Þjóðviljinn - 17.03.1974, Síða 13
Sunnudagur 17. marz 1974. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 13
BRIDGE
yfir einhverju svipuðu og fjöllin.
Einhverju sem var gersamlega
andstætt þvi lifi sem ég hafði lifað
með Myru. En þá var ég ekki far-
inn að velta þessu fyrir mér. Ég
vissi það eitt að á hverjum ein-
asta degi hlakkaði ég til að sitja
með henni nokkrar minútur á
kvöldi, jafnvel þótt annað fólk
væri i kringum okkur. Og við
sögðum svo sem ekki mikið, að
visu kann ég dálitið i itölsku, en
við þurftum næstum ekkert að
tala.
— Hvað gerðuð þið þá? Héldust
i hendur? spurði ég.
— Ég sýndi henni teikningarnar
minar, sagði hann.
Nú skildi ég það. Hann hafði
notað mál, sem hún hafði sam-
stundis skilið og fundist dásam-
legt. Eins og annað óspillt fólk,
gladdist hún einlæglega yfir list,
það eru aðeins bæjarbúar, um-
kringdir tækni á alla vegu, sem
eru leiðir á list. Hún sleikti sig
ekki upp við hann vegna þess að
hann var „listamaður”. 1 hennar
augum var hann aðeins maður
sem gat notað blýant til að teikna
eitthvað sem hún skildi. Og ef hún
var auk þess gædd sérstöku sjón-
næmi, sem hún virtist vera, var
ekki að undra þótt beinskeyttar
og einlægar teikningar Róberts
hefðu áhrif á hana. Jú, ég gat svo
sem vel skilið að hún hefði orðið
ástfangin af honum.
— Þetta fólk ber virðingu fyrir
listamanninum, sagði Róbert til
að útskýra það sem ég hafði sjálf-
ur getið mér til. — Það tekur fólk
eins og það er. Það er tilgangs-
laust að ganga um og gorta af
frægð sinni. Ef Segovia hefði
komið inn á barinn og leikið nokk-
ur lög, hefði fólkið ekki hagað sér
eins og borgarbúar og beðið með
aö hrífast þangað til það vissi
hver hann var og hafði lesið um
hann i blöðunum. Það hefði sagt:
— Herra minn trúr, hvað þessi
karl spilar vel á gitar.
— Já, sagði ég þolinmóður.
— Ef ég hefði verið einhver
leiðindaprófessor i listasögu og
haldið yfir henni fyrirlestra um
málaralist, hefði hún ekki gefið
fimm aura fyrir það, sagði Ró-
bert. — Ég hefði getað jarmoð til
eilifðarnóns og hún hefði bara
farið að hátta og látið allt lönd og
leið.
— Vertu ekki að þvi arna, sagði
ég.
— Hún byrjaði — tja, hvað skal
segja — að sýna mér áhuga, sagði
Róbert og blés Gauloisereyknum
gegnum loftið. — En á mjög hóg-
Sunnudagsgöngur 17/3
kl. 9.30 Reynivallaháls, verð
700 kr.
kl. 13 Meðalfell—Kjós, verð
500 kr.
Brottför frá B.S.f
Ferðafélag islands
væran hátt, næstum ópersónu-
lega. Það var ekkert kynferðis-
legt við það, ekki sem hægt var að
formerkja. Hún gaf ekki grænt
ljós eða neitt slikt, skilurðu.
— Auðvitað skil ég það, sagði
ég.
— Hún sagði mér seinna, að hún
hefði alls ekki verið ástfangin af
mér, fyrr en daginn sem ég sagð-
istelska hana. Hún hafði alls ekki
gert sér i hugarlund, að hún gæti
fengið mig, og þess vegna kom
ekki til greina að verða ástfang-
inn. Mér flaug i hug fyrirlesturinn
sem Ned hafði haldið yfir okkur i
lestinni daginn sæla. — Þannig er
það, skal ég segja þér, þegar
maður hugsar um einhvern sem
maður heldur að maður geti ekki
fengið.
— Jæja? sagði ég þreytulega.
— Já, sagði Róbert. — Ég þekki
þetta sjálfur. En vitaskuld, þegar
múrarnir milli okkar hrundu, var
okkur báðum ljóst hvernig okkur
leið.
— Hvaða múrar? spurði ég.
