Þjóðviljinn - 23.03.1974, Qupperneq 6

Þjóðviljinn - 23.03.1974, Qupperneq 6
6 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugadagur 23 marz 1974. UÚBVIUINN MÁLGAGN SÓSÍALISMA VERKALYÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS. Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans Framkvæmdastjóri: Eiöur Bergmann Ritstjórar: Kjartan ólafsson Svavar Gestsson (áb) Fréttastióri: Evsteinn Þorvaldsson Ritstjórn, afgreiösla, auglýsingar: Skólav.st. 19. Simi 17500 (5 linur) Prentun: Blaöaprent h.f. SIGURDAGUR I SJONMALI Mikilvægur áfangi hefur náðst: Stjórnarflokkarnir þrir hafa náð sam- komulagi um hvernig brottför bandariska hersins skuli háttað. Framkvæmd þessa samkomulags mun valda þáttaskilum i sögu islensku þjóðarinnar. Samkomulag þetta er fólgið i eftirfar- andi meginatriðum: Það er fastmælum bundið að herinn fari i fjórum áföngum á tveggja ára timabili. Fyrirsti áfangi fyrir árslok 1974, annar á- fangi fyrir mitt ár 1975, þ.e. fyrir lok kjör- timabilsins, 3. áfangi fyrir árslok 1975 og fjórði áfangi fyrir mitt ár 1976. í stjórnar- sáttmálanum var talað um að stefnt skyldi að þvi að herinn færi á kjörtimabil- inu, þar sem samstarfsflokkar Alþýðu- bandalagsins vildu ekki fallast á, að þvi væri slegið föstu að herinn færi á kjör- timabilinu, — áfangaskiptin á brottför hersins eru þvi i samræmi við þau fyrir- heit sem gefin hafa verið. Herinn fer á tveimur árum. Þetta atriði, um brottför hersins, er meginatriði samkomulagsins sem náðist i rikisstjórninni. Hins vegar fylgdi það, að samstarfsflokkar Alþýðubandalagsins lögðu alltaf áherslu á, að skuldbindingum gagnvart NATO yrði fullnægt með ein- hverjum hætti. Alþýðubandalagið hafði fallist á það við myndun stjórnarinnar að aðildin að NATO stæði óbreytt, enda þótt þvi væri lýst yfir að flokkurinn mundi á- fram sem slikur berjast gegn aðild Islands að þessu hernaðarbandalagi. Kröfum samstarfsflokkanna i rikisstjórn um að uppfylla bæri skuldbindingarnar við NATO var svarað með þvi að þær yrði að túlka gjörsamlega innan ramma fyrirvar- ans frá 1949 um að hér væri ekki erlendur herstöðvar. Á þetta sjónarmið var fallist. Þvi er i samkomulagi stjórnarflokkanna um að ræða þessi meginatriði að þvi er varðar aðildina að NATO: — Flugvélar á vegum NATO hafi lendingarleyfi á Keflavikurflugvelli þegar þurfa þykir að mati islenskra stjórnvalda. Hér er um að ræða svonefndar eftirlits- flugvélar.þannig að heimildin nær ekki til sprengju- eða árásarflugvéla. Hér skal ekki vera föst bækistöð flugvéla,og ekki er gert ráð fyrir reglubundnum skiptiflug- sveitum. — Gert er ráð fyrir að vegna slikra lendinga hafi NATO leyfi til að hafa á Keflavikurflugvelli hóp manna, 100—200 manns, til þess að sjá um eftirlit með flug- vélum þessum. — Þá er það tekið fram að íslendingar skuli, verði þess óskað, starfrækja radar- stöðvar á Suðurnesjum og i Hornafirði. Þetta voru þau þrjú meginatriði i sam- komulaginu sem beinlinis snerta NATO. En siðan er i tillögunum til Bandarikja- stjórnar til þess ætlast að löggæsla á Keflavikurflugvelli verði gjörsamlega i islenskum höndum, enda væri að sjálf- sögðu óeðlilegt að eini alþjóðlegi flugvöll- ur sjálfstæðrar