Þjóðviljinn - 15.12.1973, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 15.12.1973, Blaðsíða 15
Laugardagur 15. desember 1973. ÞJÓÐVILJINN — 8IÐA 15 ■ Samkvæml skobanakönnun. sem gerð hefur verið i Bretlandi varðandi reykinga- og drykkju- venjur Breta. kom i ljós að Bretar bæði revkja og drekka mun minna en aðrir Vestur- Evrópubúar. Forráðamenn skoðanakönnunarinnar. sem náði til 7 þúsund manns, telja að fólk hafi almennt logið að spyrj- endunum. Heimspressan Þaö hefur verið til siðs síðustu árin á Nýja Sjá- landi að nota þyrlur til að dreifa gjafapökkum í auglýsingarskyni fyrir jólin. Nú hafa stjórnvöld bannað þetta vegna orku- skortsins, en hef ur ekkert á móti því að jólasveinar annist þetta á hefðbund- inn hátt. ■ Eyrir skömmu komu PANDA- hjón frá Kina til Parisar. Þetta er gjöf frá kinversku rikis- stjórninni til Pompidou Frakk- landsforseta. Tveir kinverskir sérfræðingar fylgdu dýrunum. ■ Gamalt fólk i Póllandi spáir hörðum vetri og ræður það m.a. af háttalagi úlfanna. Þeir hafa þegar haldið af stað i flokkum i átt til Tékkóslóvakiu. Þetta þýðir að úlfarnir búast við þungum vetri með mikilli' snjókomu. ■ Fill i dýragarðinumi borginni Jerevan i Armeniu skilur fyrir- skipanir sem gefnar eru á ensku, þýsku, rússnesku og armenisku,segir i frétt frá Tass. 15 SÍÐAN UMSJÓN: SJ * Þrátt fvrir orkuskortinn i Bretlandi virðist svo að fólk sé ánægðara mcð lifið og bjart- sýnna en það var fyrir fimm ár- um. þegar sérstök könnun var gerð meðal aimenniugs um lifs- viðhorf. Þetta kom fram i skoð- anakönnun sem var endurtekin IIÚ. ■ Frá Frakklandi berast þær fréttir að vegna orkuskortsins sé að verða hörgull á korktöppum í vínflöskur, en vínhöndl- arar eiga í harðri sam- keppni við skóverksmiðj- urnar sem nota mikinn kork í skósóla um þessar mundir. ■ i Júgóslaviu hafa ökumenn verið dæmdir ef fundist hefur minnsta vinmagn i blóði þeirra. Nú hafa lögin verið gerð aðeins mildari, vegna þrýstings frá ferðamálaráði landsins, og nú má vinandi vera 0,5 prómilí, en má vera 0,8 prómill i flestum rikjum V-Fvrópu. Létt í spori Þessi Singer saumavél kostar aðeins kr. 18.669,00, en hefur flesta kosti dýrari saumavéla og þann kost fram yfir að hún vegur aðeins 6 kíló og er þess vegna mjög létt í meðförum. Þegar þér saumið úr hinum nýju tízkuefnum getið þér valið úr mörgum teygjusaumum, m. a. „overlock“, svo að engin hætta er á að þráðurinn slitni þó að togni á efninu. Singer 438 hefur einnig: innbyggðan, sjálfvirkan hnappagata- saum tvöfalda nál, öryggishnapp (gott þar sem börn eru), fjölbreyttan skrautsaum og marga fleiri kosti. SÖLU- OG SÝNINGARSTAÐIR: Liverpool, Laugavegi 18A, Domus, Laugavegi 91, Gefjun, Austurstræti, Dráttarvélar, Hafnarstræti 23, Véladeild SÍS, Ármúla 3 og Kaupfélögin um land allt. SAMBAND ISLENZKRA SAMVINNUFÉLAGA ^Véladeild ARMULA 3 REYKJAVIK. SIMI 38900 Tökum gamlar vélar sem greiðslu upp í nýjar LEIKFANGALAND l * , Fjölbreytt úrval leik- LeiKjangalana fanga fyrir börn á öllum Veltusundi l.Sfmi 18722. aWrL _ póstsendum> AÐVÖRUN um stöðvun atvinnurekstrar vegna van- skila á söluskatti. Samkvæmt kröfu tollstjórans i Reykja- vik og heimild i lögum nr. 10, 22. mars 1960, verður atvinnurekstur þeirra fyrir- tækja hér i umdæminu, sem enn skulda söluskatt fyrir janúar — september 1973, og nýálagðan söluskatt frá fyrri tima, stöðvaður, þar til þau hafa gert full skil á hinum vangreiddu gjöldum, ásamt áfölln- um dráttarvöxtum og kostnaði. Þeir, sem vilja komast hjá stöðvun, verða að gera full skil nú þegar til tollstjóraskrifstof- unnar við Tryggvagötu. Lögreglustjórinn i Reykjavik, 12. des. 1973, Sigurjón Sigurðsson. Styrkir til háskóla- náms í Danmörku Dönsk stjórnvöld bjóða fram fjóra styrki handa tslend- ingum til háskólanáms i Danmörku námsárið 1974-75. Einn styrkjanna er einkum ætlaður kandidat eða stúdent, sem leggur stund á danska tungu, danskar bókmenntir eða sögu Danmerkur, og annar er ætlaður kennara til náms við Kennaraháskóla Danmerkur. Allir styrkirnir eru miðaðir við 8 mánaða námsdvöl, en til greina kemur að skipta þeim, ef henta þykir. Styrkfjárhæðin er áætluð um 1.653 danskar krónur á mánuði. Umsóknum um styrki þessa skal komiö til menntamála- ráðuneytisins, Hverfisgötu 6, Reykiavik, fyrir 1. febrúar n.k. Umsókn fylgi staðfest afrit af prófskirteinum ásamt meðmælum, svo og heilbrigðisvottorð. — Sérstök um- sóknareyöublöö fást i ráðuneytinii. Menntamálaráðuneytiö, 11. desember 1973. Gjöfina sem veitir varanlega ánægju fáið þér i Jasmin Lauga- vegi 133. Ath. opið til kl. 22alla föstudaga til jóla.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.