Þjóðviljinn - 07.02.1974, Síða 6

Þjóðviljinn - 07.02.1974, Síða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 7. febrúar 1974. UÚOVIUINN MáLGAGN SÓSÍALISMA VERKALYÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS. ÍJtgefandi: Ctgáfufélag Þjóðviljans Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann Ritstjórar: Kjartan Ólafsson Svavar Gestsson (áb) Fréttastióri: Evsteinn Þorvaldsson Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Skólav.st. 19. Simi 17500 (5 linur) Askriftarverð kr. 360.00 á mánuði Lausasöluverð kr. 22.00 Prentun: Blaðaprent h.f. EKKI MARK TAKANDI Á SLÍKRI HEIMILD Á undanförnum árum hefur mfkil um- ræða farið fram um það i Bandarikjunum, að nauðsynlegt sé af ýmsum ástæðum, að draga úr hernaðarkostnaði og herstöðvum Bandarikjanna erlendis. Hafa verið flutt- ar tillögur um þessi mál i bandariska þinginu og hafa þær fengið um helming at- kvæða oft á tiðum. Undarlegt er að þeir, sem á íslandi hafa forustu um mótun ut- anrikisstefnunnar og vilja herinn úr landinu, skuli ekki hafa sett sig i beint samband við þessa bandarisku sam- herja i herstöðvamálinu. En það er annað mál en hér skal f jallað um að sinni. Á það skal bent, að forustumenn Atlantshafs- bandalagsins hafa ráðist mjög harkalega gegn þessum hugmyndum, sem fram hafa komið i Bandarikjunum. En það er ekki ný bóla að herforingjar haldi fram þvi sjón- armiði að útgjöld til hernaðar þurfi að auka. Vafalaust eru þessi sjónarmið alls- staðar rikjandi meðal herforingja. Hins vegar hafa þeir menn i Bandarikjunum, sem harðast hafa barist fyrir að dregið yrði úr hernaðarumsvifum Bandarikj- anna erlendis, jafnan haldið sinu sjónar- miði til streitu. Hafa þeir bent á að vig- búnaði sé nú svo háttað að svonefndar ,,varnir” sinar geti Bandarikjamenn tryggt með allt öðrum hætti. Ekki verður þeim mönnum núið um nasir, að þeir þekki ekki til hernaðarstaífsemi. Þvert á móti má slá þvi föstu að þeir hafi greiðan aðgang að hvers konar upplýsingum um þessi efni frá bandarisku herstjórninni. Hins vegar eiga hinir bandarisku þing- menn i reiptogi við herforingja NATO, eins og áðan er sagt, auk margra annarra. í siðari hópnum eru fjölmargir einstak- lingar, sem ýmist af þráhyggju og vana- hugsun eða af beinum persónulegum pen- ingahagsmunum eru orðnir háðir banda- risku herstöðvaneti. Þessir menn festa ekki væran blund á nóttunni nema þeir viti af bandariskum vigvélum yfir og allt um kring. Þeir eru sjálfir orðnir fórnardýr þess kaldastriðsáróðurs, sem þeir mögn- uðu upp fyrir 20 árum. Einn slikra manna er norski þingmaðurinn sem hernáms- sinnar buðu á ráðstefnu sina um helgina. Hann er úr norska jafnaðarmannafiokkn- um sem löngum hefur verið áhrifamikill i norskum stjórnmálum. En hann gat þess ekki, er hann kom hingað til Islands, að innan hans flokks er einmitt mögnuð and- staða við aðild Noregs að NATO. Hann minntist ekki heldur á það, að forustu- menn norska jafnaðarmannaflokksins biðu eftirminnilegt afhroð i þjóðarat- kvæðagreiðslunni um EBE, eins og menn muna, þó að ihaldsleiðtogar reyni að gleyma þeirri óþægilegu kosningu. Á þetta minnir Þjóðviljinn vegna þess að orð eða afstaða einstakra NATO-sinna i Noregi eru enginn leiðarvisir fyrir Islensku þjóð- ina i herstöðvamálinu. Á það má lika minna að þessir gömlu stjórnmálamenn Norðmanna höfðu ákaflega linjulega af- stöðu i landhelgismálinu, þannig að full- ljóst er að slikir aðilar hafa engar forsend- ur til þess að leiðbeina íslendingum. Eftir stendur sú spurning sem þessir menn hafa ekki svarað: Af hverju vilja Norðmenn ekki hafa erlendar herstöðvar i eigin landi? Þeir geta ekki ætlast til þess að Is- lendingar hafi erlendan her i eigin landi þegar Norðmenn hafna sliku með öllu. íslendingar eiga fjölda bandamanna i Noregi, i Bandarikjunum og um allan