Þjóðviljinn - 07.02.1974, Síða 7
Fimmtudagur 7. febrúar 1974. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 7
Ragnar Jónsson
í Smára sjötugur
Brosað framan
í afmœlisbarnið
Reykjavíkurmótið
Um Ieið og biðskák þeirra Friðriks og Tringovs var lokið þyrptust
starfsmenn og aðrir keppendur að borðinu til að segja álit sitt og skoða
afbrigði. Friðrik er hér að svara einhverri athugasemd, um leið og
Tringov færir mann á borðinu. (Ljósm. SJ)
Svartur dagur
hjá Tringov
Sé manninum lögð á herðar sú
þrekraun að fæðast i þennan heim
og lifa þar i einhvern óákveðinn
tima, þá ber honum að haga fæð-
ingu sinni þannig, að hún standi
yfir allt hans lif og hann verði ei-
lifur bæði lifs og liðinn, eitthvað á
þennan veg fórust Ragnari Jóns-
syni orð, daginn áður en hann
•fæddist fyrir sjötiu árum.
Orð þin eru hverju orði sann-
ari, á móðir hans að hafa sagt,
þegar barnið leit dagsins ljóð eða
ljós.
Fram til þess tima hafði hún
orðið að tala við hann i huganum.
Ýmsir fræðimenn á sviði
verslunar hafa haldið því fram,
að það hafi verið einkar „klárt”
af Ragnari að segja þetta þegar i
upphafi, þannig að hann markaði
sér braut i samræmi við einkunn-
arorð sin, áður en hann fæddist.
(Aðrir láta sér nægja að fylgja
ekki neinni sjálfstæðri stefnu, og
flestir láta heiminn stjórna sér á
vegum úti. Heima stelast þeir til
þess að sofa).
Ég held þvi hins vegar fram, að
fæðingarorð hans séu einkenn-
andi fyrir þá fágætu tegund
barna, sem fæðast nálægt brimi,
og hefur siðan brimið alltaf ein-
hvers staðar nálægt sér, kannski i
blóðinu. Setjum svo, þvi að ekki
má móðga hjartað, þótt það sé i
raun og veru það ómerkilegt lif-
færi, að hægt sé að skipta um það
og fá nýtt i staðinn, jafnvel úr
svini. Hjörtu manna og svina eru
mjög lik. Verður kannski einnig
hægt að segja það sama um heil-
ann, þegar hann hefur verið betur
rannsakaður?
Ég hef einhvers staðar lesið það
i hólskrifum um hinn sjötuga
mann, að hann hafi heilann og
hjartað á réttum stað. Sjálfum
finnst mér það vera öldungis
rangt. Mér hefur virst hann færa
hvort tveggja úr stað, eftir þörf-
um og hvar hann er staddur i
feluleik og viðureign sinni við
umhverfið. Hann er maður, sem
litið tillit tekur til þess, hvaða álit
umhverfið hefur á réttum stað lif-
færa mannsins i likamanum, eða
réttristöðu mannsins i heiminum
og tilverunni, vegna þess að hann
breytir hvort tveggja heimi sin-
um og annarra og einnig tilver-
unni að gamni sinu — en engri
jesúitalegri alvöru eða sjálfs-
ánægju trúðsins og alþýðufræðar-
ans — þegar sá gállinn er á hon-
um. (Mér kæmi ekkert á óvart,
þótt hann stundum i einrúmi ræki
út tunguna framan i sjálfan sig i
speglinum, þvi að raunverulega
er hann pörupiltur og skrattinn úr
sauðarleggnum hér i hátiðleika
menningarinnar, litlabransan-
um). Annars lætur hann bæði
heiminn og tilveruna i friði og af-
skiptalaus, enda er veðurfarið i
hvolfþaki höfuðs Ragnars i fullu
samræmi við veðurfarið i gufu-
hvolfinu yíir íslandi.
Hér ætla ég ekki að stunda
neinar andlegar veðurathuganir,
eða senda upp veðurathugana-
belg til þess að rannsaka hæðir og
lægðir i hugarfari hans eða skap-
ferli. Aðrir verða reiðubúnir til
þess á þessum degi, þegar hann
á sjötugsafmæli, þvi að blása út
sinn loftbelg og segja, að i huga
Ragnars riki alltaf bliða til list-
anna og andlegt rjómalogn. Þvi-
likt afmælisskrum þykir sjálf-
sagt: að hræra saman ártölum,
minningum og lillabláu hrósi, svo
að útkoman verði: afmæliskrútt-
ið, eins konar sambland af ung-
barni, engli, karlægum karli og
andlega vanfærum geldingi uppi
á góðviðrisskýi.
Maður fúlsar við þannig afmæl-
isbarnamyndum.
Ragnar er, öllu heilli, enginn
fagurkeri. Skap hans er svo
margbrotið, umhleypingasamt
og, öllu heilli, óútreiknanlegt, að
ómögulegt yrði að lýsa hans
„réttu mynd”, heldur skálda
hann eða beita hann túlkunarað-
ferðinni, umskapa hann og falsa.
