Þjóðviljinn - 15.01.1974, Qupperneq 5

Þjóðviljinn - 15.01.1974, Qupperneq 5
Þriðjudagur 15. janúar 1974 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5 Happdrœtti HÍ - SÍBS - DAS: 190 þúsund númer og 370 þúsund miðar eru í gangi hjá stóru happdrœttun- um - ekki fjarri lagi að 80 til 90% þjóðarinnar spili í happdrœtti Erum við islendingar mesta happdrættis þjóð í heimi? Ekki vildi Páll Pálsson hjá Happdrætti Háskólans viðurkenna það. Óljós staða á Skák- þinginu Helgi Ólafsson efstur i li-riðli 5. umferð á Skákþingi Iieykjavikur var tefld á sunnudagskvöld og urðu úrslit skáka i A-riðli meistaraflokks þessi: Jón Þ. Þór vann Július Frið- jónsson og Benóný Benónýs- son vann Jóhann Þóri Jóns- son. Jafntefli gerðu Andrés Fjeldsted og Bragi Halldórs- son, en skákir ómars Jónsson- ar og Leifs Jósteinssonar, Gunnars Gunnarssonar og Björgvins Viglundssonar, Björn Halldórssonar og Björns Jóhannessonar fóru allár i bið. Biðskákir voru tefldar i gærkveldi. Staðan i A-riðli er mjög óljós ennþá vegna fjölda biðskáka. t B-riðli meistaraflokks er Helgi ólafsson efstur með 4,5 vinning eftir fimm umferðir, Gylfi Magnússon er i öðru sæti með 4 vinninga og 1 biðskák og þriðji er Tryggvi Arason með 4 vinninga f C-riðli meistaraflokks er Bjarki Bragason efstur eftir 5 umferðir með 4,5 vinninga og i öðru sæti er Eyjólfur Berg- þórsson með 3,5 vinninga. 6. umferð verður tefld i kvöld i Skákheimilinu við Grensásveg. —úþ Hann sagði að í öllum löndum tæki obbi þjóðanna þátt i einhvers konar happ- drætti. Þau eru til i mörgum myndum, allt frá ensku getraununum til hins svo kallaða Lotto, sem er númerakaup, en ekki föst númer sem menn eiga að endurnýja eins og hér, en okkar happdrætti eru sniðin eftir danskri fyrir- mynd. Hjá stóru happdrættunum StBS og DAS eru gefnir út 65.000 miðar iijá hvorum þeirra, en H1 60 þús. og það hefur þá sérstöðu að hafa fjóra flokka, þannig að miðafjöldin þar er 240.000 miðar. Það var samdóma álit allra for- svarsmanna happdrættanna að sala miða hefði aukist að mun sl. 2 til 3 ár. Nokkuð virðist salan svipuð hjá happdrættunum. Páll Pálsson hjá H1 sagði að af þessum 240 þúsund miðum hjá þeim væri um 75% miðanna selt. Þetta er um 180 þúsund miðar, eða nærri einn á hvert mannsbarn i landinu. Hjá H1 fer 70% af veltunni i vinninga. Hjá StBS eru gefnir út 65 þúsund miðar og á siðasta ári voru seldir 60 þúsund miðar og giskaði Ólafur Jóhannesson framkvæmaastjóri á að fólk ætti nokkuð almennt 2 miða. Eins sagði hann að algengt væri að hópar á vinnustöðum eða vina- hópur ætti miðaraðir. Sagðist hann vita af 100 miða röð hjá SIBS en Páll Pálsson hjá H1 sagðist vita af hópi sem ætti 300 miða. Vinningshlutfall hjá SIBS er 60 til 62%. Það fer eftir þvi hve dýr aukavinningurinn sem útdreginn er á vorin er, Ólafur Jóhannesson sagði að sala miða hefði aukist jafnt og þétt sl. 5 ár, og væri enn að aukast. Útgefnir miðar hjá DAS eru 65 þúsund og Baldvin Jónsson for- stjóri þess sagði að um 90% mið- anna væri selt. Þetta er miðað við það happdrættisár sem nú stendur yfir hjá DAS frá mai til april en Baldvin boðar nokkrar breytingar i vor, t.d. hærri vinninga eins og hjá hinum stóru happdrættunum, sem miða sitt happdrættisár við áramót. Sala miða hjá DAS hefur aukist jafnt Framhald á 14. siðu. No rðfj arða rsj ó - menn tekjuháir — Sjómennirnir okkar hafa haft góöar tekjur á siðasta ári og hafa þvi getað