Þjóðviljinn - 07.02.1974, Side 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 7. febrúar 1974.
Ef Hermann
hefði ekki verið
við völd?
Það er hart að maður skuli
þurfa að standa i vörn fyrir ætt-
jörð sina gegn samborgurum.
Það eru hörð örlög, sem þetta
vesalings þjóðfélag hefir öðlast.
Það eru grimm örlög að hafa alið
upp við brjóst sér menn, sem svo
sitja á svikráðum við fóstru sina.
Hún á það ekki skilið.
Við skulum huga nánar að or-
sök þessa harmleiks, sem nú fer
fram hjá okkur islendingum.
Tilkoma hersins hér i landinu
er öllum kunn, Um þann þátt
verður skrifuð bók fyrir komandi
kynslóðir að læra af. Herinn var
kominn i Miðnessjó þegar alþing-
ismenn, þeir bognu menn, réttu
upp sinar vesölu skjálfandi hend-
ur og samþykktu landgönguna.
Siðan hefir margt gerst, sem
fróðlegt er að rifja upp. Það yrði
alltof langt mál hér, að rifja þá
sorgarsögu upp alla, en við skul-
um minnast þess, að þeir menn,
sem nú berjast harðast fyrir her-
inn, eru þeir sömu og dáðu hvað
mest það sem gerðist i Þýska-
landi á fjórða áratugnum. Þeirra
raddir voru aðeins þaggaðar af
Bretum meðan hildarleikurinn
stóð. Ég nenni ekki að nefna hér
nöfn, en þessir menn eru á meðal
vor, menn sem voru forhertir
öfgamenn og hefðu svikið sam-
borgara sina með köldu blóði ef
öðruvisi hefði farið með hernám
þessa lands. Nafnkenndur Kefl-
vikingur sagði berum orðum
hvert nasistaforingjar hefðu flúið
eftir strið, þ.e. i hvaða flokk. Ég
þarf ekki að nefna hann. Þetta
var þjóðinni sagt i útvarpinu fyrir
skömmu.
íhaldið gumar af Hermanni
Jónassyni fyrir að hann skyldi
hafa borið gæfu til að hafna mála-
leitan Hitlers um flugstöðvar á
Islandi fyrir striðið. Vissulega
var það góð ákvörðun. EN hefði
nú annar flokkur verið við stjórn
þá t.d. aðdáendaflokkur Hitlers,
stóri islenski stjórnmálaflokkur-
inn, hvernig hefði þá farið? Ham-
ingjan hjálpi okkur, Guði sé lof að
þá var ekki ihald við stjórn á Is-
landi. Þá hefði farið illa. Hörmu-
lega ilia. Nú gumar ihaldið af
Hermanni Jónassyni en gleymir
þvi að þá var sú ákvörðun Her-
manns eins og hnifur i hjarta
ihaldsins á tslandi. Þetta muna
miðaldra menn og eldri tslend-
ingar.
Skyldi nú ekki vera að ihaldið
vaði sama reykinn i dag og
1937—8, skyldi seinni timinn ekki
dæma þá menn harðast sem
svikja vilja föðurland sitt i
hendur hvort sem er þýsks hers
eða amerisks? Það fer ekki milli
mála að tsland hefði, fyrir til-
verknað ihaldsins hér, fallið
Þjóðverjum i hlut, ef það hefði
verið við völd þegar Hermann
neitaði Hitler. Sé einhver i vafa
þá ætti hann að fara niður á
Landsbókasafn og fletta Mogga
frá þessum árum. Moggi hefir
ekkert lært og engu gleymt, þvi er
nú verr.
Góðir tslendingar, hvar i flokki
sem þið standið i okkar innan-
landsmálum. Látið gömlu Göbb-
els-áróðursvélina ekki rugla
dómgreindina.
Burt með allan her af Fróni.
íslendingur
Gylfi og Hannibal
Pennagleðin greip einn lesanda
okkar þegar þeir Gylfi Þ. og
Hannibal runnu saman i eitt á
dögunum og sendi hann okkur
eftirfarandi pistil:
„Samruni krata og hanni-
balista hefur vakið nokkra
athygli. Tiðindamaður blaðsins
vék sér að vegfaranda, sem
kvaðst heita Jón Jónsson, grafari
i kirkjugaröinum. Hvað segir þú
um samruna hannibalista og
krata, Jón tetur?
,,Jú, sossum allt gott. Kannski
fær maður tækifæri til að husia
tvö hræ i einu.”
Þá hittum vér Ara Arason
meindýraeyði. Itvað segir þú um
samruna krata og hannibalista,
Ari sæll?
,,Jú, þetta er ágætt. Ég hef
alltaf litið á kratana sem flatlús
og hannibalista sem sápukúiu. Ef
flatlúsin lendir innan i sápukúl-
unni, þá springur sápukúlan og
drepur flatlúsina, ehehehehehe.”
—Skuggi—
Vill Sverrir lögsækja Einar?
Arnór Þorkelsson hringdi I til-
efni af sjónvarpsumræðum
þeirra Stefáns Jónssonar og
Sverris Hermannssonar á
dögunum. Vitnaði hann i mál
Sverris þar sem verið var að ræða
söguburð um framlög Rússa i
kosningasjóði Sósialistaflokksins
og Alþýðubandalagsins. Spurði
Sverrir hvort ekki mætti lögsækja
þá sem sögurnar báru út.