Og viss hluti þjóðarinnar hefur
verið að þessu, eins langt og
minni mitt nær til.
Mig grunar, að i huga hans sé
oft fúlviðrasamt eða allra veðra
von, eins og alltaf er hjá þvi fólki,
sem er ævilangt einkennilega
mikið á lifi. Hann sleikir jafnt sól-
skinið, suddann, grýlukertin og
haglélin, trén og runnana, með
sérstökum búkhlátri. Tilveran og
lifið er honum svo kær, að hann
hlær að tilverunni og lifir lifinu.
Þetta stafar af þvi, að hann tók
það ómak af framtiðinni, að hún
þyrfti að leggja á hann dóm.
Hann felldi sjálfur dóm yfir fram-
tiðinni og skapaði hana eftir eigin
höfði. Ragnar er ekki eitt þeirra
jarðarbarna, sem öskruðu fram-
an i heiminn aðeins við fæðingu,
en glötuðu siðan tónhæðinni
smám saman, eftir þvi sem
aldurinn, þrekið og þroskinn,
færðist yfir þau, þangað til að
siðustu koma þau varla upp hvisli
úr barka, fagurlega fullorðin og
lifsreynd. Og þótt sjötugur sé, er
hann ekki orðinn neinn smyrð-
lingur. Slikt er mikil þrekraun af
manni, sem býr með þjóð, sem er
1 fornu fræðistefi um manns-
aldrana segir, að sjöundu tiu vet-
ur sina sé maður „höldur i búi”.
Það bú sem Ragnar Jónsson situr
i um' sjötugt er tún rikulegrar
sköpunar; þar hefur henni auðn-
azt að gróa og dafna, ljósta hug-
ina, einnig þá hugi sem áður voru
læstir i hlekki ömurlegustu aftur-
haldsfordóma; þeir opnuðu
gluggana nauðugir viljugir, og
veðrunum sló-inn með öllu sem fól
i sér gróanda — mykjuþef og
þarakeim eingu siður en ilmi
blóma. Hér var tún erjað alþýðu
manna til gildis og gleði. Ýms
vélgeing kerfi lángaði lika að
gera svona, og komu sér upp
snjöllum bókhöldurum til að
íjalla af ábyrgðartilfinningu um
umgeingni fólks við fagrar listir,
en máttu þakka sinum sæla ef
þau lögðu ekki dauða hönd á
hvorttveggja; höfðu sjálf aldrei
opnað gluggana fyrir veðrunum.
Enn stendur margt til bóta i þess-
hvort tveggja dugleg og
dutlungafull við að smyrja og for-
kasta. Hann hefur með hegðun
sinni og lifsstil forðast það að gefa
mönnum færi á að smyrja sig til
dýrlings listanna, enda veit hann
betur en nokkur annar maður
hérlendis, að islenskir dýrlingar á
sviði andans, lista og bókmennta,
eru smurðir af þjóðinni með engu
dýrara efni en smjörliki. Hversu
oft höfum við ekki þurft að horfa á
vesalings skáldin og málarana
„okkar” standa á afturfótunum
Ijómandi i framan og glaða, eins
og góðenglar, eftir að þjóðfélagið
hefur klint á þessi óskabörn sin i
viðurkenningarskyni þvi efni,
sem betur hentar rúgbrauði en
andlegum afreksmönnum?
Og hvað væri islensk menning
siðustu áratuga annað en þurr
þrumari, hefði sá maður, sem nú
er sjötugur, ekki fæðst i þennan
heim, hins þrumaraknúna is-
ienska menningarástands?
Áður en ég lýk afmæliskveðj-
unni, ætla ég að telja upp nokkra
höfuðkosti afm ælisbarnsins,
Ragnars Jónssonar :
a) Hann hefur ekkert vit eða
skilning á list.
b) Hann veit ekki með neinni
postullegri vissu, hvað rétt er og
gott i bókmenntum.
c) Hann leyfir höfundum sin-
um að sigla sinn sjó.
d) Hann framkvæmir það, sem
honum sjálfum dettur i hug.
e) Hann fylgir- aldrei föstum
reglum skynseminnar og vélar-
innar.
f) Hann fer aldrei eftir eigin
höfði, nema þegar hann fer eftir
sinu eigin höfði.
g) Hann trúir ekki á listina og
menninguna, heldur umgengst
hvort tveggja með nokkurn veg-
Framhaid á 14. siðu.
um efnum, en fæstir voga i alvöru
að imynda sér islenzkt menning-
arsvið svipt Ragnari á liðnum
aldurstugum hans sem fullþroska
manns; en um þá aldra segir hið
forna stef: maður temur mar,
gumi geði safnar, geði heldur, er
þegn og þtngfari. Hér kemur til
kjarkur Ragnars, bjartsýni og
lifshollusta, samfara einhverri
varanlegri æsku sem ekki fellir
blöð þótt hann sé nú sjötugur að
áratali; þvi enn safnar hann geði
sem ákafast, þótt fræðin hermi að
slikt heyri fertugsaldrinum til.
