Þjóðviljinn - 15.01.1974, Side 3
Þriöjudagur 15. janúar 1974 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 3
Sfldar- og fiskimjölsverksmiöjan vestur á Granda hefur bætt aöstööuna Ul löndunar úr loönuveiöibátunum. Sett hefur veriö upp mikiö
færiband eins og sést á myndinni, þannig aö ekki þarf aö selflytja aflann á bHum, heldur flytur færibandiö hann beint f geymana (ljösm. Ari)
Rœkjuvertiðin i haust:
BESTI AFLI FRÁ ÞVÍ
RÆKJUVEIÐAR HÓFUST
i Isafjarðardjúpinu og svipaða sögu er að segja úr Húnaflóa
Afli rækjubáta i ísa-
fjarðardjúpi og Húna-
flóa hefur verið með ein-
dæmum góður i haust og
það svo að vart hefur
annar eins afli borist á
land á Vestfjörðum og i
haust frá þvi að rækju-
veiðar hófust þar.
Alls fengu 94 bátar leyfi til
rækjuveiða frá Vestfjörðum og
Húnaflða i haust þegar veiðar
hófust en það var 1. október. Stóð
Fengu ekki
að koma til
Noregs
KRISTIANSSAND 14/1 — 12
mönnum, tveim Israelum og 10
Frökkum, flestum Gyðingum,
var neitað um að stiga á land i
Noregi er þeir komu með ferju frá
Danmörku til Kristianssand i
morgun.
Lögreglan hafði að fyrirvarpi
að þeir hefðu ekki nægilega pen-
inga á sér og ekki snjódekk undir
bil sinum, en það er haft fyrir satt
að Interpol hafi varað norsk yf-
irvöld við mönnum þessum.
Mál þetta tengist málaferlun-
um gegn þeim sem eru nú fyrir
rétti fyrir morð á Marokkómanni
i Lillehammer i fyrra, en það var
talið skipulagt af israelsku leyni-
lögreglunni.
Njósnamál
STOKKHÓLMI14/1 — Svenska
Dagbladet heldur þvi fram, að
tékkneskur njósnari hafi komið.
upp um mikinn hluta þeirra
njósna sem Austur-Evrópulönd
reki i Sviþjóð og öðrum Vestur-
Evrópulöndum.
Maður þessi er að sögn sérfræð-
ingur i pólitiskum njósnum. Atti
hann að koma sér fyrir nálægt
helstu foringjum sósialdemó-
krata og komast að þvi hvernig
þeir væru likl. til að leika i hinu
stórpólitiska tafli. Maðurinn er
sagður hafa leikið tveim skjöld-
um alllengi og ráðið skilaboð sem
hann hefur fengið fyrir sænsku
leyniþjónustuna.
vertiðin siðan til 14. desember en
hófst svo aftur nú um siðustu
helgi.
Afli Vestfjarðabáta frá 1. okt.
til 14. desember. varð 2096 lestir
en var 1241 lest á sama tima árið
áður. Nú stunduðu 71 bátur veiðar
frá Vestfjörðum. Þetta skiptist
þannig að þeir bátar frá Hólma-
vik og Drangsnesi sem stunda
rækjuveiðar fengu 565 lestir i
haust en 317 árið áður. Bátar frá
Bildudal voru einnig 11 og fengu
241 lest á móti 208 lestum árið
áður. Djúpbátarnir voru 49 og
fengu 1290 lestir á móti 715 árið
áður.
Ekki eru enn komnar aflatölur
frá Hofsósi og Skagaströnd, en að
Hægt gengur að ákveða
verð á bræðsluloðnu, en
ákvörðun um það er enn
hjá verðlagsráði sjávarút-
vegsins, en formaður þess
þvi er Guðmundur Ingimarsson
hjá Fiskifélaginu tjáði okkur i
gær hefur afli báta frá þeim
stöðum einnig verið með albesta
móti.
Þórður Eyþórsson hjá sjávar-
útvegsmálaráðuneytinu sagði að
nokkuð væru veiðileyfin misjöfn
eftirhvar rækjan væri veidd. Þeir
bátar sem leyfi fengu til veiða i
Húnaflóanum voru 22. Leyfi þar
eru veitt með því skiiyrði að veiða
allt að 1700 tonn yfir vertiðina, en
þegar þeirri tölu er náð eru
veiðarnar stöðvaðar.
I Arnarfirðinum hafa 17 bátar
fengið veiðiley fi og má hver bátur
veiða 4000 kg á viku. 1 ísafjarðar-
djúpi hafa 55 bátar leyfi, en þar
nú er Kristján Ragnarsson
formaður Líú.
