Þjóðviljinn - 16.05.1974, Blaðsíða 3
Fimmtudagu? 16. mai 1974. ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 3
„HROÐALEGT
HNEYKSLI”
16. mars, viku fyrir prentara-
verkfall, birti Þjóðviljinn grein
eftir Gunnar Finnbogason cand.
mag. um ástandið á Dvalar-
heimili aldraðra sjómanna.
Skömmu áður en prentaraverk-
íalli lauk barst blaðinu svargrein
irá stjórn Hrafnistu. Er greinin
birt i heild hér á siðunni.
Fyrirsagnir eru greinarhöf-
unda.
Þann 16. mars birtist óvenju
Villandi og rætin grein um D.A.S.
— Hrafnistu — i Þjóðviljanum
undir fyrirsögninni „Hneyksli á
D.A.S.? ”
Þann 25. mars eru siðan helstu
villur og rangfærslur hjá
höfundi Þjóðviljagreinarinnar,
Gunnari Finnbogasyni cand.
mag., teknar upp i Mánu-
dagsblaðinu — og þá með
nokkrum siðaumvöndunum frá
ritstjóra til stjórnar og stjórn-
enda Hrafnistu. Ekki dugði
Mánudagsblaðinu hæverskari
fyrirsögn en þessi: „Hroðaleg
lýsing frá Hrafnistu”.
Strax við birtingu greinarinnar
bauðst Þjóðviljinn til að taka
svargrein frá stjórn Hrafnistu.
Vonum við að ritstjóri Mánudags-
blaðsins verði ekki siðri til en
kollegar hans við Þjóðviljann.
Nú verðum við i stjórn
Hrafnistu (hér eftir nefnd D.A.S.)
að lýsa undrun okkar á slikri
fréttamennsku sem birtist i þess-
um greinum hinna umræddu,
ábyrgu fréttablaða.
Mætti ætla að ábyrgðarmenn
hefðu haft tal af stjórnendum
D.A.S., fengið upplýsingar um
sannleiksgildi hins ómaklega á-
burðar og sannreynt siðan full-
yrðingar beggja aðila, sem mjög
auðvelt var fyrir bæði blöðin að
gera eins og siðar verður komið
að.
Meiri furðu veldur þó sú
framkoma greinarhöfundar, að
láta aldrei umkvartanir sinar i
ljós, vegna umræddrar konu, við
yfirlækni (stjórnanda sjúkra-
deildar), settan forstjóra, hús-
móður eða stjórn Hrafnistu. Ekki
fyrr en ákveðið var að taka kon-
una af heimilinu, og hann af
mikilli vanþekkingu telur sig
knúinn til að snúa sér til alþjóðar
með skoðanir sinar.
Greinarhöfundur átti tvisvar
eða þrisvar tal við yfirlækni
sjúkradeildar, en þar dvaldi þessi
kona, en ekki á hjúkrunardeild
eins og haldið er fram i Þjóð-
viljagreininni. Þær viðræður
snerust eingöngu um að útvega
aðstandanda hans, gömlu kon-
unni, pláss á sjúkradeildinni, og
að tryggja henni pláss á ný, ef
með þyrfti, ef hún fengi að fara
heim til sin til reynslu.
Höfundur bar aldrei fram
neinar kvartanir varðandi að-
búnað eða annað á D.A.S. Var
ekki annað að sjá en að hann væri
ánægður með dvöl konunnar á
sjúkradeild D.Á.S. og þakklátur
stofnuninni fyrir að hafa tekið
konuna inn og þær góðu undir-
tektir, sem hann fékk, er hann
vildi fá vilyrði fyrir endurinnlögn
siðar, ef með þyrfti.
Engan þarf að undra þótt slikt
heimili, sem hannað var fyrir
aldarfjórðungi siðan, uppfylli
ekki allar kröfur sem gerðar eru
nú i dag til búnaðar og rýmis
slikrar stofnunar.
Auk þess hefur mikið verið
gengið á sameiginlegt rými til að
hægt væri að koma á móti þeirri
gifurlegu ásókn sem verið hefur i
vistun að Hrafnistu.
