Þjóðviljinn - 16.05.1974, Blaðsíða 5
Finimtudagur 16. mai 1974. ÞJÓÐVILJINN — StÐA 5
Iðnrekendur verða
að hafa frumkvæði
Stoðar ekki að einblína á stóru mömmu, ríkisvaldið
Magnús Kjartansson, iðnaðar-
ráðherra, fjallaði um stöðu iðnað-
arins á ársþingi Félags islenskra
iðnrekenda, sem hófst I Reykja-
vík i gærmorgun. i fyrstu gerði
ráðherrann i ræðu sinni grein
fyrir þeim meginþáttum sem
höfðu áhrif á þróun og afkomu
iðnaðarins á sl. ári. Fyrsti ræddi
hann aimenna stöðu þjóðarbús-
ins. Fjallaði hann meðal annars
um nauðsyn þess að samtengja
betur en gert hefur verið sjávar-
útveginn og iðnaðinn, þannig að
iðnaðurinn framleiði þær rekstr-
arvörur sjávarútvegsins sem
mestur er ntarkaður fyrir og unnt
er að framleiða hér á landi. Ráð-
herrann lagði áherslu á, að einar
saman breytingar á genginu
ákvarðast mjög einhliöa af sveifl-
um i sjávarútvegi, það gæti kom-
ið niður á öðrum atvinnugreinum
þar sem svciflur væru minni.
Þjóðviljinn birtir hér á siðunni
þann hluta i ræðu iðnaðarráð-
herra, sem fjallaði um rekstrar-
afkomu iðnaðarins og skyld mál.
Enn má oft heyra þær raddir
að iðnaður hérlendis berjist stöð-
ugt i bökkum og það sé litil fram-
tið i þvi að vera að basla i iðn-
rekstri. Hagtölur iðnaðarins stað-
festa ekki þennan barlóm, þær
eru miklu fremur til marks um
vöxt og viðgang og næsta stöðuga
afkomu. Það er nú einu sinni svo
að iðnaður er ekkert gullleitar-
ævintýri, og hugsunarháttur hins
skjótfengna gróða fellur illa að
þörfum hans. Þvi skapast iðnað-
arauður ekki af neinum óvæntum
höppum, heldur af stöðugleika og
framsýni.
Litum á nokkrar tölur. Hlutur
vergs hagnaðar fyrir skatta mið-
að við vergar tekjur nam 6% árið
1972 en er áætlaður 4,8% fyrir árið
1973. Þessi versnandi afkoma
stafar fyrst og fremst af vand-
kvæðum útflutningsiðnaðarins
eins og ég gat um áðan. Sama
hlutfallsstærð var 4,4% fyrir út-
flutningsiðnað 1972 en 1,9% i
fyrra. Ég hef áður vikið að þvi að
þessi vandkvæði útflutningsiðn-
aðar eru i senn afleiðing af hag-
sveiflum og veilum i skipulagi, og
leiðir til úrbóta verða að vera i
samræmi við þær forsendur.
42,8% aukning sl. ár
Þrátt fyrir þessa erfiðu afkomu
jókst útflutningur iðnaðarvara,
án áls og kisilgúrs, um 42,8% i
fyrra, en það verður að teljast
mjög álitlegur árangur. Er ljóst
af þessu að vaxtarmöguleikar út-
flutningsiðnaðar eru miklir ef
ötullega er að unnið og rétt haldið
á málum. Framleiðsluaukning i
útflutningsiðnaði er talin hafa
numið 17—18%, og er þá bæði áli
og barnamold sleppt. Almenn
iðnaðarframleiðsla mun hafa
aukist um 8% á siðasta ári.
Vinnuafl i almennum iðnaði er nú
um 14.500 mannár. Auðvelt er að
lesa þróun iðnaðarins út úr mann-
aflaskýrslum. Árið 1966 var um
að ræða 12.030 mannár i almenn-
um iðnaði, en sú tala var fallin
niður i 11.145 árið 1968. Siðan hef-
ur hins vegar orðið næsta stöðug
framþróun i iðnaði og mest i þeim
greinum sem stunda útflutning.
Stórfelld mismunun
Eins og ég oft hef vikið að áður
er atvinnuvegum á Islandi mis-
munað og vantar enn mikið á að
iðnaður njóti jafnréttis, þótt veru-
leg stefnumörkun i þá átt hafi
orðið á siðustu árum. Mig langar i
þessu sambandi að nefna smá-
dæmi um mismunandi aðstöðu i
sjávarútvegi og iðnaði. Hér er um
að ræða a.fskriftareglur iðnaðar
annars vegar og sjávarútvegs
hins vegar eða öllu heldur hvern-
ig afskriftareglur og fjármögnun
tengjast. Verksmiðjuhús eru af-
skrifuð um 4—10% árlega, en vél-
ar hafa 8—12% afskriftahlutfall.