Fun'dur var i verðlagsráðinu i
gærmorgun um bræðsluverðið og
næsti fyndur verður á morgun, og
eru reglurnar þannig að þeir
mega veiða 6000 kg yfir vikuna,
en þó ekki meira en 2500 kg þrjá
fyrstu daga vikunnar.
Þá var verið að gefa út rækju-
veiðileyfi undanfarin ár, fyrir
báta frá Djúpavogi, en þar hefur
rækjuveiði verið stunduö undan-
farin ár,þó i litlum mæli.og rækj-
an frekar smá.
Þá er verið að rannsaka rækju-
miðin i Breiðafirðinum og verður
farið eftir niðurstöðum þeirra
rannsókna með veitingu veiði-
leyfa á þeim miðum, en þar er
reiknað með að veiði geti hafist
siðast i janúar, ef niðurstaða yfir-
standandi rannsókna verður
jákvæð. -S.dór
sagði Kristján að ekki væri enn
séð fyrir endann á þvi hvenær
verðið lægi fyrir.
Börkur frá Neskaupstaö er nú
farinn fyrstur skipa á loðnu-
veiðar, og er með flottroll.
Kristján vissi ekki til þess i gær
að aðrir bátar væru komnir af
stað, en bjóst fastlega við þvi að
Eldborgin frá Hafanrfirði færi nú
næstudaga. -úþ
Svar
gatnamálastj ó ra:
Verið
bara
nógu vel
búin til
fótannal
Eru engin takmörk fyrir
þvi, hvc hortug yfirvöld geta
leyft sér að vcra gagnvart
borgurununi?
Varla þarf að minna Reyk-
víkinga á öll þau brot og slys á
fólki, sem orðið hafa i hálk-
unni á götum og þó mest gang-
stéttum borgarinuar undan-
farnar vikur, né hvernig það
hefur verið að ætla að komast
leiðar sinnar fótgangandi.
En hver cru viðbrögð við-
komandi borgaryfirvalda
þegar kvartað er?
Sigfrið Sigurjónsdóttir, full-
orðin kona, sem vinnur i
mjólkurbúð og þarf daglega
að komast gangandi I vinnuna,
sagði Þjóðviljanum, að sér
hefði verið farið að ofbjóða
svo, að hún hefði að lokum
hringt til skrifstofu gatna-
málastjóra og kvartað yfir, að
snjónum af götunum væri
mokað uppá gangstéttirnar,
sem siðan yrðu ófærar.
Einu svörin, sem hún fékk,
voru, að fólk ætti bara að vcra
almennilega skóað og lielst
með brodda!
Bílarnir ganga semsé áfram
fyrir og fótgangandi fólk á
engan rétt og getur bjargað
sér sjálft.—vh.
Slœmar
samgöngur
— Það er litið cflir i að
opnað verði hérna Norð-
fjarðarmcginn, sagði Jóhann
K. Sigurðsson á Norðfirði er
við spurðum hann eftir þvi
hvað liði gerði jarðganganna
gegnum Oddsskarð.
— Það ég best veit var
verkið komið langleiðina i
haust þegar þeir hættu, sagði
Jóhann ennfremur. —Upphaf-
lega áttu göngin að vera búin i
fyrrahaust, en þetta hefur
gengið verr en menn héldu i
upphafi, en vonandi fáum við
göngin i gagnið fyrir næsta
haust.
Það eru erfiðar samgöngur
hér og sérstaklega leiðinlegar
siðan i desember. Það þarf að
bæta flugvöllinn hérna. Það
þarf að keyra i hann, svo vant-
ar okkur ljós á hann og
öryggisútbúnað, en bæjar-
stjórnin hefur nú nýlega sent
flugmálastjórn erindi um
þessi mál, en okkur i bæjar-
stjórninni finnst litið hafa
verið gert fyrir þennan flug-
völl, en eins og er er aðeins
hægt að lenda hérna i þá tvo til
þrjá tima sem birtu nýtur á
þessum árstima, og ef veður
er óhagstætt þann tima þá er
að sjá.lfsögðu óiendandi sagði
Jóhann að lokum. —úþ
Fundur með
sjómönnum
Klukkan fjögur í dag er enn
ætlunin að halda sáttafund
mcð sjómönnum og útgerðar-
mönnum. Enginn fundur var i
gær, en hins vegar voru langir
fundir og strangir fyrir helg-
ina.
Litið hefur þokast i sam-
komulagsátt á þessum fund-
um en einhver hreyfing mun
þó vera á nokkrum einstaka
atriöum.—úþ
Börkur frá Neskaupstað var fyrsta skipiö á loðnumiöin I ár. Þetta mikla aflaskip var keypt frá Noregi
og er myndin tekin af þvi meðan það sigldi undir norskum fána.
EINN BÁTUR KOMINN Á LOÐNU
Verðið á bræðsluloðnu
enn óákveðið