Þjóðviljinn - 15.01.1974, Side 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriöjudagur 15. janúar 1974
UOBVIUINN
MÁLGAGN SÓSJALISMA
VERKALYÐSHREYFINGAR
OG ÞJÓÐFRELSIS.
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans -
Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann
Ritstjórar: Kjartan Ólafsson
Svavar Gestsson (áb)
Fréttastióri: Evsteinn Þorvalds$on,
Kitstjórn, afgreiösia, auglýsingar:
Skólav.st. 19. Simi 17500 (5 linur)
Askriftarverö kr. 360.00 á mánuöi
Lausasöluverö kr. 22.00
Prentun: Blaöaprent h.f.
AÐEINS Á ÍSLANDI ÓX VERÐBÓLGAN HÆGAR SÍÐUSTU 3 ÁR EN
NÆSTU 3 ÁR Á UNDAN
Um áratuga skeið hefur verðbólgan
tröllriðið efnahagskerfi okkar íslendinga,
fært fiármuni úr vösum ráðdeildarsamra
sparifjáreigenda i hendur skulda-
braskara, sem kunna að spila á hið æsandi
verðbólgulotteri. Verðbólgan hefur tor-
veldað stórkostlega alla áætlanagerð og
skynsamlega stjórn, bæði i rekstri ein-
stakra fyrirtækja og hvað þjóðarbúið
varðar og ýtt undir hvers kyns spákaup-
mennsku og það hugarfar, sem sliku
fylgir.
Löngum höfum við Islendingar verið i
algerum sérflokki meðal Evrópuþjóða
hvað vöxt verðbólgunnar varðar nú um
meira en 30 ára skeið, og ekki mörg ár
finnanleg á þvi timabili þar sem við
höfum ekki átt Evrópumetið.
A áratugnum 1%0 — 1970 meðan við-
reisnin sæla sat hér að völdum var árlegur
verðbólguvöxtur um 11% á ári, og náði
ekkert nágrannaland okkar þvi að verða
hálfdrættingur á við okkur hvað verð-
bólguvöxt snerti á þeim árum, enda verð-
bólgan þá að nær öllu leyti heimatilbúin.
Þó tók steininn úr á siðasta kjörtímabili
viðreisnarstjórnarinnar, en þá hækkaði
visitala framfærslukostnaðar um hvorki
meira né minna en 62,1% á þriggja ára
timabili frá nóvember 1967 — nóvember
1970, eða yfir 20% á ári til jafnaðar. Eins
og menn muna var svo sett á kosninga-
verðstöðvun i nóvemberl970um nokkurra
mánaða skeið, en það hafði reyndar lika
verið gert fyrir kosningarnar 1967, en að
kosningum loknum það ár féll svo
stærsta verðbólguskriða viðreisnarinnar
með yfir 20% árlegum verðbólguvexti i 3
ár. Menn geta út frá þvi gert sér i hugar-
lund á hverju var von i þessum efnum eftir
kosningarnar 1971, ef viðreisnin hefði
haldið völdum.
Nú er það staðreynd, að á siðustu þrem-
ur árum hefur verðbólgan á íslandi vaxið
mun hægar en næstu þrjú ár þar á undan,
en hækkun framfærsluvisitölu hefur orðið
46,7% á siðustu þremur árum frá nóvem-
ber 1970 — nóvember 1973, en var sem
áður segir 62,1% næstu þrjú ár á undan,
þ.e. frá nóvember 1967 — nóvember 1970.
Hér er vissulega um umtalsverðan mun
að ræða, sem benti til nokkurs árangurs á
þessum vettvangi hjá núverandi rikis-
stjórn, þó að ekki kæmi annað til.
En aðalatriði málsins er þó ósagt, sem
er að á áratugnum 1960 —1970 var ekki um
neina umtalsverða alþjóðlega verðbóigu
að ræða. ínnflutningsverð á þeim vörum,
sem fluttar voru til lslands,hækkaði yfir-
leitt ekki nema um 1 — 2% á ári og lækkaði
sum árin, og yfirleitt þurfti að leita um
langan veg til að finna land, þar sem árleg
verðbólga nam helmingi þess, sem hér
þótti gott og gilt. Hér heima var þvi um að
ræða það sem kalla mætti einkaverðbólgu
viðreisnarf lokkanna.
Það er svo hins vegar á allra vitorði, að
á árunum siðan 1970 hefur i þessum efnum
orðið stórkostleg breyting. Alþjóðleg
verðbólga fer sem eldur i sinu um löndin.
