Þjóðviljinn - 15.06.1974, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 15.06.1974, Blaðsíða 8
8 SIÐA — ÞJ6ÐVILJINN Laugardagur 15. júní 1974 Laugardagur 15. júni 1974 ÞJ6ÐVILJINN — StÐA 9 Ekki fínn klúbbur, heldur fagfélag Innkaupa- pólitík er ritskoðun Hvers konar ritlauna- trygging? Undirstaðan má ekki þrengjast Hvað tókst Samvinunni? Erfitt að ritstýra íslenskum Siguröur A. Magnússon: Rithöfundasamtök hljöta aö eiga i sifelldum vandræöum meö „sérstakar aöstæöur”. aralaun. Hinsvegar eru menn ekki á einu máli, hvernig ber að tengja þessar greiðslur við aðrar tekjur rithöfunda. Sjálfur er ég þvi meðmæltur, að allar aðrar tekjur rithöfundar þýði jafnmik- inn frádrátt frá ritlaunatrygging- unni — m.ö.o. tryggingu sem um leið vinnur gegn þvi að menn séu að vasast i öðru. Slikt kerfi er við- haft i Sviþjóð. Þessi trygging væri semsagt ætluð starfandi rithöfundum, og færi fram endurskoðun á þvi á tveggja ára fresti hvort rithöf- undur teldist vera i starfi, miöað við útkomu næstu fimm ára á undan. Eftirlaunamál yrði að leysa með öðrum hætti. Þá yrði að gera ráð fyrir að launasjóður risi undir starfsstyrkjakerfi fyrir nýliða, þá sem enn hefðu ekki fest sig i sessi. Þá er og brýnt að koma i höfn samningum við rikisútvarpið. Þar höfum við dregist svo aftur úr að ótrúlegt er. Eru þar nefnd dæmi um að leikstjórar og jafnvel leikarar fái meira fyrir flutning verks en'höfundur fyrir að semja það. Illar tungur ' — Nú heyrast alltaf raddir sem eru tortryggnar á kjarabaráttu rithöfunda, sumir telja þeim holl- ast að vasast i margvislegum störfum og safna þar með lifs- reynslu, aðrir efast um að það sé skynsamlegt að nema örfáir menn hafi víðurværi af ritstörf- um; enn öðrum finnst litið til starfs rithöfunda koma yfir höf- uð. Hvað segir þú um slikar að- finnslur? — Að þvi er varðar fjölda rit- höfunda, þá verður það reyndar svó, að i litlu samfélagi verður alltaf hærri hlutfallstala hjá okk- ur en annarsstaðar — við eigum lika tiltölulega fleiri ráðherra og prófessora en aðrir. Og ég held það fari ekki meira fyrir okkur En svo má ýmislegt gott segja um ritið vona ég. Ég hefi fengið bréf frá ungum manni, sem skrif- ar smásögur, þar sem hann segir m.a. að það sé meira menntandi að lesa einn árgang af Samvinn- unni en sitja ár i menntaskóla. Páll Lýðsson komst svo að orði á SÍS-fundi þar sem Samvinnuna bar á góma, að við yrðum að horf- ast i augu við það að Samvinnan hefði verið tiu ár á undan sinum tima, og það hefði þvi miður ekki getað gengið. Opinn vettvangur Ég tel að Samvinnunni hafi tek- ist að vera opinn umræðuvett- vangur um þjóðfélagsmál. Það var mikið leitað til okkar. Sem dæmi má nefna að til okkar leit- aði hópur manna sem hafði tekið sig saman um að kanna kjör aldr- aðra; niðurstöðurnar birtast i næsta hefti — enn er blaðið ekki búið að syngja sitt siðasta vers. Það gerðist sem sagt alveg eins að hópar áhugamanna sneru sér til min og að ég hefði frumkvæði um umræður um Yiltekna hluti. Þessu var það og tengt, að rit- launaútgjöld voru tiltölulega lág miðað við annan tilkostnað. Svo margir lögðu hönd á plóginn af áhuga.i sjálfboðavinnu — en ann- ars reyndi ég auðvitað að greiða sómasamleg ritlaun. Samvinnan var lika mörgum ungum skáldum hvatning og lyftistöng. Þetta var misjafn gróður eins og menn