Strax og reksturinn hófst, kom
skýrt i ljós, hve gifurleg vöntun
var á vistplássi fyrir aldraða,
bæði einstaklinga og hjón, sem
stafaði m.a. af sinnuleysi rikis,
bæjarfélaga og alls almennings
um þetta vandamál.
Enn frekar hefur á siðari árum
komiðfram vöntun á langlegu- og
hjúkrunardeildum fyrir aldraða.
Á þetta sinar skýringar, m.a.
vegna breyttra lifshátta þjóðar-
innar, og verður sú þróun ekki
frekar rakin hér.
En þessi skortur og þróun hefur
haft það i för með sér eins og að
framan greinir, að sjálfri þróun-
inni, t.d. i stærð þess rýmis sem
er til afnota pr. einstakling, fjölda
i herbergi ofl. ofl„ hefur ekki
verið hægt að fylgja. Verður þvi
að harma að aðstandendur þeirra
öldruðu, sem taldir eru fullfriskir
við komu á slika deild, skuli
leitast við, til að losna við þá, að
troða þeim i legupláss þeirra sem
hrumari og verr eru farnir og
ómögulegt er að hafa heima á
öllum venjulegum heimilum.
Stjórn Hrafnistu er fullvel ljós
þau vandamál sem hæst ber- á
Hrafnistu, hvað rými vistfólks og
aðbúnað áhrærir. Sést það best á
þeim kröfum sem gerðar eru til
okkar sjálfra af okkur sjálfum,
vegna þessara sömu vandamála,
i sambandi við hið nýja dvalar-
heimili sem samtök okkar munu
byggja i Hafnarfirði.
Ökkur er einnig ljóst að heimili
eins og D.A.S., með 446 vistmenn
á fjórum deildum (vist-,
hjúkrunar- og sjúkradeild ásamt
hjónagörðum) og yfir 200 manna
starfsliði, verður ekki rekið án
þes§ að ýmis mannleg vandamál
komi upp i samskiptum hinna
ýmsu aðila utan heimilis og
innan. Þvi kemur ekki á óvart i
sjálfu sér þótt vitringar birtist
með ábendingar um reksturinn
sem annað, sem i fæstum til-
fellum kemur að gagni. Sist þegar
byggt er á rætni, misskilningi,
eða beinum álygum.
• • •
Mun nú svarað efnislega ein-
stökum gagnrýnisatriðum
greinarhöfundar og vitnað til
orða hans sjálfs:
„.... að minum dómi er það
ábyrgðarhluti að láta rólfærar
konur til langframa á stofu með
dauðsjúku fólki....”. Á sjúkra-
deild eru að jafnaði þeir, sem
hrumastir eru og mesta þurfa
hjúkrun. Eðlilega er þó oft tals-
verður stigsmunur á likamlegu
og andlegu ástandi þeirra 8
gamalmenna, sem á einni og
sömu stofu dveljast, og ógjörn-
ingur er að flytja sjúklingana á
milli, eftir þvi sem ástand þeirra
breytist frá degi til dags, þar sem
öll pláss á stofnuninni eru ávallt
fullsetin. Þó er jafnan reynt að út-
vega þeim, sem ná sér að ein-
hverju ráði, pláss á eins- eða
tveggja manna herbergjum á
hjúkrunardeild eða vistinni, ef
talið er að viðkomandi séu færir
um að flytjast af sjúkradeild.
Þegar sótt er um pláss fyrir karl
eða konu á sjúkradeild, má búast
við, að viðkomandi verði á stofu
með fólki misjafnlega langt
leiddu af likamlegum eða and-
legum hrörnunarsjúkdómum.
,,.. nú máttu þær, sem auðið
var lengra lifs, horfa upp á stall-
systur sinar berjast við dauðann
og sjá hvernig lif þeirra fjaraði
út. A þessari 8-manna stofu var
enginn hreyfiveggur til þess að
draga fyrir rúm hinna sjúku eða
dauðvona....”