Ýmsar vörur hafa margfaldast i verði á
alþjóðlegum markaði á siðustu þremur
árum, margar hækkað um meira en 100%
og flestir um tugi prósenta, — vörur, sem
áður höfðu staðið i stað um árabil eða
hækkað um 1 — 2% á ári. Um þetta væri
auðvelt að rekja dæmi nær endalaust.
Verðbólguvandamálið er nú hinn stóri
höfuðverkur flestra rikisstjórna i
nálægum löndum og nær alls staðar hefur
ástandið tekið algerri stökkbreytingu til
hins verra siðustu þrjú árin. Enginn þarf
að láta sér detta i hug að það kraftaverk
verði unnið hér á íslandi þegar þannig
háttar til, að verðbólga verði stöðvuð hér
til langframa, þvi að liklega er engin þjóð
háðari utanrikisviðskiptum og þar með
verðlagi á alþjóðlegum mörkuðum en ein-
mitt við Islendingar. Hér er aðeins hægt
að halda uppi vörn gegn alþjóðlegu verð-
bólguflóði, en sú vörn hlýtur alltaf að
verða miklum takmörkunum háð, meðan
flóðið fer svo geyst i viðskiptalöndum
okkar. En svo má á það lita, að við höfum
ekki eingöngu skaðast á hinu alþjóðlega
verðbólguflóði, heldur hafa útflutnings-
vörur okkar samhliða hækkað mjög i
verði.
En hvernig hefur þá núverandi rikis-
stjórn staðið sig i glimunni við verðbólg-
una?
Þær samanburðartölur, sem raktar
voru hér áðan um hækkun framfærsluvisi-
tölu um 46,7% siðustu þrjú ár á móti 62,1%
næstu þrjú ár á undan, væru svo sem ekki
neitt sérstakt til að státa af, hefðu að-
stæður verið óbreyttar.
En það að takast mætti að hægja á verð-
bólguhjólinu, sem þó þessu nemur miðað
við breyttar alþjóðlegar ytri aðstæður,má
kallast afrek, — og ættu menn þvi að gæta
sin áður en þeir dæma stjórnina frá af
þeim ástæðum.
Þjóðviljinn hefur haldið þvi fram, að
ekkert land sé finnanlegt i okkar heims-
hluta, þar sem verðbólga hefur vaxið
hægar siðustu þrjú ár en næstu þrjú ár á
undan, — nema ísland. Þarna höfum við
vist eignast met af alveg nýju tagi.
Þjóðviljinn hefur skorað á talsmenn
viðreisnarflokkanna að benda á dæmi um
slikt land, væri það til i samanlagðri
kristninni. Þeir hafa ekki orðið við þessari
áskorun.eru máske enn að leita.
Nú stingum við upp á þvi, að háttvirtur
þingmaður Frjálslynda flokksins gangi i
leitina með þeim.
Hlöðver Sigurðsson, Siglufirði:
Að sía mýflugur en
a úlvaldann
svelgj
Það mun hafa verið á siðast-
liðnu vori sem menntamálaráð-
herra skipaði nefndtilþessaðgera
tillögurum islenska stafsetningu.
Fátt hefur enn heyrst frá þessari
nefnd, enda máliö umfangsmikið.
Þó lagði hún til fyrir byrjun sið-
asta skólaárs að fella stafinn Z
niður úr islenskri stafsetningu.
Ég hygg að meiri hluti islensku-
kennara hafi fagnað þvi, þegar
ráðherra varð við þeim tilmæl-
um, þó hafa ef til vill ennþá fleiri
nemendur fagnað þeirri ráðstöf-
un. Steindór Steindórsson fyrr-
verandi skólameistari segir
reyndar i smágrein, sem hann
skrifaði um málið, að sumum hafi
fundist næstum eins og þeir hafi
misst kæran ástvin, og þykir
Steindóri það að vonum furðuleg
viðkvæmni. Reyndar tekur Stein-
dór alls ekki nógu djúpt i árinni.
Það eru furðulega margir
„islenskumenn”, sem lita á Z
einn sinn allra kærasta ástvin,
jafnvel svo að án hennar verði lif-
ið einskis virði eins og vant er að
komast að orði i heitum ástar-
játningum. Þetta sýnir sig best á
þvi, að nú hafa fjórir háttvirtir
þingmenn lagt fram þingsálykt-
unartillögur um að vekja þennan
draug upp á ný. A.m.k. tveir
þessara háttvirtra þingmanna
hafa til þessa verið þekktastir
fyrir áhuga sinn á knattspyrnu,
en lengi skal manninn reyna.