tekið sér tveggja til þriggja mánaða fri, sagði Jóhann K. Sigurðsson útgerðar- stjóri Sildarvinnslunnar á Norðfirði,en hún gerir út tvo togara og 1000 tonna nótaskip. Skuttogarinn Barði aflaði 2882 tonn á árinu og háseta- hlutur á honum 1322 krónur. Aflaverðmæti Barða varð 58 miljónir 810 þúsund krónur. Bjartur kom ekki til veiða fyrr en um miðjan mars, og hann varð einnig stopp i mánuð af árinu Samt sem áður aflaði hann 2210 tonna að verðmæti 47 miljónir 41 þúsund, og hásetahlutur varð ein miljón og sjö þúsund. Börkur starfaði sjö mánuði af árinu, kom til veiða 20. febrúar en fór til Noregs i nóvember, þar sem unnið var að ýmiskonar lagfæringum á Skuttogarinn Barði frá Neskaupstað aflaði fyrir nærri 59 miljónir króna á siðasta ári. llásetahlutur var rúml. 1,3 milj. kr. honum. A þessum sjö mánuðum aflaði Börkur fyrir 52 miljónir og hásetahlutur varð 1200 þúsund. Börkur var á loðnu, sild og makril, og á sunnudag hélt hann fyrstur báta til loðnuveiða. Jóhann sagði að mikil atvinna væri i landi. Bjartur landaði i fyrradag 800 tonnum af þorski og Baröinn landar 100 tonnum i dag. A Norðfirði er enginn á atvinnuleysisskrá. úþ Skríparéttarhöldin í Hag: Engin greinargerð til alþjóðadómstóls Hér á eftir fer orð- sending utanríkisráðherra til aIþjóðadómstólsins í Haag vegna frestsins til að skila andmælagreinargerð við kröfum Bretlands og Vestur-Þýskalands varð- andi fiskveiðar í íslenskri f iskveiðilögsögu: Svo sem kunnugt er, hefir rikis- stjórn Islands ekki viljað fallast á, að alþjóðadómstóllinn hafi dómsögu um lögmæti útfærslu fiskveiðimarkanna við Island, m.a. vegna þess, að Alþingi hefir ályktað, að samningarnir við Breta og Þjóðverja frá 1961 séu fallnir úr gildi. Dómstóllinn til- kynnti rikisstjórninni, að greinar- gerð af hennar hálfu til andsvara kröfum rikisstjórna Breta og Þjóðverja væri heimilt að leggja fram fyrir 15. janúar 1974. Af þessu tilefni hefir utanrikis- ráðherra sent dómstólnum svo- hljóðandi orðsendingu: r ■ 1 •• Ivo a loðnuskip sukku vertíðinni ✓ í fyrra Margir bátar fara nú á loðn'U i fyrsta sinn Á siðustu loðnuvertið urðu tveir skipstapar vegna þess að bátarn- ir lögðust á hliðina (að minnsta kosti annar þeirra) þegar verið var að dæla loðnu i lestina. Likur eru á að loðnan hafi runnið yfir lestarskilrúmin áður en lestir fyllist. Auk þess áttu fleiri bátar i erfiðleikum af sömu ástæðu. Nú við upphaf loðnuvertiðar er ljóst að mikil fjölgun verður i loðnuveiðiflotanum, þar á meðal verða mörg skip sem ekki hafa áður verið á slikum veiðum. Rannsóknarnefnd sjóslysa þykir þvi ástæða til að brýna fyrir skip- stjórum og útgerðarmönnum loðnubáta að ganga vel frá búnaði i lestum loðnubátanna. Á mörgum hinna stærri báta er lestarbúnaður mjög til fyrir- myndar og þannig frá honum gengið, að járnplata er sett á milli lestarstoðanna upp við loft og það langt niður að hún nái vel lestar- borðunum; ýmist er platan boltuð eða rafsoðin föst. Til þess að hægt sé að nota þann búnað sem að framan er lýst, er nauðsynlegt að hafa upphækkuð boxlok (trektar) sem hægt er að fylla siðuhólfin með. Þar sem slik boxalok eru ekki fyrir hendi er nauðsynlegt að fá leyfi Siglingar- málastofnunar til að setja þau á og sér hún jafnframt um eftirlit með niðursetningu þeirra. Akaflega er mikilvægt, að austursdælur séu i góðu lagi og að sjór eigi greiöan aðgang að þeim. ,,Ég leyfi mér að visa til mála þeirra, sem