Arnór vildi beina þeirri
spurningu til Sverris hvort hann
gæti þá staðið undir þvi að Einar
Olgeirsson nefnir hersamningana
frá 1951 fullum fetum landráð I
grein i næstsiðasta hefti Réttar.
Kvað Arnór fremur óliklegt að
ihaldsmenn vildu rifja upp þá
sögu i smáatriðum frammi fyrir
alþjóð.
Skatta
frádráttur
Lesandi spyr: Eru visitölu-
hækkanir húsnæðismálalána frá-
dráttarbærar til skatts?
Hjá skattstofu Reykjavikur
fékk blaðið þau svör að svo væri.
af erlendum vettvangi
Fyrir nokkrum dögum talaði
Edward Kennedy um það á
bandariska þinginu, að utanrikis-
ráðuneyti landsins hefði nú stað-
fest upplýsingar um morð á þús-
undum manna, fjöldahandtökur
og pyntingar i Chile eftir valda-
rán herforingjakliku Pinochets.
Þótti engum mikið. Að visu vildi
ráðuneytið ekki binda sig við
neinar ákveðnar tölur um það hve
margfr hefðu verið myrtir. Þær
skipta ekki heldur höfuðmáli —
hvorki fyrir slæma samvisku
bandariskra stjórnmálamanna
né heldur samherja hinna föllnu.
Það sem menn helst spyrja að i
dag er það, hvernig hinna föllnu
verði hefnt, hvernig baráttu gegn
fasistastjórninni verði háttað.
Carlos Altamirano sést hér fyrir miöju við hlið Fidels Castro
Hvað gerir andspyrnu-
íireyfíngin í CMe?
Aukin samstaða
Kúbanska fréttastofan Prensa
Latina birti l'yrir skömmu viðtal
við Carlos Altamirano, sem hér
verður rakið. Altamirano er aðal-
ritari Sósialistaflokks Chile,
flokks Allendes forseta, og lögðu
herforingjarnir ofurkapp á að ná
honum á sitt vald eftir valdarán-
ið. Hann fór huldu höfði alllengi
en komst siðan undan og er nú á
Kúbu.
Altamirano lagði fyrst af öllu á-
herslu á, að baráttan gegn fas-
istastjórninni hefði þjappað
vinstrisinnum enn betur saman
en áður. Hann hefði sjálfur verið i
felum heima hjá kommúnistum
og hjá meðlimum MIR, en MIR
voru þau vinslrisamtök sem rót-
tækust þóttu og gagnrýndu stjórn
Allendes rhjög á sinum tima fyrir
að vopna ekki alþýðu manna gegn
valdaránstilraunum hægriafl-
anna. Og MIR-menn og kommún-
istar hefðu leitað hælis hjá sósial-
istum.
Þvi má ekki lgeyma heldur,
sagði Altamirano, að samstarf
kommúnista og sósialista á sér
langan aldur i Chile — þeir hafa
saman haft um og yfir 30% at-
kvæða I mörgum kosningum. Auk
þess voru fleiri hópar i Alþýðu-
fylkingunni,sem kom Allende til
valda, Kristnir vinstrisinnar og
MAPU,sem báðir höfðu klofnáð
frá kristilegum demókrötum, og
svo Oháð baráttusamtök alþýðu.
Eftir valdaránið hafa verið tekn-
ar upp viðræður við MIR um að
þau samtök gangi i Alþýðufylk-
inguna og þau hafa samþykkt að
ganga i andfasiska fylkingu.
Þessi fylking hefði það verkefni
að steypa fasismanum, koma aft-
ur á þeim lýðréttindum sem al-
þýða manna naut fyrir valdarán-
ið, útrýma pólitiskum agentum
fasismans og efnahagslegri
moldvörpustarfsemi hans. Það
sem Altamirano nú siðast nefndi
eru óhjákvæmilegar niðurstöður
af aðdraganda valdaránsins —
hægrisinnar notuðu forræði sitt i
atvinnulifi til þess beinlinis að
grafa undan lýðræðislegu stjórn-
arfari.
Meö illu skal
illt út reka
Altamirano vildi bersýnilega
ekki gefa afdráttarlausar yfirlýs-
ingar um baráttuaðferðir: þær
verða, sagði hann, að ráðast af
aðstæðum. Það er ekki hægt að
hefja vopnaða baráttu við hvaða
aðstæður sem er, og það er heldur
ekki hægt að útiloka hana þegar
nauðsyn krefur. ,,En grimmd ein-
ræðisstjórnarinnar skyldar bylt-
ingaröflin i Chile til að búa fólkið
undir andspyrnu og til að sigra of-
beldi afturhaldsins með ofbeldi
byltingarinnar”.
Altamirano sagði, að það væri
enn of snemmt að ræða það, við
hvaða öfl utan Alþýðufylkingar
Framhald á 14. siðu.
Höfuðpaurar herforingjakllkunnar, Pinochet til vinstri.
T résmiðj an
VÍÐIR hf.
Seljum næstu daga lítið gölluð
húsgögn vegna brunaskeininda
MIKILL AFSLÁTTUR. Notið þetta tæki-
færi og gerið góð kaup.
Trésmiðjan Viðir h/f Laugavegi 66,
simi 22222 og 22229.