Þjóðviljinn - 15.01.1974, Qupperneq 16

Þjóðviljinn - 15.01.1974, Qupperneq 16
DJÓÐVIUINN Þriðjudagur 15. janúar 1974 Almennar upplýsingar um lækna- þjónustu borgarinnar eru gefnar i simsvara Læknafélags Reykja- vfkur, simi 18888. Kvöldsimi blaðamanna cr 17504 eftir klukkan 20:00. Kvöld-, nætur- og helgarvarsla lyfjabúðanna i Reykjavik vikuna 11.—17. janúar er i Borgarapóteki og Reykjavikurapóteki. Slysavarðstofa Borgarspitalans1 er opin allan sólarhringinn. Kvöld-, nætur- og helgidagavakt á Heilsuverndarstöðinni. Simi 21230. ASÍ biður u ni verkf aUsheimild Þrjátiu manna nefnd Aiþýðusa mbandsins sam- þykkti I gær að fara þess á leit við stjórnir verkalýösfélag- anna að þær öfiuðu sér heimildar til vinnustöðvunar. Sáttasemjari boðaði i gær 30 manna nefndir ASl og Vinnu- veitendasambandsins til fundar á Hótel Loftleiðum, og settist nefnd ASl á rökstóla rúmlega tvö, en þá voru vinnuveitendur ekki mættir til leiks. Þessi fundur sáttasemjara meö 30 mannanefndunum er sá fyrsti siðan fyrir jól, en hins vegar hefur hann haldiö sátta- fundi með framkvæmda- nefndum aðilanna, en atvinnurekendur hafa ekki enn sem komið er léð máls á launahækkunum og þvi er nú svo komið að til verkfalla getur þurft að gripa á næstu vikum til þess að koma hreyfingu á málin. úþ 30 manna nefnd ASt sest á rökstóla á Loftleiðahótelinu f gær. (Ljósmynd Ari). Bourgiba: fyrsti bandsrfkis? forseti sam- KISSINGER A FERÐ OG FLUGI: Egyptfir höf nuðu tillögiim Israela Kissinger: aldrei erfiðara LIBYA og TUNIS ætla að sameinast TÚNIS 13/1. — Forsetar Túnis og Líbýu, Bourgiba og Gaddafi, sömdu um það á fundi sinum á eynni Djerba á iaugardag að sameina riki sin. Ætla þeir aö kalla það hið Múhamcðska arabalýðveldi. Forsetarnir ætluðu að láta fara fram þjóöaratkvæðagreiðslu um málið strax á föstudag, en i dag var skýrt frá þvi, að ekki verði unnt að efna til atkvæðagreiðslu um málið fyrr en eftir um það bil tvo mánuði. KAIRO, TEL AVIV 14/1, — Egyptar höfnuðu i dag þeirri áætlun um brottflutning herja frá Súesskurði, sem Kisinger, utanrikisráðherra Bandarikjanna, hafði haft með sér frá ísrael, og lögðu fram eigin áætlun i staðinn. Áætlun Israelsmanna var ekki fullnægjandi, sagði Ismail Fahmy utanríkisráðherra, eftir að hafa f dag setið á fundum með Kissinger og ýmsum leiðtogum Egypta i Assúan. Fahmy lét að þvi liggja, að Kissinger mundi nú i kvöld fljúga með tillögur Egypta til Israels. Kissinger hafði rætt við Sadat Egyptaforseta á laugardag og sunnudag, en i gær sat hann i tiu stundir á fundum með leiðtogum Israels. 1 dag var einnig tilkynnt, að Masmoudi utanrikisráðherra Túnis hefði verið veitt lausn frá embætti, en hann er talinn einn aðalhvatamaður aö sameiningu rikjanna. Má vera að hann hafi þótt einum of ákafur i sameiningaráformum. 1 höfuðborgum Arabarikja hefur verið heldur dauflega tekið undir þessar óvæntu fréttir. Stjórn Alsir hefur t.d. sent frá sér yfirlýsingu þar sem það er dregiö i efa að hér sé um „eðlilega” stofnun rikis að ræða. Búist er við þvi að Kissinger snúi aftur til Assúan annað kvöld, en hann játaði á fundi með frétta- mönnum i dag, að hann hefði aldrei lent i erfiðari samninga- þófi. Egyptar segja, að tillögur tsraelsmanna séu ekki nógu itar- legar og ekki nógu skýrt orðaðar. Hér má ekkert fara á milli mála, sögðu þeir. Aöur höföu Egyptar brýnt það Tap á mimika búunum vegna falls pimdsins Við bjuggumst við hækkun á minkaskinnum, sem og varð, sagði Ásberg Sigurðsson formaður Sambands íslenskra loðdýraræktenda við blaðið — og hækkunin varð i pundum, en pundið hefur fallið i verði miðað við islensku krónuna siöan i fyrra, en þá var þaö á 238 krónur en nú á rúmlega 190 krónur. Asberg sagði að 8 minkabú væru rekin hérlendis, 3 fyrir norðan og fimm hér syöra. 