Þjóðviljinn - 19.05.1974, Page 16

Þjóðviljinn - 19.05.1974, Page 16
DIÚÐVIUINN Sunnudagur 19. mal 1974. Almennar upplýsingar um lækna- þjónustu borgarinnar eru gefnar i simsvara Læknafélags Reykja- vikur, simi 18888. Helgar-, kvöld- og næturvarsla lyfjabúða i Reykjavik 17.-23. mai er i Reykjavikur- og Borgar- apóteki. Kvöldsimi blaðamanna er 17504 eftir klukkan 20:00. Slysavarðstofa Borgarspitalans er opin allan sólarhringinn. Kvöld-, nætur- og helgidagavakt á Heilsuverndarstöðinni. Simi 21230. Kef lavíkur-s j ónvarpið Æila Bandarikjamenn að þverskallast og svikja gefin loforð? Þjóðviljinn hafði í gær tal af Einari Ágústssyni utanríkisráðherra og innti hann eftir efndum á þess- um loforðum. Það er hlut- verk utanríkisráðuneytis- ins að sjá um að Banda- ríkjamenn hlýði ákvörðun- um og efni sin eigin loforð. Einar sagði: — Ég hef nú ekki alveg nýjustu fréttir, en siðast þegar ég talaði við sendiráðið, var þetta i fullum gangi. — Eru þeir þá byrjaðir á fram- kvæmdum? — Þeir eru byrjaðir að útvega sér það sem á að koma i staðinn sem er minni stöð. — Er nokkuð vitað um það hvenær þessu verður lokið? — Nei, ég get ekkert sagt um það. Véfrétt hersins Þá simaði Þjóðviljinn til Marchall Thyer, blaðafulltrúa herliðsins á Keflavikurflugvelli og spurði hann um framkvæmdir i málinu. Hann visaði á yfirmann sinn, Mead höfuðsmann, sem er yfirmaður i upplýsingastofnun hersins. Mead bauðst til þess að kanna málið. Hann hringdi til okkar eftir nokkrar klukkustund- ir og las okkur eftirfarandi upp- lýsingar: — Þegar tækin sem nú eru i pöntun i Bandarikjunum eru komin hingað og framkvæmdum við nauðsynlegar tæknilegar ráð- stafanir lokið, verður sjónvarps- sendingum varnarliðsins bægt frá Reykjavikursvæðinu. EkkikvaðstMead höfuðsmaður geta sagt i hverju hinar tæknilegu ráðstafanir væru fólgnar, né heldur vissi hann hvenær tækin kæmu úr pöntun frá Bandarikjun- um. Svik í tafli? Af þessum svörum má augljóst vera að full ástæða er til að gruna Bandarikjamenn um að ætla að svikja gefin loforð og þverskall- ast við að framkvæma fyrirmæli islenskra stjórnvalda i þessu máli. Þjóðviljinn krefst þess að utan- rikisráðherra tryggi tafarlausa takmörkun hersjónvarpsins eða að öðrum kosti verði þvi lokað al- gjörlega þegar i stað. 99 Grœna byltingin — hvað er það? T>T> Björn Guðnason, bilstjóri, Kefla- vik: ,,Ég er varla farinn að velta kosningaúrslitunum fyrir mér — en ég er hræddur um að ihaldið sigri, þótt ég kjósi það ekki. 1 Keflavik er ihaldið sterkt, það gerir t.d. vera herliðsins. Við bilstjórar fáum td. mikið að gera kringum herliðið”. Georg Helgason, sjómaður: „Ég kýs ekki i borgarstjórnar- kosningum. Það er. orðið alveg sama hvernig þetta fer — langt siðan ég sá að það munar ekki um mig. Alþingiskosningar eru meira spennandi — þá vakir maður eftir úrslitunum”. Halldór Þorsteinsson, verkamaður: „Sjálfstæðismenn hafa setið allt of lengi i borgar- stjórn — það verður að binda endi á svivirðuna. Ég veit ekki hve mörgum þeir tapa úr borgarstjórninni, en ég geri mér amk. vonir um að þeim fækki um einn”. [rabbað við fólk á förnum vegi Bæjar- og sveitarstjórnar- kosningar fara fram eftir rétta viku. Kannski hverfa þessar kosningar nokkuð i skugga væntaniegra Alþingiskosninga, sem háðar verða siðast I júni — en hvernig sem þvi er varið, þá er þó Ijóst, að mikil eftirvænting verður samfara b or g a r s t j ór n a r- kosningunum I Reykjavík. Sjálfstæðisflokkurinn hefur haldið borgarstjórnarmeirihluta I Reykjavik um hálfrar aldar skeið. Og þótt stundum hafi veriö mjótt á mununum, þá eru nú augljósar likur á að vinstri flokk- unum muni takast að binda endi á næstum ótrúlega langa setu hægri manns I borgarstjórastóli. Þjóðviljamenn brugðu sér i langa gönguferð um borgina fyrir helgina og reyndu að fá sem til að spá'um úrslit kosninganna. Margir voru reyndar svart- sýnir á að Sjálfstæðisflokkurinn myndi tapa fleiri en einum manni úr borgarstjórninni núna — en þó er aldrei að vita hve