Þjóðviljinn - 15.01.1974, Side 10

Þjóðviljinn - 15.01.1974, Side 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 15. janúar 1974 Stórleikur Ólafanna færði íslendingum fyrsta sigur yfir Ungverjum í handknattleik — íslenska liðið sýndi allar sínar bestu hliðar í síðari leiknum Þeir nafnar, ólafur H. Jónsson og Ólafur Bene- diktsson, skráðu nöfn sín ódauðleg í íslenska hand- knattleikssögu í síðari landsleiknum við Ung- verja, þar sem þeir tveir öðrum fremur lögðu grunninn að fyrsta sigri is- lendinga yfir Ungverjum í handknattleik 22:20. Ólaf- ur Jónsson gat ekki leikið með í fyrri leiknum við Ungverjana, og þeir höfðu því ekki séð hann leika fyrr, þar eð hann var ekki með islenska liðinu úti i A- Þýskalandi. Þessi frábæri leikmaður kom þeim þvi i opna skjöldu, og þeir tóku hann sjálfsagt eins og hvern annan skiptimann sem verið væri að reyna í siðari leiknum. Þetta not- færði Ólafur sér til hins ýtrasta og komst í slikan ham er á leið leikinn, að enda þótt allt væri þá gert til að stöðva hann, réðu Ungverjarnir ekkert við hann, og 7 urðu mörkin hans áður en yfir lauk. Þá var ólafs þáttur Benediktssonar markvarð- ar ekki minni, hann hrein- lega lokaði markinu lang- tímum saman i síðari hálf- leikog þó sérstaklega með- an liðið var að ná forskot- nu 21:17. Og þessi stórleikur þeirra nafn- anna smitaði út frá sér, og is- lenska liöið hefur ekki um langan tima leikið betri varnarleik en siðustu 15 minútur þessa leiks. Þegar siðari hálfleikur var hálfn- aður var staðan 16:15 Ungverjum i vil. Leikurinn hafði verið mjög jafn allan timann og aldrei mun- að meiru en 2 mörkum á annan hvorn veginn. Þá var það, að dæmt var vitakast á Ungverja. Viðar jafnaði 16:16 úr kastinu, en rétt á eftir var Gisla Blöndal vis- Gunn- steinn lék sinn 50. landsleik Gunnsteinn Skúlason fyrir- liði islenska landsliðsins lék sinn 50. landsleik f handknatt- leik i síðari leiknum gegn Ungverjum s.l. sunnudag. Og eins og venja er, þegar leik- menn í handknattleik ná 50 landsieikjum, fær hann verð- launagrip frá HSÍ. Gunnsteinn er 8. fslenski handknattleiksmaðurinn, sem Ólafur H. Jónsson skorar hér eitt 7 marka sinna, en þetta var síðasta mark islenska liðsins i fyrri hálflcik skorað á einstaklega skemmtileg- an hátt.lLjósm. GSP) að af leikvelli og Islendingarnir aðeins 5 inn á. Þá var þaö, að þáttur þeirra nafnanna hófst fyrir alvöru, en höfðu þó báðir átt stórleik fram að þvi. Ólafur Jónsson var vart einhamur i vörninni þegar strák- arnir voru bara 5 inn á, og Olafur Ben. lokaði markinu alveg. Þetta varð til þess, að tslendingar náðu 2ja marka forskoti 18:16, og voru nær 50 landsleikjum. Hinir eru Geir Hallsteinsson 76, Sigur- bergur Sigsteinsson 69, Hjalti Einarsson 67, éilafur H. Jóns- son 64, Viðar Simonarson 61, Björgvin Björgvinsson 58 og Sigurður Einarsson 51. þeir þó einum færri á meðan það gerðist. Einar Magnússon, sem að þessu sinni átti sinn besta lands- leik sem ég hef séð til hans, skor- aði 19. markið, mjög þýðingar- mikið mark á viðkvæmu augna- bliki, aðeins 5 minútur eftir af timanum, islenska liðið komið 3 mörkum yfir. Ungverjarnir minnkuðu muninn niður i 2 mörk, 19:17, en þeir ólafur og Axel, sem að þessu sinni átti mjög góðan leik öfugt við fyrri leikinn, skor- uðu sitt markið hvor, staðan 21:17 og leikurinn unninn, enda þá að- eins 3 minútur eftir. Ungverjarnir skoruðu 18. mark sitt, en Ólafur svaraði með stór- kostlegu marki 22:18, og rétt á eftir var Einari Magnússyni visað af leikvelli og siðustu 2 minúturn- ar voru tslendingarnir þvi 5 inn á og Ungverjunum tókst að minnka muninn niður i 2 mörk, 22:20. Þetta urðu lokatölur leiksins. Við skulum þá aðeins lita á fyrri hálfleikinn. Hann var allan timann mjög jafn, þó gekk is- lenska liðinu heldur betur. Jafnt var 1:1, siðan komst islenska liðið i 3:1, 4:3, 6:4 og 7:4, 8:6 og 9:6 og i ieikhléi hafði islenska liðið yfir 11:10. Framhald á 14. siðu. Viðar Simonarson var einn besti maður islenska liðsins i báðum leikjunum. Hér skorar hann eitt marka sinna i siöari leiknum. (Ljósm. GSP)

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.