Þjóðviljinn - 17.03.1974, Blaðsíða 10
10 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 17. marz 1974.
um helgina
Sunnudagur
8.00 Morgunandakt. Herra
Sigurbjörn Einarsson
biskup flytur ritningarorð
og bæn.
8.10 Fréttir og veðurfregnir.
8.15 Létt morgunlög. Hljóm-
sveit Kicks Catcharts leikur
og Comedian Harmonists
syngja.
9.00 Fréttir. útdráttur úr
forustugreinum dagblað-
anna.
9.15 Morguntónleikar (10.10.
Veðurfregnir). a. Dr. Páll
Isólfsson leikur orgelverk
eftir Johann Sebastian
Bach: Tvo sálmforleiki og
Chevonnu. b. Frá tónlistar-
hátiðinni i Brussel i fyrra:
1.: Barnakór Bodra Smyana
frá Soffiu syngur andleg
lög. 2: Monika Druyts og
Belgiska kammersveitin
leika Pianókonsert i D-dúr
op. 21 eftir Joseph Haydn;
Georges Maes stj. c. Frá
ungverska útvarpinu:
Sinfóniuhljómsveit
útvarpsins leikur „Rómeó
og Júliu”, svitu nr. 2 eítir
Sergej Prokofjeff; György
Lehel stj.
11.00 Messa i safnaðarheimili
Langholtssafnaðar.Prestur:
Séra Árelius Nielsson.
Organleikari: Jón Stefáns-
son.
12.15 Dagskráin. Tónleikar.
12.25 Fréttir og veðurfregnir.
Tilkynningar.
13.15 Friðun húsa á íslandi.
Hörður Ágústsson list-
málari flytur þriðja og
siðasta hádegiserindi sitt:
Varðveisla og framtiðar-
skipan.
14.00 Dagskrárstjóri i eina
klukkustund. Baldvin
Tryggvason framkvæmda-
stjóri ræður dagskránni.
15.00 Miðdegistónleikar a.
Frá tónlistarhátiðinni i
Helsinki i fyrra. „Das Lied
von der Erde”, lagaflokkur
eftir Gustav Mahler. Flytj-
endur: Sinfóniuhljómsveit
finnska útvarpsins, Aili
Purtonen altsöngkona og
Matti Piipponen ténór-
söngvari. Stjórnandi: Okko
Kamu. b. Hljómsveit
austurriska útvarpsins
leikur létt lög; Ernst Kugler
stj.
16.25 Kristallar — popp frá
ýmsum hliðum. Umsjónar-
menn: Sigurjón Sighvatsson
og Magnús Þ. Þórðarson.
16.55 Veðurfregnir. Fréttir.
Tónleikar.
17.10 útvarpssaga barnanna:
„Óli og Maggi með gull-
leitarmönnum”. Höfundur-
inn, Ármann Kr. Einarsson,
les (5).
17.30 Stundarkorn með
söngvaranum Robert Tear.
17.50 Úr segulbandasafninu.
Þórbergur Þórðarson skáld
flytur tvær fyrirbrigða-
sögur: Huldukona fær léða
sög — og Andarnir i hjól-
söginni (Áður útv. i október
1962).
18.20 Tónleikar. Til-
kynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Tilkynningar.
19.25 Leikhúsið og við.Helga
Hjörvar og Hilde Helgason
sjá um þáttinn.
19.50 Sjaldan lætur sá betur,
sem eftir hermir. Umsjón
Jón B. Gunnlaugsson.
20.00 tslensk tónlist a.
„Sjöstrengjaljóð” eftir Jón
G. Ásgeirsson. Sinfóniu-
hljómsveit Islands leikur;
Karsten Andersen stj. b.
Noktúrna fyrir flautu,
klarinettu og stengjasveit
eftir Hallgrim Helgason.
Hljóðfæraleikarar i
Sinfóniuhljómsveit Islands
leika; Páll P. Pálsson. stj.
c. Prelúdia og fúga yfir
stefið BACH eftir Þórarin
Jónsson. Björn Ólafsson
leikur á fiðlu.
20.40 „Hernámið”, smásaga
eftir ólaf Ilauk Simon-
.arson, Arni Blandon les.
21.15 óperutónlist eftir
Thomas, Saint-Saðns,
Verdi, Donizetti, Gluck og
Beriioz. Söngvararnir
Patricia Payne og Anton de
Ridder flytja ásamt Sinfón-
iuhljómsv. hollenska út-
varpsins; Hubert Soudant
stj. (Frá hollenska út-
varpinu)
21.45 Um átrúnað: Úr fyrir-
brigðafræði trúarbragða.
Jóhann Hannesson
prófessor flytur sjötta
erindi sitt.
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir. tslands-
mótið f handknattieik. Jón
Ásgeirsson lýsir úr Hafnar-
firði.
22.45 Danslög. Heiðar
Ástvaldsson danskennari
velur lögin og kynnir.
23.25 Fréttir i stuttu máli.
Dagskrárlok.
Mánudagur
7.00 Morgunútvarp
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Fréttir og veðurfregnir.
Tilkynningar.
13.00 Við vinnuna: Tónleikar.
14.30 Siðdegissagan: „Föstu-
hald rabbians” eftir Harry
Kamelman Kristin
Thorlacius þýddi. Séra
Rögnvaldur Finnbogason
les (7).
15.00 Miðdegistónleikar:
Westminster-sinfónfu-
hljómsveitin leikur Sinfóniu
um franskan fjallasöng eftir
d’Indy: Anatole Fistoulari
stj. Fabienne Jacquinot og
Westminster-hljómsveitin
leika Pianókonsert nr. 5 i F-
dúr op. 10 eftir Saint-Saéns:
Fistoulari stj.
