Þjóðviljinn - 15.01.1974, Side 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 15. janúar 1974
í timaritinu islenskum iðnaði, sem gefið er út af
Félagi islenskra iðnrekenda,birtust nýlega þættir úr
fyrirlestri, sem Ola Skjak Bræk, iðnaðarráðherra
Noregs flutti hér i Norræna húsinu fyrir nokkru, er
hann kom hingað i heimsókn í boði Iðnaðarbanka
íslands.
Þjóðviljinn telur ástæðu til það fleiri en lesendur
umrædds tímarits eigi þess kost að kynnast viðhorf-
um norkska iðanaðarráðherrans, og þess vegna
birtum við hér meginefni þess, sem eftir honum er
haft i timaritinu tslenskum iðnaði.
Ég er sérstaklega ánœgður með að
við skulum ekki vera i Efnahags-
bandalaginu, með tilliti til oliunnar
Olluborturn I Norúursjó.
Við viljum sjálfir geta
rekið þjóðlega olíupólitík
segir iðnaðarráðherra Noregs
Iðnaður i Noregi
Iðnaðurinn er mikilvægasti at-
vinnuvegurinn i Noregi. Núna
starfa i honum 400 þús. manns
eða um 32% af starfandi fólki i
landinu. Megin hluti af þessu fólki
vinnur i litlum fyrirtækjum með
10 starfsmenn eða færri eða um
75% af vinnuaflinu.
Efnahagsbandalag
Evrópu
Efnahagsbandalagið var i
upphafi stofnað með pólitiska
sameiningu i huga, en hefur yfir-
leitt verið lagt fyrir, sem efna-
hagslegt sameiningarafl. i
Noregi var okkur sagt að við
hefðum ekki efni á að standa á
móti þvi að ganga inn i Efnahags-
bandalagið vegna efnahagslegrar
pressu. Við höfum náð
samningum um tollalækkanir við
bandalagið, sem ég tel fullnægj-
andi. Samningurinn veitir okkur
fullt pólitiskt frelsi og við getum
verndað okkar heimamarkað. 1
öllum meginatriðum höfum við
fengið sömu tollalækkanir og
meðlimir Efnahagsbandalagsins.
Vandamál okkar i Noregi eru
ekki tollvernd i öðrum rikjum
Evrópu eða annars staðar, heldur
hvernig okkur tekst að ráða viö
verðlagið heima fyrir, vinnulaun
og annan kostnað. Ég er sérstak-
lega ánægður með að við skulum
ekki vera i Enahagsbandalaginu,
með tilliti til oliunnar. Ef við
værum i Efnahagsbandaiaginu
vippu - bIiskOrshurðin
Logerstærðir miðað við múrop:
Hæð: 210 sm x breidd: 240 sm
- 210 - x - 270 sm
Aðrar starðir.onlðaðar eftir baiðni.
QLUGQA8IHIDJAN
sa.mJ* 12 - Sfai 38220
réði það okkar oliupólitik eins og
gerst hefur i Bretlandi og Hol-
landi. Viö viljum sjálfir geta
rekið þjóðlega oliupólitik. A þann
hátt einan getum við ráöið sjálfir
hvernig olian nýtist okkur.
Landbúnaður og sjávarútvegur
eru nú ekki bundnir neinum þeim
skilyrðum sem þeim hefðu verið
sett, ef af aðild hefði orðið. 1
viðskiptasamningnum við EBE
eru ákvæði til verndar stóriðju
bandalagsins, sem koma sér illa
fyrir norska framleiðendur á áli,
pappirsvörum og fleiru. Komiö
hefur i ljós að næg eftirspurn er
eftir þessum vörum annars
staðar i heiminum og Norðmenn
hafa vart undan að framleiða
þessar vörutegundir, fyrir aðra
en Efnahagsbandalagið.
Olía i
Noröursjó
Nú eru 10 ár liðin siöan byrjað
var að athuga hvort hægt væri að
nýta oliu úr Norðursjó. Við Norð-
menn höfum verið svo gæfusamir
að finna þarna nýja orkulind
þegar vatnsorka okkar er nærri
fullnýtt. Við höfum tekið þá
stefnu að fara varlega i nýtingu
oliunnar. Við viljum ekki selja
oliuna óunna, sem ódýrt hráefni.
