Þjóðviljinn - 15.01.1974, Qupperneq 9
Þriðjudagur 15. janúar 1974 ÞJOÐVILJINN — SIÐA 9
STRAKAPÖR
Silja
Aðalsteinsdóttir
skrifar um
barnabækur
POLLI ég og allir hinir
Höf.: Jónas Jónasson.
Myndir: Ragnar Lár.
Setberg 1973.
Þegar ég var stelpa las ég bæk-
urnar um Gvend Jóns og félaga af
miklum áhuga og ánægju, enda
bráðfyndnar prakkarasögur úr
vesturbænum. Hér er komin saga
i svipuðum stil og anda, Reykja-
vikurævintýri, sem að visu gerast
mun siðar en sögurnar um
Gvend, en þó i sama heimi. Það
er ekki fyrr en það heimsstrið,
sem boðað er i lok þessarar bók-
ar, er gengið i garð, að heimurinn
fer að breytast fyrir alvöru. Mér
er mjög til efs að hægt sé að skrifa
svipaða sögu þessari um lif
Reykjavikurbarna nútimans, þótt
þarft verk væri að gera leikjum
þeirra og starfi góð skil.
Sagan gerist liklega á einu
sumri, þótt timinn skipti þarna
litlu máli. Þetta eru einstakar
sögur, en ekki ein ákveðin heild,
sem stefnir að einu marki.
Drengirnir leika sér i fjörunni,
stela eggjum frá Gömlu-Gunnu
(en vilja ekki þiggja egg þegar
hún býður þeim!), fara i strið við
strákana i Holtunum, og sögu-
hetjurnar tvær, Polli og ,,ég”, eru
sendif i sveit um sinn. Þar una
þeir við störf og leik og lenda i
ævintýri á Stóravatni, en sakna
þó Sker jaf jarðar, einkum á
kvöldin. Höfundur er skinandi
sögumaður, bregður oft upp bráð-
lifandi atriðum, bæði hlægilegum
og sorglegum. Mögnuð er sagan
af þvi, þegar sögumaður heldur
að hann hafi sökkt skipi með þvi
að benda á það. En sagan sem
hrærði mig mest var af vanliðan
sögumanns i rútunni á leið i sveit-
ina. Til þess liggja persónulegar
ástæður!
Sagan er sögð i fyrstu persónu,
og eins og stundum er, þegar
þeirri frásagnaraðferð er beitt,
verður aðalpersónan óljós. Hún
túlkar fyrir lesanda það sem fyrir
sjónir ber, en hirðir minna um að
gefa skýra mynd af sjálfu sér.
Drengurinn Polli er skýrari per-
sóna, en báöir eru drengirnir
raunverulegir, þeir þjást af heim-
þrá, eru tregir til að þvo sér mikið
og geta jafnvel farið að skæla af
hræðslu. .Aukapersónur eru
nokkrar glöggar, einkum Gamla-
Gunna og Öli fjósamaður. Höf-
undi tekst að gera þau bæði að lif-
andi persónum. þótt þau virðist i
fyrstu ætla að verða persónugerð-
ir eiginleikar eingöngu. Litið er
um foreldra i sögunni, annarra en
sögumanns. Foreldrar hans
koma að visu ekki mikið við sögu,
en þó fær lesandi skýra hugmynd
Polli. — Teikning Ragnar Lár.
um bæði. Fólkið i sveitinni er hins
vegar óljóst, nema helst gamla
konan Vilborg.
Sagan sýnir lesanda mynd af
dálitlu samfélagimanna frá sjón-
arhóli drengja. Auðvitað er ýmis-
legt óljóst i þessari mynd, en
þarna er þó ef vel er að gáð nokk-
uð breið þjóðfélagslýsing, þótt
ekki séu menn flokkaðir eftir
starfsheitum. Flokkunin hér
miðast fyrst og fremst við fram-
komu manna við drengina, og Öli
fjósamaður er i öndvegi. 1 þessu
samfélagi vinnur móðirin auðvit
að heima („Hún'var myndarleg
húsmóðir hún móðir min”.), en
auk þess að sjá um heimilið
stundar hún garðyrkju og hæsna-
rækt, þvi þetta samfélag stendur
á milli sveitasamfélags og bæjar-
lifs. Höfundi tekst að gera þetta
mannlif skiljanlegt lesanda, þótt
hann hafi aldrei upplifað það
sjálfur, en hitt er annað mál, að
önnur eins fyrirlitning á slelpum
og fram kemur i sögunni efast ég
um að hafi þekkst eða þekkist á
byggðu bóli.