Einn þessara þingmanna heitir
Skram og ritarnafn sitt Schram.
Aö minu viti stæði honum nær að
sýna ást sina á islenskri tungu
með þvi að verðasérúti um is-
lenskt nafn eða að minnsta kosti
að rita nafn sitt að islenskum
hætti, áöur en hann fórnar kröft-
um sinum til að halda lifi i alger-
lega úreltu rittákni. sem ekki á
sér neina stoð i nútima framburði
og er að öllu leyti þýðingarlaust
til annars en að eyða dýrmætum
tima kennara og nemenda frá
þarfari hlutum. Það er furðulegur
misskilningur jafnvel meðal
sumra islenskukennara að staf-
setningin sé grundvöllur málsins,
og þvi betur sé þvi borgið sem hún
er fjarskyldari framburði þess.
Helgi Hjörvar skrifaði eitt sinn
grein um islenska stafsetningu og
likti henni við kinverska mynd-
letrið. Ég sagði Helga eitt sinn, að
þarna hefði hann gert kinverska
letrinu rangt til. Það er nefni-
lega ekki stafsetning i okkar
skilningi heldur sameiginlegt rit-
tákn fyrir margvislegt og sundur-
leitt talmál. Ég hygg þess vegna
að Kinverjum væri nokkur missa
i að leggja það niður, þó svo kunni
að fara. Okkar ritmáli er hins
vegar fyrst og fremst ætlað að
vera sýnilegt tákn talmálsins,
sem hér er næstum eins um ailt
land. Þess vegna á stafsetning
okkar fyrst og fremst að vera
auðlærð, þó hins vegar geti verið
varhugavert að gera á hénni
mjög stórfelldar breytingar. Ég
mun væntanlega á öðrum vett-
vangi gera grein fyrir þeim
breytingum, sem ég tel æskilegt
að gera á islenskri stafsetningu,
sem miða að þvi að gera hana
Hlööver Sigurösson
auðlærðari en hún er nú. Þar
byggi ég á 45 ára kennarareynslu.
Ég tek það fram, að ég tel sjálfan
mig ekki hafa verið neinn af-
burðamann við að kenna staf-
setningu, en þó hafi ég sýnt á-
rangur, s.egjum i meðallagi. En
ef ég hitti fyrir mann. sem heldur
þvi fram, að hann hafi getað
kennt jafnvel tornæmum nem-
endum islenska stafsetningu til
hlitar án þess að eyöa til þess ó-
hæfilega löngum tima, þá er það
annað hvort kraftaverkamaður
eða ósannindamaður.
Ég mun ekki fara út i það hér,
hvaða breytingar ég tel rétt aö
gera á islenskri stafsetningu. Þó
vil ég segja það, að ég tel ekki
rétt að fella Y niður úr islenskri
stafsetningu, og mun ég rökstyðja
það þegar þar að kemur. Þó veld-
ur ihaldssemi min þar ef til vill
mestu um. i þingfréttatima
hlýddi ég á greinargerð fyrir
fyrrnefndri þingsályktunartil-
lögu, og var þar einkum lögð á-
hersla á það, að þar sem ekki
mætti leggja niður Y, ætti heldur
ekki að leggja niður Z. Svona rök-
semdafærsla var nú kölluð
hundalógik i minni sveit.
Það er athyglisvert, að á meðan
alltof langur timi fer til að kenna
stafsetningu, sem er ótrúlega ó-
frjó, og sama má segja um sumt
af þvi, sem kennt er i beygingar-
fræði, þá eru aðrir þættir málsins
stórlega vanræktir. Ýmis atriði i
beygingarfræði, sem kennd hafa
verið til þessa, orka vissulega
mjög tvimælis, en fáir virðast
hafa neitt við það að athuga, þótt
þeir megi helst ekki neyra setn-
ingarfræöi eða hljóðfræði nefnd-
ar, þótt þar sé vissulega um mjög
gagnlegt nám að ræöa, EF rétt er
á haldið, og kennslan ekki utan-
garna við málið sjálft. Framburði
fer á sumum sviðum hrakandi, og
erlend orðaröð og setningaskipun
veður uppi. Það þarf ekki að
hlýða oft á þátt útvarpsins um
daglegt mál til að sannfærast um
að þeir eru alltof margir blaða-
mennirnir og starfsmenn sjón-
Framhald á 14. siðu.