Þjóðviljinn - 19.05.1974, Page 13

Þjóðviljinn - 19.05.1974, Page 13
Sunnudagur 19. mal 1974. ÞJÓDVILJINN — StÐA 13, Viðtalið Framhald af bls. 3. (Viðtalið er tekið á miðvikudag- inn var). Það er ekki gott að spá um það, hvernig þetta fer núna. En ég held að ef fólk sem hefur áhuga á þvi, að hér verði skipt um meiri- hluta i hreppsnefnd, áttar sig á þvi að eini möguleikinn til þess að það sé hægt er sá að G-listinn fái 2 fulltrúa kjörna — þá muni vel fara. En verði það ekki og Alþýðubandalagið fái ekki þennan styrk, eru miklar líkur á þvi að Votmúlagreifarnir ráði hér rikjum áfram, og þá er aldrei að vita hvaö þeim dettur i hug FELAGSLÍF Sjálfsbjörg, Reykjavík Fariö verður i eins dags ferð 25. mai nk. Félagar, látið vita um þátttöku i sima 25388 fyrir 21. mai. Feröanefndin SINNUM LENGRI LÝSSNG NEOEX 2500 klukkustunda lýsing við eðlilegar aðstæður (Einu venjulegu perurnar framleiddar fyrir svo langan lýsingartíma) NORSK ÚRVALS HÖNNUN Heildsala Smásala Einar Farestveit & Co Hf Ðergstaðastr. 10A Sími 16995 ——Ém Tilraun Framhald af bls. 4. legt, auk garðs. Vegna sam- eiginlega rýmisins er reiknað með að 15—20 fermetrar dragist frá hverri ibúðar- einingu. Hrafn sagði, að fólk i hópn- um væri, amk. enn, fremur hikandi við að ákveöa sam- eiginlega matseld eða barna- gæslu og annað slikt til að nýta kosti sambýlisins, hvað sem siðar yrði. — Við viljum fyrst og fremst reyna að nýta kosti fjölbýlis án þess að búa i blokk,' sagði hann. Það má kannski segja, að við leggjum fjölbýlið á hliðina i stað þess að vera uppi i hill- um. Við ætlum ekki að gleypa alltof stóra bita i senn, en vera hægfara til að byrja meö. Við höfum þegar rekistá að það er erfiðara en við hugðum að tengja saman kenninguna og framkvæmdina i raun. Siðan fréttir um þessa væntanlegu tilraun kvisuðust út, hefur hópurinn orðið þess áskynja, að margir fleiri hafa áhuga á einhverju viðlika, og sagði Hrafn að lokum, að oft velti smáþúfa þungu hlassi og mætti vænta þess að fleiri hópar gerðu tilraunir með ný sambýlisform og gætu þá miðlað hver öðrum af reynslu sinni. Aðalfundur Framhald af bls 5. Heildariðgjaldatekjur Lif- tryggingafélagsins Andvöku námu kr. 15,6 milj. og höfðu auk- ist um kr. 3,9 milj. eða 32,8% frá fyrra ári. Andvaka varð 25 ára 9. þ.m. og i tilefni af þvi ákvað stjórn félaganna að afhenda Krabbameinsfélagi tslands og Hjartavernd kr. 100.000,00 hvoru, að gjöf. Bókfærðar iðgjaldatekjur Endurtryggingafélags Sam- vinnutrygginga h.f. námu árið 1973 kr. 217,5 milj., en voru árið 1972 kr. 99,4 milj.,' og nemur aukning þeirra kr. 118,1 milj. eða 118,9%. Iðgjaldatekjur allra félaganna námu þvi samtals á árinu 1973 kr. 894,9 milj. á móti kr. 714,2 milj. árið 1972, og höfðu þvi aukist um kr. 180,7 milj. eða rösk 25%. Heildartjón Samvinnutrygg- inga, greidd og áætluð ógreidd, námu samtals kr. 506,5 milj., og varð tjónaprósentan 76,54% á móti 63,63% árið 1972. Verulegur halli varð á bifreiðatryggingum áttunda árið i röð og óvenjulega slæm útkoma og tap varð á fiski- skipatryggingum og slysatrygg- ingum bátasjómanna vegna mik- illa skipstapa og fjölda sjóslysa. Þrátt fyrir aukin tjón i þessum greinum og hækkandi reksturs- Alþýöubandalagið G-listinn Selfossi Kosningaskrifstofa