Þjóðviljinn - 15.06.1974, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 15.06.1974, Blaðsíða 7
Laugardagur 15. júni 1974 ÞJÓÐVILJINN — SIÐA'7 Rætt viö Guöberg Bergsson um Alþýöulistarsýninguna, aðsókn og þátttöku Hjálmar Lárusson, einn af afkomendum Bólu-Hjálmars, sýnir tréskurö, en á bak viö er heklaö sjal, sem er litaö með litum, sem unnir eru úr islenskum blómum. landi er öllu fleygt, eldhús- innréttingar látnar fara á 5 ára fresti, o.s.frv. Söfnin eru algjörlega sofandi á veröinum. Þau eru stöðnuð og gera sér enga grein fyrir söfnunargildi hlut- anna. Það má nefna margt, sem aldrei er geymt, við eigum t.d. ekki sýnishorn af gleraugum siðustu ára, skófatnaði, tann- burstum og eldhúsinnréttingum. Ailtof fáir kunna listina að geyma. Menn bera enga virðingu fyrir sér og sinum hlutum. Nú hefur enginn tíma til neins — Fer alþýðulistinni hnign- andi? — Óneitanlega er margt, sem Islendingar hafa tapað niður og kunna ekki lengur, nema örfáir menn. Nú hefur enginn tima til að föndra i heimahúsum við mynda- ramma og annað þess háttar. Allt er keypt i verslunum. Fólk er stöðugt matað á nýjungum sem það eltist við i blindni, en hefur ekki lengur rænu á að njóta ánægjunnar af þvi að vera skap- andi og sjálfstætt með gerð og til- búning ýmissa hluta. Sem betur fer er dæmið þó ekki Arnfriöur Jónatansdóttir bjó þessa brúöu til, en hún hefur sent brúður sinar á söfn viöa erlendis. „Alþýöan hefur ekki einu sinni áhuga á sjálfri sér” ,/ Ég hef nú reynt og séö svo margt, að fátt kemur mér á óvart lengur, en þó verð ég að játa að ég er hissa á áhugaleysi alþýð- unnar fyrir list sinni, sjálfri sér, raunar öllu i kringum sig. Enginn hefur áhuga á alþýðunni nema st jórnmálamennirnir á f jögurra ára fresti. Þess á milli er hún sinnissljó vinnuvél og virðist ekki vekja nokkra eftirtekt." Það er Guðbergur Bergsson, einn af forsvarsmönnum Alþýðulistarsýningarinnar, sem Samband ungra myndlistar- manna stendur fyrir, sem hefur orðið. Hann,ásamt félögum sinum, hóf um áramótin mikla söfnunarherferð og leitaðist við að ná inn sem flestum list- sköpunarverkum islenskrar alþýðu. Afraksturinn er sýndur á sýningum i Gallerii Súm og Ásmundarsal og standa þær til 21. júni. Opðið er frá klukkan 3-10 daglega, nema á laugardögum og sunnudögum, en þá er opnað klukkan 2 og lokað klukkan 10 um kvöldið. — Er þátttakan góð? — Já, hún er nokkuð góð, en þó er fullljóst, að þessi sýning speglar aðeins brotabrot af þvi, sem islensk alþýða vinnur i tómstundum sinum. Við höfum ekki náð nema til mjög litils hluta fólksins, en ég vona að þessu starfi verði haldið áfram og alþýðulistinni meiri gaumur gefinn framvegis en hingað til. Við hjá SÚM höfum mikinn áhuga á að halda söfnuninni áfram og fá meiri þátttöku. En það verða fleiri að koma til liðs við okkur, og vissulega væri eðlilegt að opin- berir aðilar tækju sér ýmsar aðrar þjóðir til fyrirmyndar, sem leggja mikla áherslu á varðveislu alþýðulistarinnar. — Hvernig fór ykkar söfnun fram? — Það var um áramótin að við byrjuðum á undirbúningsvinnu og auglýstum þá í öllum fjöl- miðlum eftir verkum á sýninguna. í fyrstu voru undir- tektir dræmar, en svo fóru okkur að berast munir, og fólk tók einnig að hringja og leita nánari upplýsinga. Við lögðum áherslu á að láta fólkið sjlaft velja munina á sýninguna, þannig fáum við fram smekk almennings og mat á þvi, hvað list er. Þátttakan utan af landi er dræmari en héðan af