Þjóðviljinn - 23.03.1974, Síða 8

Þjóðviljinn - 23.03.1974, Síða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugadagur 23.marz 1974. 4* m Hallveig Thorlacius Jón Helgason lét eitt sinn þau orö falla, að í hugvís- indum væri hægt að sanna allt. Mér duttu þessi orð í hug, þegar ég las ,,Rabb" Daviðs Oddssonar í Lesbók AAorgunblaðsins á sunnu- daginn var. Það er hægt að sanna allt, ef maður gefur sér viðeigandi forsendur. Þessi ungi maður segist vera sannfærður um, ,,að rauðsokkur hafi frá upphafi gengið vitlaust til verks hér á landi. Þær einbeittu sér i fystunni að rógi um húsmæð- ur og reyndu að sannfæra fólk RÓGUR UM HÚSMÆÐUR? um, að það starf væri til þess fall- ið að auka forheimskan og nær- sýni kvenna”. „Málstaður þeirra er ekki slakur”, heldur hann á- fram, ,,en þær konur, sem komust þar i forystu i öndverðu, hafa unnið baráttumálum sinum meira ógagn en gagn”. Auðvitað hafa rauðsokkur „gengið vitlaust til verks”, ef það væri rétt, „að þær hafi einbeitt sér að rógi gegn húsmæðrum”. En er þetta þá rétt? Eg þykist ekki fylgjast verr með málflutn- ingi Rauðsokkahreyfingarinnar en hver annar, og ég hef aldrei orðið vör við, að hann einkennist af hnjóðsyrðum i garð húsmæðra eða þeirra starfa. Kannske getur Davið Oddsson flett þvi upp fyrir mig og sýnt mér og öðrum hvar þessi rógur hefur birst. Það hlýt- ur að vera af nógu að taka, eða hvað? Það kann vel að vera, að ein- stakir meölimir Rauðsokkahreyf- ingarinnar hafi i hita baráttunnar talað illa um heklunálar, án þess að ég viti til þess. En það ber þá að skoðast i stærra samhengi. Það er nefnilega ekki sama hvort konan hefur valiö sér húsmóður- starfið af frjálsum vilja, vegna þess að henni þyki það skemmti- legasta starfið, eða af einhverjum öðrum ástæðum. Mörgum kon- um, og raunar körlum lika, finn- ast heimilisstörf skemmtilegri en önnur störf, og ég trúi þvi ekki, að rauðsokkur séu svo illa innrættar, að þær hafi neitt við það að at- huga. En það er ekki mergurinn málsins. Jafnrétti kynjanna er fólgið i þvi, að réttur konúnnar til að velja sér starf sé sá sami og réttur karlmannsins. Að hún fái raunverulega tækifæri til að velja, en þurfi ekki alltaf að taka tillit til ótal hluta áður en hún velur. Og á meðan þvi er ekki náð er eðlilegt, að fórnarlömbin reyni að klóra i bakkann. Og fórnar- lömbin eru ekki bara konur, heldur lika karlmenn og börn. Þetta skilja nú æ fleiri. Þetta er ekkert einkamál fyrir konur. Kvennmannsleysi Framsóknarf lokksins Ég get ekki sillt mig um að fara nokkrum orðum hér neðanmáls um Eystein og konurnar i Fram- sóknarflokknum. Davið lýsir nefnilega á svo átakanlegan hátt viðskiptum þeirra i þessu sama „Rabbi”. Það verður að skrifast á reikning blaðamanns, ef hann hefur þetta ekki rétt eftir Ey- steini: „Hann og flokksbræður hans hefðu, rétt eins og andstæðing- arnir, gengið milli Sigriðar, Helgu og Láru og hvað þær nú hétu allar, grátbeðið þær og dekstrað, jafnvel bölsótast i þeim um að ljá máls á að taka sæti á listum fyrir alls konar kosningar. En hversu lengi sem þeir hafi þvælst á eftir þeim með grasið i skónum þá gekk ekkert. Þær hafi ekki látið plata á sig þingsæti”. Davið kann að hafa fært þetta i stilinn, en eitthvað hlýtur Ei- steinn að hafa sagt i þessa áttina. Enginn neitar vist þeirri stað- reynd, að konur eru óeðlilega af- skiptalausar um stjórnmál. En það er fráleitt að draga upp svona einhæfa mynd af ástandinu. Það eru mjög margar konur, lika inn- an Framsóknarflokksins, sem hafa áhuga á stjórnmálum. Og