Þjóðviljinn - 19.05.1974, Side 8
8 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur 19. mal 1974.
Aðeins 252 konur
ráða húsum
í Breiðholti III
Skýrt frá niðurstöðum manntals
Borgarhagfræðingur
hefur sent frá sér
sundurliðaða úttekt á
manntali því sem gert
var í Breiðholti III þann 3.
mars síðast liðinn. Sam-
kvæmt úttekt borgarhag-
fræðings er f jölmennasti
árgangurinn börn á
fyrsta ári/ en þau eru 257,
eins árs börn eru 255 og
tveggja ára börn 234. Af
þessum tölum er Ijóst að
barnafjöldi í skólum
Breiðholts, sem vonandi
verða orðnir amk. tveir
innan tíðar, mun vaxa til
muna næstu árin frá því
sem nú er.
Aðeins einn árgangur barna,
sem kominn er á skólaaldur, er
fjölmennari en aldursflokkar,
sem á næstu árum munu sækja
skólana. Þetta eru sjö ára börn,
sem eru 197 talsins. 6 ára börn
eru 189, eða jafn mörg og þau
sem eru fimm ára og bætast i
skólann næsta vetur. Fjögurra
ára börn eru 214 og þriggja ára
börn eru 196.
Af fullorðnu fólki eru aðeins
tveir árgangar sem eru 200 eða
fleiri, 23 ára eru 200 og 26 ára
208.
Aðeins tveir Breiðholtsbúar
eru yfir nirætt, karl 92 ára og
kvenmaður 93 ára, en þetta eru
elstu ibúar hverfisins.
Samtals taidist embætti
borgarhagfræðings til að þann
3. mars hefðu 6064 ibúar átt lög-
heimili i Breiðholti. Konur eru
þar i meirihluta eða 3098, en
karlar 2966.
Fjölmennasta gatan i Breið-
holti er Vesturberg, en þar
töldust búa 1313 manns. Við
Unufell bjuggu 598 og við Yrsu-
fell 465.
Fjölmennasta hús I Breiðholti
og sjáifsagt á landinu öllu er
blokkin Æsufell — Asparfell. I
Æsufelli bý 391 manneskja og
við Asparfell 417 manns, sam-
tals 808 manns.
Fæstir eru ibúar við Norður-
felljfimm talsins.
Ef ibúum hverfisins er skipt
niður I aldursflokka er aldurs-
flokkurinn frá fæðingu að og
með 6 ára aldri fjölmennastur,
en þeir Breiðhyltingar eru 1534.
Breiðhyltingar á aldrinum 7-12
ára eru 908, 13-15 ára 303, 16-19
ára 334, 20-44 ára 2603, 45-66 ára
320 og 67 ára og eldri eru 45.
Fyrstu Ibúarnir fluttu i hverfið
i nóvember 1970, en þann mánuð
fluttu inn 18 manns og um ára-
mót 1970-1971 voru 73 fluttir i
hverfið.
Þar sem embætti borgarhag-
fræðings hefur ekki i sínum
fórum neitt, sem greinir frá þvi
hverjir voru fyrstu innflytj-
endurnir,beinir Þjóðviljinn þvi
til þeirra, sem það telja sig
vera, að láta vita af sér hingað á
r itstjórnarskrifstofurnar.
I árslok 1971 voru ibúar Breið-
holts III orðnir 901, i árslok 1972
voru þeir orðnir 2842, i árslok
1973 voru þeir 5446 og svo 6064
þann 3. mars i ár. Frá ára-
mótum til 3. mars fæddust 42
Breiðhyltingar.
Flestar ibúðir i hverfinu
munu vera þriggja herbergja,
en þær töldust vera 467 talsins.
428 ibúðir eru tveggja herbergja
og 405 fjögurra herbergja.
Fimm herbergja ibúðir eru 176,
sex herbergja ibúðir eru 24, og
stærstu ibúðirnar eru 7 her-
bergja og ekki nema 14 talsins.
Tvær ibúðir teljast eins her-
bergis.
