Þjóðviljinn - 15.01.1974, Side 13

Þjóðviljinn - 15.01.1974, Side 13
Þriöjudagur 15. janúar 1974 ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13 lika endaþótt ekki væri minnst á það einu orði? Auk haturins til Rósamundu; yrði hún nú fram- vegis lika haldin eilifum ótta. En vitaskuld yrði þetta allt ein- faldara núna. Nú mundi Rósa- munda allt saman, og hún færi beint heim og segði Geoffrey allt af létta og þau myndu taka sam- eiginlega ákvörðun um það hvað þau ættu að gera — ef þau gerðu þá nokkuð. Það skipti ekki öllu máli lengur. Vonir Lindyar yrðu að engu um leið og Geoffrey fengi að vita allt saman. Fyrir hana var aðeins um eitt að velja: að fara áfram huldwhöfði, feröast til útlanda eða eitthvað i þá átt. Ef til vill hafði hún þegar gert það. Hljóð, hugboð um hreyfingu, varð til þess að Rósamunda opnaði augun. Það stóð einhver frammi i ganginum....andliti var þrýst að klefaglugganum. Það var andlitið á Lindy. 24 Lindy stóð hreyfingarlaus næstum hálfa minútu eftir að augu þeirra höfðu mæst. Hún er að reyna að ráða það af svip minum, hve mikið ég veit og hve mikið ég man, hugsaði Rósa- munda rólega og án alls hugboðs um hættu. Hinn mikli léttir sem hún hafði fundið til við að upp- götva, að hún var ekki hin seka, fyllti ennþá huga hennar, svo að engar aðrar tilfinningar komust að. Hún brosti meira að segja til þessa hvita, snuðrandi andlits i heimskulegu þakklæti yfir þvi,að það skyldi ekki vera hennar eigin andlit, heldur þetta, sem yrði um tima og eilifð vigt morði. Með hægð ýtti Lindy upp klefa- dyrunum og kom inn fyrir og lokaði vel á eftir sér og nú sá Rósamunda að andlit hennar var siður en svo markað sekt; þvert á móti var engu likara en út þvi mætti lesa lymskulegt sigurhrós. Það var ekki heldur eins fölt og það hafði virst i fyrstu, þegar hún hafði þrýst þvi i ofvæni upp að rúðunni. Það var gult, miskunnarlaust rafljósið og gulu þokuflyksurnar, sem höfðu villst inn utanúr nóttinni sem höfðu skapað þessa tálsýn. Andlitið á Rósamundu virtist trúlega alveg eins fölt. — Við hittumst aftur, sagði Lindy varfærnislega án þess að hafa augun af Rósamundu meðan hún settist andspænis henni. — Hvernig gengur núna? Eftir að mér var fleygt út úr lestinni? Eftir flensuna? Lindy hafði trúlega orðað spurninguna svona óljóst af ásettu ráði, vegna þess að hún var að reyna að komast að þvi hve mikið Rósa- munda mundi. Og hún fær ekki að vita það, ákvað Rósamundu; ekki vegna þess að hún hefði gert sér ljóst að nein hætta væri á ferðum, heldur einfaldlega vegna þess að hún fann til barnalegrar ánægju við tilhugsunina um að geta aldrei þessu vant gert Lindy óörugga, en ekki þvert á móti. CELIA FREMLIN KÖLD ERU KVENNA- RÁÐ — Agætlega, þakka þér fyrir, svaraði hún. — Og hvernig liöur þér? Hvar hefur þú verið allan þennan tima? Lindy lét sem hún heyrði ekki svariö. — Þú litur ekki sérlega vel út, hélt hún áfram. — Og Jessie finnst það sama. Þú ættir að fara betur með þig, Rosie, á þinum aldri.... En sú ósvifni! Akvörðun Rósa- mundu um að þegja um allt gleymdist þegar gamla gremjan gagntók hana. — Þú ert ekki bangin! Eftir að þú • • • ■ Hún þagnaði. En það var um seinan. Hún lauk aldrei við setninguna, en hvorug þeirra var i vafa um hvernig framhaldið heföi verið. Rósamunda vissi að hún hafði komið upp um sig. Nú Satt best að segja Trúðarnir Enginn ætti að vera i vafa um það lengur, að Gylfi Þ. er mikill húmoristi. Kannski einn sá allra mesti i dag. A.m.k. hafa hinar fjölskrúðugu lýsingar hans á hinu ægilega ástandi efnahagsmál- anna s.l. 2 1/2 ár komið mörgum til að hlæja dátt. Allsstaðar er hlátur i kringum Gylfa. Þing- heimur ætlar að rifna þegar hann talar á al- þingi. Þjóöin veltist um þegar hann kemur fram i útvarpi og sjónvarpi. Og nú siðast hafa ungkratar á Reykjanesi hlegið opinberlega að Gylfa i málgagni sinu. Allt