Þjóðviljinn - 16.05.1974, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 16.05.1974, Blaðsíða 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 16. maí 1974. MOWIUINN MALGAGN SÓSÍALISMA VERKALYÐSHREYFINGAR OG ÞJÓÐFRELSIS. Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann Kitstjórar: Kjartan ólafsson Svavar Gestsson (áb) Fréttastióri: Evsteinn Þorvaldsson Ritstjórn, afgreiðsla. auglýsingar: Skólav.sl. 19. Simi 17500 (5 linur) ;Prentun: Blaðaprent h.f. JOÐSÓTT Nú virðist útlit fyrir að kjósendur fái að velja um marga lista i alþingiskosningun- um; að þeim fjölgi verulega frá borgar- stjórnarkosningunum. Kjördagurinn verði einna likastur allsherjarkrambúð þar sem margir flokkar og margir listar keppast við að sverta hver annan sam- viskusamlega — og kjósendur keppast við að reyna að átta sig á ósköpunum. En þrátt fyrir allt er valið ákaflega einfalt — að minnsta kosti fyrir vinstri menn. Eins og menn muna klauf Hannibal Valdimarsson sig út úr Alþýðubandalag- inu á sinum tima til þess að sameina. Sameiningin tókst ekki betur en svo, að Hannibal stofnaði með hjálparkokkum nýjan stjórnmálaflokk. Hann klauf siðan þann flokk tvivegis — i bæði skiptin til þess að reýna að sameina;og hann mun klofna i frumeindir áður en langt liður. I Reykja- vik og á fáeinum stöðum öðrum hefur tek- ist með harmkvælum að búa til svokallaða J-lista; gárungar segja að hinn mikli sam- einingarmaður og flokkakljúfur hafi tekið joðsótt! Sameiningarhugsjónirnar á joð- listanum i Reykjavik blómstra með þeim sérkennilega hætti að þar reynir hvor aðil- inn um sig að niða skóinn niður af hinum. Alþýðuflokksmenn hafa við orð að kjósa einhverja aðra flokka vegna þess að kjós- endur Samtaka frjálslyndra tryggi Alþýðuflokknum borgarfulltrúa i kosn- ingunum. Við þetta bætast svo hatramm- ar deilur innan þess brots Samtaka frjáls- lyndra og vinstrimanna sem enn er eftir, og er enn ekki séð hvernig þeim lyktar. Sumir spá þvi, að útkoman verði allskonar undarlegir framboðslistar, sumir vilji joð-joð-lista. Allir vita hvernig innanflokksástandið hefur verið á undanförnum mánuðum i Framsóknarflokknum. Og til viðbótar við alla súpuna, sem beint og óbeint á rætur að rekja til hins mikla sameiningarmanns Hannibals Valdimarssonar, kemur svo hópur ofsatrúarmanna með Mao sjálfan i broddi fylkingar. En kjósendur eiga, sem fyrr segir, auð- velt val. f landinu er til einn heilsteyptur vinstriflokkur, flokkur sem með starfi sinu i rikisstjórn á siðustu árum hefur sýnt að honum er treystandi til þess að fram- kvæma vinstristefnu. Þessi flokkur er að sjálfsögðu Alþýðubandalagið. Vinstri menn hljóta þvi að fylkja sér um Alþýðu- bandalagið i þeim kosningum sem i hönd fara. Vinstrimenn hafa nú reynslu af þvi hversu varasamt það getur verið að eyða atkvæðum sinum á klofningslista og flokksbrot—ekki sist ef forsvarsmennirn- ir segjast vera sameiningarmenn. Þeim mun hærra sem þeir menn tala um sam- einingu þeim rnun tiðar gengur klofnings- öxin, það var kannski táknrænt að öxin var kosningamerki hannibalista i al- þingiskosningunum 1967. Þegar fjallið tók jóðsótt fæddist mús. Menn eyða ekki atkvæðum á mýs. FORUSTA ALÞÝÐUBANDALAGSINS Ellilifeyrir hefur hækkað um 149—285% á valdatima núverandi rikisstjórnar. Á sama tima hefur visitala framfærslu- kostnaðar hækkað um 56%. Þessar stað- reyndir þurfa allir að gera sér Ijósar og þeir þurfa lika að vita, að i þessum efnum hafa ellilifeyrisþegar og öryrkjar notið forustu Alþýðubandalagsins, Magnúsar Kjartanssonar, tryggingaráðherra, og að- stoðarmanns ráðherra, öddu Báru Sigfús- dóttur. Utanríkis- stefna Vestur- Þjóðverja óbreytt BONN 14/5 — Hans-Dietrich Genscher, sem verður utanrikis- ráðherra i hinni nýju samsteypu- stjórn krata og frjálsdemókrata i Vestur-Þýskalandi, sagði i dag að nýja stjórnin myndi ótrauð halda áfram sáttastefnu Brandts við Austur-Evrópu. Hinsvegar sagði Genscher að kommúnismanum yrði ,,hent fyrir borð i innanrikis- málum sem hugmyndafræði fjandsamlegri frelsinu”. Þrátt fyrir þetta fasistaorð- bragð fullyrðir Genscher þessi að hann sé ihaldsandstæðingur, en hann er i flokki frjálsdemókrata, milliflokki Vestur-Þýskalands. Lýðræðis- legust leið Stjórn SHl gerði eftirfarandi ályktun á fundi sinum 12. mai 1974: „Stjórn Stúdentaráðs Háskóla Islands visar á bug þeim áróðri, að þingrof Ólafs Jóhannessonar forsætisráðherra hafi verið valdarán. Við þær aðstæður sem skapast