það eru þó nokkuð margar konur, sem langar til að taka virkan þátt i starfi Framsóknarflokksins, og þær konur eru til sem vilja kom- ast á þing. En það er ekkert pláss íyrir þær nógu ofarlega á listum til að þær hafi von til að komast inn. Ég hef orðið vör við, að það er vaxandi óánægja meðal kvenna i Framsóknarflokknum. Þeim finnst þær hvergi komast að, þar sem ákvarðanir eru teknar. Sum- ar eru jafnvel stundum að hugsa um að ganga i Alþýðubandalagið, af þvi að þeim finnst, að þar riki meira frjálslyndi i þessum efnum (sem okkur finnst að visu mætti vera meira). Nú er óöum verið að sjóða sam- an framboðslista til bæja- og sveitastjórnakosninga. Kannske forystumenn Framsóknarflokks- ins fari nú aftur á stúfana og „þvælistá eftir þeim með grasið i skónum”. Við skulum vona að i þetta sinn hafi þeir erindi sem erfiði. Hallveig Thorlacius Laust star Starf fangavarflar við Hegningar-I húsið í Reykjavik, er laust til um-l sóknar. Umsóknir ásamt upplys-r ingum um fyrri störf sendist skrif-l i stofu sakadóms ReykjavikurJ i Borgartúni 7. fyrir 28. marz n.k. Yfirsakadómari. Laust starf ■starf símastúlku við sakadóm l ■ Roykjavíkur or laust til umsóknar. | ■Um.sókn um starfið ásamt upplýs-l linKum um aldur os fýrri störf send-| list skrifstofu sakadóms Reykjavík- |ur. Borpartúni 7 fyrir 15. þ.m. Vfirsakadóniari. ósamræmi Hversvegna þetta ósamræmi 4 starfsheitum? spyr „Vöröur”og sendir þess- ar auglýsingar frá yfirsaka- sómara, sem birtust i blöðun- um sama daginn. Ég veit ekki betur en starfiö við simann kallist i samningum rikis- starfsmanna sima varsla og viðkomandi þá sima vöröur. Spjallaö við sellókonurnar í Sinfóníuhljómsveitinni er fyrirsögn bréfs frá Les- anda Vikunnar, sem vitnar i grein 9. tbl. Vikunnar 1974, þar sem segir: „Finnst ein- hverjum það ef til vill skritið, þvi sellóið hefur yfirleitt ekki verið talið „kvenlegt” hljóð- færi”. Þá vitum við það, segir bréfritari. Ókvenlegt að hafa hljóðfæri milli fóta sér. Og samkvæmt þvi ekki ó- karlmannlegt að gera slikt hið sama. Loksins kom mæli- kvarðinn. F jölsky Idupólítík Og hér er aftur bréf um já- kvæðummæli i Vikunni (2. tbl. ’74): „Mér finnst til dæmis raun- hæf sambúð ungs fólks ætti að vera skilyrðislaus undanfari þess, að fólk stofni til þess réttarsambands, sem hjóna- band er. Auk þess finnst mér þessi fjölskyldupólitik löggjaf- ans, þ.e. að reyna að ýta undir stofnun hjúskapar hjá fólki með ýmsum ráðum, ekki eiga lengur rétt á sér. Fólk i nú- timaþjóðfélagi litur á sjálft sig sem einstakling. Falleg orö prestsins eða misjafnlega vel hugsuð heit eiga ekki að vera grundvöllur að skattaivilnun eða sí’ofnun erföaréttar milli maka. Sambúð fólks i t.d. 3 ár væri aö minu mati mun eöli- legri grundvöllur”. Þessi klausa er tekin upp úr viötali við Gisla Baldur Garðarsson sjónvarpsþul með meiru. Þarna orðar Gisli hugsun og atriði, sem áreiðan- lega eru að velkjast fyrir mörgum og margir finna til þvingunar I sambandi viö. Þetta er árátta að viðhalda fjölskyldumynstri, sem er hætt að henta þorra fólks. Ein- staklingar eru spyrtir saman i einingar, sem siðan eru látnar bera uppi sameiginlegar skatta álögur. Mjög liklegt að sum hjónabönd gliðni vegna þessa þrýstings utan frá og fólk vilji endurheimta frelsi sitt á ný. Hjúskapur okkar og fjöiskyldumál, eru okkar einkamál, og löggjafinn á ekki að vera með fingurinn þar á inilli. Sem einstaklingar við margvislegar einkaaðstæður t.d. einhleypingar eða fjöl- skyldufólk, myndum viðheild- ina. IIJE. SVAR MITT EFTIR