er þetta aö veröa svo skemmtilegt, að meir að segja leiöarahöfundur Alþýðublaðsins skrifar ekkert orðið nema brandara, svo að maður ætlar varla að geta komið ofan i sig hafragrautnum á morgnanna fyrir hlátri. Ég fagna þvi mjög, aö forysta Alþýðuflokksins og blaðsins ,,sem þorir”, skuli þora að taka hlut- verk sitt i stjórnarandstöðu með svo miklu kæruleysi og léttúð. tslensk pólitik er alltof alvarleg og hátiöleg. Auk þess vantar til- finnanlega húmor i þjóölif okkar, eftir að Ómar Ragnarsson dró saman seglin. Ég vil bjóða hina nýju trúða velkomna. vissi Lindy að hún vissi það, að hún mundi eftir öllu. En hvað var hún að tala um Jessie? Hafði Lindy staðið á hleri fyrir utan eld- húsgluggann? Auðvitað hafði hún gert það — og lika fyrir utan stofugluggann; það hefði verið heimskulegt af henni að gripa ekki tækifærið. Og það eitt að ekkert hafði verið minnst á að Rósamunda hefði fallið út úr járnbrautarlest, hafði fært henni heim sanninn um að hvorki frú Fielding eða Jessie höfðu heyrt minnst á slikt. Skyldi Lindy einnig hafa ályktað að Geoffrey hefði ekki fengið neitt að vita heldur? Hún um það, hún mátti halda það sem hún vildi. — Þú ert dularfull manneskja, Rosie, sagði Lindy undrandi, næstum vorkunnlát. — Ef einhver önnur manneskja hefði orðið fyrir slysi af þessu tagi, hefði hún þotið heim og útvarpaö þvi i Pétur og Pál. Hún hefði að mLnnsta kosti sagt manninum sinum frá þvi. Heldurðu ekki að Geoffrey finnist það ekki undarlegt, þegar ég verð til að segja honum frá þvi eftir allan þennan tima? En hann er kannski vanur þessu? Þú hefur kannski alltaf verið svona? Já, i minum augum er þetta svo sannarlega undarlegt samband milli hjóna. — Auðvitað hefði ég sagt Geoffrey frá þvi undir eins — ef ég hefði munað það, andmælti Rósamunda. — En þegar ég fór að jafna mig, var ég búin að gleyma öllu saman, það er alvanalegt þegar maður verður fyrir áfalli. Það liða margir dagar, áður en það rifjast upp ... Og nú fyrst, þegar hún sá sigri- hrósandi glottið á andliti Lindýar undir naktri, gulri rafmagnsper- unni, varð henni ljóst hvernig hún hafði látið leiða sig i gildruna og hve óvarlegt það haföi verið að ljóstra upp um allt þetta, sem Lindy hafði fengið hana til að blaðra um með þvi að leika á barnalegt stolt hennar. Þvi að nú hafði Lindy fengið að vita það með næstum berum orðum, að það var ekki nóg með að Rósamunda hafði ekki ennþá ákært hana fyrir neitt, heldur ætlaði hún að gera það strax og hún kæmi heim. Nú gerði Rósa- munda sér það loksins ljóst, hve þýðingarmikið það var fyrir Lindy að hún, Rósamunda, kæmistaldrei á leiðarenda. Lindy hafði þegar reynt að myrða hana einu sinni; ef til vill gengi henni betur i annað sinn. En hvað gat Lindy gert? Nú kæmi Rósamundu ekki til hugar að halla sér útum gluggann i þok- unni og myrkrinu. Lindy gæti ekki komið henni á óvart á nokkurn hátt. Hún þyrfti ekki annað en sitja kyrr á sinum stað og gæta þess að koma ekki nærri glugganum, já, standa ekki einu sinni upp, og þá gæti ekkert orðið að henni. Ferðin stæði ekki um alla eilifð. Eftir hálftima yrðu þær komnar til London. Aðal- atriðið var að sitja hreyfingar- laus og láta Lindy um að gera þær bommertur sem henni sýndist. En Lindy gerði ekkert annað heldur en sitja kyrr. Hún sagði ekki fleira og um munninn á henni lék dálitið bros. Rósa- munda virti það fyrir sér eins og það væri litið eggvopn. Hvað var Lindy að hugsa, hvað var hún að ráðgera? — Þú heldur að ég ætli að drepa þig, er það ekki? sagði Lindy allt i einu með undarlegri fyrirlitningu i röddinni. — En það ætla ég ekki að gera. Ég er ekki ein af þeim sem gerir áætlanir, það veistu, það er alltaf innblástur sem ræður gerðum minum. Þú gerðir mig svo reiða.... Var þetta satt? Rósamunda mundi eftir ýmsu smálegu frá næstu dögum og stundum fyrir hinn örlagarika dag, sem gat gefið