Sagan er oft bráðfyndin og still
höfundarer fjörlegur, en þarfnast
ögunar. Allt of mikið er um end-
urtekningar, þrástagast á atrið-
um, sem eru fyndin i fyrsta skipti,
og i lýsingum veður höfundur
stundum elginn þannig að merk-
ing vill drukkna i mælsku. Setn-
ingar eru oft i al-lengsta lagi og
flóknar að auki, og ekki bæta
kommurnar úr skák — þeim
mætti fækka um tvo þriðju. Hlæja
og hlægja er sitt hvað, en við Polli
sátum sinn á hvorum steininum,
af þvi að við erum ekki hvorug-
kyns.
Bókin er laglega úr garði gerð,
prófarkir sæmilega lesnar og let-
ur gott. Myndirnar eru vandlega
unnar en alltof lifvana.
Púkarnir á Patró II
Kristján Halldórsson segir frá.
MVndir: Kristján llalldórsson.
Bókaútgáfan Tálkni 1973.
Hér kemur enn ein strákabókin.
Að visu segir á baksiðu, að stelp-
ur séu farnar að koma við sögu
púkanna, en litið verður vart við
þær i bókinni. Þetta er endur-
minningabók frá uppvaxtarárum
höfundar á Patreksfirði, sögð i
fyrstu persónu, hressilegar smá-
sögur úr lifi drengja þar um slóðir
fyrir u.þ.b. 30 árum. Það væri
gaman að vita, hvort lif og leikir
barna hafa breyst eins mikið á
Patró og i Skerjafirði. Kristján
hefur það kanriski i huga, þegar
endurminningarnar eru uppurn-
ar.
Eins og yfirleitt er i endur-
minningum er ekkert meginþema
i bókinni, þetta er ekki heild og
það kemur dálitið niður á per-
sónusköpun, einkum drengjanna.
Þeir verða eiginlega bara nöfnin
tóm, enda litt settir i samhengi
við nánasta umhverfi sitt, föður,
móður og systkini. Kannski skipt-
ir slikt litlu máli i samfélagi, þar
sem allir eru eins og ein fjöl-
skylda. Hins vegar eru fullorðnar
aukapersónur á borð við Hansen
gamla, Valdimar sundkennara,
Soffiu kaupkonu og nýja skóla-
stjórann mun skýrari, enda eru
þau sett inn i félagslegt samhengi
mun meira en drengirnir.
Still höfundar er ltfmikill og
meö miklum talmálsbrag, nokk-
uð grófur á stundum. Töluvert er
um villur samkvæmt hefðbund-
inni islenskri málfræði, en alls
ekki fleiri en gerist og gengur i
daglegu tali fólks. Gott þótti mér
að finna ekki nema eina z i bók-
inni, þessi eina var greinilega
prentvilla! Prentvillur eru of
margar og kommur eru notaðar i
miklu óhófi. Letrið er gott, en
myndirnar kunni ég ekki að meta.
hækkar en
Fleira
Nú er oliukreppan og verð-
hækkanir á oliu á allra vörum. En
það skortir fleira en oliUjOg ýmis-
legt annað hefur einnig hækkað i
verði.
Eftir langt timabil lágrar verð-
lagningar á hráefnum, hefur
ástandið breyst. Orsakirnar eru
margar, sumar verða skilgreind-
ar pólitiskt, aðrar sem hluti af
heinum almennu verðhækkunum.
En það gildir einu. Gifurlegar
verðhækkanir á fjölda vöruteg-
unda sem notaðar eru i iðnað og
neyslu eru staðreynd.
Hér eru nokkur dæmi um
málma:
Tin: við áramótin 72/73 var
verðið 1600 sterlingspund á tonnið
en við siðustu áramót var það
2700 pund.