16.00 Fréttir. Tilkynningar.
16.15. Veðurfregnir.
16.25 Popphornið
17.10 „Vindum, vindum,
vefjum band” Anna
Brynjúlfsdóttir sér um þátt
fyrir yngstu hlustendurna.
17.30 Framburðarkennsla i
esperanto.
17.40 Tónleikar.
18.00 Neytandinn og þjóð-
félagiðÞórbergur Eysteins-
son deildarstjóri ræðir um
Birgðastöð sambandsins.
18.15 Tonleikar. Til-
kynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Tilkynningar.
19.25 Daglegt mál Helgi J.
Halldórsson cand.mag.
flytur þáttinn.
19.30 Um daginn og veginn
Andri Isaksson prófessor
talar.
19.50 Blöðin okkar Umsjón:
Páll Heiðar Jónsson.
20.00 Mánudagslögin
20.35 Tölvur og notkun þeirra
Dr. Jón Þór Þórhallsson
flytur fyrra erindi sitt.
20.50 Trió i Es-dúr op. 101 eftir
Brahms Moskvu-trióið
leikur (Frá júgóslavneska
útvarpinu).
21.10 tslenzkt mál. Endurt.
þáttur Jóns Aðalsteins
Jónssonar cand. mag. frá
laugard.
21.30 Útvarpssagan: Gisla
saga Súrssonar. Silja Aðal-
steinsdóttir les sögulok (6).
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir Lestur
Passíusálma Lesari:
Valbjörg Kristmundsdóttir
(31).
22.45 Hljómplötusafnið i
umsjá Gunnars Guðmunds-
sonar.
23.40 Fréttir i stuttu máli.
Dagskrárlok.
o
um helgína
Sunnudagur
17.00 Endurtekið efni
Kona er nefnd
Monika Helgadóttir á
Merkigili Indriði G. Þor-
steinsson ræðir við hana.
Áður á dagskrá 30. desemb-
er 1973.
18.00 Stundin okkar
Meðal efnis eru myndir um
Jóhann og Róbertbangsaog
leikþáttur með Súsi og
Tuma.
18.50 Gitarskólinn
6. þáttur endurtekinn.
20.00 Fréttir
20.20 Veður og auglýsingar
20.25 Réttur er settur
Laganemar við Háskóla Is-
lands sviðsetja réttarhöld i
smyglmáli.
Við dómsuppkvaðningu
reynir meðal annars á nýtt
lagaákvæði, sem eykur á-
byrgð skipstjórnarmanna
og annarra, sem undirrita
móttökuskilriki og innsiglis-
skrár.
Sögumaður Gisli Baldur
Garðarsson
Stjórn upptöku Magnús
Bjarnfreðsson.
21.15 Enginn deyr i annars
stað
Austur-þýsk framhalds-
mynd, byggð á samnefndri
sögu eftir Hans Fallada.
3. þáttur.
Þýðandi Óskar Ingimars-
son.
Efni 2. þáttar:
Escherich, fulltrúi hjá
Gestapo, leitar mannsins,
sem skrifar kort með áróðri
gegn nasistum og dreifir
þeim viðs vegar um Berlin-
arborg. Yfirboðarar hans
heimta að hann sýni skjótan
árangur i starfi. Hann
þykist þvi heldur en ekki
heppinn, þegar komið er
með slæpingjann Kluge á
stöðina, grunaðan um að
hafa dreift kortum á lækna-
stofu. Kluge játar til mála-
mynda, og Escherich slepp-
ir honum, en lætur þó fylgj-
ast með honum. Það mis-
tekst, Kluge leitar á náðir
gamallar vinkonu, en
snuðrarinn Brokhausen
kemur upp um hann. Esch-
rich þarf einhvern veginn að
losr.a við Kluge. Hann tælir
hann meö sér i gönguferð og
myrðir hann með köldu
blóði.
22.55 Að kvöldi dags
Einar Gislason, forstöðu-
maður Filadelfiusafnaðar-
ins, flytur hugvekju.
23.05 Dagskrárlok
Mánudagur
20.00 P’réttir
20.25 Veður og auglýsingar
20.30 Skugginn
Norskur „nútimaballett”.
Aðaldansarar Anne Borg og
Roger Lucas. Kóreógrafia
Roger Lucas.
(Nordvision — Norska sjón-
varpið)
20.45 Við ána (Still Waters)
Sjónvarpsleikrit frá BBC.
Höfundur Julia Jones.
Leikstjóri James MacTagg-
art.
Aðalhlutverk Margery
Mason, Brian Pringle og
Richard Pearson.
Þýðandi Gisli Sigurkarls-
son.
21.40 íslenski körfuboltinn
Umsjónarmaður Ómar
Ragnarsson.
22.10 Fall þriðja ríkisins
Siðari hluti heimildamyndar
um endalok siðari heims-
styr jaldarinnar og fall
Adolfs Hitlers.
Þýðandi og þulur Óskar
Ingimarsson.
KROSS-
GÁTAN
Leiöbeiningar
Stafirnir mynda islensk orð eða
mjög kupnuleg eriend hei'.i hvort
sem iesið er larélt eða lóðrétt.
Hvers'tafur hetursiu numer. og
galdurinn við lausn gátunnar er
sá að finna staflykilinn. Eitt orð
er gefið og á það að vera næg
hjálp, þvi að mcð þvi eru gefnir
stafir i allmörgum öðrum orðunr
Það er þvi eðlilegustu vinnu-
brögðin að setja þessa stafi
hvern i sinn reit eftir þvi sem
tölurnar segja til um. Einnig er
rétt að taka fram, aö i þessari
krossgátu er gerður skýr greinar-
munur á grönnum sérhljóöa og
breiöum. t.d. getur a aldrei komið
I staö á og öfugt.