til kýnna að Lindy hefði getað ráðgert þetta allt, eöa beðiö og vonast eftir slíku tækifæri undarleg yfirheyrsla hennar á Rósamundu i kaffiboðinu hjá Nóru, vandlega undirbúnar nál- stungurnar sem höfðu espað Rósamundu upp i það að þjóta af stað til Ashdene i þokunni, þrátt fyrir sótthitann, sem hefði getað látið „slysið” virðast skiljanlegra og eölilegra en það hefði annars verið. Ekki svo að skilja að það skipti máli úr þessu. En af hverju var Lindy að hvitþvo sig af öllum grun um áætlun, þegar það gat Þriðjudagur 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.20. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for- ustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Knútur R. Magnússon heldur áfram að lesá söguna „Villtur vegar” eftir Oddmund Ljone (9). Morgunleikfimikl. 9.20. Til- kynningar kl. 9.30. Létt lög á milli liða. Ég man þá tiðkl. 10.25: Tryggvi Tryggvason sér um þátt með frásögum og tónlist frá liðnum árum. Tónlist eftir Kodály kl. 11.25: Otvarpshljómsveitin i Berlin leikur svituna „Hárý-János”, / Kodály- kórinn syngur nokkur lög. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Eftir hádegið. Jón B. Gunnlaugsson leikur létt lög og spjallar við hlustendur. 14.30 Siðdegissagan; „Fjár- svikararnir" eftir Valentin Katajeff. Ragnar Jóhannes- son cand. mag. les. (7). 15.00 Miðdegistónleikar: Emil Gilels leikur Pianósónötu nr.. 2 op. 64 eftir Sjostako- vitsj. David Oistrakh leikur verk eftir Prókófjeff og Ravel. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. 16.15 Veðurfregnir. 16.25 Popphornið, 17.10 Tónlistartimi barnanna. Ólafur Þórðarson sér um timann. 17.30 Framburðarkennsla i frönsku. 17.40 Tónleikar. Tilkynningar. 18.30 Fréttir. 18.45 Veðurfregnir. 18.55 Tilkynningar. 19.00 Veðurspá. Fréttaspegill. 19.20 Úr tónlistarlifinu. Hall- dór Haraldsson sér um þátt- inn. 19.40 Barnið og samfélagið. Þáttur i umsjá Margrétar Margeirsdóttur og Pálinu Jónsdóttur. 20.00 Lög unga fólksins. Ragn- heiður Drifa Steinþórsdóttir kynnir. 21.00 „Nafnlaus stúlka,” smá- saga eftir Ingólf Kristjáns- son. Höfundur les. 21.30 A hvitum reitum og svörtum. Guðmundur Arn- laugsson flytur skákþátt. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöldsag- an; Minningar Guðrúnar Borgfjörð. Jón Aðils leikari les (21). 22.35 Harmonikulög. Heidi Wild og Renato Bui leika. 23.00 A hljóðbergi. Fimm vel- lognar sögur af Múnchaus- en baróni, sem Peter Usti- nov les. Björn Th. Björnsson listfræðingur sér um þátt- inn. 23.30 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. 0..0..0.-0. 20.00 Fréttir. 20.25 Veður og auglýsingar. 20.30 Bræðurnir, Bresk fram- haldsmynd. 7. þáttur. Dásamlcgur dagur.Þýðandi Jón (). Edwald. Efni 6. þáttar: Brian grunar konu sina um vafasamt fram- ferði, en lætur þó kyrrt liggja. Davið fer á fund manns, sem rekur stóra málningarverksmiðju, og reynir að komast að samningum um flutninga. Loks er ákveðið að Hammond-fyrirtækið taki að sér dreyfingu málningar- innar, en til þess þarf að byggja nýja og dýra vöru- geymslu, og Edward er litið um framkvæmdirnar gefið. 21.20 Aldrað fólk og ungviði Kvikmynd án orða, gerð af Þrándi Thoroddsen fyrir sjónvarpið. Brugðið er upp svipmyndum af öldnum og ungum, þar á meðal af ýmsum kunnum borgurum og öðrum, sem væntanlega eiga eftir að koma við sögu. 21.35 lleimshorn. Frétta- skýringaþáttur um erlend málefni. Umsjónarmaður Sonja Diego. 22.15 Skák. Stuttur, banda- riskur skákþáttur. Þýðandi og þulur Jón Thor Har- aldsson. 22.20 Jóga til heilsubótar. Bandariskur myndaflokkur með kennslu i jógaæfingum. Þýðandi og þulur Jón (). Edwald. Auglýsingasíminn er 17500 UNDRALAND Ný leikfangaverslun i Glæsibæ. Allt sem rúllar, snýst skoppar, tistir og brunar. Fjölbreytt úrval. Komiö, sjáiö, undrist í UNDRALANDI

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.