Þegar timinn leikur á hverfanda
hveli og mörg hinna stærri fyrir-
heita kunna að reynast hjóm eitt,
gildir um dreingileg viðhorf
Ragnars hið sama og sagt var við
Þorkel mána: Það er meira vert
er þú væntir, en þótt flestir menn
aðrir heiti til fulls.
Hans skál á þorranum.
Þorsteinn frá Ilumri
Á þriðjudagskvöldið voru tefld-
ar hiðskákir 1. og 2. umferðar.
Skák Kristjáns og Friðriks lauk
fljótlega með jafntefli. Friðrik
reyndi að vinna, en Kristján átti
örugga jafnteflisleið.
Skák Smyslovs og Tringovs var
mjög jafnteflisleg og eftir drottn-
ingarkaup hafði Smyslov peð yfir,
en mislitir biskupar gerðu jafn-
tefli liklegustu úrslitin. Einhvers
staðar hafa Tringov liklega orðið
á mistök þvi að Smyslov tefldi
mjög hratt og vann örugglega og
á lærdómsrikan hátt. Þetta enda-
tafl sýndi ljóslega að skákir verða
ekki sjálfkrafa jafntefli, þótt um
mislita biskupá sé að ræða. Þetta
hefur áreiðanlega verið alvarlegt
áfall fyrir Tringov, þvi þegar
hann tók til við biðskák sina við
Friðrik á eftir fannst manni hann
tefla óþarflega hæversklega.
Biðstaðan var þessi:
HVÍTT: Friðrik Ólafsson
Kh2 I)eli ilalt Rc4 a7 b.r> d5 e4 f:t
g2 h:$
SVAIÍT: Tringov
Kg7 I)dS llaS Rc5 1)7 b(> d(> e5 f7
g(i li 4
Friðrik lék biðleik sem var 41.
Del og Tringov svaraði með Dc7.
Ef Friðrik leikur nú 42. Dxh4 þá
kemur Rb3.
42. f4 exf
Nú hefði likast til verið best að
leika Rd3, 43. HxR DxR, 44. Dc3
DxD, 45. HxD exf4, :46. e5 Hxa7,
47. exdG f3, 48. Hxf3 Ha8 (48. d7 f2)
og svarturhefur góöa möguleika.
43. e5 Rd7
44. RxdG Dc5
45. 11(13 Hxa7
4(>. Rxf7 Ila2
47. e(> RfG
Dc2 gengur ekki vegna 48. Hd2
DxH, 49. DxD HxD, 50. exd7.
örvæntingarfull tilraun til að
ná jafntefli með þráskák.
49. Kxg2 Dc2
5«. Kgl Dcl
Svartur má ekki taka vegna mátsins á h8. hrókinn
51. Kf2 Dc2
52. Kel Dc 1
53. Ke2 I)c2
54. IId2 De4
55. Kf2 I)e3
5G. Kfl I)f3
57. Kgl gefið.
Ingvar hafði biskup, riddara og
þrjú peð gegn hrók og fjórum peð-
um hjá Velimirovic. Júgóslavinn
reyndi að vinna, en komst ekkert
áfram og skákin varð jafntefli
eins og við var búist.
Þá tók Velimirovic til við bið-
skák sina við Guðmund og eftir að
hafa séð biðleik hans, hótaði
Júgóslavinn þráskák. Guðmundi
likaði það ekki illa, tók peð og
Velimirovic tók jafntefli með þrá-
skákinni. Sanngjörn úrslit.
Biðskák Benónýs við Magnús
var ekki tefld vegna þess að
Magnús og Ciocaltea tefldu skák
sina úr 1. umferö þá um kvöldið.
Staðan var töpuð hjá Benóný og
gaf hann skákina án frekari tafl-
mennsku.
Biðskák ögaards og Ciocaltea
var heldur ekki tefld af sömu á-
stæðu, en Norðmaðurinn stendur
mun verr.
Magnús hafði hvitt i skák sinni
við Rúmenann og náði betra tafli
þegar i upphafi og virtist á tima-
bili eiga sigurinn visan. Hann fór
þó ekki rétt i framhaldið og Cioc-
altea náði að rétta úr kútnum. en
hafði peði minna. Þar kom þó að
honum tókst að vinna skiptamun
og eftir 40 leiki var staðan þessi:
IIVÍTT: Magnús Sólmundarson
Kfl Bdl e3 f2 g3 gl
48. Dxh4
Hótar máti á h8.
48....
Hxg2
SVART: Ciocaltca
KgG HdG f4 h5 e4.
Magnús lék biðleik en eftir það
sömdu þeir jafntefli.
Jón G. Briem
Umsjón: Jón Briem
Ragnar
Ragnar sjötugur