Slikir hreyfiveggir eru að sjálf-
sögðu til á stofnuninni, og eru
notaðir, þegar þurfa þykir, en
einnig eru sjúklingar undir
þessum kringumstæðum fluttir i
annað herbergi, þar sem ekki eru
aðrir sjúklingar. Eitt eins manns
herbergi, sem upphaflega var
ætlað til að þjóna þessum tilgangi
sérstaklega, er ávallt setið. Hin
gifurlega eftirspurn eftir plássum
á sjúkradeildinni, eins og á
heimilinu öllu, veldur þvi, að
deildin er nýtt eins og mögulegt
er og allt tiltækt pláss notað. Er
það sama sagan og á öðrum
slikum stofnunum hér i borg.
Ákveðið var á s.l. hausti að
setja brautir i loft til að tjalda
mætti hvert rúm af i þessum fjöl-
býlisherbergjum, sem á sjúkra-
deild D.A.S. eru. Uppsetningu
þeirra var þó frestað, þvi um likt
leiti var hafist handa um að mála
allar vistarverur deildarinnar.
Við það er ekki hægt að vinna
nema takmarkaðan tima á degi
hverjum, þvi ekkert rými er til að
flytja sjúklingana i á meðan,
nema gangarnir.
,,A nefndri sjúkrastofu eru 3
gluggar, vel stórir, en það er
aðeins hægt að opna hluta af
einum glugganum...”
Á f jölbýlisstofum geta
gluggarnir skapað verulegt
vandamál, þar sem sumir sjúk-
fingar vilja stöðugt hafa opinn
glugga, en aðrir, t.d. þeir, sem
næstir eru glugga, vilja hafa hann
sem minnst opinn. Á umræddri
sjúkrastofu hefur það þó ekki
valdið vandræðum, að ekki er
hægt að opna nema einn glugga;
miklu fremur gæti hitt valdið
ágreiningi, hve oft og mikið sá
gluggi ætti að vera opinn.
1 þessu sambandi er rétt að
draga fram og sýna dæmi þess af
hvaða toga „gagnrýni” greinar-
höfundar er spunnin, að ekki sé
talað um sannleiksást.
Hann minnist ekki einu orði á, i
þessu gluggaæfintýri sinu, að vél-
virkur loftræstibúnaður hreinsar
stöðugt loftið á allri deildinni!!
„T.a.m. segist umrædd vist-
kona aldrei hafa fengið soðið (né
steikt) egg.... oft var vistkonan
svöng og i fyrstu bað hún um
meiri mat, en þá var alltaf
svarað, að hann væri ekki til.”
Egg eru iðulega framreidd, og
ekki fær það staðist, að vistfólk
fái ekki nóg að borða, og munu
þeir sem til þekkja telja þetta
furðulega fullyrðingu, þvi þótt að
mörgu megi finna, er matur þar
nægur. Reynt er að koma á móti
séróskum i mataræði og alltaf
gert, ef læknar kveða svo á um. Á
þessum deildum fá þeir egg, sem
þess óska, ef ekkert mælir á móti
frá heilsufarslegu sjónarmiði.
Sérmenntað fólk i matreiðslu
sjúkrafæðis liggur ekki á lausu
hér á landi. Hins vegar má geta
þess að á s.l. hausti fóru 5 karlar
og konur úr starfsliði eldhuss
Hrafnistu á námskeið hjá sér-
fræðingi i tilbúningi sjúkrafæðu.
,,....kom i Ijós, að vistkonunni
var gefinn alltof riflegur
skammtur af tveim tegundum
taflna...”
Aður segir, að öll liðan hafi
verið orðin lakari, melting i ólagi
og hægðateppa mikil, en siðar, að
hún hafi naumast getað haldið i
sér hægðum, væntanlega vegna
ofannefndra taflna. Þetta getur
einmitt verið vandamál, þegar
um ristilsjúkdóm er að ræða, að
hægðir eru ýmist of eða van, og
þarf raunar ekki neinar töflur til.
Breyting sú, sem varð á hægð-
unum, þarf ekki að hafa stafað af
of stórum skömmtum hægða-
lyfja, eins og gefið er i skyn,
heldur gat verið eitt af ein-
kennum sjúkdómsins, svo sem oft
er. Kemur þetta heim og saman
við röntgenmyndir sem teknar
voru af ristli þessarar konu
meðan hún dvaldi á D.A.S.
