Þjóðviljinn - 23.03.1974, Síða 3

Þjóðviljinn - 23.03.1974, Síða 3
Laugadagur 23 marz 1974. ÞJÓÐVILJINN — SIDA 3 LOÐNAN: Veður að skána og veiði að glæðast Veður var heldur fariö að lag- ast á loðnumiðunum i gærdag og þá lét veiðin heldur ekki á sér standa. Eftir hádegið i gær til- kynntu 12 skip um samtals 2500 tonn fram tilkl. 17, ennóttinaáður var iítil sem engin veiði. Mestur hluti aflans fór til Reykjavikur og Ilafnarfjarfear, en nokkurt þróar- rými hafði losnað á þessum stöð- um. —S.dór Bretar þæfa LONDON 22/3 — Málflytjandi bresku rikisst jórnarinnar, Sainuel Silkin, mun leggja fram sjónarmið Breta i land- helgisdeilunni viö tslendinga fyrir alþjóðadómstólinn i Ilaag á mánudag. Er þetta haft eftir einum af talsmönn- um-breskajitanrikisráðunevt- isins. f frétt frá NTB um þetta efni segir. að þegar Bretar og ís- lendingar náðu samkomulagi um takmörkun á veiðum breskra togara við island i nóvember i fyrra, þá hafi þá- verandi forsætisráðherra Bretlands, Edward Heath. tekið fram, að samkomulagiö væri ekki bindandi fyrir lög- fræðilegt mat á réttindum landanna beggja. Þaö eru þessi lögfræöilegu atriði sem dómstóllinn á nú að fjalla um — en tsland hefur neitaö að viðurkenna umboð Haagdóm- stólsins i slikum málum. í blaðinu 14. SEPTEMBER rekumst við á frétt um að komin sé út á færeysku þýdd bók eftir Einar Schroll um Ilallgrim Pét- ursson. Ekki kunnum við nánari skil á höfundi, en bókinni er lýst á svo- felldan hátt: „Bókin segir frá bernsku- og unglingsárum Hall- grims. Hann missir föður sinn 12 ára, og Guðbrandur biskup á Hól- um tekur hann að sér og sendir hann til Vestmannaeyja i skóla — og þar gerist afar spennandi saga. Við lesum um neyðartima, fátækt, sjóræningja og pestir, en einnig um guðrækni og það, hverju hún fær til leiðar komiö. örlög Hallgrims eru sjaldgæf, en einmitt þau gerðu hann að einum af mætustu sonum Islands”. Bókin heitir á færeysku „Eitt satt bragd”. á 33 sýningar Sveinn Einarsson Þjóðleik- hússtjóri sagði aðspurður á blaðamannafundi i gær, að mjög góð aðsókn hefði verið að sýningum Þjóöleikhússins það sem af er þessu ári. i janúar og febrúar voru sýningar Þjóðleikhússins 33 og sóttu nær 30 þúsund gestir þessar sýningar. Best aðsókn hefur verið aö Leðurblökunni og má segja að uppselt hafi verið á hverja einustu sýningu. Sigurður Björnsson óperusöngvari, sem söng aðalhlutverkið i Leður- blökunni á fyrstu sýningunum, er væntanlegur til landsins i april og mun hann þá syngja á nokkrum sýningum, en ekki er ákveðiðhvað þær verða marg- ar. Rétthyltingar sýna Mann og konu Þessi glaðlegi hópur eru nemend- ur Réttarholtsskólans, en þeir sctja leikritiö Mann og konu eftir Jón Thoroddsen á árshátið sinni. 1 tilefni þjóðháliðarárs vcrður þetta hin vcglegasta hátið og stendur hún i fjóra daga, 26—29. mars, mcð fjölþættum dagskrár- atriðum. M.a. verður smásagan „Fugl á garðstaurnum” eftir Halldór Laxness sýnd i leikformi. Nú eru liðin 40 ár siðan Leikfél. Reykjavikur sýndi hið þjóölega leikrit „Mann og konu” i fyrsta skipti. Leikstjóri þessarar sýn- ingar ncmenda Réttarholtsskól- ans cr Ingibjörg Jóhannsdóttir, og cr hún önnur frá hægri i mið- röö á inyndinni. (Ljósm. A.K.) Kristilegur reyfari um Hallgrím Pétursson KÓR MH: Syngur fyrir Norðlendinga t