þjóðar vðeri i gæslu útlend- inga. Auk samkomulagsins um þessa málsmeðferð gagnvart Bandarikjamönn- um gerðu stjórnarflokkarnir um það sam- komulag sin á milli að Keflavikurflugvöll- ur skyldi heyra undir islensk ráðuneyti eftir þvi sem við ætti hverju sinni,þannig að hér verði algerlega um islenskt land- svæði að ræða. Þá ákváðu stjórnarflokkarnir að þegar i stað skyldu gerðar ráðstafanir til þess að takmarka Keflavikursjónvarpið við völl- inn einan, en að þvi verði lokað alveg á miðju næsta ári þegar helmingur liðsins er farinn. Hér hafa stórtiðindi gerst. Herstöðva- andstæðingar hafa unnið stóran áfanga- stigur. Á næstunni hefjast viðræður við Bandarikjamenn um þær tillögur sem lýst var hér á undan. Náist þá ekki samkomu- lag verður lögð fyrir alþingi það er nú sit- ur tillaga um uppsögn herstöðvasamn- ingsins. Þannig munu úrslit þessa máls ráðast á næstunni. Um leið og bundist er fastmælum um það hvernig herinn skuli fara mun hefjast mikið ramakvein úr herbúðum stjórnar- andstæðinga og þá sérstaklega auðvitað Sjálfstæðisflokksins. VL-mönnum tókst með næsta vafasömum hætti að ná i 55.000 undirskriftir undir plagg sem kallað hefur verið Votergeitvixill. Kjósendur á kjör- skrá eru nú um 126.000 i landinu þannig að undirskrifendur eru enginn meirihluti kjósenda eins og sagt hefur verið. Hins vegar er alveg ljóst að herstöðvasinnar munu á næstu vikum fara hamförum gegn rikisstjórninni i herstöðvamálinu. Þá verða herstöðvaandstæðingar að gera sér ljóst, að þvi aðeins verða þær tillögur framkvæmdar sem nú hefur náðst sam- komulag um að þeir veiti stjórninni og stefnu hennar fyllsta stuðning. Vafalaust heföi niðurstaða herstöðva- málsins orðið með öðrum hætti ef Alþýðu- bandalagið hefði fengið eitt ráðið. En Al- þýðubandalagsmenn um land allt munu gera sér ljóst að nú er mikið i húfi og þeir munu sem fyrr veita þessari rikistjórn allt það atfylgi sem þeir geta til þess að tillög- urnar um brottflutning hersins verði framkvæmdar. 21. mars náðist samkomulag stjórnar- flokkanna i herstöðvamálinu. Það er stór dagur, en stærri verður þó sá dagur er ís- land hefur verið hreinsað af smán herset- unnar. Sá dagur er i sjónmáli i fyrsta sinn i sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar eftir striðið. Sá dagur mun er hann rennur upp marka timamót i íslandssögunni: — þeg- ar íslendingar hafa hreinsað land sitt af erlendum herstöðvum, mun það verða öðrum smáþjóðum, sem eiga i höggi við stórveldi og hernaðarbandalög, lýsandi fordæmi, sem eftir verður tekið i miklu rikara mæli en nokkurn getur órað fyrir i dag. Rœtt við Alfreð Guðnason, hreppsnefndarfulltrúa Alþýðubandalagsins á Eskifirði Kaupstaður eða kaupstaður ekki Eskif jarðarhreppur er einn þejrra kauptúna- hreppa, sem kosið verður i 26. maí í vor, en íbúar voru samkvæmt bráðabirgða- tölum Hagstofunnar 1. des. '73 964. Við síðustu kosningar fékk Alþýðubandalagið tvo menn kjörna í hreppsnefnd Eskifjarðar og 117 at- kvæði, sem nægðu til þess að það er nú annar stærsti flokkurinn í bænum, fékk fjórum atkvæðum færra en Sjálf stæðisf lokkurinn. Annar tveggja hreppsnefndar- fulltrúa Alþýðubandalagsins á Eskifirði þetta kjörtimabil er Al- freð