Þess hefur verið krafist af
mörgum að við borum meðfram
allri strönd Noregs og reynum að
ná sem mestri oliu á sem
skemmstum tima. Við höfum
neitað að gera þetta.
Eins og allir vita er meira en
helmingur af kunnum oliu-
birgðum heims i Arabalöndum,
sem nú gera vaxandi kröfur um
hlutdeild i verði oliunnar. Við
vonum að geta orðið sjálfum
okkur nógir og að geta flutt eitt-
hvað út, þó að við látum okkur
ekki dreyma um að verða oliu-
stórveldi á við sum Arabarikj-
anna.
Við vinnslu oliunnar myndast
gullstraumur inn i landið sem
getur ruglað hlutföll i efnahags-
lifinu, ef ekki er vel að gáð. Olian
má ekki verða svo yfirgnæfandi
að hún myndi spennu, sem eyði-
leggur aörar atvinnugreinar og
myndi leiða af sér ósamkeppnis-
fært atvinnulif. Við litum á oliuna
sem þjóðarauðlind, sem verður
að koma öllu samfélaginu til
góða.
Allt sem við kemur oliuvinnslu
og olluleit eru stórbrotin
viðskipti. Við höfum þvi frá
byrjun tekið þá stefnu, að norskur
Ola SkjSk Bræk, iðnaðarráðherra
Noregs.
iðnaður fái tækifæri til að tileinka
sér þá tæknikunnáttu sem þar er
á ferð. Vegna þessarar stefnu
hefur þegar skapast álitlegur út-
flutningur á margs konar tækjum
til oliuleitar og oliuvinnslu. Má
nefna sem dæmi að skipasmiöa-
stöðvar á vesturströnd Noregs
hafa þegar byggt mörg skip, sem
sérstaklega eru ætluð til þjónustu
við oliuleitarstöðvar á hafi úti.
Hlutverk banka
Það eru fyrst og fremst
viðskiptabankarnir, sem hafa
stutt að iðnþróun á Sunnmæri, en
einnig hafa sparisjóðirnir gegnt
miklu hlutverki i sínum byggða-
lögum. Hafa þeir þannig farið -
óvenju mikið inn i atvinnulifiö,
sérstaklega i smærri fiskibæjum.
Fyrr á árum voru margir
viðskiptabankar á Sunnmæri, en
árið 1952 sameinuðust fjórir
þeirra og úr varð fyrsti
héraðsbanki i Noregi, Sunnmöre
Kreditbank. Þetta varð fyrir-
mynd, sem opinber bankamála-
stefna i Noregi var mótuð eftir, að
stofna sterka banka i hverju
héraði sem mótvægi gegn bönk-
unum, sem ná til alls landsins.
Það er min skoðun að þetta hafi
haft mjög góð áhrif á þróun at-
vinnulifs á Sunnmæri. Bankinn
hefur ekki aðeins sinnt almennri
lánastarfsemi banka, heldur
hefur hann tekið virkan þátt i
þróun atvinnulifsins, með for-
göngu um margvislegar
nýjungar. Bankinn hefur verið
drifandi afl i mörgum af sam-
gönguframkvæmdum héraösins,
byggingu Vigraflugvallarins,
sameiginlegs vöruhúss fyrir
Sunnmæri i Osló, útflutnings-
skrifstofu Suðurmæris, Industri-
facktor stofnunarinnar og marga
fleiri.
Þá hefur bankinn sett á stofn
bókhaldsskrifstofu, sem veitir
rekstrarleiðbeiningar og færir
bókhald fyrir bátaflotann og
önnur atvinnufyrirtæki. Þar sem
Suðurmæri hefur ekkert af mið-
stöðvum fjármálalifsins i sinu
héraði, að undanskildri deild úr
útvegsbanka rikisins á seinni
árum, hefur bankinn gegnt mikil-
vægu hlutverki i þvi að ná lánsfé
inn i atvinnulif héraðsins, frá
öðrum lánastofnunum lands-
manna. Þess má geta að þegar
Exportfinance lánafyrirtækiö var
stofnað var Sunnmöre Kredit-
bank einn af stærstu hluthöfum,
þar sem okkur þótti þegar ljóst,
hvaöa þýðingu þessi stofnun gæti
haft, til eflingar útflutnings á
iðnaðarvörum.
