar sem tréö verður reist, og frú Sembach mun tendra ljósin að viðstöddum þýska sendiherranum á Islandi og borgarstjóranum i Reykjavik. Hafnarstjórinn i Reykjavik mun veita trénu móttöku, en það er gefið sem jólakveðja til islenskra sjómanna. Norrköpingtré i Kópavogi Kl. 4 e.h. i dag verður kveikt á stóru jólatré viö félagsheimilið i Kópavogi, en það er gjöf frá vina- bæ Kópavogs i Sviþjóð, Norrköp- ing. Sænski sendiherrann mun af- henda tréð. Sigurður Helgason forseti bæjarstjórnar flytur á- varp. Félagar úr Samkór Kópa- vogs syngja og Skólahljómsveit Kópavogs leikur jólalög. Oslóartréð A morgun sunnudag kl. 16.00 verður kveikt á jólatrénu á Austurvelli. Tréð er gjöf Osló- borgar til ibúa Reykjavikur, og er þetta i 22. sinn, sem höfuöborg Noregs sýnir borgarbúum vin- áttuhug með þessum hætti. Athöfnin hefst um kl. 15.30 með leik Lúðrasveitar Reykjavikur undir stjórn Páls P. Pálssonar. Sendiherra Noregs Olav Lydvo, mun afhenda tréð, en Birgir Isl. Gunnarsson, borgarstjóri, veitir trénu móttöku. Þá mun Dómkór- inn syngja jólasálma undir stjórn Ragnars Björnssonar. Frederiksbergtréð A morgun kl. 16 verður kveikt á jólatré þvi, sem Frederiksberg i Danmörk hefir gefið Hafnar- fjarðarbæ. Jóltréð er á Thorsplani v/Strandgötu. Lúörasveit Hafnarfjarðar, undir stjórn Hans Ploder, leikur á undan athöfninni. Aðalræðismaður Danmerkur, hr. Ludvig Storr, afhendir tréð. Frú Ellen Marie Steindórs tendrar ljósin. Kristinn ó. Guðmundsson, bæjarstjóri, veitir trénu viðtöku. Að lokum verður almennur söng- ur undir forsöng Karlakórsins Þrastar. Kynnir verður sr. Bragi Bene- diktsson. Jólasveinninn kominn Þessi jóiasveinn spókaði sig niöri í llallargaröi f gær og heilsaöi upp á krakka sem þar voru. t dag vcröur byrjaö aö kveikja á stóru jólatrján- um í Reykjavik og nágrannabæjunum. Allt minnir þctta á nálægö jól- anna, og á morgun halda jólasveinar skemmtun i Austurstræti, eftir aö kvcikt hefur veriö á jólatrénu á Austurvelli. (Ljósm. S.dór). Fuglavinir: Hættið ekki snögglega fóðurgjöf Lesandi blaðsins hringdi í gær og sagðist hafa lesiö athyglis- veröa grein i erlendu blaði varö- andi fuglsfóörun að vetrarlagi. Inntak greinarinnar var þetta: Þegar á annað borö er byrjaö aö gefa fuglum úti viö má ekki hætta því, þótt mildara veður komi dag og dag. Fuglar hafa hröð efnaskipti og þeir geta dáið hungurdauða á mjög skömmum tima ef þeir finna ekki æti. Þegar fuglar hafa vanist matargjöf á einhverjum ákveðnum stað eru þeir ekki nðgu fljótir að finna nýj- an stað, ef matargjöf hættir snögglega. Þegar fer að vora ætti aö minnka fóðurgjöf smám sam- an, en ekki snögghætta henni. Stararnir boröa ekki korn, en gott er að gefa þeim allskonar matar- leifar, t.d. kjöthakk og feitt kjöt. Y iðbótarupplag af tau-dagatali , Tau-dagatal frá Þjóðhátiðar- nefnd hefur um skeið verið upp- selt hjá umboðsmönnum, en nú er komið litið viöbótarupplag, sem verður til sölu fram að