Skip eru hins vegar afskrifuð á
rúmum fjórum árum. Við þetta
bætist sú staðreynd að skip eru
endurseljanleg að loknum af-
skriftatima, en það á miklu siður
við um vélar. Þetta skiptir þó
ekki meginmáli. Afskriftatimi i
iðnaði virðist almennt hæfilega
langur. Fjárfesting i iðnaði, t.d.
upp á 40 miljónir króna, er að
jafnaði fjármögnuð með löngu
láni að einum þriðja eða sem
svarar um 13 milj. kr. Afborgun-
artimi lána og afskriftir falla hér
nokkuð vel saman, þvi að löng lán
fjárfestingarsjóða iðnaðarins
taka mið af afskriftareglunum.
Allt öðru máli gegnir um afskrift-
ir af skipum. A skip smiðað inn-
anlands sem kostar 40 miljónir
króna fæst 30 milj. kr. lán frá
Fiskveiðasjóði, auk allt að sex
milj. kr. frá Byggðasjóði og Iðn-
lánasjóði á svipuðum kjörum.
Skipið er þannig borgað niður á 18
árum en afskrifað að fullu á rúm-
um fjórum árum. Auk þess er
söluhagnaður afskrifaðra skipa
skattfrjáls. Af þessu hlýst að
sjálfsögðu stórfelld mismunun,
og er ekki að undra þótt slikt kerfi
tryggi ýmsum dágóð efni, enda
þarf rekstrarafkoma skips aðeins
að standa i járnum til þess að eig-
andinn hagnist samt mjög veru-
lega. Þetta er glöggt dæmi um
það hvernig mismunun i löggjöf
hefur bein áhrif á fjárfestingu og
atvinnuþróun i landinu.
lönaður í örum vexti
1 vetur voru samþykktar á Al-
þingi breytingar á tollskrá, þar
sem tollar af fjárfestingar- og
rekstrarvörum voru lækkaðir
verulega og afnumdir algerlega
af mikilvægustu vélum og tækj-
um til iðnaðarnota. Auk þess voru
gerðarýmsar leiðréttingar á toll-
flokkun einstakra vörutegunda,
tollnúmerum skipt upp o.fl. Þá
var gerð áætlun um lækkun al-
mennra tolla á verndarvörum
gagnvart löndum, sem standa ut-
an EFTA og EBE. Tollabreyting
sú sem lögfest var i vetur er mjög
mikilvægt skref i þá átt að jafna
aðstöðú iðnaðarins gagnvart öðr-
um atvinnuvegum og erlendri
samkeppni. Sú meginstefna sem
mótar lögin er að minu mati rétt
og ber að fylgja henni fram við
næstu áfangabreytingu árið 1976.
Almennt séð er staða iðnaðar-
ins traust, og erfiðleikar hans að-
eins timabundnir ef rétt verður á
haldið. Iðnaður landsmanna er i
stöðugum og öruggum vexti og
náðst hefur álitlegur árangur i
auknum útflutningi iðnaðarvarn-
ings. Hins vegar biða mörg að-
kallandi verkefni innan seilingar,
og vil ég fara um það nokkrum
orðum.
Þegar mér var falið að taka við
stjórn iðnaðarráðuneytisins lágu
þar fyrir skýrslur sérfræðinga
um stöðu ýmissa iðngreina.
Ráðuneytið setti þá þegar á lagg-
irnar nokkrar iðngreinanefndir i
þvi skyni að hefja framkvæmd á
tillögum sem mælt hafði verið
með. Nefndir þessar unnu gott
starf sem viða hefur skilað veru-
legum árangri nú þegar, en þeim
var aldrei ætlað að vera langlifar.
Iðritæknistofnun
íslands
Þegar iðnþróunaráætlunin var
tilbúin stofnaði ráðuneytið iðn-
þróunarnefnd til þess að grand-
skoða áætlunina og hefja fram-
kvæmdir samkvæmt henni. Þessi
nefnd tók einnig við verkefnum
iðngreinanefndanna sem lagðar
voru niður. Hefur hún þrjá starfs-
menn og vinnur undir forustu dr.
Vilhjálms Lúðvikssonar. Ég sé
þess þegar merki að þessi nefnd
muni verða mjög athafnasöm og
aðstoða við að marka braut stór-
aukinnar iðnþróunar á Islandi.
En þessari nefnd er ekki heldur
hugað eilift lif. Við starfi hennar
tekur siðar að verulegu leyti Iðn-
tæknistofnun Islands, en frum-
varp um hana lá fyrir siðasta
þingi en fékkst þvi miður ekki af-
greitt vegna þeirrar pólitisku
sjálfheldu sem þar var i vetur.