gærmorgun lagði kór Menntaskólans við Hamrahlið upp i söngferð til Norðurlands og er meiningin að halda fimm tónleika á þremur dögum. t gær átti kórinn að syngja fyrir nemendur MA og Gagnfræða- skólans á Akureyri, en I kvöld heldur hann almenna tónleika I Bæjarbiói. Á morgun klukk- an 15, syngur kórinn I Húsa- vikurkirkju og annað kvöld i Skjólbrekku. Kór Menntaskólans við Hamrahlið hóf starfsemi sina haustið 1967. I kórstarfinu hefur verið lögð rik áhersla á að kynna tónverk frá ýmsum timabilum, og á efnisskrá kórsins er jöfnum höndum innlend og erlend sönglist allt frá 16. og 17. öld til dagsins i dag. Ráðning framkvœmdastjóra BÚR í borgarstjórn: Tveir framsóknarmenn 30 þús gestir á móti - Greinilegt er að i liði Framsóknarflokksins ríkir litill fögnuður yfir því samkrulli borgarstjórnar- er Ásgeir Magnússon, framkvæmdarstjóri Sam- vinnutrygginga, var ráðinn framkvæmdastjóri Bæjar- útgerðar Reykjavíkur án þess að staðan væri auglýst laus til umsóknar. Á fundi í borgarstjórn 21. mars sl. bar svo.til að tveir borgarfull- trúa framsóknarmanna, Guð- mundur G. Þórarinsson og Alfreð Þorsteinsson, greiddu at- — kvæði með tillögu þess efnis aö borgarstjórn frestaði að taka af- stöðu til málsins, en staðan væri auglýst laus til umsóknar. Þriðji framsóknarmaðurinn, Kristján Benediktsson, sat hjá við at- kvæðagreiðsluna. Tillöguna bar fram borgarfull- trúi Samtaka frjálslyndra og einn sat hjá vinstrimanna, Steinunn Finn- bogadóttir. Taldi hún meðferð málsins af hálfu borgarstjóra hafa veriö vitaverða og spurði hvort fyrir lægi nokkur vitneskja um reynslu Asgeirs Magnússonar af útgerðarmálum. Borgarstjóri varð fyrir svörum og kvað BÚR standa i harðri samkeppni um hæfa menn og þvi talið vissara að gripa gás meðan gafst, er hann frétti að Asgeir væri á lausum kili. Þar að auki hefði aldrei verið venja að auglýsa til umsóknar stöðu framkvæmdastjóra BÚR. Sigurjón Pétursson, borgarfull- trúi Alþýðubandalagsins, kvað meðferð málsins óhæfu og benti á að með skyndiráðningu Asgeirs hefði verið komið i veg fyrir að reyndum mönnum um útgerðar- mál gæfist færi á að sækja um stööuna. Björgvin Guðmundsson, borgarfulltrúi Alþýðuflokksins, kvað Asgeir að visu hæfan mann, en ekki hefði nú samt sakað að láta borgarráð að minnsta kosti vita áður en hann var ráðinn, i stað þess að ákveða ráðninguna bakvið tjöldin. Tillaga Steinunnar Finnboga- dóttur var felld með átta atkvæð- um sjálfstæðismanna gegn sex atkvæðum fulltrúa minnihlutans, það er að segja annarra en Krist- jáns Benediktssonar. dþ Nemendur MT sýna: Afmœlisveisluna eftir Harold Pinter Á sunnudagskvöldið kl. 20.30 vcrðnr leikritið Afmælisveislan cftir Harold Pinter frumsýnt i Lindarbæ. Þeir sem að sýning- unni standa eru nemendur Mcnntaskólans við Tjörnina, og leikstjóri cr Bjarni Steingrims- son. Afmælisveislan er eitt af fyrstu verkum Pinters i fullri lengd. Eru persónur sex, og fjallar leikritið um átök sem verða á heimili gamalla hjóna sem hafa einn fastagest er tveir ókunnugir menn koma þeirra erinda að hafa gestinn á brott með sér. Leikendur eru þau Arnar Hauksson, Þuriður Kristjáns- dóttir, Gylfi Dýrmundsson, Rúnar Guðbrandsson, Sigurður Bergsteinsson og Agústa Hall- dórsdóttir.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.