munu kann- ast við. En blaðið var svo til eini vettvangur sem völ var á fyrir ljóð og smásögur ungra höfunda. Það er kannski mesti missirinn að nú skuli fokið i þetta skjól þeirra. — Var ekki erfitt að ritstýra þessum umræðuflokkum? — Jú, það var reyndar einn helsti höfuðverkurinn. Þegar eitt- að sameina rithöfunda? Til hvers Sigurður A. Magnússon var kosinn formaður Rit- höfundasambands íslands á nýlegu þingi þess, þar sem þau tiðindi gerðust að ákveðið var að sameina islenska rithöfunda i eitt stéttarfélag. 1 eftirfarandi viðtali er Sigurður spurður um verkefni hins nýja sambands, um stöðu og vandamál rithöfunda og svo umreynslu hanS af Samvinnunni sem umræðu- riti um menningar- og þjóðfélagsmál, en hún lýkur nú göngu sinni sem slik . Við erum langt á eftir rithöfundum annarsstaðar á Norðurlöndum f kjaramálum. Mjög skipti um hjá Svfum þegar rithöfundar fóru f hópum inn á bókasöfnin árið 1969 og tóku út bækur sinar. Hér sést Astrid Lindgren bera út af bókasafni bækur sfnar um Linu iangsokk og fleira merkisfólk. — Af hverju þurfti að sameina rithöfunda? — Klofningur i röðum rithöf- unda og rigur milli félaga þeirra hafði hin verstu áhrif, m.a. þau að menn tóku ekki mark á þvi sem við höfðum fram að færa i kjaramálum. Gott dæmi er ein- mitt viðureign okkar við útvarp- ið, en samningar við það hafa verið lausir siðan i mars 1972, og enginn viljað fjalla um málið i al- vöru, gerðardómur meira að segja visað þvi frá sér. En nú heyri ég útvarpsmenn segja sem svo: Nú er hægt að fara að taka mark á ykkur. Allir með — Hvað er brýnasta verkefni hins nýja sambands? — Við þurfum að vinna að endurskoðun á þeim drögum að lögum sambandsins sem sam- þykkt voru á þinginu. Sérstaklega er nauðsynlegt að fella úr ákvæði laga, þar sem segir að þeir einir fái inngöngu, sem hafi samið verk sem hafi „listrænt gildi”. Við verðum að sleppa slikum matsat- riðum. Bæði er slik siun ófram- kvæmanleg i framkvæmd og þá er félagið miklu veikara ef ein- hverjum semjendum bóka er haldið utan við samtökin. Ég var nýlega staddur i áttræðisafmæli danska rithöfundasambandsins og þar sögðu ræðumenn sem svo: Við vorum einu sinni finn klúbbur meö ströngum inntökuákvæðum, en viö urðum ekki sterkir sem fagfélag fyrr en við skildum, að allir þeir, sem ættu höfundarrétt að verja, ættu að vera með. Hitt vita svo allir sem vilja, að rithöfundum er mikil þörf á sterkum kjarasamtökum; fjöldi starfshópa byggir atvinnu sina á starfi rithöfunda og fá að sjálf- sögðu full laun — en frumkvöðull- inn sjálfur ber langsamlega minnst úr býtum allra sem ná- lægt bökagerð koma. Bókasöfn Þá er það einkar brýnt að reka á eftir bókasafnslögunum og breytingum á þeim. Þau ákvæði sem nú eru i gildi um greiðslur til rithöfunda fyrir afnot af bókum þeirra á bókasöfnum eru mjög úrelt orðin. Eins og best sést á þvi, að fyrir fjórum-fimm árum var hægt að úthluta fimm mönn- um 150 þúsund krónum hverjum af þessu fé, en i ár aðeins tveim 250 þúsund hvorum. Lögin hafa legið alllengi i salti hjá ráðuneyt- inu. En samkvæmt þeim hækkar framlag rikissins til bókasafna verulega og svo greiðslur safna til rithöfunda eftir þvi. Upphæðin mundi margfaldast og út úr þessu fást 6—8 starfsstyrkir sem mun- aði um. 60% bókasafnspening- anna færu i þá sem fyrr, en 40% sem fara beint til