Kopar: við áramótin 72/73 var
verðið 500 pund á tonnið (Að visu
hafði veröið stöðugt lækkað i
nokkur ár vegna hefndaraðgerða
koparauöhringanna gegn þjóð-
nýtingu Allendes i Chile). Viö sið-
ustu áramót var verðið 900 pund.
Sink: við áramotin 72/73 165
pund á tonn. Við siðustu áramðt
um 600 pund og hafði um skeið
farið upp i 900 pund á tonnið.
leysa plastið af hólmi i iðnaðin-
um.
En þessi þróun var hafin löngu
áður en gæta fór áhrifa yfirstand-
andi oliukreppu. Þess hefði þvi
mátt vænta, að menn hefðu rank-
að við sér fyrr.
Þar af leiðandi er farið að bera á
skorli á pappir. Fínni pappir mun
hækka um allt að 50% á næstu
mánuðum og dagblaðapappir um
20%. Og þetta er bara byrjunin...
Skortur á matvælum cr einkum
af völdum uppskerubrests i
fjölda landa siðari ár. Matvæla-
birgðir heimsins eru nú minni en
þær hafa verið um margra ára
skeiö. Astandið kemur sérstak-
lega hart niður á sumum fátæk-
um þjóðum, sem áður fluttu út
matvæli fyrir mjög lágt verð, en
Hinir ríku veröa ögn minna ríkir
Al: við áramótin 72/73 200 pund
á tonn. Við siðustu áramót um 400
pund.
Aörir málmar hafa hækkað
minna, en þróunin er augljós.
Margir málmar hafa margf. I
veröi og hækkanirnar hafa áhrif
hver á aðra. Astæðan fyrir verð-
hækkunum á sinki er skortur á
efninu en að ái hefur hækkað i
verði, er m.a. vegna þess aö unnt
er aö nota það i stað annarra
málma, m.a. sinks.
Oliuhækkanirnar hafa eins og
menn vita i för meö sér verð-
hækkanir á fjölda annarra vöru-
tegunda sem unnar eru úr eöa
fyrir stilstilli oliu. Auk plasts er
þaö fjöldi annarra gerviefna, sem
á sinum tima ruddu náttúruleg-
um efnum út af markaðnum. Nú
verða nokkur þeirra siðarnefndu
samkeppnishæf á ný (bómull,
sisal o.fl.) um leið og ýmis efni
Hráefnavisitalan i Damörku
var sett á 100 áriö 1968. Haustið
1972 var hún komin upp i 120.
Hafði sem sé hækkað um 20% á
fjórum árum. En frá hausti 1972
til jafnlengdar i fyrra hækkaði
hún úr 120 upp i 159 stig eða 32%
hækkun á aðeins einu ári.
Þegar þetta geröist voru verð-
hækkanirnar á oliu að visu hafn-
ar, en enn var ekki skollin á
kreppa.
Þaö sem hefur hækkað er olia,
málmar og hráefni til vefnaðar-
iðnaðarins. En einnig hafa hækk-
að hráefni til matvælaiönaöar
riku landanna eins og korn, hris-
grjón, sojabaunir, fiskimjöl o.fl.
svo og timbur og allar afurðir
unnar úr þvi, svo sem pappir.
Verö á timbri hefur hækkað
gifurlega og er ástæðan skortur.
verða nú að flytja þau inn fyrir
margfalt verð.
Til eru vanþróuð lönd, sem
verða illa úti fyrir sakir hækkaðs
verös á matvælum, oliu og hrá-
efnum. Það eru einkum fátækustu
löndin, sem flest skortir og sist
þola efnahagsleg áföll. Almennt
má segja að riku löndin þurfi aö
herða sultarólina um svo sem eitt
gat (og var reyndar löngu kominn
timi til þess) en það þýðir ekki að
hin sveltandi fátæku þróunarlönd
auðgist nokkuð á þvi.
Sum gera þaö ef til villjOg hugs-
anlega styrkist þriðji heimurinn
sem heild pólitiskt og efnahags-
lega.
En sum þeirra veröa fyrir jafn-
þungum áföllum og iðnrikinj en
andstætt við okkur standast þau
ekki þessi áföll.
(ÞHþýddi úr Information)