höfðu á Alþingi var ekki um lýðræðislegri möguleika að ræða en að efna til kosninga sem fyrst. Þingrofið var þar með ekki einungis fullkomlega lögmæt heldur sjálfsögð og eðlileg aðgerð til að tryggja þjóðinni rétt hennar að leggja dóm á stefnumið og framkvæmdir rikisstjórnarinnar. Um leið vill stjórn SHl minna rikisstjórnina á málefnasamning hennar og þau fyrirheit sem hún gaf verkalýðnum þar og allri al- þýðu manna. Rikisstjornin hefur ekki umboð til annarra aðgerða en þeirra sem eru i samræmi við þá nafngift sem hún hefur gefið sjálfri sér, að vera „rikisstjórn hinna vinnandi stétta”. eftir Þórð Breiðfjörð Leikstjóri: Brynja Benediktsdótdr Leikmynd: Sigurjón Jóhannsson Tónlist: Atli Heimir Sveinsson Þórður Breiðíjörð er löngu þjóðkunnur fyrir hinar fjörlegu útsendingar út útvarpi Matthild- ar, sem oft hafa lyft geði manna með ábyrgðarlausu og fáránlegu skopi, sem raunarhittioft i mark. Allir sem hafa skemmt sér við fyndni Þórðar hafa eflaust beðið með eftirvæntingu eftir fyrsta leiksviðsverki hans, en þvi miður verður undirritaður að segja það eins og er, að hann a.m.k. varö fyrir allmiklum vonbrigðum. Það kemur i ljós að þeir höf- undarkostir Þórðar sem oft urðu til svo mikillar kátinu i örstuttum útvarpsþáttum hans, þ.e. hug- kvæmni i smið fimmaura- brandara og næmt nef fyrir þvi fáránlega i fari einstaklinga og þjóðfélags, nýtast ekki sem skyldi þegar kemur til þess að semja leikrit af fullri lengd. Það er eins og öll orka Þórðar hafi i þetta skipti farið i það að semja sögu- þráðinn, sem verður að visu bæði flókinn og fáránlegur, en ein- hvern veginn of langsóttur og þvælinn til þess að vera verulega skemmtilegur. A hinn bóginn mótar afar litið fyrir skýrum dráttum i persónusköpun; per- sónur eru ósköp flatar og litlaus- ar, nema þá helst gamalmennið Heljarskinn, sem Baldvin Hall- dórsson gerir einkar liflegan. Sjö- menningarnir i eiginhagsmuna- klikunni eru hver öðrum likir og fundir þeirra dauflegir. Brodd- borgaramæðgurnar (Herdis Þor- valdsdóttir og Geirlaug Þorvalds- dóttir) eru gamalkunnar persón- ur sem gengið hafa aftur i fjöl- mörgum leikritum af svipuðu tagi. Að visu verður ekki með nokkru móti sagt að jólasveinninn sé ekki frumleg og sérstæð persóna, og atriðið þegar hann er kynntur fyrir fjölskyldunni er verulega fyndið. Hins vegar er sú skritla teygð heidur mikið á langinn. Adeila þessa leikrits beinist gegn gamalkunnum skotmörk- um, og þá fyrs.t og fremst hinni þrælslungnu fjárplógskliku sem teygir arma sina um gervallt þjóðfélagið. Þessa ádeilu vantar þó sárlega brodd, ekki vegna þess að fyrirbærið sem ráðist er að sé ekki i fullu fjöri og vel árásar maklegt, heldur vegna hins að árásin er svo skelfing veikluleg, langsótt og fjarstæðukennd. Svo virðistsem ádeila af þessu tagi sé ekki hin sterka hlið Þórðar Breið- fjörð, og mundu kraftar hans lik- lega nýtast betur til samningar reviu er byggðist á stuttum atrið- um. Hitt er svo annað mál að þessi sýning á sinar skemmtilegu hlið- ar. Einstaka atriði og tilsvör vekja kátinu, en ekki er minnst um vert ágæta og fjörmikla leik- stjórn, framúrskarandi sviðs- mynd, skemmtilega tónlist og prýðilegan leik. Þau þremenning- arnir Brynja, Atli Heimir og Sig- urjón hafa áður starfað saman með frábærum árangri að Lýsi- strötu og sýndu nú enn hvað i þeim býr. Leikmynd Sigurjóns er bæði skemmtilega löguð að leikn- um og veitir mikla möguleika til hreyfingar, og auk þess snjöll skopmynd af borgaralegu nú- timaheimili. Aldrei þessu vant er hringsvið leikhússins raunveru- lega nýtt, og Brynja hefur notfært Geirlaug Þorvaldsdóttir og Herdis Þorvaldsdóttir I hlutverkum sinum. sér það til að skapa sem mesta hreyfingu á sviðinu, til þess að vega upp á móti hæggengni text- ans. Atli Heimir á hér einnig góð- an hlut að máli, og eru tvö af lög- um hans undirstaða skemmtileg- ustu atriðanna i sýningunni, klikukórsins og lokakórsins, sem hvort tveggja eru slungnar skop- stælingar. Það er raunar nokkuð erfitt að sjá nákvæmlega hver ætlunin var með þessu leikriti. Ef hún var sú að skrifa beinskeytta árás á fjár- plógsklikur auðvaldsþjóðfélags- ins, þá missir sú árás marks. Ef ætlunin var einvörðungu að skrifa skemmtilegan farsa, þá er hann tæplega nógu skemmtilegur. Þórður Breiðfjörð ætti að athuga sinn gang betur næst. Sverrir Hólmarsson. Þjóðleikhúsið sýnir Eg vil auðga mitt land

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.