höfunda,eftir bókaeign þeirra á söfnum, mundu einnig verða umtalsverð upphæð. í lögunum var upphaflega gert ráð fyrir þvi, að rikið keypti 300 eintök af frumsömdum islenskum bókum handa bókasöfnum. Er þetta svipuð tilhögun og er i Nor- egi og þykir hafa gefist vel. En vandinn er sá, að sum bókasöfn eru svo fjárvana, að þau kaupa kannski ekki nema 10—12 bækur á ári. A öðrum stöðum eru bóka- verðir svo fordómafullir, að þeir vilja alls ekki baekur eftir marga af okkar ágætu höfundum. Þar með vantar ýmsa ágæta höfunda i söfn i heilum héruðum, og það þykir okkur heldur vond ritskoð- un. En nú brá svo við hér, að bókaverðir vildu þetta ákvæði úr lögunum, og var það fellt niður — við viljum hinsvegar fá það inn aftur er endanlega verður frá frumvarpinu gengið. Rammasamningur — Þið hafið mikinn áhuga á rammasamningi við útgefendur? — Já, sá samningur er þegar til, og Bóksalafélagið, en svo heit- ir félag útgefenda, hefur tekið til hans jákvæða afstöðu og sett nefnd i málið. Þar er miðað við að rithöfundur fái i sinn hlut 15% af andvirði seldra eintaka bókar. Á Norðurlöndum er þetta hlutfall 16 2/3% eða einn sjötti útsöluverðs. Þetta á að tryggja vissa lág- marksgreiðslu hverjum höfundi — enda þótt gert sé ráð fyrir þvi að höfundur, sem mikið er um að koma út bók sem útgefendur leggja ekki i, geti fengið undan- þágu frá þessum ákvæðum. Það er auðvitað ljóst að það eru viss vandkvæði á að fylgjast með framkvæmd rammasamnings. En það er þó bót i máli að sam- kvæmt höfundarréttarlögunum nýju er hverri prentsmiðju skylt að gefa sambandi okkar upp upp- lag hverrar bókar. Þar með er reynt að setja undir þann leka að seld séu eintök sem prentuð voru umfram þá tölu sem höfundur fékk upp gefna. Viðbótarritlaun — Viljið þið breyta þeim ákvæðum sem sett voru til bráða- birgða um úthlutun viðbótarrit- launa? (Eins og menn muna voru til þeirra hluta veittar 12 milj. króna af fjárlögum, og fékkst það fé upp úr viðleitni höfunda til að virkja skattheimtu rikisins af bókum i þágu bókmennta. En söluskattur af islenskum bókum er nú 17%, rikið hefur tekið meira af söluverði bóka en ramma- samningur gerir ráð fyrir til handa rithöfudnum.). — Þau ákvæði voru sett til bráðabirgða. En nefndarmenn hafa almennt verið inni á þeirri hugmynd, að úr þessum pening- um verði stofnaður launasjóður. Tryggi hann vissum hópi starf- and,i rithöfunda laun (ritlauna- trygging) sem miðast við kenn- rithöfundum en ýmsum öðrum sérgreindum hópum — verkfræð- ingum eða myndlistarmönnum. Nú, það er auðvitað ágætt að safna lifsreynslu. En þróun mála er reyndar sú, að með óbreyttu ástandi verður firnalega erfitt fyrir alla, nema þá sem ekki hafa fyrirfjölskyldu að sjá kannski, og svo sárafáa aðra, að gefa sig að ritstörfum. Þá þrengist undir - staðan, bókmenntirnar fara að veslast upp, og þá fer allt tal um islenska menningu að verða næsta hæpið. Og staða tungunnar stórversnar. — Þið samþykktuð tillögu um að Bókaútgáfa Menningarsjóðs yrði afhent rithöfundum. — Já, menn voru bjartsýnir á þinginu. Ekki veit ég sjáifur hvort það er beinlinis komið á dagskrá að rithöfundar yfirtaki forlagið. Hitt er svo annað mál, að það væri sjálfsagt að breyta starfs- háttum Menningarsjóðs, hafa rit- höfunda með i stjórn útgáfunnar, koma einhverri mynd á afstöðu útgáfunnar