Samtals eru ibúðir i hverfiiju
1540, sem þýðir að til jafnaðar
búa 3,9 einstaklingar i hverri
ibúð, en það mun láta nærri að
vera stærð þeirrar frægu visi-
tölufjölskyldu, svo allt tal um
óeðlilega barnmargar fjöl-
skyldur fellur dautt, og vand-
ræðin sem af þvi eru talin hafa
stafað, svo sem i skólamálum,
af öðrum rótum runnin.
1235 ibúðir i Breiðholti III eru
setnar af eigendum þeirra, en
305 ibúðir leigðar.
Stærsta fjölskyldan i
Breiðholti III er 12 manna fjöl-
skylda og er þar aðeins ein slik,
og einnig er ein 10 manna fjöl-
skylda. Niu manna fjölskyldur
eru 6 talsins, átta manna fjöl-
skyldur eru 17, 7 manna fjöl-
skyldur 50. Sex manna fjöl-
skyldur eru 143 og fimm manna
fjölskyldur 270. Algengasta fjöl-
skyldustærðin er fjögurra
manna fjölskyldur, en þær eru
425 talsins. 392 fjölskyldur eru
þriggja manna og 184 tveggja
manna. Einstaklingar teljast
vera 51.
Af 6064 ibúum hverfisins eru
fjögur hundruð, sem eiga lög-
heimili annars staðar en i
Breiðholti III, 52 annars staðar i
Reykjavik, 117 utan Reykja-
vikur, Vestmannaeyingar eru
230 og um einn Ibúa er ekki vitað
hvar lögfesti hefur.
Siðast i úrtaki borgarhag-
fræðings er litil tafla um hús-
ráðendur. Af þeim 1540 ibúðum
sem 3.mars voru byggðar telur
embætti borgarhagfræðings sig
vita um húsráðendur i öllum
nema einni. Og það sem meira
er: húsráðendur eru kyn-
greindir, sem að sjálfsögðu
þýðir að hjón geta ekki verið
húsráðendur saman, heldur
aðeins annað þeirra. Þess vegna
eru 1287 karlmenn húsráðendur
I hverfinu, en konur ráða hins
vegar húsum I 252 ibúðum.
—úþ
Nýr umboðsmaður í
Kópavogi
Frá og með 17. mai byrjar nýr umboðs-
maður i Kópavogi, Hólmfriður Jónsdóttir,
Bræðratungu 7, Kópavogi.
Simi 42073.
Kvartanir út af blaðinu sem hafa borizt
umboðsmanni fyrir klukkan 11 verða
keyrðar út milli kl. 11 og 13, Berist
kvartanir siðar verða þær keyrðar út eftir
kl. 16.
Guðrún Helgadóttir fulltrúi Alþýðu-
bandalagsins í Æskulýðsráði Rvíkur:
ÍBÚÐIR
FELLA-
HELLIS
ekki lausnin. Erfitt er að sjá
hvernig þeir menn, sem með
þessum unglingum eiga að starfa,
geta stofnað til nokkurs sam-
bands við þann skara, sem þarna
mun koma, eða haft hemil á
skynsamlegu starfi af nokkru
tagi.
Guðrún Helgadóttir.
Þegar ég tók sæti I Æskulýðs-
ráði fyrir 4 árum, var ástand i
æskulýðsm. borgarinnar á þann
veg, að einn var sá staður i
bænum, sem ætlaður var til æsku-
lýðsstarfsemi unglinga, Tónabær.
Á þeim stað hefur litið annað
farið fram en danssamkomur
eins og þær nú tiðkast, og er
ekkert við þvi að segja, en heldur
verður það þó að teljast lágkúru-
legt framlag til uppbyggingar óg
þroska æskunnar i borginni.
Annað húsnæði til æskulýðsstarfs
hefur til skamms tima ekki verið
til, og i lok kjörtimabils var ljóst
að eitthvað yrði að drifa upp, og
þar með var hafin þessi dæma-
lausa innréttíng á loftvarnabyrgi
Breiðholtsbúa, sem vafalitið mun
kosta milli 30 og 40 miljóna króna.