Ég álit stefnu þá sem frum-
varpið markar skipta sköpum um
framtiðarþróun iðnaðar hérlend-
is. Islensk fyrirtæki eru svo litil
og vanmegnug, að þau geta ekki
af eigin rammleik séð fyrir allri
þeirri fjölþættu þjónustu- og
rannsóknarstarfsemi sem er nú-
timaiðnaði óhjákvæmileg nauð-
syn. Þær stofnanir sem nú starfa i
þágu iðnaðarins geta ekki að ó-
breyttu annast nema hluta þeirra
margvislegu verkefna, sem Iðn-
tæknistofnuninni er ætlað að
leysa.
Iðntæknistofnun Islands á fyrst
og fremst að stuðla að þvi að auka
samkeppnishæfni þess iðnaðar
sem til er I landinu, og búa i hag-
inn við þróun nýrra iðngreina. Til
þess að svo megi verða er einnig
þörf mjög umfangsmikilla breyt-
inga i rekstri fyrirtækja bæði á
sviði stjórnunar og framleiðslu.
Iðntæknistofnuninni er ætlað að
veita fyrirtækjum og iðnaðinum i
heild margs konar þjónustu sem
hann nýtur nú ekki eða j litlum
mæli. Þannig á þessi stofnun að
verða i senn tæki iðnaðar og
stjórnvalda, einkum á sviði fram-
leiðslu.
Útf lutningsmiðstöð
iðnaðarins
önnur stofnun sem þegar er til
er einnig mikilvægt iðnþróunar-
tæki, en þar á ég við Útflutnings-
miðstöð iðnaðarins. Eg rel að á-
stæða sé til að gera ýmsar breyt-
ingar á starfsemi þeirrar stofn-
unar með hliðsjón af reynslu sið-
ustu ára og auka verksvið henn-
ar. Það væri t.a.m. ekki óeðlilegt
að slik stofnun veitti beina aðstoð
við sölu vörunnar i stað þess að
vera eingöngu upplýsingamiðl-
ari.
Sölumál iðnaðarins á erlendum
mörkuðum þurfa gagngerrar
endurskoðunar við. Má i reynd
segja að þessi mál séu mjög i
molum, t.d. i ullarvöruiðnaði, en
það getur haft mjög alvarlegar
afleiðingar fyrir iðngreinina.
Hugsanlegt væri að koma upp
deildum við Útflutningsmiðstöð-
ina eða stofnun i likingu við Sölu-
stofnun lagmetis, sem annaðist
sölustarfsemi erlendis fyrir fyrir-
tæki innan sérstakra iðngreina.
Þessi mál þarf að taka föstum
tökum strax eftir myndun nýrrar
rikisstjórnar i sumar, af þvi að
þau þola enga bið.
Annað mál sem leysa þarf án
tafar er söluskattsmálið, en iðn-
aðinum er mikil nauðsyn að tekið
verði upp virðisaukaskattkerfi
svo fljótt sem auðið er.
1 sambandi við umtal um fram-
tiðarþróun iðnaðar hefði verið
skemmtilegt að fjalla nokkuð um
ný iðnþróunarverkefni sem unnið
hefur verið að á vegum ráðuneyt-
I isins, en mál mitt er þegar orðið
j svo langt að þess er ekki kostur.
Má ég aðeins minna á þörunga-
vinnsluna sem nú er á fram-
kvæmdastigi, starfsemi gosefna-
hópsins sem miðar að þvi að nýta
perlustein, basalt, vikur og hraun
til iðnaðarframleiðslu og hefur
þegar unnið merkileg undirbún-
ingsstörf. Þá er sjóefnavinnslan á
Reykjanesi tvimælalaust mjög á-
litlegt fyrirtæki, og framundan
biða okkar þau risavöxnu verk-
efni að nýta orkulindir okkar i si-
vaxandi mæli til þess að flytja út
orku i formi vöru sem framleidd
verður i islenskum'fyrirtækjum
sem starfa i einu og öllu sam-
kvæmt islenskum lögum. En ætli
það sé ekki rétt — svona skömmu
fyrir kosningar — að lofa þvi að
ég muni fjalla nánar um þau stór-
mál á næsta þingi iðnrekenda!
Stoðar ekki að einblína
á stóru mömmu!
Islenskur iðnaður stendur nú á
timamótum. Gera verður stórá-
tak ef hann á að geta staðist þá
friverslun sem afnám tolla árið
1980 hefur i för með sér.
