Þjóðviljinn - 19.05.1974, Side 5
Sunnudagur 19. mal 1974. ÞJÓDVILJINN — SÍÐA 5
Minningarorð
Ingvar Magnússon, vélstjóri
f. 26.6 1912 - d. 10.4. 1974
Hvað getum við sagt þegar vin-
ir okkar eru kvaddir burt svo
skyndilega að okkur setur hljóða?
Við getum sagt svo fátt, og þó svo
óendanlega margt. Minningarnar
þyrpast fram hver af annarri eins
og bárur sem risa og falla i faðm
öldunnar, eins og sólglit sem um-
vefur okkur á hlýjum vordegi.
Þannig getur andvari vináttu og
góðrar kynningar varað lengi og
yljað hug okkar.
Kynni okkar Ingvars Magnús-
sonar hófust fyrir rúmum 20 ár-
um, er hann ásamt konu sinni og 4
litlum börnum kom á heimili okk-
ar og dvaldi hér tvö sumur. Að
visu kom hann aðeins um helgar
og i sumarleyfum sinum, þvi
hann stundaði fasta vinnu i
Reykjavik, en kona hans Kristin
Kristinsdóttir sá oft um bæði
heimilin i fjarveru konu minnar.
Þannig lögðu þau hjónin mikið á
sig til að komast með börnin af
malbikinu og úr umferðarhætt-
um.
Það var skemmtilegt að kynn-
ast þessum ungu, greindu og lifs-
glöðu hjónum. Bjartsýni þeirra,
samheldni og óvenjulegt starls-
þrek, ásamt glettni og heillandi
persónuleika, gerði þau að au-
fúsugestum hverjum manni.
Seinna sumarið er þau dvöldu
hér hafði verið langvarandi ó-
þurrkar þegar Ingvar fékk sum-
arleyfið sitt, en þá brá við og sól
og sumar fyllti dag hvern. Tæki
til heyskapar voru ekki slik og nú,
og varð að moka öllu heyi með
handverkfærum upp i vagnana.
Ingvar var i heyskap allt sumar-
leyfið sitt. Dag eftir dag hjálpaði
hann okkur að hirða ilmandi töð-
una i hlöðu, og þegar leyfið hans
var á enda var langt komið að
hirða. Starfsgleði hans og glað-
værð var smitandi og skapaði
honum vinsældir og traust meðal
samferðamanna sinna.
Ingvar Magnússon var Skag-
firðingur að ætt og uppruna,
fæddur á Sauðárkróki 26/6 1912.
Foreldrar hans voru Magnús
Jónsson og Helga Magnúsdóttir.
Hann var elstur þriggja systkina
sinna, en ólst að mestu upp hjá
ömmu sinni Málfriði Friðgeirs-
dóttur og manni hennar Þorkatli
Jónssyni. Hann stundaði alla al-
genga vinnu og var eftirsóttur til
starfa, þvi eins og áður segir var
hann verkglaður og hlifði sér
hvergi, og vann hann við margs-
konar störf næstu ár. Leið hans lá
á brattann, og 1938 flyst hann suð-
ur, aflar sér menntunar sem vél-
stjóri og verður fljótlega starfs-
maður Fiskiðjuvers rikisins sem
vélstjóri og gegndi þvi starfi i
nærri aldarfjórðung.
Starf hans var vaktavinna, og
gat hann þess vegna ekki eins og
hugur hans stefndi að helgað sig
félagsmálum, en til þess var
hann að ég hygg mjög vel fallinn.
Greind hans, skýr hugsun og per-
sónutöfrar hefðu auðveldað hon-
um árangursrika baráttu i félags-
málum. Hann var fulltrúi stéttar
sinnar á Alþýðusambandsþingum
og stóð fast á rétti þeirra sem lit-
ils máttu sin og voru skuggameg-
in i lifinu. Vélagnýr og óregluleg-
ur vinnutimi þreyttu Ingvar, og
þó hann væri ekki kvartsár, held
ég að oft hafi hann langað að geta
notið meir landsins, fegurðar
fjallanna, dyns fossanna, hjal-
andi lækjanna, ilms bjarkanna og
mýktar moldarinnar.