,,.... ljósmóðirin .... tekur hana
til sin ... gefur henni engar
töflur, en nægan mat og góða
aðhlynningu. Ber þá svo við, að
bati færist yfir vistkonuna, og fer
hún siðan aftur á D.A.S..”
Undarlegt, að konan skyldi
send aftur á D.A.S., úr þvi
aðhlynning hafði verið þar svo
slæm. Það skyldi þó aldrei vera,
að þessi kona hafi upphaflega
verið send á D.A.S. gegn vilja
sinum, og að sálrænar orsakir
hafi verið fyrir bata hennar,
þegar hún var vistuð annars
staðar, og sömu orsakir fyrir þvi,
að henni versnaði á sjúkradeild.
Fólki fellur misjafnlega til-
hugsunin við að fara á sjúkra-
deild, fjarri heimili sinu og
nánustu aðstandendum. Sumum
virðist lika þetta mæta vel, öðrum
fellur það illa og koma á slika
deild þvert gegn vilja sinum.
Hér má skjóta þvi inn i að á
D.A.S. var sett á stofn fyrir
nokkrum árum sérstök millideild,
hjúkrunardeild, m.a. vegna vist-
fólks á D.A.S., sem þurfti
hjúkrunar, meðalagjafa og eftir-
lits með, en gat ekki hugsað sér
vistun á sjúkradeild.
Kemur þetta raunar greinilega
fram, þar sem segir nokkru siðar
„að nú hlakki gamla konan svo
injög til að koma heim.. að hún
grét af gleði, þegar heim kom”!!
„Ykkur veitti ekki af að hafa
einhvern til að lfta vel eftir lfkam-
legri og andlegri liðan sjúkling-
anna hérna”.
Að sjálfsögðu eru hjúkrunar-
konur á vakt allan sólarhringinn,
ásamt aðstoðarstúlkum, og
annast þær sjúklingana.
Það, sem hér hefur verið
svarað af einstökum gagnrýnis-
atriðum, er m.a. byggt á skýrslu
sem yfirlæknir D.A.S. lét stjórn
heimilisins i té vegna þessarar
greinar. Til viðbótar skal þessa
getið: Samkvæmt samningum
sinum eiga læknar heimilisins að
vera til viðtals allt að 3 klst. dag-
lega hvor. Annar fyrir hádegi,
hinn siðdegis, og gildir þetta
fimm daga vikunnar. Alla daga
vikunnar, nætur og helgidaga,
eru þeir til skiptis á svokallaðri
bakvakt, viku i einu hvor. Þá á að
vera hægt að ná i þá hvenær og
hvar sem er. Ef annar fer i fri eða
veikist, ber hinum að gegna
störfum hans. Auk þessa koma
sérmenntaðir læknar reglulega
(háls-, nef- og augnlæknar), og
meinatæknir, nuddkonur, fót-
snyrtikona auk hárgreiðslu-
kvenna eru að störfum reglulega
og daglega.
Er þá komið að þeim kafla
greinarinnar, hvar fram kemur,
að látið er i skina, að stjórnendur
D.A.S. og/eða starfsfólk misfari
með það fé sem vasapeningar er
kallað og greiðist þvi vistfólki,
sem Tryggingastofnun rikisins
greiðir vistgjöld fyrir á slikum
stofnunum.
I sjálfu sér er þetta ekki mál
D.A.S. heldur Tryggingastofn-
unar rikisins, þvi T.R. sér um
greiðslur þessara vasapeninga til
þeirra vistmanna sem þeirra
njóta og annast það fulltrúar T.R.
með aðstoð starfsfólks okkar.
Sá litli hluti, sem ekki er
afhentur strax af ýmsum orsök-
um, er skilinn eftir hjá gjaldkera
Hrafnistu til vörslu og afgreiðslu
og hefur alla tið verið fyllsta og
besta samstarf um þessi mál
milli T.R. og D.A.S.
Og kemur nú rúsinan i pylsu-
endanum sem sýnir það hugar-
far, sem liggur að baki sllkum
skrifum, sem m.a. skapa, visvit-
andi, tortryggni gegn heiðarlegu
og samviskusömu starfsfólki,
sem ekki má vamm sitt vita i
neinu. Ef reynt hefði verið að fá
skýringu á framkvæmd þessa
máls, mátti fá hana með viðtali
við stjórnendur D.A.S., eða
trúnaðarmenn Tryggingastofn-
unar rikisins, en þvi miður réðu i
þessu máli aðrar hneigðir en
sannleiksást og sannleiksleit
greinarhöfundar.
