Þjóðviljinn - 17.03.1974, Síða 11
Sunnudagur 17. marz 1974. ÞJóÐVILJINN — StÐA 11
ARMULA 7 - SIAAI 84450
Trúboðsformálinn í barnastundinni:
Ummælin refsiverð
Um siðustu helgi var
flutt í sjónvarpinu /,upp-
byggjandi" saga frá
stöðvum íslenska trú-
boðsins í Konsó í Eþiópíu.
Með sögunni var formáli
sem barnatímaráð sjón-
varpsins taldi óhæft efni
fyri ríslensk börn, en við-
komandi dagskrárstjóri
fékk ráðið þvi fyrir tilstyrk
minnihluta útvarpsráðs að
hann skyldi fluttur. Það
hefur nú komið í Ijós, að
flytjandinn, Katrín Guð-
laugsdóttir, dagskrárstjór-
inn, Jón Þórarinsson, og
3ja manna íhaldið í út-
varpsráði, Magnús
Þórðarson, Tómas
Karlsson og Valdimar
Kristinsson, hafa með
þessu brotið islensk lög og
gerst sek um refsivert
athæfi.
„Hver sem háði, rógi, smánun,
ógnun eða á annan hátt ræðst
opinberlega á hóp manna vegna
þjóðernis þeirra, litarháttar, kyn-
þáttar eða trúarbragða sæti
sektum, varðhaldi eða fangelsi
allt að 2 árum.” Þessi viðbót við
hegningarlögin var samþykkt i
einu hljóði á alþingi 10. desember
sl.
Það er alveg augljóst að um-
mæli trúboðans i barnastund
sjónvarpsins um „heiðingjana” i
Afriku og það hvað þeir ættu bágt
vegna trúarbragða sinna fellur
Nýkomin indversk
nMTl bómullarefni og mussur i miklu
1^.11 J úrvali.
Jasmin Laugavegi 133
flft® (BMSlllMWR
undir ákvæðið um smánun og eru
þvi refsiverð.
Sú viðbót við hegningarlögin
sem lögfest var i vetur var undir-
búin af hegningarlaganefnd er i
áttu þá sæti þeir Ármann
Snævarr hæstaréttardómari,
Jónatan Þórmundsson prófessor,
Þórður Björnsson yfirsaka-
dómari og Valdimar Stefánsson
saksóknari rikisins.
1 greinargerð fyrir þvi frum-
varpi er þeir sömdu og alþingi
siðar lögfesti rekja þeir forsendur
málsins. Segja þeir að lengi hafi
vantað slik ákvæði i islensk lög,
m.a. til-að tslendingar stæðu við
skuldbindingar gagnvart Sam-
einuðu þjóðunum og öðrum al-
þjóðastofnunum. En sérstaklega
hafi ýtt á eftir málinu samningur
á vegum SÞ sem beinist gegn
misrétti vegna trúarbragða,
litarháttar og þjóðernis. Hann
var gerður i desember 1965,
undirritaður af Islands hálfu i
nóvember 1966 og fullgiltur 4
mánuðum siðar. Samningur þessi
gekk i gildi 4. janúar 1969, 30
dögum eftir að 27 riki höfðu stað-
fest hann, og hefur hann verið
auglýstur i Stjórnartiðindunum.
Hegningarlaganefndin segir
m.a. i greinargerðinni: „Ljóster,
að i islensk refsilög skortir
almenn refsiákvæði um atlögur
að hópi manna vegna kynþáttar,
trúarbragða, þjóðernis o.fl., og
svo varðandi útbreiðslu þess
konar ummæla. Er réttmætt og
nauðsynlegt að fullnægja skil-
yrðum samningsins með þvi að
lögfesta hér slik ákvæði, en til
þeirra liggja auk þess veigamikil
rök i riki, sem vill halda i heiðri
og treysta almenn mannrétt-
indi.”
Undir þessi orð vill Þjóðviljinn
taka. hj__
Varadekk í hanskahólfi!
Puncture Pilot
skyndiviðgerð
ef springur á bilnum -
án þess aö þurfa að
skipta um hjól.
Krani fyrir
kraftblokkina
Hiab-Foco býöur útgeröarmönnum sérstakan krana fyrir kraftblakkir.
Hiab-Foco kraninn gjörbreytir vinnuaóstööu og möguleikum um borö.
Einföld stjórnun og ótrúleg lyftigeta.
Leitiö tæknilegra upplýsinga hjá sölumönnum Veltis h. f.
SUÐURLANDSBRAUT 16. SIMI 35200
HlflB-FOCO
sprautið Puncture
Pilot, sem er fljótandi
gúmmíupplausn, í hjól-
barðann. Brúsinn er með
slöngu og tengingu til að
tengja við ventil hjólbarð-
ans. Efnið lokar fyrir lekann
og þér akið áfram.
Tvær brúsastærðir og 2ja brúsa
sett fyrir vörubíla. — islenskar
notkunarreglur fáanlegar með
hverjum brúsa.
Þér
Atvinna
Afgreiðslumaður
vanur kjötafgreiðslu, óskast nú þegar i
verziun okkar i Garðahreppi.
Upplýsingar hjá verzlunarstjóranum,
simi 42-4-24 og i skrifstofu kaupfélagsins,
Strandgötu 28 i Hafnarfirði, simi 50-200.
Kaupfélag Hafnfirðinga.
F ramkvæmdast jóri
Starf framkvæmdastjóra við iþróttahús
Garðahrepps er laust til umsóknar.
Umsóknir berist undirrituðum, sem veitir
upplýsingar um starfið, fyrir 30. mars n.k.
Sveitarstjórinn i Garðahreppi.
Skrifstofustarf
Karlmaður eða kona óskast til skrifstofu-
starfa.
Upplýsingar i skrifstofunni, Strandgötu
28, simi 50-200.
Kaupfélag Hafnfirðinga
Ibúar i efra
Breiðholti
Samkvæmt ákvörðun Borgarráðs frá 1.
mars 1974 verður tekið manntal i Breið-
holti II.
Manntalið fer fram dagana 18., 19. og 20.
mars frá kl. 19:00 til 22:30.
Félagar í Hjálparsveit skáta annast talninguna.
Könnunin er gerð til þess að fá staðfestar hugmyndir um
framkvæmdaþröf i hverfinu.
A mánudagskvöld hefst talning i Fellahverfi. Siðan verður
talið við Vesturberg,en talningu lýkur i Hólahverfi.
Borgarstjórinn i Reykjavik.