á málaskrá dóm- stólsins eru nefnd mál um ,,fisk- veiðilögsögu”. Vil ég vekja athygli yðar á þvi, sem hér fer á eftir. A timabilinu milli 15. október og 6. nóvember 1973 fjallaði fyrsta nefnd allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna um skýrslu hafsbotnsnefndarinnar. Að þeim umræðum loknum samþykkti allsherjarþingið ályktun nr. 3067 (X X V111). Samkvæmt þeirri ályktun hefir þriðja hafréttar- ráðstefna Sameinuðu þjóðanna verið kvödd saman. Fyrsti þáttur ráðstefnunnar var haldinn i New York dagana 3. til 15. desember 1973. Annar þáttur ráðstefnunnar, sem ætlað er að fjalla um efnis- atriði, verður i Caracas i Venezuela um tiu vikna skeið og hefst hinn 20. júni 1974. Meðan hinn langvarandi undir- búningur vegna ráðstelnu þessarar fór fram, var þrásinnis lögð áhersla á, að hafsbotns- nefndin væri höfuðvettvangur til að sannreyna sjónarmið hinna ýrhsu rikja varðandi réttarreglur á hafinu, þ.á.m. viðáttu lögsögu strandrikisins. Það er nú stað- reynd, að hugtakið efnahagslög- saga — Exclusive Economic Zone — (sem gengur undir ýmsum öðrum nöfnum) allt að 200 milum frá ströndum, á mjög miklu fylgi að fagna. Þetta kemur fram i ýmsum lagaákvæðum, niður- stöðum alþjóðafunda og yfir- lýsingum sendinefnda á form- legum og óformlegum fundum hafsbotnsnefndarinnar svo og á allsherjarþingi Sameinuðu þjóð- anna. Meðal nýjustu dæma má nefna ráðstefnu óháðra rikja, sem haldin var i Alsir dagana 5. til 9. september 1973. Þau gögn sem liggja fyrir um skoðanir hinna ýmsu rikja, lúta eigi aðeins að þvi, hvað beri að ákveða á hafréttarráðstefnunni, heldur einnig og eigi siður að réttarstöðunni eins og hún er nú. Með þessum hætti helir hin flókna og vandasama viðleitni i þá átt að samræma og skrásetja heildarreglur hafréttarins á grundvelli stöðugrar þróunar komist á nýtt og væntanlega endanlegt stig. Hinn 13. nóvember 1973 var gerður samningur milli rikis- stjórna lslands og Bretlands, sem fylgir hjálagt. Samkvæmt ákvæðum hans er tilteknum fjölda breskra togara heimilað að halda áfram veiðum innan 50 milna markanna með þeim tak- mörkunum, sem þar eru greindar. Þessar takmarkanir varða stærð og gerð skipa, veiði- svæði og timabil og eru miðaðar við áætlaðan 130 000 lesta afla á ársgrundvelli. Samningur þessi er i samræmi við þá stefnu rikis- stjórnar Islands að leysa þann vanda, sem breska togaraút- gerðin er stödd i vegna fram- kvæmdar landgrunnslaganna frá 1948 og ályktunar Alþingis frá 14. febrúar 1972, þannig að aðlögunartimi er veittur næstu tvö árin. Samningurinn stuðlar einnig að þvi að draga úr þeirri spennu, sem myndaðist vegna dvalar vopnaðra breskra her- skipa innan 50 milna markanna. Samningaviðræður við rikis- stjórn Sambandlýðveldisins Þýskalands standa enn yfir. Að þvi er varðar timamörk þau, sem dómstóllin hefir sett til af- hendingar málskjals af hálfu rikisstjórnar Islands, leyfi ég mér að tilkynna yður, að afstaða rikis- stjórnar Islands til mála þessara er óbreytt. Kemur þvi ekki til þess, að slik afhending fari framj jafnframt skal tekið fram að rikisstjórn Islands getur ekki fallist á þær lýsingar .á máls- atvikum eða staðhæfingar og full- yrðingar um lagaleg atriði, sem fram hafa komið i greinargerðum þeim, sem lagðar hafa verið fyrir dómstólinn af hlutaðeigandi aðilum. Ég lefti mér að votta yður sér- staka virðingu mina.”

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.