— Hættu að misskilja allt,
sem ég segi, sagði Róbert.
Hann góndi framani mig
og tottaði sigarettuna. — Það er
aldrei hægt að vita hvað þú ert
eiginlega að hugsa, Jói. Ég veit
ekki hvað þú ert eiginlega að i-
mynda þér núna.
— Þarftu endilega að vita það?
— Já, ef þér er sama. Þrátt fyr-
ir allt skiptir það dálitlu máli fyr-
ir mig, hvað þú hugsar, Jói. Hann
brosti næstum innilega til min.
— Stundum langar mig lika
sjálfan til að vita hvað ég er að
hugsa, sagði ég.
— Ég þori til dæmis til aö vita
hvað ég er að hugsa, sagði ég.
— Ég þori til dæmis að veðja,
hélt hann áfram, — að þú heldur
að Pepina sé ástmey min. En þér
skjátlast. Frú Sienkiewicz er
hérna ennþá og allt er eins siðlegt
og það getur framast verið.
— Hvort á sökina, hún eða þú?
spurði ég.
— Skammastu þin, Jói, sagði
Róbert og hristi höfuðið. — 1
þessu tilviki er fáránlegt að tala
um ,,sök”. En ég get fúslega ját-
að, að það er ekki mér að kenna.
Skilnaðarmálið getur auðvitað
dregist á langinn, en einhvern
tima greiðist úr þvi, og þá gift-
umst við. Og Pepina litur svo á,
að fyrst við ætlum að gifta okkur,
þá getum við alveg eins beðið
þangað til brúðkaupið táknar eitt-
hvað. Hún segir, að ef ég hefði
beðið hana að verða ástkona min,
þá hefði hún sætt sig við það, en
1 fyrst ég bað hana að giftast mér,
þá á brúðkaupið að vera ósvikið.
Þannig lita suðurlandabúarnir á
þetta.
— Ég hélt það væru eskimóarn-
ir, sagði ég fýlulega.
— Hana, fáðu þér að drekka,
sagði hann og hellti meira
whiskýi i glasið mitt. — Þú ert
ekki sjálfum þér iikur i kvöld, Jói.
Þú hefur allt á hornum þér. Það
er ólikt þér.
—• Við skrfðum allir einhvern
tima út úr vanalega hamnum,
sagði ég. — Og i framhaldi af þvi,
þá er það eiginlega ekki sérlega
likt þér að giftast italskri þvotta-
stelpu.
— Jú, vist, sagði hann festu-
lega. — Það er nefnilega dæmi-
gert fyrir listamenn að geta kom-
ið auga á hið ósvikna og sanna.
— Eins og Myru, hreytti ég út
úr mér.
— Fjandakornið, Jói. Ég skil
hreint ekki, hvernig mér hefur
nokkurn tima fallið vel við þig,
sagði Róbert og reis á fætur. — Ef
þú getur ekki hagað þér eins og
maður, hefurðu ekkert hér að
gera.
— Ég vissi ekki hvað ég átti að
gera. Ég skammaðist min fyrir
það sem ég hafði sagt, en ég hafði
gloprað þvi út úr mér undarlega
ósjálfrátt, eins og ókunn öfl hefðu
tekið fram fyrir hendurnar á mér.
Þetta hafði gerst hvað eftir annað
undanfarna mánuði, þegar ó-
ánægjan með sjálfan mig og um-
hverfi mitt höfðu fyllt mig
þrjósku — einkum þegar ég hugs-
aði um Stocker og aðra sem for-
klúðruðu lifi-sinu.
Ég ætlaði að fara að bera fram
einhvers konar afsökun, þegar
Pepina kom inn í vinnustofuna.
Hún brosti til min i sárabætur
fyrir það aðhún talaði ekki ensku,
og spurði Róbert um eitthvað á
Itölsku. Ég get með herkjum skil-
ið að hún var að spyrja hvort við
vildum kaffi, það væri nýlagað.
An þess að biða eftir túlkun Ró-
berts, svaraði ég henni á frönsku.
Ég gerði það af rælni, en ég bjóst
við að flestir Italskir hótelstarfs-
menn kynnu hrafl I frönsku.
Ég sagðist gjarnan vilja kaffi
og ég vonaði að það kæmi mér i
betra skap, þvi að ég hefði verið
dálitið ósvifinn við manninn
hennar.