1 þessum búum væru 8 þúsund læður og ársframleiöslan yrði um 25 þúsund skinn að verðmæti um 40 miljónir króna. 16-20 manns vinna við minkaræktina. Engin önnur loðdýr eru ræktuð hér en minkurinn. Einhver kaninurækt er þó á Akranesi, en svó kölluð angóraskinn eru skinn af kaninum. Sá kaninustofn sem hér er ræktaður er þó ekki ræktaður vegna skinnsins heldur kjötsins. Heimsframleiðsla á minka- skinnum mun hafa dregist saman að undanförnu úr 24 miljónum skinna 1970 þegar minkarækt hófst aftur hérlendis og i 16-17 miljónir skinna i ár. Snemma á siðasta ári báru minkaræktarmenn sig upp við rikisvaldið vegna léglegrar afkomu búanna. Fengu þeir við- bótarlán viö þau 50% sem voru lánuð vegna stofnkostnaðar, og námu þessi lán 10% af stofn- kostnaði og lánuð úr framieiðni- sjóði. Hingað til hafa minkaræktar- menn ekki haft ráöunauta á sinum snærum, en úr þessu rætist Framhald á 14. siðu. fyrir Kissinger að þeir mundu ekki semja sérfrið við tsrael, heldur yrði friðargerð að vera tengd samkomulagi við Sýrland. Sendinefnd Israels sem átti að halda til friðarviðræðnanna i Genf, hefur frestað för sinni vegna þess að Egyptar hafa slitið I bili viðræðum hermálasér- fræðinga aðila þar. I gær var barist I Gólanhæðum annan daginn i röð, og segjast Sýrlendingar hafa fellt eöa sært 15-20 ísraelska hermenn. BARIST í KAMBODJU PHNOM PENH 14/1 — Þjóðfrels- ishermenn skutu f dag niður flug- vcl fyrir stjórnarhernum er hún réöist á stöðvar þeirra skammt frá Phnom Penh. Aö undanförnu hefur þjóðfrelsisherinn unnið aö þvi aö einangra höfuðborgina sem mest og öðru hverju gert á hana eldfalugaárásir. ALÞYÐUBANDALAGIÐ Magnús. Magnús Kjartansson kemur á fundi Alþýðubandalagsins á Akur- eyri og Egilsstöðum. Alþýöubandalagið á Akureyri heldur fund á fimmtudagskvöld og Alþýöubandalagiö á Egils- stööum heldur fund á föstudagskvöld. Magnús Kjartansson ráöherra kemur á báða fundina. Alþýðubandalagið á Suðurnesjum Félagsfundur verður haldinn i Framsóknar- húsinu i Keflavik miðvikudaginn 16. janúar klukkan 20:30. Adda Bára Sigfúsdóttir aðstoðar- maöur ráðherra kemur á fundinp og ræðir um heilbrigðisþjónustu á íslandi. Einnig veröur á fundinum rætt um stöðu rikisstjórnarinnar og framvindu herstöðvamálsins. — Stjórnin Adda Bára Héðinn Valdimarsson 6. leshringur Einars Olgeirssonar. Annað kvöld (miðvikudag) heldur Einar 01- geirsson áfram aö fjalla um sögu verka- lýðshreyfingar og sósialisma. Að þessu sinni fjallar hann um timabiliö frá 1934—38 og kemur þá fyrst og fremst inn á hina árangursriku sam- fylkingarbaráttu K.F.I., ennfremur verður fjallaö um baráttuna gegn fasisma og endaö á stofnun Sameiningarflokks alþýðu, sósialista- flokksins. Ekki er að efa að margir kjósi að heyra mat Einars á samfylkingar- pólitik þessara ára, en leshringir þessir eru opnir. Æskulýðsnefnd Alþýðubandalagsins

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.