áramót- um. Agæt sala hefur verið i báðum gerðum veggskjaldanna. ÆviniyrM) um »» MÚSABÖRNiN Til yngstu lesendanna Lesinálið er prentaö meö stóru og skiru letri sérstaklega með yngstu lesendurna i huga. Sumardagar i Stóradal. er bók sein börn og ungiingar hafa beðið eftir, siöan höfundur- inn las hana i útvarpi fyrir þrem- ur árum. Krakkarnir i Stóradai og dreng- urinn Maggi frá Reykjavik lenda i mörgum skemmtilegum ævin- týrum, frásagnarstill er svo eöli- legur að lesandinn hrifst ósjálf- rátt með og verður þátttakandi i æviiUýrunum. Spennandi saga fyrir börn og unglinga. yOEvmiyeiO um KLÖRU 03 HVfmU GÆSIWAR Kápurnar eru litprentaöar og vandaö hefur ver'iö til útgáfunnar af fremsta megni. Það er trú út- gefandá aö hér sé á feröinni vin- sælt lestrarefni á sanngjörnu Leitin að náttúlfinum Þetta er bókin um félagana NAMMA mús, LALLA bangsa, GOGGA páfagauk og FÚSA frosk. Þeir lenda i mörgurn ævintýrum og núna úti i himingeimnum, i leit að geimfarinu N'ATTÚLFINUM, sem týndist á plánetu i óravegu frá jörðinni okkar. veröi fyrir hinn stóra hóp ungra lesenda, sem hingaö til hafa ckki átt kost á miklu úrvali bóka viö sitt hæfi. Ilaustblóin cr fimmta ljóöabók skáldkonunn- ar Hugrúnar. Fyrsta hókin, sem kom út eftir hana, var ljóöabókin Mánaskin, sem kom út 1941. Síöan hafa korniö út eftir hanan Ijóöabækur, skáldsögur, unglinga- og barna- bækur, og hafa þær hlotið góðar viðtökur. Nú munu bækur hennar vera komnar nokkuö á þriöja tug. Umsagnir um þær hafa einatt verið jákvæöar. Þessar bækur fást í öllum bókaverzlunum landsins BÓKAAAIÐSTÖÐIN — Laugavegi 29 - Sími 2-60-50 —- IWB U JWL ■■k BORGIR Ojúpavik, ingðlfstlöPðup og Gjögur Hrundar borgir, eftir Þorstein Matthiasson, svipmyndir úr stórbrotinni athafnasögu Djúpuvikur, Ingóifsfjarðar og Gjögurs, ævin-, týralegum uppgangi þessara staða á sildarár- unum, raunalegum endalokum mikilla bygg- inga og vona. Á annað hundrað mynda frá þessum timum prýða bókina. A Djúpuvik er enginn sildarspekúlant. Þar eru forstjórar, viröu- legir menn, hóglátir i fasi og umgengnisháttum. Þeir umgangast „sitt fólk” meö Ijúfmannlegu jafningjayfirbragöi. Sumir þeirra eru gamlir skipstjórar og hjátrúarfullir. Riki spekúiantanna er fyrir sunnan — eöa austan — kannski noröur á Ingólfsfirði. Þeir koma stundum sem gestir, þá vekja þeir athygli. Hjá þeim er alltaf eitthvað að gerast.---Og svo kom skip að sunnan. Þaö lagöist viö bólverkið, og frá boröi komu sfldarstúlkurnar, —Kon- ur á öllum aldri. — Sumar feitar og feröugar, brostu til beggja handa, eins og þær væru aö koma heim til sín og heilsa upp á góð- kunningjana. Aðrar bituryrtar beinasleggjur, sem strax höfðu allt á hornum sér. — Og svo ennþá aðrar, meö hvelfdan barm og ljósan eða dökkan hadd. Bak við glóöina í spurulum augum þeirra duldust fyrirheit. Ef til vill var einhver þeirra þaö ævin- týri sumarsins, sem eftir var beðiö.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.