Hún svaraði, að maðurinn
hennar hefði sagt að ég væri besti
vinur hans og ég væri svo góður
við alla og hún tryði þvi ekki, að
ég hefði verið ósvifinn við hann,
en ef ég vildi kaffibolla, þá væri
henni það mikil ánægja.
Hún talaði frönsku með sterk-
um itölskum hreim. Sjálfur tala
égfrönsku eins og fullur arabi, en
mér er all-liðugt um málbeinið,
þvi að ég fór oftast til Frakklands
I sumarleyfinu.
Arabiska fyllibyttufranskan og
Italska hótelfranskan byggðu
notalega litla brú á milli okkar.
Pepina fór að ná i kaffið og
gl'eymdi að biðja Róbert afáökún-
ar. Ég var að hugsa um hve
göngulag Pepinu gæti selt marga
kjóla i tiskuhúsunum. Þegar ég
sagði það við Róbert, bliðkaði það
hann meira en ótal afsakanir.
Hann tók eftir svipnum á andliti
minu og allt i einu rak hann upp
hrossahlátur og hnippti i mig.
— Gamli hrossabrestur, sagði
hann eins og á unglingsárunum.
— Nú veit ég hvað gengur að þér,
Jói. Þú ert afbrýðisamur.
Ég hló — hátt og gjallandi.
— Þú ert búinn að fá augastað á
henni, þrjóturinn þinn, hrópaði
hann. — Það er vist eins gott að ég
fylgist með þér.
— Þar skjátlast þér, sagði ég. —
Það er Myra sem ég er skotinn i,
vissirðu það ekki?
Við skellihlógum báðir og Pip-
ina opnaði dyrnar og kom inn i
stofuna með bakka i höndunum
og hlátur okkar fagnaði henni.
Allt er þá
þrennt er
Þessi gjöf tekur öðrum fram að
þvi leyti að i henni gefst tækifæri
til að reyna þrjú meginatriði
góðrar spilamennsku.
'S. ÁD652
H. —
T. 6543
L. K985
S. KG109
H. G10987
T. KDG10
L. —
S. 43
H.AKD6
T. A9
L. AD764
Vestur sem var ekki á hættunni
hafði opnað á einu hjarta, en Suð-
ur spilar lokasögnina. Vestur læt-
ur út tigulkóng. Hvaða tvær leiðir
getur Suöur valið á milli til þess
að vinna alslemmu i laufi, hvern-
ig sem vörninni er háttað?
Þau þrjú meginatriði góðrar
spilamennsku sem þessi gjöf gef-
ur tilefni til að spreyta sig á eru
vörn gegn óheppilegri legu, kast-
þröng og trompstytting.
Suður verður fyrst að fara að
öllu með gát, ef svo skyldi vera að
Vestur eigi ekkert tromp. Hann
verður þvi að taka fyrst á tromp-
kónginn, en það er eina ieiðin, ef
svo er, til þess að enginn slagur
tapist I trompi. (Eigi Vestur
trompin fjögur, þá er engin leið
að komast hjá þvi að hann fái slag
á tromp).
Þegar Suður hefur þannig girt
fyrir hættuna sem að honum gat
steðjað i trompi, hefur hann um
tvær leiðir að veija til að standast
sögnina:
1) Hann getur komið Vestri i
kastþröng og það tvivegis: Þegar
Suður hefur tekið á tigulásinn og
laufakónginn, er látið út lauf frá
blindum, til þess að hremma tiu
Austurs, siðan er svinað i spaða
og enn er látið út lauf frá blind-
um. Þegar Suður tekur á siðasta
iauf sitt, er Vestur kominn i klipu,
en hann hefur kastað af sér
tveim tiglum, einum spaða og
einu hjarta i fjóra fyrstu tromp-
slagina. Hann verður að halda i
spaðann og kastar þvi t.d. af sér
tigli, en nú er tigulnia Suðurs orð-
in frispil og þegar henni er spilað
er Vestur enn i kastþröng og það
kemur i sama staö niður hvort
hann kastar af sér hjarta eða
spaða: Spilið vinnst.
