Þjóðviljinn - 23.03.1974, Side 13

Þjóðviljinn - 23.03.1974, Side 13
Laugadagur 23 marz 1974. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 13 hrakaði stórum þessa dagana og ég varð að laumast á vertshús til að sefa hungur mitt. Mér leið engan veginn vel eins og gefur að skilja. Ég fór að skilja hugtakið „forgaður Vitis”. En loks rann hinn stóri dagur upp. Það var einn af þessum alltof heiðskiru dögum i sumarbyrjun, þegar sólskinið er svo hart og nistandi að það sviptir næstum allt lit sinum. Hið eina,sem ekkki var grátt og flatneskjulegt, var hún móðir min. Hún liktist Salote drottningu af Tonga, aðeins i hvitri útgáfu. Ég játa fúslega að égvarhreyk- inn af henni. Hún var geysilega uppdubbuð en án þess að virðast ofhlaðin á nokkurn hátt. Einkum var ég feginn þvi að hún skyldi ekki hafa gert neina tilraun til að sýnast yngri en hún var. Virðu- legt fas hennar minnti á ekkju- drottningu, og þá á ég ekki við ytra skartið heldur hina mann- legu tign sem virðist segja án orða í — Ég er frá öðrum tima og harma það ekki. begar við komum á hótelið, var eins og við stigum inn i martröð. Sjálft brúðkaupið var auðvitað um garð gengið — það hafði trú- lega tekið svo sem fimm minútur — og Myra og Ned höfðu nú tekið sér stöðu i miðjum stóra salnum og tóku i hendur allra sem inn komu. Form veislunnar var i venjubundna skrúðstilnum,stórog feitur þjónn spurði mann að nafni sem hann galaði siðan inn i salinn og siðan staðfestu Myra og Ned með handabandi að aðgöngumið- inn væri giidur. betta minnti mest á það þegar maður fer gegn- um tollinn. Þegar við vorum komin gegn- um mylluna, teymdi ég móður mina að einum langveggnum, til að hún gæti virt fyrir sér vigvöll- inn. Ég náði i eitthvað handa henni að drekka og tók mér stöðu við hliðina á henni. Mig langaði til að hlusta á kuldalegar athuga- semdir hennar um hina gestina. En ég uppgötvaði fljótlega að hún hafði ekki augu af Myru. — Jæja, svona litur hún þá út, tautaði hún. Hún hélt áfram að góna á hana. Ég reyndi að ýta undir hana: — í gamla daga,þegar Ned kom heim til okkar eftir skóla, þá hefðum við ekki átt von á þvi að sjá hann i þessum kringumstæð- um — og þá átti ég auðvitað við með stúlku af þessu tagi. En ég var ekki fyrr búinn að sleppa orð- inu en mér varð ljóst, að ég hafði auðvitað verið meiri glópur en móðir min. Hún hristi höfuðið. — Það er aldrei að vita með stráka, sagði hún. — Þeir geta aldrei komið manni á óvart, þvi að það er engin leið að sjá fyrir hvað verður úr þeim. Það gegnir allt öðru máli um stúlkur — það er næstum alltaf hægt að giska á hvernig þær verða, og þess vegna geta þær komið manni á óvart með þvi að verða öðru visi en bú- ast mátti við. En það kemur ekki oft fyrir. Ef ég hefði séð hana — hún kinkaði kolli i áttina til Myru — þegar hún var tiu ára, þá hefði ég sennilega getað séð fyrir, að hún yrði einmitt þannig— Þegar hún sagði „þannig” hreyfði hún báðar hendur, eins og hún tæki veislusalinn og allar að- stæður inn i dæmið. Hún átti við að hún hefði getað séð fyrir hvernig Ned stóð þarna i lýta- lausu sjakketinu sinu og þjóninn sem hrópaði upp nöfn gestanna og Róbert sem var að gera guð mátti vita hvað á einhverjum öörum stað, og Randall sem farinn var að hella rösklega i sig úti i horni og Stocker sem gerði hosur sinar grænar fyrir snoturri konu, sem hefði getað verið gift löggiltum endurskoðanda. Með þvi að lita i svip á Myru sem tiu ára hefði móðir min getað séð allt þetta fyrir, vegna þess að hún hefði skilið sjálfan raunveruleikann sem allt þetta tilstand var aðeins brot af. Andlitið á mér hlýtur að hafa endurspeglað þennan