BILLY GRAHAM VIB llofum n-rl8«ifl f MulUn llma. oc milurlnn mlnn cr »8 hrrjMl *ifl að kuma undir sík fAlunum. lltrrnÍR Krl tK hjílpad honum a8 komasl Ifram? MIKI.U fremur a’tiuð þér að lélla htmuin byrðarnar en rvyna að taka beinan þátt í baráltu hans. Káar konur gola átt beinan hlut I verkefni og vandamál- um eiginmanna sinna. Kn þa'r geta gert heimilið að griðastað, athvarfi. þar sein þeim veitist hvíld og uppbrvun Kg dreg þá ályktun af spurningu yðar, að heimili yðar hljóti að vera látlaust. Samt getið þér gert það að siinnu heintili Það getur verið óaðfinnanlegt óg aðlaðandi Þér getið hlustað meðástúð og umhyggju. þegar ntaður yðar óskar að r;eða við yður uin vanda- mál sln Þogar hann na*r einhverjum áfanga, getið þér. á yðar hátt, samfagnað honum Minnir.t þess, að eiginkonn getur eflt eða eyðilagt frama manns síns Kf þér hjálpið honum eins og I yðar valdi stendur. erúð þér komnar langt á leið meðað taka fullan þátt í glímu hans. Fyrir ákveðna stétt — Hvernig get ég hjálpað manninum minum að komast á- fram? spyr kona Billy Graham, og Morgunblaðið birtir svar hans, sem lesa má á rammanum, sem Dagur klippti út handa siðunni. t svarinu er ekki aöeins haldið aö konum ákveðinni hlutverka- skipan kynjanna (Skyldu Billy og Mogginn geta imyndað sér þetta öfugt, að eiginmaður hjálpaöi konu sinni við að „komast áfram i lffinu”?), heldur er þvi beint mjög ákveðið til vissrar stéttar, þ.e. þeirrar stéttar kvenna, sem ekki vill né þarf aö taka þátt I að vinna fyrir sameiginlegum þörf- um fjölskyldunnar. „Hún bjó honum fagurt heim- ili” eru vinsæl eftirmæli um kon- Unga stúlkan... Það horfir til framfara að margir skólar skyldunámsins eru nú farnir að leyfa strákum jafnt og stelpum aö njóta kennslu i heimilisfræðum eða matreiðslu, eins og fagið er oft kallað, þótt það fari að visu eftir plássi og ó- skiljanlegt sé, hversvegna ekki má kenna báðum kynjum þetta saman i tima. En þvi miður er grunnt á gömlum viðhorfum, sagði móðir, sem hringdi til okk- ar, þvi kennslubókin sjálf undir- strikar kynskiptingu heimilis- verkanna. Hún heitir: Unga stúlkan og eldhússtörfin. Hver er húsráðandi? Breiðholtsbúi.sem vinnur hér á blaðinu, sagði frá reynslu konu sinnar, þegar manntal var tekið þar i hverfinu um daginn. Teljar- arnir komu um miðjan dag og hittu konu hans, húsmóðurina, heima meö börnunum. Spurt var um stétt og stöðu, fjölskyldu- stærð, aldur o.s.frv. og greiddi konan úr þessu eftir bestu sam- visku. En að lokum var spurt: — Hver er húsráðandi? Var furða, þótt konan yrði hvumsa viö.. ...og líka tannlæknir Hafið þið skoðað kaflann um tannlækna i Læknatalinu? spyr Anna, og bendir á eftirfarandi: Þar sem um er að ræða konur, sem eru tannlæknar og jafnframt giftar, er ævinlega getið hjúskap- arstöðu þeirra, m.a.s. stööu eig- inmannsins. Þannig er t.d. B.í „tannlæknir og tannlæknisfrú”,] E.B. er „læknisfrú og tannlækn-j ir”, E.G. „frú, aðstoðartannlækn- ir”, S.S. „læknisfrú, aðstoðar-t tannlæknir” o.s.frv. Um tannlækna af karlkyni er | þess hinsvegar að engu getið, hvort þeir eru giftir eða ekki, hvað þá hvaða stöðu eiginkonur J þeirra gegna. Hver þarf leyfi frá hverjum? — Þurfa eiginmenn skrif- legt leyfi frá eiginkonu til að kaupa húseign? spyr Guölaug Pétursdóttir, sem segist vita nýlegt dæmi þess, að af konu, sem stóð i húsakaupum, var heimtað skriflegt umboð eöa leyfi frá eiginmanni hennar um að hún mætti kaupa eign- ina. Viðhorfin alin með börnunum FJALLA-FUSI

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.