G-listans á Selfossi er opin frá kl. 17 til kl. 22 dag- lega. Skrifstofan er i Þóristúni 1, niöri, simi (99)-1888. G-listinn, Hafnarfirði Kosningaskrifstofa Alþýöubandalagsins i Hafnarfirði er opin frá kl. 17—22 alla daga. Skrifstofan er að Suðurgötu 7, Góðtemplarahúsinu. Siminn er 53640. G-listinn Keflavík Kosningaskrifstofan að Tjarnargötu 4 er opin alla daga frá kl. 13 til kl. 23. Simi 3060. Grundfirðingar Kosningaskrifstofa Alþýðubandalagsins I Grundarfirði er i gamla sparisjóðshúsinu. Simi 8731. Borgarnes Kosningaskrifstofan á Borgarbraut 28 er opin virka daga kl. 20—22, um helgar kl. 14—18 og 20—22. Siminn er 7269. Jarðarför móöur okkar Bjarneyjar Sólveigar Guðmundsdóttur frá Hrafnf jarðareyri Grunnavikurhreppi fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 20. mai kl. 15. Börn hinnar látnu. kostnað varð hagnaður af rekstri Samvinnutrygginga, sem að visu nam ekki nema rúmu 1% af heild- ariðgjaldatekjunum, og verður endurgreiddur tekjuafgangur til tryggingatakanna kr. 6.435.000,00. Með þessari endurgreiðslu tekjuafgangs hafa Samvinnu- tryggingar samtals endurgreitt þannig til tryggingatakanna kr. 97 miljónir, frá þvi fyrst var haf- in endurgreiðsla tekjuafgangs fyrir 25 árum siðan, en upphæðin næmi tæpum 500 miljónum króna, ef hún væri reiknuð út miðað við raungildi peninganna á hverjum tima. 1 stjórn félaganna voru endur- kjörnir þeir Erlendur Einarsson, forstjóri, Reykjavik, formaður, Ingólfur Ólafsson, kaupfélags- stjóri, Kópavogi og Ragnar Guð- leifsson, kennari, Keflavik. Aðrir i stjórn eru Jakob Frimannsson, fyrrv. kaupfélagsstjóri, Akureyri og Karvel ögmundsson, útgerð- armaður, Ytri-Njarðvik. _vh Mitterand Framhald af bls. 9. var: „kjósið meirihluta til aö styðja Pompidou”, og nú segir Giscard i rauninni: „kjósið for- seta i samræmi við þingmeiri- hlutann”. Þannig er hægt að halda endalaust áfram. Þessi rök höfða mjög til kjósenda, sem ótt- ast mest af öllu stjórnmála- kreppu og upplausn. Eru stjórnarskipti hugsanleg? Þetta er i rauninni kjarni máls- ins. öllum skoðanakönnunum og fréttaskýrendum ber nú saman um að gifurlegur breytingavilji geri nú alls staðar vart við sig, menn vilja alls staðar nýja stjórnarhætti. Vegna stefnuskrár sinnar og stuðningsmanna virðist Mitterrand vera rétti maðurinn til að koma til móts við þennan breytingavilja og ekki verður um það efast að hann hefur mikið bol- magn til að leysa þau vandamál, sem nú steðja að Frakklandi. Skoðanakannanir benda lika til þess að hann hafi hreinan meiri- hluta verkamanna og ungs fólks: hann nýtur fylgis 56% þeirra sem eru milli 21 og 34 ára. Ef kosn- ingaaldur væri nú miðaður við 18 ár — eins og Messmer lofaði 1973 en hefur ekki framkvæmt — er litill vafi á þvi að Mitterrand næði kosningu. Hins vegar nýtur hann ekki fylgis nema 37% þeirra sem eru yfir 65 ára aldur — þeir styðja Giscard með yfirgnæfandi meiri- hluta. En með þvi að höfða kænlega til dýpstu tilfinninga þeirra litt pólit- isku kjósenda sem úrslitum ráða — óttans við breytingar — gerir stjórnmálakerfið raunhæfar breytingar mjög torveldar. Það er augljóst að ekki er unnt að skipta um stjórn nema þvi fylgi breyting — og einhver óvissa — og nýir menn komist til valda. Með þvi að