2) Trompstyttingin: Þegar Suð-
ur hefur tekið á tigulásinn, svinar
hann i spaða, tekur á laufakóng-
inn, siðan á spaðaásinn og lætur
út laufafimm. Tia Austurs er
drepin með drottningu. Siðan er
tekið á háspilin þrjú i hjarta, en
tiglunum þremur i blindi er kast-
að i. Hann lætur nú út siðasta
hjarta sitt, sem trompað er með
laufáttu og siðan spaða frá blind-
um sem hann trompar heima.
Siðan er tigulnian trompuð meö
siðasta laufi blinds, niunni, og
þegar tveir slagir eru eftir á
Austur aðeins tvö tromp sem falla
undir gaffal Suðurs:
Spaði kemur frá blindum. Aust-
ur verður að trompa, en Suður
yfirtrompar.
Þetta er eðlilegri leið aö fara
við spilaborðið, heldur en hin, að
beita Vestur kastþröng tvisvar i
röð, þvi að þá verður að gera ráð
fyrir að Austur eigi engan hónor i
tigli.
Útspilið
rœður úrslitum
Útspilið ræður úrslitum
Reynsla er fengin fyrir þvi að
úrslitin i þriðju hverri slemmu-
sögn a.m.k. ráðist af þvi hvert út-
spilið er.
S. 2
H. KG986
T. Á1096
L. K106
S. A75
H. AD2
T. KG7432
L. 7
S. KDG84
H. —
T. D5
L. ÁDG942
Sagnii: Suður gefur. Hvorugir
á h ættunni Suður V estur Norður Austur
2 L. 2T 2H. pass
2S. pass 4T. pass
4H. pass 5L. pass
411. pass 5 L. pass
6L. pass pass pass
Þetta spil var spilað milli
franskra meistara og „Blue
Team” — sveitarinnar itölsku og
það var Garozzo sem sagði hálf-
slemmuna i laufi. Það mun koma
á daginn hvernig honum tókst að
vinna þá sögn, enda þótt hann
hafi e.t.v. verið heldur fifldjarfur.
Vestur lét út hjartaásinn, og
hvernig hélt nú meistarinn Gar-
ozzo á spilunum til þess að vinna
hálfsiemmu sina i laufi, hvernig
sem andstæðingarnir reyna að
verjast úr þessu? En þetta spil
sannar áðurnefnda reglu og
hvaða útspil hefði orðið til þess að
fella slemmusögnina?
Athugasemd um sagnirnar:
Tveggja laufa opnunarsögnin
er samkvæmt hinu svonefnda
„Napoli-kerfi” (hún er nú reynd-
ar einnig kölluð „Blue Team lauf-
ið”) og ábyrgist langan lit i laufi,
eða tvilita hönd með a.m.k. fimm
laufum...
Sagnirnar við hitt borðið voru
hefðbundnari.
Suður Vestur Norður Austur
1 L. dobl redobl 1 T.
pass 2 T. 2 11. dobl
3S. pass 3 Gr. pass
4 S.. pass 5 L. pass...
Tigulsögn Belladonna i Austri
var engin „taugasögn”, heldur er
hún eitt sérkenni „Rómarkerfis-
ins”. Hún hefur verið kölluð „úti-
lokunarsögn” og segir frá stysta
litnum (fyrir utan þann sem hefur
verið doblaður).
m..
RÍSPAPPÍRSLAMPINN
FRÁ JAPAN
Japanski rispappirslampinn TJest nú einnig á fslandi i 4
stæröum.
Hentar hvar sem er, skapar góöa birtu og er til skrauts
bæði einn og einn og i samsetningum eins og á myndinni.
Athyglisverö og eiguleg nýjung.
HÚSGAGNAVERZLUN
VXELS EYJÓLFSSONAR
SKIPHOLTI 7 — Reykjavik.
Símar 10117 og 18742.
S. 65
L. G3
L. A7
Framleiði SÓLó-eldavélar af mörgum stærðum og gerð-.
um, —einkum hagkvæmar fyrir sveitabæi, sumarbústaðij
og báta.
— Varahlutaþjónusta —
Viljum sérstaklega benda á nýja gerð einhólfa eldavéla
fyrir smærri báta og iitla sumarbústaði.
ELDAVÉLAVERKSTÆÐI
JÓHANNS FR. KRISTJÁNSSONAR H.F.
KLEPPSVEGI 62. — SÍMI 33069.
S. 87 •
II. 5432
T. 872
L. G1032
S. 10963
H. 107543
T. 8
L. 853