Þjóðviljinn - 16.05.1974, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 16.05.1974, Blaðsíða 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 16. mai 1974. Fimmtudagur 16. mai 1974. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 9 Fólker yfirleitt ánægt meö síðustu kjarasamninga þótt sumu finnist hækkanirnar koma fljótt yfir, sagöi Sigurður Lárusson formaöur verkalýösfélagsins í Grundarfiröi Við höfðum beðið Sigurð Lárusson formann verka- lýðsfélagsins í Grundar- firði að spjalla við okkur smástund/ þar sem hann var að vinna í f rystihúsinu, en Sigurður bað okkur bíða til kl. 19 að hann hætti vinnu. Þá bauð hann okkur heim til sín i kvöldmat og í góðu yfirlæti spjölluðum við svo saman fram eftir kvöldinu. Og þar sem Sig- uröur er formaður verka- lýðsfélagsins spurðum við hann fyrst hvort hann og félagar hans í félaginu væru ánægðir með nýgerða kjarasamninga. — Já, maöur er svona sæmi- lega ánægöur með samníngana. Það eru i þeim atriði sem ústæða er til að vera ánægður með. Mér er þá efst i huga kauptryggingin fyrir konur sem vinna i frystihús- um. Þetta er ótrúlega mikils virði og full ástæða var til þess að berj- ast til þrautar fyrir þessu. Kaup- tryggingin á eftir að breyta miklu fyrir konurnar i framtiðinni. Hitt er svo annað mál að maður er litið hrifinn af þvi hve fljótt all- ar hækkanir dynja yfir og maður óttast að bróðurparturinn af þeim kjarabótum sem fram fengust muni eyðast of fljótt. — Þar sem þú ert fæddur og uppalinn i Grundarfirði getur þú sagt mér alla sögu þorpsins Grundarfjarðar. — Já, ég ætti að geta það, þvi að ég hef séð það vaxa allt frá þvi að fyrsta húsið var byggt hér. Þar sem þorpið stendur nú var hreint ekki neitt fyrr en árið 1943, að fyrsta húsið var byggt. Þá var byggð hér hraðfrvstistöð og kringum hana fóru svo að risa ibúöarhús þeirra sem þar höfðu atvinnu og eins þeirra sem héðan reru. Siðan kom þetta hægt og hægt og alltaf fjölgaði fólkinu og húsunum uns þetta var orðið dá- litið þorp sem siðan hefur stöðugt vaxið og er nú með um 700 ibúa. Þó var það svo að á árunum 1970 og 1971 var hér ekkert byggt og fólki fækkaði hér, enda var þá at- vinnuleysi stóran hluta ársins. Fólk var allt annað en bjartsýnt á framtiðina á „viðreisnarárun- um”. En siðan vinstri stjórnin tók við hefur þetta gersamlega snúist við. Nú er bjartsýni rikjandi hér enda nóg atvinna og afkoman orðin góð. — Ertu þá bjartsýnn á kom- andi sveitarstjórnarkosningar fyrir hönd Alþýðubandalagsins? — Já, mikil ósköp, ég er það. Við höfðum prófkjör um listann okkar. Við sendum út 98 seðla með 15 nöfnum og átti að velja þrjá menn. Þátttaka i prófkjörinu var eins góð og hugsast gat, við fengum aftur 94 seðla rétt út- fyllta. Þetta prófkjör er ekki bindandi, aðeins skoðanakönnun. — Og þú lentir þarna i efsta sæti ekki rétt? — Jú, svo á það vist að heita. — Það er þvi útlit fyrir að þú verðir i hreppsnefnd næstu 4 árin. Hver verða helstu baráttumál ykkar Alþýðubandalagsmanna i þessum kosningum? — Við erum nú ekki búnir að ganga frá stefnuskrá okkar (við- talið er tekið i mars) en það verð- ur af nógu að taka. — Verða ekki húsnæðismálin þar ofarlega? — Þau hafa verið mikið vanda- mál og staðið i vegi fyrir að nóg vinnuafl fengist hingað og ég er viss um að Grundarfjörður væri orðinn stærri bær ef hér væri til húsnæði fyrir fólk sem vill flytjast hingað. Margt af þvi fólki sem hingað kemur á vertiðina hefur viljað setjast hér að en þá koma húsnæðisvandræðin til sögunnar. — Er ekki erfitt að fá aðkomu- fólk hingað til vinnu eins og ann- arsstaðar? — Það vantar að sjálfsögðu