Fjármögnun
iðnaöar
Iðnaður á Sunnmæri þurfti i
upphafi litið fjármagn, en fjár-
magnsþörfin hefur aukist mjög
mikið með þróun iðnaðarins, sér-
staklega þörfin fyrir rekstrar-
fjármagn. — Norsk skattalög og
afskriftarreglur eru fremur hag-
stæð, hvað viðkemur fjármagni
til fjárfestingar, en vinna bein-
linis gegn söfnun rekstrafjár-
magns. Þörf fyrir lánsfé til
rekstrar hefur þvi aukist meira
en nemur vexti i iðnaðinum. Þá
hefur aukin samkeppni haft i för
með sér aukin lánsviðskipti á
milli viðskiptaaöila.
Til að bregða t við þessu stofnuðu
húsgagnaframleiðendur og vefn-
aðarvöruframleiðendur á Sunn-
mæri fyrstu facktorfyrirtækin i
Skandinaviu, sem siðar
sameinuðust i eitt fyrirtæki,
Industrifactor. Hliðstæð fyrirtæki
hafa siðan verið stofnuö viðar i
Noregi og annars staðar i
Skandinaviu. Hlutverk facktor-
fyrirtækja er að greiða framleið-
endum fyrir útistandandi skuldir,
þannig að þeir geta sett fjár-
magnið aftur inn i framleiðsluna.
Onnur fjármálastofnun sem
hefur haft mikla þýðingu fyrir út-
flutnings- og iðnaðarþróun á
Suðurmæri er Exportfinance, er
sett var á stofn i sameiningu af
viðskiptabönkunum, til að veita
meðallöng lán til útflutnings á
fjarfestingarvörum, til að fjár-
magna vörulagera erlendis, og
sem siðan fékk það hlutverk að
fjármagna framleiðslu á litlum
samgöngutækjum, sem einnig
fara á innanlandsmarkað. Þýðing
þessarar stofnunar fyrir þróun
skipasmiða á Suðurmæri verður
seint ofmetin og stofnunin er
mörgum kunn á tslandi.
Erfiðar
samgöngur
Staðsetning iðnaðar á Suðr-
mæri er sérstök. Iðnaðurinn er
ekki samankominn á einum stað,
heldur dreifður á marga staði á
eyjunum og i fjörðunum, i litlum
bæjum, sem hafa tvö til fimm
þúsund ibúa. Samgöngumál hafa
lengst af verið viðkvæmt mál á
Suðurmæri og einkaaðilar hafa
oft orðið að bæta upp það sem á
vantaði hjá rikinu. Sem dæmi má
nefna, að Vigraflugvöllurinn var i
upphafi fjármagnaður að mestu
leyti af einkaaðilum, fyrir for-
göngu iðnaðar i héraðinu, banka
og borgarstjórnar Alasunds.
Sama má segja um margar fram-
kvæmdir á sviði ferjubygginga,
jarðgangna, vega og brúar-
gerðar. Hér eru um að ræða upp-
hæðir, sem nema yfir 100 milj.
norskra króna, en forgangan um
verkið hefur enn meira að segja
en fjarmagnið.
Samgöngurnar hafa ekki haft
minna að segja i þvi, að koma á
viötækum samskiptum milli iðn-
rekenda og heppilegu andrúms-
lofti fyrir atvinnurekstur á Suður-
mæri. Þetta er mjög mikilvægt i
Noregi, þar sem yfirvöld byggða-
mála hafa átt mjög erfitt með að
þróa iðnað i þeim héruðum, sem
hann er litill, en þau eru stór i
okkar langa landi.
lönaöur tengdur
sjávarútvegi
Margt af iðnaði á Suðurmæri og
raunar i Noregi öllum hefur orðið
til sem þjónustuiðnaður við
sjávarútveginn og hefur þróast
þaðan i ýmsar áttir. Dæmi um
þetta er það, þegar plast kom i
stað korks, sem flotholt. Það var
byrjun á plastiðnaði á Suðurmæri
sem nú er orðinn verulegur út-
flutningsiðnaður, sem auk þess
selur framleiösluleyfi til margra
landa um allan heim. Vélar til
plastframleiðslu eru einnig
orðnar að útflutningsvöru og oft
er sala á framleiðsluleyfi tengd
sölu vélanna.