búa svo um hnútana að sigur vinstri flokkanna, hvort sem er i forseta- eða þingkosning- um, hljóti nánast að valda óleys- anlegri stjórnarkreppu, og með útskúfun kommúnistaflokksins, sem gerir stóran hluta stjórnar- andstöðunnar tortryggilegan, magnar stjórnmálakerfið þá erfiðleika sem stjórnarskiptum fylgja. Giscard leggur þessi spil haglega á borðið og gerir þau að aðalatriðunum. Með þvi magnar hann ótta hinna óákveðnu og sleppur undan þvi að ræða aðal- atriði málsins: ábyrgð hans sjálfs á stjórn Frakklands undanfarin ár og raunveruleik þeirra umbóta sem hann boðar nú allt i einu. Ekki má þó ætla að engar breytingar verði i Frakklandi ef Giscard nær kosningu. Þrátt fyrir loforð sin er litill vafi á þvi að hann er sjálfur fyrst og fremst talsmaður nýkapitalismans og umbótastefna hans nú er kvöð sem hann leggur á sig vegna kosningabaráttunnar. Hann getur vitanlega ekki stungið henni und- ir stól að kosningum loknum, en nái hann kosningu er liklegast að Frakkar haldi enn hraðar áfram á þeirri braut nýkaþitalismans sem de Gaulle og þó einkum Pompidou höfðu markað. Hinn takmarkaði umbótavilji gaull- ismans gleymist, og hagsmunir stóriðjunnar verða settir i önd- vegið. I kosningunum 19. mai geta Frakkar þvi valið um tvær ó- likar þjóðfélagshugmyndir.e.m.j. RÍKISSPÍTALARNIR ■ ■ • ■ VÍFILSSTAÐ ASPÍ TALI: AÐSTOÐARLÆKNIR óskast til starfa i eins árs stöðu frá 1. júli n.k. Umsóknarfrestur til 20. júni n.k. Upplýsingar veitir yfirlæknir, simi 42800. AÐSTOÐARMAÐUR á sjúkra- deildum óskast til starfa nú þegar. Upplýsingar veitir forstöðukona eða umsjónarmaður spitalans, simi 42800. ÞVOTTAHÚS RÍKISSPÍTALANNA: STARFSFÓLK, konur, ekki yngri en tvitugt, og karlmaður, óskast til starfa nú þegar til framtiðarstarfa og til sumarafleysinga. Upplýsing- ar veitir forstöðukonan, simi 81714. SKRIFSTOFA RÍKISSPÍTALANNA: BóKARI, karl eða kona, óskast til starfa við sjúklingabókhaldsdeild, helst frá 1. júni n.k. Upplýsingar veitir starfsmannastjóri, simi 11765._____________________ LANDSPÍTALINN: AÐSTOÐARLÆKNIR óskast til starfa i blóðmeinafræði við RANN- SÓKNADEILD frá 1. júni n.k. Nán- ari upplýsingar veitir yfirlæknir deildarinnar, simi 24160. DEILDARMEINATÆKNIR óskast til starfa i blóðmeinafræði við RANNSÓKNADEILD frá 1. júni n.k. Upplýsingar veitir yfirlæknir deildarinnar, simi 24160. Tveir AÐSTOÐARLÆKNAR ósk- ast til starfa á LYFLÆKNINGA- DEILD, annar frá 1. júli,en hinn frá 1. ágúst n.k. Umsóknarfrestur til 20. júni n.k. Nánari upplýsingar veitir yfirlæknir deildarinnar, simi 24160.____________________ FóSTRA óskast til afleysinga á BARNASPÍTALA HRINGSINS i sumar. Upplýsingar veitir yfir- læknir barnaspitalans, simi 24160. Umsóknum, er greini aldur, menntun og fyrri störf, ber að senda skrifstofu rikisspitalanna. Umsóknareyðublöð fyrirliggjandi á sama stað. Reykjavik, 17. mai 1974, SKRIFSTOFA RÍKISSPiTALANNA EIRiKSGÖTU 5.SIM111765 Sérfræðingur Staða sérfræðings i orthopedi eða skurð- lækningum við Slysadeild Borgarspital- ans er laus til umsóknar. Staðan veitist til eins árs. Nánari upplýsingar gefur Haukur Kristjánsson, yfirlæknir. Reykjavik, 17. mai 1974. Heilbrigðismálaráð Reykjavikurborgar.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.