fleira fólk en einhvernveginn ræt- ist nú samt alltaf úr þessu. Það þarf að bjóða fólki fritt húsnæði og greiða fyrir það hálft fæði til að fá það til að kóma. - Hefur þetta verið góö vertið i vetur? — Hún hefur verið allgóö. Framan af voru að visu ógæftir, en nú uppá siðkastið hefur afli verið góður og ágætar gæftir. —- Það sem af er hefur þetta ekki verið lakari vertið en i fyrra. Hérhefur róið svipaður bátafjöldi og i fyrra, það er að segja á net- unum, en heldur fleiri hafa verið á rækju nú en i fyrra. — Og hefur rækjuveiðin gengið vel það sem af er? — Já, hún hefur gert það. Hér eru tvær rækjuvinnslur sem eru opnar frá 1. febrúar til 1. sept. en þann tima er rækjuveiðin leyfð. Besti aflatiminn er svo i mars, april og mai. — Eg sá að það standa yfir byggingarframkvæmdir við frystihúsið. Er verið að stækka það? — Það er verið að byggja frystihúsið upp. 1 fyrravetur var tekinn i notkun nýr vinnslusalur og enn er verið að byggja við og endurbæta húsið. — Gengur ykkur sæmilega að fá byggingariðnaðarmenn? — Það hefur gengið sæmilega. Sigiirður Lárusson Hingað fluttust i fyrra tveir smið- ir og þeir hafa bjargað miklu, annars hefur okkur gengið all- sæmilega að fá byggingariðnað- armenn. — Hvernig er það hjá ykkur Sigurður, tekur fólk sér sumarfri eftir þessa miklu törn á vertið- inni? — Þvi miður er of litið um það. — Hvað veldur þvi? — Ég hygg að það sé frekast vani að fólk gerir það ekki. Svo hafa orlofsgreiðslur verið meö þeim hætti að þær hafa frekar dregið úr en hitt. Ég á von á að nýju orlofslögin breyti þessu mik- ið, eða maður vonar það að minnsta kosti. Svo er enn eitt sem getur valdið þvi að fólk tekur sér ekki sumarfri. Hér hefur þar til um siðustu 2-3 árin verið litið um atvinnu vor og haust og kannski hefur fólki fundist það hlé vera nóg fri og þvi ekki sleppt þeirri vinnu sem fengist hefur yfir sum- arið. — Er mikið félagslif hjá ykkur i verkalýðsfélaginu? — Nei, það get ég ekki sagt. Það er helst i kringum samning- ana að lifnar yfir fólki og þá eru fundir vel sóttir. Hinsvegar eru hér alltaf mikil hátiðarhöld 1. mai, eða hafa verið i ein 13 ár. Það er haldinn veglegur útifund- ur, og við höfum íengið aðalræðu- mann dagsins frá Heykjavik. Þá er og haldin skemrritun um miðj- an daginn og siðan dansleikur um kvöldið. 1 þessum hátiðarhöldum er alltaf mikil þátttaka. — Ég tek eftir þvi Sigurður, að skipulag hér i Grundarfirði er til mikillar fyrirmyndar. — Já, það er nú kannski ekki nema eðlilegt, þar sem Grundar- fjörður hefur verið skipulagður allt frá byrjun. Ég hygg að þetta sé eina þorpið á tslandi þar sem svo hefur verið. En þetta stafar auðvitað af þvi að þorpið er svo ungt, aðeins um 30 ár siðan fyrsta húsið var byggt. Hér er ekkert hús sem sett hefur verið niður einhversstaöar af handahófi, eins og er mikið um i eldri hverfum margra þorpa á Islandi, þar sem húsin hafa verið byggð skipulags- laust i nánd við höfnina eða vör- ina þar sem lent var. — Hefur það aldrei komið til tals hjá ykkur að hreppurinn byggi ibúðir og leigi eða selji? — Hreppurinn á tvær ibúðir sem leigðar eru út, en ég hef ekki heyrt neitt um að til standi að byggja fleiri, sem þó væri að min- um dómi nauðsynlegt. Það er nefnilega þannig og raunar vel skiljanlegt, að fólk tekur sig ekki upp og selur eignir sinar og flyst hingað. Það vill fyrst geta leigt sér ibúð hér og sjá til hvort þvi likar, og ef svo er, þá ráðast menn vanalega i byggingarfram- kvæmdir innan skamms. Þess vegna koma svona leiguibúðir að mjög góðum notum. Það er alls ekki fráleitt að fleiri slikar verði byggðar i