höfuð- borgarsvæðinu. Erfitt er að segja um hvers vegna svo er, en margt getur komið til hreina, s.s. tima- skortur i sveitum, að blöðin berist illa til sveitabýla o.s.frv. Þátttakendur eru flestir á aldrinum 40 — 50 ára. Sá elsti er þó 96 ára gömul kona, systir Einars Jónssonar myndhöggvara og sýnir hún islensk útsaumuð blóm. Ekkja Einars sýnir einnig á alþýðulistarsýningunni og er það isaumað teppi. Yngsti þátttak- andinn er 15 ára. Algjört áhugaleysi — Er áhugi fyrir sýningunni mikill meðal almennings? — Nei, ég hef ekki orðið var við að hann sé meiri en á öðrum sýningum. 1 Reykjavfk eru alltaf sömu 1000 fastagestirnir á öllum sýningum, og maður sér sjaldan ný andlit. Ég átti þó von á að nú mundi verða breyting á, og alþýðan sýndi sjálfri sér þann áhuga, að láta sjá sig hér. En svo virðist ekki vera. Hins vegar er það svo , að Veturliði og aðrir þeir, sem unnið hafa sér frægð, mega ekki opna sýningu á fáeinum myndum, án þess að allir rjúki upp og stormi á sýningu. Þá er það þó ekki lista- áhugi sem kemur til, heldur eitt- hvað allt annað. Áhugaleysi rýrir þó ekki menningarlegt gildi alþýðu- sýningarinnar, sem er merkileg út af fyrir sig, en þó vonandi aðeins byrjun mun stærra verkefnis. Fólk kann ýmsar listir og föndrar við margs konar hluti. Hér sýnir t.d. kona sem kann listina að geyma, en það er fátið kunnátta hér á landi, þar sem alltaf er verið að skemma og fleygja öllu, sem ekki er lengur i tisku eða fullnægir ekki þessari svokölluðu nútimaþörf. Hér á algilt. Okkur eru stöðugt að berast fréttir af fólki, sem dundar við eitt og annað i fristundum, og við skrifum nöfn þess niður og vonumst til að geta sýnt verk þessa fólks á stórri sýningu. Það Dagskrá 17. júni i Kópavogi hefst með lúðraþvt Skólahljóm- sveitarinnar kl. 10.30 við Kópa- vogshælið. Kl. 11 hefst viðavangs- hlaup sem úmf. Breiðablik sér um. Það hefst við Kópavogshæiið, og veröur keppt i aldurslokkum 12 ára og yngri. Skrúðganga hefst frá Vighóla- skóla kl. 14. Gengið verður um Digranesveg, Borgarholtsbraut, er þó erfitt um vik, þegar almenningur hefur ekki auga fyrir gildi slikrar söfnunar og sækir ekki þær sýningar, sem til er stofnað. —gsp— Urðarbraut og á Rútstún. Þar hefst hátiðarsamkoma kl. 14.30, og verður þar fjölbreytt dagskrá. Meðal annarra skemmtiatriða verður siglingasýning við Kársnesbryggju, bátaleiga verður starfrækt, börn fá að bregða sér á hestbak hjá hesta- mannafélaginu, skátar sýna tjaldbúðalif. Dansleikur verður um kvöldið við Kópavogsskóla. Fulltrúar á haf- réttarráðstefnu Sþ Sendinefnd Islands á 2. fundi hafréttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, sem hefst i Caracas þann 20. þ.m., verður skipuð svo sem hér segir: Hans G. Andersen, ambassa- dor, sem er formaður nefndarinn- ar, Jón L. Arnalds, ráðuneytis- stjóri sjávarútvegsráðuneytisins, Már Elisson, fiskimálastjóri, Jón Jónsson, forstöðumaður hafrann- sóknarstofnunarinnar, Gunnar G. Schram, varafastafulltrúi Islands hjá Sameinuðu þjóðunum, Benedikt Gröndal, alþingismað- ur, Gils Guðmundsson, alþingis- maður, Þórarinn Þórarinsson, al- þingismaður, Finnbogi R. Valdimarsson, fyrv. bankastjóri, Þór Vilhjálmsson, prófessor. Ekki er gert ráð fyrir að nefndarmenn sitji ráðstefnuna allir i einu eða á sama tima, held- ur muni þeir skiptast að nokkru á um að sækja fundina. (Frá utanrikisráðuneytinu) 17. júní í Kópavogi

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.