Guðnason. Þjóðviljinn hafði tal af honum i vikunni og spurði hann fyrst hvaða mál hefðu borið hæst i hreppsnefndinni siðasta kjör- timabil. — Það er litið um að vera hjá okkur, sagöi Alfreð. Aðallega höf- um við verið að hugsa um skóla- byggingu, en barnaskólinn hér er siðan 1972, og gatnagerð. — Hvernig er meirihluti hreppsnefndar saman settur? — I meirihlutanum er annar tveggja fulltrúa Framsóknar- flokksins, einn krati og tveir sjálfstæðismenn. — Hvað hafa verið helstu á- greiningsefnin i hreppsnefndinni siðastliðið kjörtimabil? — Það má segja, að i sveitar- stjórnum, sem samansettar eru sem þessi, sé yfirleitt ekki bein- linis ágreiningur um málefni. Það gæti verið ágreiningur um fram- kvæmdaatriði, en ég verð að segja eins og er, að i hrepps- nefndinni hér hefur verið ágætt samstarf þetta kjörtimabil. Við höfum staðið i þannig málum, verið i vantnsveituframkvæmd- um og gatnagerð og framkvæmd- um varðandi byggingu iþrótta- húss, málum sem yfirleitt er ekki ágreiningur um. — Eruð þið farnir að hugsa til kosninga af einhverri alvöru? — Það er vist meiningin að fara að reyna það, og ég held að staða okkar verði nokkuð góð ef sæmi- lega tekst til með uppstillingu á listann. — Hvað er af atvinnulifi i hreppnum að segja? — Atvinnullf er með ágætum hér. Þaö er aðallega byggt upp af sjósókn og sjávarútvegi. Við er- um með tvo togara, eða réttara sagt einn og hálfan, þvi við eigum Alfreiö Guönason Hólmanes á móti Reyðfiröingum, en svo erum við með Hólmatind. Héðan er gerður út einn 300 tonna bátur og annar 180 tonna og um 100 tonna leigubátur þessa stund- ina. Þegar fer að vora koma margir smábátar inn i dæmiö, 10 til 12 tonna bátar. — En trillubátaútgerð? — Við eigum erfitt með sjósókn þvi fjörðurinn er svo langur að erfitt er að róa héðan á minni bát- um en svo sem 10 tonna. — Af landvinnu annarrri en fiskvinnu, hvað mætti nefna? — Ja, það er þá helst bygg- ingarvinna og framkvæmda- vinna. — Hreppsnefnd Eskifjarðar hefursóttum kaupstaðarréttindi. Telurðu að þetta sé alvörumál fyrir bæjarbúa? — Við hööfum ekki neina borgarafundarsamþykkt um málið, og sveitarstjórnin var alls ekki einhuga um málið. Það er þvi erfitt að segja um hvort þetta sé alvörumál eða ekki. Kannski er það bara óska- draumur okkar þessara gömlu karla, að við fáum aftur þau kaupstaðarréttindi sem einu sinni voru af okkur tekin, en við feng- um kaupstaðarréttindi um leið og Reykjavik, svo við þykjumst ef til vill aðeins vera að. endurheimta fornan rétt. — Telur þú persónulega að hag- kvæmara sé fyrir Eskifjörö að vera kaupstaður en hreppur? — Já, þaö er hagstæðara. Til dæmis er áróðurslegur ávinning- ur talsvert mikill, þvi ef þú lest einhvers staðar fréttir eða, ein- hvers staðar eitthvað á blaði, þá er alltaf byrjað að telja upp bæ- ina, siðan koma i mesta lagi sýsl- urnar. Yfirleitt held ég lika að betra sé að koma fram málum fyrir bæjarfélag heldur en hrepp. Nú, svo álit ég að enginn vinn- ingur sé að þvi að vera i kaup- túnahreppi. — Telur þú, að Alþýðubanda- lagið haldi sinum tveimur hreppsnefndarfulltrúum við kosningarnar i vor? — Ég er sannfærður um það. —úþ

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.