Löngu eftir að tugþúsundir
manna, flest fjölskyldur með
börn á öllum aldri, höfðu fiust I
Breiðholtið, var fyrst fyrir alvöru
farið að tala um húsnæði fyrir
unglinga hverfanna. Fyrir 3 árum
flutti ég tillögu um að kaupa
skyldi 6-7 ibúðir I hinum ýmsu
hverfum borgarinnar til tóm-
stundastarfsemi fyrir unglinga
undir leiðsögn sérfróðra manna,
sem ég áætlaði þá að kosta
myndu 16-18 miljónir króna,og
skyldi byrjað i Breiðholti og
Árbæjarhverfi. Þetta var kolfellt,
aðallega á þeirri forsendu, að
unglinga þyldi enginn nálægt sér
og þá þyrfti að geyma á afviknum
stöðum. Óþarft er að eyða orðum
að siikri uppgjöf hinna fullorðnu
gagnvart æskufólki. Þetta hefur
viða verið reynt með ágætum
árangri. En þegar leið að
kosningum og farið var að bera
verulega á erfiðleikum unglinga
þar i hverfum, uppgötvaði Æsku-
lýðsráð gluggalaust gimald undir
Fellaskóia, sem Almannavarnir
höfðu ráð yfir. Og til þess snjall-
ræðis var gripið að innrétta þessa
1200 fermetra fyrir tugi miljóna,
svo að ailir unglingar Breiðholts
gætu safnast saman á einn stað
þar sem enginn þyrfti að sjá þá
eða heyra, nema ef svo ólíklega
vildi til að foreldrar þeirra þyrftu
að flýja þangað vegna eldgoss eða
atómstyrjaldar.
Ef — og um það vil ég ekkert
fullyrða — við erum orðin svo
djúpt sokkin I fáránlega auð-
söfnun og græðgi i einskis verða
hluti, að unglingarnir okkar eiga i
erfiðleikum i mannlegum sam-
skiptum, er Fellaskólakjallarinn
En ef þessi æskulýðshöll skyldi
verða opnuð að hluta fyrir
kosningar er mönnum bent á að
veita athygli öllum miljónunum,
sem liggja i flisum, sem kosta
eiga 2-3 miljónir, parketi fyrir
miljón,og öðru þvi,sem Virðist
orðið inntakið i lifi okkar allra.
Lika mætti veita athygli loft-
hæðinni, sem varla mundi stand-
ast heilbrigðiseftirlit. Þá gæti
verið skemmtilegt að hugsa sér
staðinn, ef krakkarnir hefðu inn-
réttað og málað hann sjálf. Það er
sem sagt margt skrýtið og
skemmtilegt að hugsa um þarna,
en harla fátt sem talist getur
áhugavert fyrir unglinga. Hinum
ágæta manni, sem tekið hefur að
sér stjórn staðarins, er ekki fisjað
Þetta er inngangurinn að kjallara
Fellaskóla, Feliahellir, sem borg-
in hefur kostað tugum miljóna
upp á.
saman, ef á þessari starfsemi
verðúr einhver mynd.
Guðrún Helgadóttir.
Félagsiundur
Félag járniðnaöarmanna
verður haldinn þriðjudaginn 21. maí 1974
kl. 8.30 e.h. i Lindarbæ, niðri.
Dagskrá:
1. Félagsmál
2. önnur mál
3. „Heyrnarmælingar iárniðnaðarmanna”
Skuli Johnsen aðst.borgarlæknir og Gylfi
Baldursson forstöðum. heyrnardeildar.
4. Erindi: „Mennt er máttur”. Stefán
ögmundsson forstöðum. M.F.A. flytur.
Fjölmennið stundvislega
Stjórn Félags járniðnaðarmanna
Auglýsingasiminn er
woÐvnnNN
Kópavogur:
Kaffikvöld G-listans
Alþýðubandalagið i Kópavogi efnir til kaffikvölds mánu-
dag 20. mai kl. 8.30 i Þinghól. Þetta er jafnframt siðasti liðsfund-
ur stuðningsmanna G-listans i Kópavogi til undirbúnings bæjar-
stjórnarkosninganna.
G-listinn hvetur allt stuðningsfólk til að koma þetta kvöld i
Þinghól.
í STAÐ