heim, þá menn sem skilja þá ósk litillar þjóðar að fá að vera laus við erlendan her i landi sinu. Valdamennirnir sem hafa i áratugi verið á bandi herforingja NATO eru engin marktæk heimild handa Islend- ingum að fara eftir. íslendingum ber ekki að fara eftir neinu öðru en eigin samvisku, eigin ábyrgð gagnvart nútið og framtið is- lensku þjóðarinnar. Þeir Islendingar, sem i dag krefjast hernáms áfram, eru að styðja NATO gegn almenningi i NATO-ríkjunum, meðal annars gegn tug- um þingmanna i bandariska þinginu. Það legðist litið fyrir vopnlausa smáþjóð ef hún reyndi ekki að stuðla að afvopnun og friðsamlegri þróun með athöfnum sinum. Hallærisástand í skattamálum, segja Rauðsokkar Giftar konur hafi fullan rétt og fullar skyldur og greiði sjálfar skattana sína Sérsköttun hjóna hefur frá upphafi verið eitt af baráttumálum Rauðsokka og í tilefni umræðna um breytingar á núverandi skattalöggjöf hefur starfs- hópur Rauðsokka um skattamál sent eftirfar- andi álit til Halldórs E. Sigurðssonar f jármálaráð- herra og til endurskoð- unarnefndar skattalaga. Afrit var sent öllum þing- flokkum og fjölmiðlum. „Okkur undirrituðum hefur borist til eyrna, að i athugun séu breytingar á núgildandi skatta- löggjöf. T.d. sú breyting, að hluti skattgreiðslna verði færður frá beinum sköttum til óbeinna (sbr. kröfur verkalýðshreyfingarinn- ar). Eins og yður er kunnugt, eru giftar konur á tslandi ekki skatt- greiðendur, heldur greiða eigin- menn þeirra skatt af helmingi tekna þeirra. Ógiftar konur, t.d. með börn, eða ekkjur, njóta ekki þeirra sömu friðinda. Fólk, sem berst fyrir jöfnum réttindum karla og kvenna, getur alls ekki sætt sig við slika skipan mála. Þegar gerðar eru breytingar á skattalöggjöf, t.d. slikar sem áð- ur hafa verið nefndar, þykir okk- ur sjálfsagt og mjög aðkallandi, Stjórnarkreppa og kosningar í Belgíu að um leið sé sú breyting gerð, að giftum konum sé veittur sá sjálf- sagði réttur að fá að taka þátt i sameiginlegum kostnaði af rekstri þjóðfélagsins sem sjálf- stæðir þjóðfélagsþegnar með full- an rétt og fullar skyldur. Okkur er ljóst, að ýmsum erfið- leikum er bundið að gera slika breytingu, en við trúum þvi, að sé fullur vilji fyrir hendi og áhugi á að leysa þetta mál, þá sé það unnt og ekki erfiðara en önnur vanda- mál i sambandi við skattalöggjöf. Við viljum nefna hér þær leiðir, sem ræddar hafa verið i okkar hópi. Eitt er nauðsynlegt að okkar mati: Enginn munur skal gerður á skattgreiðslum eftir kynferði, eða eftir þvi hvort um gift eða ó- gift fólk er að ræða. Giftar konur fái skattskýrslu til útfyllingar jafnt sem aðrir, sem komnir eru yfir 16 ára aldur. Siðan greiði hver einstaklingur skatt aðeins af sinum eigin tekjum. Þegar til álagningar kemur, vandast málið. Við viljum nefna hér tvær tillögur að lausn þessa máls, sem hlotið hafa mestan hljómgrunn hjá okkur. Onnur til- lagan er þessi: Persónufrádrátt- ur verði hinn sami fyrir alla. Ómagafrádráttur skiptist milli hjóna. Persónuleg gjöld teljist hjá hvoru fyrir sig. Gjöld og annar kostnaður af þinglýstum eignum teljist hjá þeim, sem eignin er þinglýst á. (Athuga ber, að æski- legast hlýtur að teljast, að festi hjón kaup á fasteign (fasteign- um) teljist þau bæði eigendur hennar. Sé þá skylt að þinglýsa eigninni á nöfn þeirra beggja.) Hafi maki engar tekjur skai flytja upphæð, sem svarar persónufrá- drætti hans, helming ómagafrá- dráttar og helming annars frá- dráttar, sem hjónin sameiginlega eiga rétt á af tekjum, yfir á skýrslu hins. (Þess ber að geta, að við teljum eðlilegt að stefna að þvi, að þannig tilfærsla á per- sónufrádrætti eigi þvi aðeins rétt á sér, að annað hjóna sé heima vegna umönnunar barna. Hins vegar teljum við, að slikt sé ekki timabært vegna núverandi að- stæðna.) Verði giftar konur teknar sem einstaklingar með