Framkvæmdin er á þann veg,
að trúnaðarmenn T.R. ásamt
starfsfólki D.A.S. afhenda
peningaumslögin til vistfólks, án
þess að krefjast kvittunar, enda
óhægt um fyrir suma. en merkja
við viðkomandi nafn á þeim lista.
sem unnið er eftir.
Siðan tekur skrifstofufólk
Hrafnistu við lista þessum og
þeim umslögum sem ekki hafa
verið afhent og afgreiðir eftir list-
anum, en okkar starfsfólk krefst
að sjálfsögðu kvittunar fyrir þeim
greiðslum sem það afhendir.
Er að furða, þótt leitendur
heiðarleika og mannkærleika, i
gerfi greinarhöfundar og konu
hans, telji sig þurfa að gera að
blaðamáli, á þann hátt sem þau
gerðu, það, sem þau hafa ekkert
vit á, neina vitneskju um, né
nokkurn vilja til að leita sér upp-
lýsinga um?
Frúin sá engar kvittanir, en þá
var þegar búið að afgreiða yfir
90% af þessum vasapeningum til
vistmanna, og það af opinberum
trúnaðarmönnum, sem eru
a.m.k. tveir á ferð i einu, þessara
erinda.
Hitt skal viðurkennt, að starfs-
fólk okkar er gagnrýnið á þá
aðila, sem koma ..utan úr bæ” til
að vitja þessara vasapeninga
gamla fólksins.
Og enn er haldið áfram með
rottunagið. Nú er það gert tor-
tryggilegt að gjaldkeri feli banka
vörslu þess lausafjár sem honum
hefur verið falið til geymslu og
ráðstöfunar.
Til upplýsingar skal þess getið
að fé það, sem „vinsamlegir ætt-
ingjar” ekki vitja þegar um, né
vistmenn sjálfir, er allt lagt á
einn bankareikning i fullu sgm-
ráði við trúnaðarmenn T.R. og
undir eftirliti hins opinbera, lög-
gilta endurskoðanda, sem fylgist
með öllum fjárreiðum D.A.S. og
annarra fyrirtækja Sjómanna-
dagsins. Ef þar er eitthvert fé til
ráðstöfunar að ákveðnum tima
liðnum, væntum við þess, að sá
skilningur verði fyrir hendi hjá
T.R., að það verði nýtt til hjálpar
vistfólki á D.A.S., ásamt þvi fé
sem kemur úr styrktarsjóðum,
sem samtök okkar hafa stofnað
tii.
Skal þá ekki minnst á fjölmargt
sem reynt er að gera fyrir vistfólk
okkar og kostar mikið fé, en
ekkert af þvi er sótt til „hugul-
samra” ættingja þess.
Greinarhöfundur slær vind-
högg, er hann i sambandi við sitt
mál endar grein sina á þeim
orðum, sem sjálfsagt eiga að
skiljast svo, að „ágæti flokksins”
sé haldið fram, þegar ræddar eru
byggingaf ramkvæmdir Sjó-
mannadagssamtakanna.
011 þau ár sem núverandi stjórn
þeirra samtaka og D.A.S.
Hrafnistu hafa starfað saman,
hafa stjórnmál aldrei komið til
umræðu i sambandi við stofnanir
samtakanna. Enda eru þeir sem
eru I stjórninni flokksbundnir
sinn hvorum flokki, eða flokks-
leysingjar.
Sömu sögu er að segja um
æðsta vald þessara samtaka —
Sjómannadagsráð — en i þvi eiga
sæti 32 fulltrúar 13 stéttarfélaga
sjómanna.
Okkur hefur verið legið á hálsi
fyrir að hafa ekki svarað fyrrr
rógsgreininni, sem Þjóðviljinn
tók til birtingar. Þrem dögum
eftir birtingu greinarinnar var
mál þetta tekið fyrir á stjórnar-
fundi og samþykkt að leita þyrfti
Framhald á bls. 13