dapurlega hugsanagang, þvi að móðir min sagði fastmælt: — Þú ættir að fara og blanda geði við fólk i stað þess að hanga hér og vera eins og Raspútin á svipinn. Ég rölti burt. Klukkan var tiu m'inútur yfir tólf, ég giskaði á að við yrðum kölluö i mat klukkan eitt. Það hefði veriö ágætt að komast i smágöngu til að örva matarlystina i stað þess að ösla hér um hnausþykk teppin og horfa á þetta ömurlega samsafn. Haningjan sanna, hugsaði ég, það leynir sér ekki að ég er alveg mið- ur min. Undir venjulegum kring- umstæðum hefði ekki þurft annað en minnast á gönguferð undir beru lofti, þá hefði ég strax farið að hugsa um hversu notalegra væri innanhúss á mjúkum tepp- um með þægilega stóla innan seilingar. Ég gæti ælt yfir þessu öllu saman, hugsaði ég allt i einu. Þetta er rétt að byrja, og ég er að gefast upp. Hvers vegna i fjandanum hafði ég ekki mann- dóm til að vera heima? . Þegar hér var komiö náði Stocker auðvitað i mig. Hann greip i handlegginn á mér, svo að flótti kom ekki til greina. — Jæja, hvaö segirðu nú, Jói? sagði hann skælbrosandi. — Um hvað? — bað var ekki alveg fjarri sanni sem ég var að segja þarna um kvöldið i ihaldsklúbbnum, ha? Og við töluðum stundarkorn um það en hvorugur nennti að tala i alvöru og eftir andartak var Stocker kominn aö eina umræðu- efninu sem gagntók hann. — Sástu þessa sem ég var að tala við? spurði hann og enn kom sultarsvipurinn á hann. — Var þaö sú sem hefði getaö verið gift endurskoðanda? — Já, annars verslar hann með korn og fóður, sagði Stocker sem hafði alltaf raunhæfar upplýsing- ar á takteinum. — Hún hefur ekki verið gift nema þrjú ár, og svo kemur hún mannlaus i svona veislu. Finnst þér það ekki loía góðu? — Af hverju er maöurinn ekki með henni? — Hann er að vinna. sagði Stocker með uppgerðar samúð. — Stritar eins og fjandinn sjálfur til að geta hladið i hana. Kjóllinn sem hún er i hefur kostað skildinginn. Það er svo sem auð- séð að kroppurinn er i lagi. Og hún biður bókstaflega eftir þvi að einhver dáist að henni. Ég reyndi að laumast burt, en hann sleppti mér ekki. — Veistu hvar hún er núna? hélt hann áfram. Frammi á snyrti- herberginu. Þú getur bölvað þér upp á, að hún er að endurnýja striðsmálninguna á andlitinu. Það er alltaf góös viti. Ég sló henni svo ofsalega gullhamra, að hún varð að fara fram og lita i spegil til að gan'gá úr skugga um að ég hefði sagt satt. — Hvernig veistu að hún er ekki með niðurgang? spurði ög og greip whiskýglas ai' bakka sem sigldi framhjá. Þetta var ósmekklegt hjá mér, en Stocker varð áhyggjuíullur á svipinn. Þegar hann var i ham, var hann ónæmur fyrir spaugi. — Hamingjan góða, það vona ég ekki. sagði hann alvarlegur. — Það myndi eyðileggja allt. Skilurðu það, ég hef hugsað mér að hamra meðan járnið er heitt. Þetta er kjörið tækifæri. Áfengið er ókeypis og það er fyrsta flokks. Ég get hellt i hana án þess það kosti mig eyri og svo get ég náð henni út i bíl. Já, kannski þarf ég þess ekki einu sinni. Hér er fullt af smáskonsum eða baðherbergj- um, sem við getum skotist inn i. Það væri stórkostlegt að þurfa alls ekki að fara úf fyrir hótelið. Hann þagnaði allt i einu og leit hvasst á mig. — Og hættu þessu bulli um niðurgang, Jói. Ef hún Laugardagur 7.00 Morgunútvarp Veður- fregnir kl. 7,00, 8.13 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.20 Fréttir kl. 7,30, 8.15 (og forustugr. dagbl.) 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55 Morgunstund barnanna kl. 8.45: Gisli J. Astþórsson heldur áfram lestri sögu sinnar „Isafold fer i sild” (2). Morgunleikfiniikl. 9.20. Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög á milli atr. Morgun- kaffiðkl. 