Þjóðviljinn - 16.05.1974, Blaðsíða 1
RO
UOÐVIUINN
Fimmtudagur 16. mai 1974—39. árg. —76. tbl.
(<R0ll)
ÞAÐ BORGAR SIG
AÐ VERZLA í KRON
k - á
Frá ársþingi iðnrekenda:
37 miljónir endurgreiddar
Magnús Kjartansson, iðnaðar-
ráðherra sagði á ársþingi iðnrek-
enda i gærmorgun, að siðasta ár,
1973, hafi verið íslendingum hag-
stætt i heild. Kaupmáttur ráðstöf-
unartekna jókst um 3—4%, haföi
aukist um 15,5% 1971 en 12,5%
1972. En það sem mestum vand-
kvæðum olli var þenslan og þær
afleiðingar, sem hún hafði i för
með sér m.a. i gengismálum.
Hagsveiflur á islandi stafa flestar
af sveiflum i sjávarútveginum.
Engum stjórnarvöldum hefur enn
tekisl að milda svo áhrifin af
þeim sveiflum, að hagkerfið þró-
ist á stöðugan hátt, en taki ekki
stökk eins og hingað til.
Til þess að mæta þeim vanda
sem þessar staðreyndir hafa i för
með sér fyrir útflutningsiðnaðinn
var ákveðið að endurgreiða út-
flutningsfyrirtækjum söluskatt og
tolla af fjárfestingarvörum og
öðrum aðföngum, i formi metinn-
ar endurgreiðslu, sem nam 37
milj. kr., 2,5% af heildarútflutn-
ingi. Fyrirhugað hefur verið að
hafa svipaðan hátt á i ár eða þar
til tekið hefur verið upp virðis-
aukakerfi hérlendis.
1 ræðu ráðherrans kom fram að
tap i útflutningsiðnaði hafi i árs-
lok 1973 verið áætlað 64 milj. kr.,
en ofangreind endurgreiðsla var
til þess ætluð að jafna þennan
mun.
Frá ræðu iðnaðarráðherra seg-
ir annars á 4. siðu blaðsins i dag.
Islensk
alþýðulist
Sjá grein og myndir á
bls. 7.
braskmarkaður, þar sem verðið
er ákaflega breytilegt og óút-
reiknanlegt. Þegar ástandið i
oliumálunum var verst i vetur,
voru mörg dæmi um margfalt
verð á þorð við það hæsta sem
skráð vár i Suður-Ameriku og So-
Framhald á 14. siðu.
Mjög vel
horfir
með salt-
fisksölu
Mjög vel horfir nú með sölu
á þcim saltfiski sem til er i
landinu en það voru um 26
þúsund tonn um siðustu mán-
aðamót, sem er nokkuð svipað
þvi sem var á sama tima i
fyrra, kannski heldur minna.
Að þvi er Tómas Þorvalds-
son formaður SIF tjáði okkur i
gær hefur SÍF þegar tilboð i
þetta magn, en á morgun
(föstudag) fara forráðamenn
SIF til Italiu til að gera þar
sölusamninga, en þar i landi
er greitt einna hæst verð fyrir
saltfiskinn um þessar mundir.
Tómas sagði að verð á salt-
fiski hefði hækkað verulega i
vetur, en ekki vildi hann segja
neitt um það fyrr en hann
kemur til baka úr Italiuferð-
inni.
Tómas taldi likur á, að i ár
yrði meira fullverkað af salt-
fiski en i fyrra, en fyrir full-
verkaðan fisk fæst auðvitað
mun bPtra verð en fyrir blaut-
fiskinn. —S.dór
Björn Th. tekur hér útskorna rúmfjöl úr umbúðunum. „Fagur gripur,” sagði Björn. (Ljósm. S.dór)
Nú hefur Morgunblaðið upp-
götvað það, að oliusamningarnir
við Sovétrikin séu óhagstæðir.
Það er nú vist ekki nýtt að það
blað, sem i gegnum persónu og
eignir Geirs Haligrimssonar er
tengt oliuhringnum Shell og um-
boðsfyrirtæki hans á ísiandi,
Skeljungi, finnist ieiðinlegt að
hafa ekki frjálsar hendur um
oliukaup á vestrænum mörkuð-
um. Um þessar mundir berast
nefnilega fréttir um það, að
helstu oliuhringarnir hafi aukið
ágóða sinn um 72% á fyrsta fjórð-
ungi þessa árs miðað við sama
tima i fyrra. Vissulega fylgir oliu-
verðið hjá Sovétmönnum megin-
sveiflunni á vestrænu mörkuðuú-
um, og islendingar verða þvi að
greiða oliuna miklu dýrara verði
nú cn áður, — en hvílík fyrn að
það skuli ckki vera Shell og slik
dýrðarfyrirtæki úti i hinum vest-
ræna heirni sem fá að græða á
þeim verðhækkunum!
Nú er umkvörtunarefni Morg-
unblaðsins það, að verðið hjá So-
vétmönnum skuli ekki fylgja
verðskráningunum i Rotterdam i
Hollandi, þeirri miklu umskipun-
arhöfn vestrænna oliuhringa.
Hingað til hefur það ekki heyrst
frá ábyrgum forsvarsmönnum
oliuverslunarinnar að þeir kysu
frekar dagsprisana i Rotterdam
en þær hægfara breytilegu skrán-
ingar sem þeir sjálfir eiga hlut að
samningum um við Sovétmenn.
Oliumarkaðurinn i Rotterdamer
Ekkert lyf dýrara
en 200 krónur
Nýstárlegt fyrirkomulag á niðurgreiðslum
Innlend lyfmunu kosta 125 kr.,erlend 200
Lyf, afgreidd eftir lyf-
seðli, verða eftirleiðis seld
með næsta nýstárlegu
niðurgreiðsluformi.
Sfðasta daginn sem al-
þingi sat var samþykkt
st jórnarf rumvarp um
lyfjasölu, þar sem segir,
að öll lyf, afgreidd eftir
lyfseðli, verði eftirleiðis
seid gegn ákveðnu gjaldi.
Innlend lyf munu þannig
kosta 125 krónur úr lyfja-
búð, en erlend lyf munu
kosta 200 krónur, og sagði
Almar Grimsson í heil-
brigðisráðuneytinu, að
skipti þá engu um hve mik-
ið magn af hverju lyfi væri
að ræða.
Heilbrigðisráðuneytið hefur
samið reglugerð um þessa niður-
greiðslutilhögun og er sú reglu-
gerð nú hjá Tryggingastofnun
rikisins til umsagnar, en Almar
bjóst við að lyfsala eftir þessu
nýja fyrirkomulagi myndi hefjast
fljótlega, ekki seinna en i júni.
Almannatryggingar munu
greiða verðmismun á hverju lyfi,
þannig að neytandi þarf aldrei að
greiða nema 200 krónur fyrir lyf
sin.
Þau lyf, sem tryggingarnar
hafa hingað til greitt að fullu,
verða og greidd að fullu eftirleið-
is. —GG
OLÍUVERÐ:
Braskið í
Rotterdam
hagstæðra?