í skýrslum sérfræðinga er full-
yrt að framleiðni islensks iðnaðar
sé helmingur eða tveir þriðju
hlutar af framleiðni i norskum
iðnaði. Þótt ég dragi þessar
niðurstöður nokkuð i efa og telji
forsendur þeirra hæpnar i sumum
greinum, er ég ekki i nokkrum
vafa um að enn skortir mikið á að
samkeppnishæfnin sé nægileg —
þar er um að ræða mjög verulegt
svigrúm sem iðnaðurinn verður
að nýta til hlitar tii þess að leysa
vandamál sin. Áhrifanna af
EFTA-samningunum er litið farið
að gæta enn, að öðru leyti en þvi
að hendur stjórnvajda eru
bundnar af samningum og sér-
stakar ráðstafanir i þágu iðnaðar
erfiðleikum bundnar. Við verðum
að gera okkur ljóst að yfir sumum
iðngreinum vofir sú hætta að þær
lifi ekki af árið 1980, og aðrar sem
hafa ótvirætt vaxtarmegn þurfa
að taka sig mjög á og hefjast
handa án tafar. Frumkvæðið
verður að vera i höndum iðnrek-
enda sjálfra — það stoðar ekki að
einblina i sifellu á stóru mömmu,
rikisvaldið — en mér finnst það
frumkvæði iðnrekenda enn allt of
takmarkað. Andvaraleysi er
hættulegur eiginleiki nú á dögum
þegar gildran getur beðið við
næsta götuhorn. Ein helsta rétt-
læting einkaframtaksins á að
vera hvatinn og það frumkvæði
sem hann stuðlar að. Ef það
frumkvæði skortir og forsjá rikis-
ins þarf sifellt að koma til er kerf-
ið ekki i samræmi við veruleik-
ann.
ótryggt ástand
Mikil efnahagsleg og pólitisk
vandkvæði steðja nú að helstu
viðskiptalöndum okkar austan
hafs og vestan. Viða eru við völd
valtar minnihlutastjórnir, en átök
og deilur um stefnur og markmið
eru harðar og óvægilegar. Þetta
ástand hefur einnig óhjákvæmi-
leg áhrif á okkur tslendinga, hag-
kerfi vesturianda eru svo sam-
tengd að hræringar i einu landi
koma fram i öðru.
Innan Efnahagsbandalagsins
eiga sér stað miklar sviptingar
eins og við mátti búast. Fjölþjóð-
legir auðhringir gerast sifellt at-
hafnasamari og hafa sölsað undir
sig heilar atvinnugreinar sumra
landa. Glundroðinn i Danmörku
er t.d. óvéfengjanleg afleiðing
þess að landið gerðist aðili að
Efnahagsbandalagi Evrópu, þvi
að það reynist ógerlegt að stjórna
efnahagsíifi eins lands og tryggja
þjóðlega hagsmuni þess sem
leiguliði i bandalagi alþjóðlegra
einokunarhringa. Ég fæ ekki bet-
ur séð en nú sé allra veðra von i
hagkerfi helstu viðskiptalanda
okkar, og við verðum að hafa
nána gát á öllum þeim hræring-
um og búa okkur undir nauðsyn-
leg viðbrögð hverju sinni.
Verðum að tryggja
efnahagslegt sjálfstæði
Um þetta ótrygga ástand væri'-
margt hægt að ræða, en hér er
hvorki staður né stund til þess.
Eitt held ég þó að sé alveg
ljóst. Við verðum að tryggja
sjálfstæði okkar, jafnt á
sviði efnahagsmála sem stjórn-
mála, við megum ekki ánetj-
ast neinni svokallaðri stórri
heild, við megum ekki veita nein-
um erlendum aðilum þá aðstöðu i
landi okkar að þeir geti sett okkur
stólinn fyrir dyrnar. Með þessu er
ég ekki að boða neina einangrun-
arstefnu, við verðum að sjálf-
sögðu að hafa hina margvislegu
samvinnu við aðra, jafnt á sviði
viðskipta og við þróun nýrra iðn-
greina. En við verðum óhjá-
kvæmiiega að tryggja að hið
raunverulega ákvörðunarvald
verði ævinlega i höndum okkar
sjálfra. Þetta á ekki sist við um
iðnaðinn sem verður á ókomnum
árum æ traustari undirstaða þess
sjálfstæða og frjálsa þjóðfélags
sem við viljum lifa i.
Orkustofnun
óskar að taka á leigu nokkrar
jeppabifreiðar
Upplýsingar i sima 21195 kl. 9 til 10 næstu
daga.
Sveitarstjóri
Starf sveitarstjóra Blönduósshrepps er
laust til umsóknar. Umsóknarfrestur til
10. júni n.k. Umsóknir sendist oddvita
Blönduósshrepps.
Hreppsnefnd Blönduósshrepps.
Úr ræðu
Magnúsar
Kjartanssonar WW
á ársþingi
iðnrekenda 3R9
í gær / - /