10.25: Páll Heiðar Jónsson og gestir hans ræöa um útvarpsdagskrána. Auk þess sagt frá veðri og vegum. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veöurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Óskalög sjúklinga. Kristin Sveinbjörnsdóttir kynnir. 14.30 iþróttir. Umsjónar- maður: Jón Asgeirsson. 15.00 íslenskt mál. Ásgeir Blöndal Magnússon cand.mag. talar 15.20 Framhaldsleikrit barna ogunglinga: „í sporunum, þar sem grasið grær” eftir Guðmund L. Friðlinnsson. Fimmti og siðasti þáttur. Leikstjóri og sögumaður: Steindór Hjörleifsson. Persónur og leikendur: Jónsi, Einar Sveinn bórðar- son. Stella, Hrafnhildur Guðmundsdóttir. Þorleifur, Sigurður Karlsson. Hús- freyja, Margrét ólafsdóttir. Guðriður, Þórunn Sveinsdóttir. Sigurjón, Jón Hjartarson. Thompson, Guðmundur Pálsson. 15.45 Barnalög, 16.00 Fréttir. 16.15 Veðurfregnir. Tiu á toppnum. örn Petersen sér um dægurlagaþátt. 17.20 Kramburðarkennsla i þýsku. 17.30 íslandsmótið i körfu- knattleik. Magnús Þ. Þóröarson lýsir. 17.50 Krá Sviþjóð. Sigmar B. Hauksson talar. 18.10 Tónleikar. Til- kynningar. 19.00 Kréttir. Tilkynningar. 19.25 Kréttaspegill. 19.40 „Vis a H a d r i a n s keisara”, smásaga eftir Guðmund I)anielsson.Iðunn Guðmundsdóttir les. 20.05 llljómsveit Georges Martins leikur létta tónlist. 20.35 Kramhaldsleikritið: „Ilans hágöfgi” eftir Sigurð Róbertsson. Annar þáttur: Sigriður/Ingunn Jensdóttir, Skáldið/Jón Júliusson, 1. vatnsberi/Valdemar Helga- son. 2. vatnsberi/Karl Guðmundsson, Borgari/- Sigurður Skúlason, Gunna/ Nina Sveinsdóttir, Hlaupa- strákur/Július Brjánsson, Trample/Gisli Rúnar Jóns- son. 1. kaupmaður/Árni Tryggvason, 2. kaup- maður/Hákon Waage. Ritarinn/Þorgrimur Einarsson, Jörundur/- Erlingur Gislason, Savignac/Jón Sigurbjörns- son, Phelps/Rúrik Ilaralds- son, Lifverðir/Þórir Stein- grimsson. Bessi Bjarnason. Ilandver Þórláksson og Sigurður Karlsson. 21.1521.15 Hljómplöturabb. Þorsteinn Hannesson bregður plötum á fóninn. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Lestur Passiusálma (36). 22.25 Útvarpsdans undir góulok. 21,30 Reguskóguriim Fræðslumynd frá Time-Life um vistfræðirannsóknir i hitabeltisskógum M ið- Amerikurikisins Panam.a. Þýðandi og þulur Gisli Sig- urkarlsson. 22.00 Ast við fvrstu sýn (The Picnici Bandarisk biómynd frá ár- inu 1955, byggð á leikriti eftir William Inge. Leikstjóri Joshua I.ogan. Aðalhlutverk Wi 11 ia m Holden. Kim Novak. Rosa- lind Itussel og Cliff Ro- bertson. Þýðandi lleba Júliusdóttir. Aðalpersóna myndarinnar er piltur, sem kemur i stutta heimsókn til smábæjar og vekurstrax athygli og aödá- un bæjarmanna - og kvenna. 23.40 Dagskrárlok AUGLÝSING Lög um skattkerfisbreytingu verða birt 24. mars 1974. Frá og með 25. mars 1974 ber þvi að innheimta 17% sölugjald, sbr. 16. gr. laganna. Fjármálaráðuneytið, 21 mars 1974. Tilboð óskast i nokkrar iólksbifreiðar, er verða sýndar að Grensásvegi 9 þriðjudaginn 26. marz kl. 12-3. Tiiboðin verða opnuð i skrifstofu vorri kl. 5 Sala Varnarliðseigna. 16.(50 Jóga til heilsubótar Þáttur með kennslu i jóga- æfingum. Þýðandi og þulur Jón O. Ed- wald. 17.00 Þiugvikan Þáttur um störf Alþingis. Umsjónarmenn Björn Teits- son og Björn Þorsteinsson. 17.30 iþróttir Meðal .efnis verða innlendar og erlendar íþróttafréttir og mynd úr ensku knattspyrn- unni. I!msjónarmaður óm ar Ragnarsson. Illé 20.00 Kréttir 20.20 Vcður og auglýsingar 20.25 Söngelska fjölskyldan Bandariskur söngva- og ga m an m y tid a I'lokk ur. Þýðandi Heba Júliusdóttir. ,20.50 Vaka Dagskrá um bókm.enntir og listir.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.