framtiðinni. —S.dór Frá Grundarfirði. BESTI STAÐURINN SÖgÖU strákarnir í Grundarfiröi Krakkarnir i Grundarfirði voru sammála um, að staðurinn væri sá besti Komi maöur i sjávar- pláss og langi til að hitta krakkana á staönum er nærri þvi eins vist og að tvisvar tveir eru fjórir aö þau er aö hitta á tveiin stööuin helst — niöri viö bryggju eöa niöri i fjöru. Enda er það svo aö fáir staðir eru skemmtilegri f y r i r börnin en bryggjan og allt þaö lif sem henni fylgir, eöa betri leikvell- ir en góö sandfjara. Okkur langaö til aö hitta eitthvaö af krökk- um i Grundarfirði og heyra i þeim hljóöiö og auðvitað fórum viö fyrst niöur á bryggju-og jú, þaö vantaði ekki aö þar væri stór hópur fyrir. — Hvernig er að eiga heima i Grundarfirði? — var fyrsta spurningin sem við bárum fram. — Það er besti staðurinn á öllu landinu, svöruðu allir i kór. — Og hvað er svona gott við Grundarfjörð? — Það er bara allt. Hér er allt hægt að gera, leika sér niðri á bryggju, róa á bátum, leika sér i fjörunni, - og leika fótbolta, gall við i einum sem gekk i búningi merktum HSH. — En það er nú hægt á fieiri stöðum. — Já, það getur verið en það er hvergi eins gaman og hér. — Getið þið veitt við bryggjuna? — Já, á sumrin og eins á litium bátum hér rétt fyrir utan. — Megið þið fara á þessum bát- um einir? — Auðvitað, heldurðu kannski að við kunnum ekki að róa? — En þið gætuð dottið útbyrðis. — Þá syndum við bara, heldurðu að við kunnum ekki að synda? — Eruð þið góðir i fótbolta? — Viðeigum besta liðið á Snæ- fellsnesi. — Eru ekki ólsarar og þeir i Stykkishólmi betri? — Kannski i fullorðinsflokki en ekki i strákaflokkunum, þar erum við bestir, langbestir. Við unnum alla i fyrrasumar, maður. Það hafði ekkert lið neitt i okkur að segja. — Getið þið farið á skiði vfir veturinn? — Já, það er mjög gott skiða- færi hér og þú sérð að það vantar ekki brekkurnar. Littu bara þangað uppeftir. Og'þeir benda á mjög svo renni- legar skiðabrekkur rétt uppaf þorpinu. — Þið viljið þá sem sagt hvergi annarsstaðar eiga heima en i Grundarfirði? Þetta var ósköp kjánaleg spurning, ég heyrði það á háu og langdregnu neieieiei-i. sem gall viö frá öllum hópnum samtimis. Alla vega er vist að Grund- íirðingar eiga friskt og tápmikið æskufólk, sem eflaust mun halda merki þorpsins hátt á lofti þegar þeir timar koma að það tekur við af þeim sem nú bera hita og þunga dagsitis þar vestra. —S.dor GRUNDAR- Þótt Grundarfjörður sé eitt yngsta kauptún landsins, innan við 30 ára gamalt, er hann þegar orðinn eitt mesta útgerðarpláss á landinu, og i Grundarfirði búa nú á sjöunda hundrað manns. Þorpið lætur ekki mikið yfir sér þegar ekið er þar i gegn. En sé grannt skoðað kemur i ljós að bæjarstæðið er mjög sérkennilegt og útsyni þaðan einkar fagurt. Fólk sem á leið um Snæfellsnesið ætti að staldra við og skoða Grundarfjörð vel, það verður enginn svikin af þvi. 1 Grundarfirði hafa verið mjög miklar framkvæmdir eins og raunar allsstaðar á landinu undan- farin 3 ár. Þar hefur mikið verið byggt af ibúðarhúsum og raunar hefur þar verið farið út i fram- kvæmdir sem ekki þekkjast i öðrum kaupstöðum á Snæfellsnesi, en það er að byggingarfélag hefur byggt ibúðarhús og selt þau tilbúin undir tréverk. Með þessu hefur hinn mikli ibúðarskortur i Grundarfirði minnkað mikið og áformað er að halda slikum byggingarframkvæmdum áfram. Og til þess að kynnast þessu og öðru sem er að gerast I Grundar- firði tókum við þar tvo menn tali og báðum þá að fræða okkur dálitið um málin. Eitt blómlegasta útgerðarpláss á landinu heimsótt

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.