Stórbrotið og tigulegt útsýni i
æsku hefur átt sinn þátt i að gera
fegurð landsins að fjöreggi i sál
hans, enda reyndu þau Ingvar og
Kristin að njóta þess öllum stund-
um sem gafst frá hinni daglegu .
önn. Þau leituðu á vit landsins.
Þar nutu þau samvista þess og
Aðalfundur
Samvinnu-
trygginga
Aðalfundir Sam vinnutry gg-
inga, Liftryggingafélagsins And-
vöku og Endurtryggingafélags
Samvinnutrygginga h.f. voru
haldnir að Hótel Sögu 10. þ.m.
Fundina sátu 23 fulltrúar viðs
vegar að af landinu, auk stjórnar
félaganna, framkvæmdastjóra og
nokkurra starfsmanna.
Fundarstjóri varkjörinn Ólafur
Jensson, verkfr., Kópavogi og
fundarritarar þeir Sverrir Þór,
Reykjavik, Jóhann Björnsson,
Vestmannaeyjum og Grétar
Björnsson, Hvolsvelli.
Erlendur Einarsson, forstjóri,
flutti skýrslu stjórnarinnar og As-
geir Magnússon, framkvæmda-
stjóri, skýrði reikniriga félag-
anna. Þar kom m.a. fram, að
heildariðgjaldatekjur Samvinnu-
trygginga námu kr. 661,8 milj. á
árinu 1973, en það var 27, reikn-
ingsár félagsins. Höfðu iðgjalda-
tekjurnar aukist um kr. 58,7 milj.
eða tæp 10% frá fyrra ári, en þá
ber þess að gæta, að vegna
breyttra gjalddaga ábyrgðar-
trygginga bifreiða, voru bókfærð
iðgjöld þessara trygginga á árinu
1973 aðeins fyrir 10 mánuði á móti
16 mánaða iðgjöldum, sem bók-
færð voru árið 1972. Iðgjaldstaxt-
ar fyrir brunatryggingar fast-
eigna voru lækkaðir um 25% við
endurnýjun þeirra i október 1973.
hinnar hljóðu og tignarlegu feg-
urðar tslands.
Af sama toga reistu þau sér litið
sumarhús upp við Rauðavatn,
prýddu það gróðri og fegurð sem
var þeim i blóð borin, og voru þar
öllum tómstundum er sumarið
gaf þeim.
Og nú er hann allur.þessi glaði,
karlmannlegi og góði drengur.
Geislandi tilsvör, glitrandi
glettni, brosandi viðmót, sem
verður mér og fjölskyldu minni
kærkomin eign.
Hver maður er eins og sólar-
geislinn sem lýsir dálitið svæði.
Eg held nú, að við leiðarlok Ingv-
ars Magnússonar finnum við,
sem kynntumst honum, að þessi
birta og ylur er frá honum stafaði
verði okkur huggun harmi gegn.
Ég færi konu hans, Kristinu
Kristinsdóttur og börnunum
þeirra elskulegu, okkar innileg-
ustu samúðarkveðjur.
liermann Guðmundsson
Klesastöðum.
upp a vasann
Allir hyggja á hringferð um landið,
og gefst þeim nú kostur^á að tryggja
sér vegabréf, en sala á nyjum flokki
stendur nú yfir.
Það verður að vísu ekki vegabréfs-
skoðun á hringveginum, en það
fylgir því ákveðin öryggiskennd að
eiga slík bréf.
Þau eru í fyrsta lagi forsenda þess,
að hringvegurinn verði að veruleika,
í öðru lagi eru þau verðtryggð og í
þriðja lagi fylgir þeim vonin um að
hljóta einhvern þeirra árlegu
vinninga, sem hér fara á eftir:
Vinningar í hvert sinn eru sem hér segir:
6 vinningar á kr. 1.000.000 = kr. 6.000.000
4 vinningar á kr. 500.000 = kr. 2.000.000
55 vinningar á kr. 100.000 = kr. 5.500.000
900 vinningar á kr. 10.000 = kr. 9.000.000
965 vinningar samtals kr. 22.500.000
W) SEÐLABANKI ISLANDS
Framhald á bls. 13