fullan ein- staklingsfrádrátt við núverandi fyrirkomulag er ljóst, að skattaá- lag hjóna, sem bæði vinna úti, verður miklu meira en nú er, og hætt er við, að slikt valdi svo mik- illi óánægju meðal landsmanna, að ekki sé gerlegt að gera þær ráðstafanir, nema fleira komi til. Við látum okkur detta i hug, að barnafrádráttur og frádráttur vegna kostnaðar við barnagæslu (sem gilda mundi um aila, sem hafa börn á framfæri sinu) eða launþegafrádráttur gæti komið i staðinn fyrir það skattleysi af helmingi tekna eiginkonunnar, sem nú er reglan. Hin tillagan er sú, að skattur verði ákveðin hlutfallstala af tekjum allra skattgreiðenda i sama formi og útsvar er nú og jafnframt verði flestir frá- dráttarliðir felldir niður (atriði sem þarfnast nánari athugunar og útreikninga). Slikt fyrirkomu- lag hlýtur að gera skattkerfið ein- faldara og auðskildara almenn- ingi. Einnig hlýtur það að vera mun kostnaðarminna og mundi það vega á móti auknum kostnaði vegna fleiri skattgreiðenda, þeg- ar giftar konur bætast i hópinn. Það form, sem nú rikir, að eig- inmenn greiði skatt af helmingi tekna eiginkvenna sinna, er al- gert hallærisástand að okkar mati og tálmi i vegi fyrir þvi, að konur öðlist sjálfstraust og virð- ingu i þjóðfélaginu sem fullgildir þjóðfélagsþegnar”. i lok janúar féll belgíska stjórnin, og enn einu sinni er efnt til kosninga i þessu litla, en klofna landi. Ástæðan fyrir falli stjórnar- innar, sem var breiðfylking helstu flokkanna þriggja, kaþólskra, sósíaldemókrata og frjálslyndra, er átök milli Flæm- ingja og Vallóna sem eru frönsku- mælandi. Allir þessir þrir flokkar eru klofnir i flæmskar og vali- ónskar undirdeildir, sem fylgjast mjög grannt með þvi hvað hinn armurinn hefst að. Stjórnin féll beinlinis út af svo- nefndri Ibranco-áætlun. Ibranco var félag sem stjórnir Belgiu og trans höfðu myndað i sameiningu og ætlaði að koma upp mikilli oliuhreinsunarstöð i Liege, vallónska hluta Belgiu. Leburton, sósialdemókrati og forsætisráð- herra fráfarandi stjórnar, er kosinn á þing frá þeim sveitum og lagði allan sinn metnað i að koma áætlun þessari i framkvæmd. Þegar iranir kipptu að sér hendinni brást Leburton við með þvi að soja af sér. Hann hafði áður átt I útistöðum við flæmska sósíaldemókrata út af máli þessu, en þeir vildu aðra staðsetningu oliuhreinsunarstöðvarinnar. t stjórnarandstöðu voru flæmskir og vallónskir aðskilnaðarsinnar, sem hvor um sig hafa um 10% atkvæða, og búist er við að þeir auki báðir fylgi sitt. Auk þeirra voru komm- únistar i stjórnarandstöðu. Falsaði júgóslavneskur guðfr. Yínlandskortið? NEW HAVEN - Tveir prófess- orar við Yaleháskólann, þar sem Vinlandskortið hefur verið varð- veitt til þessa, telja likur benda til þess að Iitt þekktur júgóslavnesk- ur prófessor i kirkiurétti, sem dó árið 1922, hafi falsað kortið. Robert Lopez, prófessor I sögu, og Konstantin Reichardt, próf. t germönskum málum, telja bönd- in berast að Luka Jelic próf. sem kenndi við kaþólskan prestaskóla i Zadar á strönd Dalmatiu. Jelic reyndi mikið til að sanna að rómverska kirkjan hefði löngu fyrir daga Kólumbusar náð fót- festu i Ameriku. Auk þess sagðist hann hafa fundið mikið af skjöl- um og kortum sem lúta að Vin- landi i bókasafni páfastóls. I greinargerð, sem Jelic sendi ka- þólskum visindaráðstefnum 1891 og 1894 og heitir ,,Um kristniboð i Ameriku fyrir daga Kólumbus- ar”, ræðir hann um „biskup og sendimann til Grænlands og ná- lægra svæða”, en það orðalag mun aldrei hafa verið notað af kaþólsku kirkjunni, hvergi að finna i hennar skjölum. Hinsveg- ar er þetta sama orðalag haft á áletrun sem fylgir Vinlandskort- inu. Halda áðurnefndir prófessor- ar að Jelic hafi gert kortið til. að styðja við kenningar sinar, sem fáir lögðu trúnað á.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.