langt borgar- stjórnarihaldið rennur á rassinn vegna grænbyltingarvindhöggs- ins. „Þeir hafa stjórnað svo lengi, að allar stofnanir borgarinnar eru löngu setnar sjálfstæðis- mönnum. Það tekur mörg ár að hreinsa þá út”, sagði verkamaður einn, sem við hittum við höfnina. „Ég veit satt að segja ekkihvað skal segja um þessar borgarStjórnarkosningar. Þetta verður alla tið eins — ein silkihúfa upp af annarri”, sagði Halldór Þorsteinsson verkamaður, „og listarnir sem manni er boðið upp á að kjósa, maður guðs og lifandj!” Þeir trúa á guð „Við kjósum aldrei kommúnista”, sögðu tveir ungir menn, s'em við hittum I Tryggva- götu, „við kjósum þá ekki vegna þess að þeir trúa ekki á guð”. Þeir sögðust ekki vilja láta nafna sinna getið, „við ætlum nefnilega ekki að kjósa. Við kjósum aldrei i borgarstjórnar- kosningum”. Stafar það af guðsótta — eða haldið þið að Birgir Isleifur trúi ekki heldur á guð? „Við vitum það ekki”, sögðu þeir þá — og vildu ekki fara meira út i trúmál. Björn Hjálmarsson, verkamaður taldi fullvist að sjálfstæðismenn töpuðu tveimur borgarfulltrúum i kosningunum. Hvers vegna tveimur? „Nú er nóg komið af ihalds- stjórn. Borgin er fyrir löngu orðin ein allsherjar ihaldsborg. Þeir eiga borgina. Það er ekki hægt að láta þetta viðgangast lengur”. Græna byltingin, hvað er það? Við gengum Tjarnargötuna og tókum tali stuttklædda frú: Held- urðu að sjálfstæðismenn fái mörg atkvæði út á grænu byltinguna? „Grænu byltinguna, hvað er það? ” A Grandagarði biðu tveir kefl- viskir vörubilstjórar eftir að fá hlass á bila sina úr Selfossi. Þeir voru að keyra fyrir setu- liðið og héldu að sjálfstæðismenn Kosníngasj ónv arp klukkan 2 í dag Þjóðviljinn vill minna lesendur sina á kosningasjónvarpið fyrir Reykjavik og Kópavog, sem hefst klukkan 2e.h. i dag, sunnudag. Af hálfu Alþýðubandalagsins I Reykjavik koma fram Þorbjörn Broddason, Guðrún Helgadóttir, Guðmunda Helgadóttir, Guðrún Ágústsdóttir_og Adda Bára Sig- fúsdóttir. Af hálfu Alþýðubanda- lagsins i Kópavogi flytja ávörp Helga Sigurjónsdóttir, Björn Ólafsson og Guðrún Stephensen, og i hringborðsumræðum taka þátt ólafur Jónsson og Sigurður Grétar Guðmundsson. Tobias Tryggvason, bilstjóri, Keflavik: Ekki kýs ég ihaldið, en mér list samt ekki á úrslitin i Keflavik. Það er sterkt þar”. Lúðvik Magnússon, verkamaður: „Mér heyrist það á mönnum að nú sé að verða lokið áralangri setu sjálfstæðismanna i mejri- hluta borgarstjórnar. Græna byltingin? Já, ætli þeir falli ekki á þeirri vitleysu”. i Keflavik myndu vinna á i bæjar- stjórnarkosningunum. Ætlið þið að kjósa ihaldið? „Nei, nei — en ég er hræddur um að ihaldið haldi sinum styrk i Keflavik. Völlurinn hefur svo mikið að segja”, sagði annar þeirra, „við vörubilstjórar keyrum mikið fyrir herinn”. En þeim kom ekki til hugar að kannski myndu þeir einhvern tima keyra fyrir aðra. i minnihluta í fjörutíu ár Karlarnir i Slippnum létu tals- vert af þvi, hve heitt þeir rifust i kaffitimanum um pólitik — ,,þú ættir bara að hlusta”, sagði einn Björn Hjálmarsson, verkamaður: „Við verðum að hrinda ihaldinu úr valdastóium núna. Ég er þess fullviss að það tapar tveimur bæjarfulltrúum núna”. Ilallmundur Eiinmundarson, verkamaður: „Oft hefur verið þörf á að klekkja á ihaldinu, en nú er það nauðsyn. Ég hef nú tilheyrt minnihlutanum i fjörutiu ár, og tel þvi i fyllsta máta mál til komið að fara að skipta”. vasklegur járnaklippari, „þá fengirðu nægilega mikið efni i mörg blöð.” Eru vinstri menn i sókn? „Þaö held ég sé alveg augljóst — þú ættir annars að tala við hann Erling”, og járnaklipparinn hló hátt — „þá fyndist þér sjálfsagt skritið að sjá ekki ailt ihaldsiiðið teymt á eyrunum út úr borgar- skrifstofnum daginn eftir kosn- ingarnar!” Og járnamaðurinn hló enn hærra. „Það er mál til komið að við förum að klekkja ærlega á ihaldinu”, sagði Hallbjörn Elin- mundarson, „og ég held það geti verið, að þab takist að þessu sinni”. —GG l

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.