Þjóðviljinn - 15.01.1974, Page 1

Þjóðviljinn - 15.01.1974, Page 1
UOBVIUINN Þriðjudagur 15. janúar — 39. árg. 11. tbl. ÞAÐ BORGAR SIG AÐ VERZLA Í KRON 1 SENÐIBÍLÁSTÖÐIN Hf Duglegir bílstjórar Kemur álkreppa næst? WASHINGTON 14/1-Banda- risk yfirvöld teija ekki útilok- aö að iönd sem ráða mestöll- um birgðum af tilteknum tegundum hráefna geti fetaðí fótspor Arabarikja og sett út- fiutningsbann á þessi hráefni til þess að knýja fram verð- hækkanir. Bandariskir sérfræöingar eru sagðir hafa sérstakar áhyggjur af þvi aö örfá lönd ráði yfir mestum hluta þekktra birgða af vissum nytjaefnum og gætu þá, ef þau bindast samtökum,ráðið bæöi verðlagi og dreifingu. Til dæmis er báxit tekið, sem er aðalhráefnið við ál- vinnslu. Helstu seljendur þessa hráefnis eru Guinea, Astralia, Guyiana, Jamaica og Surinam. Ef þau settu á út- flutningsbann til að knýja fram helmingsverðhækkun mundi áliðnaður heimsins lamast, aö þvi er fréttaritari NTB i Washington segir. Agnew sviptur málafærsluleyfi WASHINGTON 14/1. - Þriggja manna dómaranefnd i rikinu Maryland hefur lagt til, að Spiro Agnew fyrrum varaforseti verði sviptur málafærsluleyfi. Agnew iét af embætti varaforseta i fyrra vegna ákæru um skattsvik. Hann greiddi 10 þús. dollara sekt en var ekki settur inn. Hæstiréttur Maryland kveður upp úrskurð i máli þessu innan 40 daga. Orðsending utanríkisráð■ herra til alþjóða- dómstólsins íslendingar unnu langþráðan sigur i hand- knattleik á sunnudaginn er þeir sigruðu Ungverja 22:20 i 6. landsleik þessara þjóða. Er þetta i fyrsta sinn sem sigur vinnst yfir Ungverjum. Hér á myndinni sjáum við hinn snjalla linumann Björgvin Björgvinsson sleppa i gegnum ungversku vörnina og skora (Ijósm. GSP). Sjá nánar á bls. 10 og 11. ÞRÁÐUR SIGUR Bókhlaðan enn á hlaupa- brautinni Eins og áður hefir komið fram i Þjóðviljanum var Þjóðarbók- hlaðan teiknuö þannig inná skipulag Háskólahverfisins, að hún náði langt inná Melavöllinn og var samþykkt byggingar hennar frestað i borgarráði fyrr i vetur af þessum sökum. Nú hefur bókhlaðan verið færð til á teikningunni, en þó þannig, að enn gengur hún út á hlaupa- braut vallarins. Var byggingin samþykkt á þennan hátt i borgar- ráði nú.— G egn fós t u reyðinga - frum varp in u: Undir- skriftum safnað á Hrafnistu! Undirskriftasöfnun gegn frum- varpi um frjálslegri fósturreyð- ingalöggjöf cr i gangi á ótrú- legustu stöðum að þvi er virðist. Er það td. rétt, sem Þjóðviljinn hefur fregnað, að verið sé að safna undirskriftum meðal starfsfólks og jafnvel vistmanna á elliheimilinu Hrafnistu? og aö þar sé að verki manneskja i yfir- mannsstöðu? Kona, sem vegna vinnu sinnar vill ekki láta nafns sins getið I blaðinu, sagði, að komið hefði veriö með undirskriftalistann til ákveöins hóps starfskvenna þarna og þær skrifað undir ýmsar, sjálfsagt sumar af fullri meiningu, en einnig væri athug- andi sú staðreynd, að margar eldri konur ættu erfitt með að fá nýja vinnu og óttuðust að missa stöðuna ef þær gerðu ekki einsog yfirboðarnir vildu. —vh HAFRÉTTARRÁÐSTEFNAN ER RÉTTUR VETTVANGUR ísland tekur ekki þátt i skriparéttarhöldum i Haag Utanríkisráðherra hefur tilkynnt alþjóða- dómstólnum i Haag að Islendingar muni ekki senda neina greinargerð til andsvara kröfum Breta og Vestur-Þjóðverja um fisk- veiðilögsöguna. Bendir ráðherra á aö Alþingi hafi ályktað að samningarnir við Breta og Vestur-Þjóðverja 1961 séu fallnir úr gildi og málarekstur viö alþjóðadómstólinn þess vegna út i hött. Afstaða rikisstjórnar i málinu sé óbreytt og afhending greinargerðar komi ekki til greina. Dómstóllinn haföi til- kynnt aö heimilt væri að svara kröfum fiskiránsrikjanna fyrir 15. janúar. 1 orðsendingu utanriksiráð- herra er lögð áhersla á að haf- réttarráðstefna Sameinuðu þjóð- Framhald á bls. 14 BÖRKUR NK KOMim A LOÐMJNA Rétt búnir að finna lyktina — Eruð þið búnir að taka inn? fórum nú ekki með hana með okkur núna. Fyrsti loðnubáturinn er kominn á miðin. Að þessu sinni varð það Börkur frá Nes- kaupstað, og náði blaðið tali af skipstjóranum i gær, Hjörvari Valdim arssyni. Börkur er með flottroll. — Þetta eru bara sundur- lausar lóöningar sem við höfum fundið seinnipartinn I dag, sagði Hjörvar, og ekki samfellt og þvi vont að hitta á þær með troll. — Bilaði eitthvað hjá ykkur? — Það slitnaði kapallinn i höfuðlinumælinn i morgun, en við erum búnir að laga það. — Nei, við erum að draga núna. Við höfum ekkert hitt á hana enn. Annars stendur hún alveg upp á 25 — 30 faðma, þannig að þetta gæti jafnvel frekar verið fyri nót, en við — Við erum sem sagt ekki búnir aö fá neitt enn, en rétt búnir að finna lyktina af henni, sagði Hjörvar að lokum. -úþ í DAG Safna lcorni i geymslur en fólk deyr úr liungri — heitir grein um hungursneyðina í Eþíópiu á bls. Iðnaðarráðherra Noregs var hérlendis fyrir nokltru og flutti fyrirlestur, sem lesendur geta kynnt sér á bls. ASÍ liIDUR UM VERKFALLS- HEIMILD. S já o

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.