til nýrra islenskra bókmennta, sem hefur satt að segja verið mjög á reiki. Samvinnan — Ef við nú vendum okkar kvæði i kross og vikjum að Sam- vinnunni. sem þú nú hverfur frá. Hvað tókst þessu riti og hvað tókst þvi ekki? — Þetta er reyndar nokkuð erf- ið spurning. En svo mikið er vist, að henni tókst ekki að verða fjöldablað. Samvinnan fór nálægt 6000eintökum þegar best gekk, en komst niður i 4000. Ég held að þetta hafi m.a. verið tengt þvi, að hvert hefti var helgað ákveðnu máli eða málaflokki, og það gat þvi verið nokkuð erfitt að halda saman mjög sundurleitum áskrif- endahóp. Einmitt þess vegna var það slæmt að ekki var unnt að halda úti föstum þáttum, eins og t.d. þeim sem Magnús Torfi var meö um erlend málefni áður en hann varð ráðherra og fleiri slik- um — slikir þættir skapa riti eins og þessu kjölfestu. hvert mál var tekið fyrir var að sjálfsögðu reynt að skipta verk- efnum milli manna. En það reyndist erfitt að hemja menn, hvern innan sins ramma. Flestir töldu sig þurfa mikla innganga og fóru hver yfir annarra girðingar i leiðinni. Og það kemur á daginn, að menn eru afar viðkvæmir fyrir niðurskuðri öllum. Það sem ég hefi skrifað það hefi ég skrifað. Það var sjaldan tekið i mál að ég færi að hrófla við handritum. Tímaritadauðinn — Þegar Samvinnunni var lok- að sem umræðublaði, var þá fyrst og fremst haldið á lofti tapinu, eða hvað? — Það er nú svo; tapið á hinni nýju Samvinnu verður miklu meira. Svo var lika talað um að það þyrfti félagsmannablað til að efia tengsl við félagsmenn og ræða samvinnumál. Hlyn var ætl- að þetta hlutverk eftir að ég hafði tekið við þvi verkefni að reka Samvinnuna sem menningarblað. En hann hefur staðið i stað I sjö ár, náði ekki útbreiðslu. Kaupfé- lögin virtust ekki sinna þvi mikið að dreifa Hlyni. Það veltur mikið á þeim, hvernig fer fyrir þessu nýja blaði,en mér hefur sýnst, að þeir sem starfa hjá kaupfélögun- um hafi svo mikið að gera við við- skiptin að þeir hafi ekki tima til standa i að dreifa blöðum. — Samvinnan er partur af þeirri sorgarsögu sem timarita- dauðinn er. Af hverju lifa timarit ekki hérlendis, og tiltölulega miklu verr en bókaútgáfa? — Þarna kemur marg til greina. Timarit er ekki. hlutur eins og bók, ekki gjöf. Svo er það blátt áfram samspil firnalegrar yfirvinnu íslendinga og sjónvarps sem sker niður virkan lestrar- áhuga. Annars staðar heyrum við skýrslur um að sjónvarp hafi heldur hert á fróðleiksfýsn manna og forvitni um prentað mál — en til þess að svo megi verða þurfa menn að vinna skikkanlegan vinnutíma. A.B. skráði. sáár\ yráiTv séJty s*ét\ s-áJr\ jráár\ ráár\ ráár\ jTééty séJt\ 7 Dagbókarbrot um Listahátíö LISTAHATIÐ hefur staðið i eina viku þegar þetta er prentað. Á setningarhátið var frumflutt verk eftir Herbert H. Agústsson sem átti of margt skylt við biómúsik um speisið. I „Selurinn hefur mannsaugu” kemur fram sá kraftur er yngri höfundar hafa bestan þegar þeir lýsa reiði sinni og beiskju og háði, og fékk þetta notið sin i vandaöri vinnu leikhús- manna. • Um leið var i þessari sýningu saman dregið furðu mikið af vandkvæðum andófs- manna i bókmenntum og pólitik á Islandi allar götur frá striðs- árunum, erfiðleikar þeirra við að leita að sannfærandi, jákvæðum grundvelli andspænis þróun sam- félags og mannlegs hátternis, sem er þeim hvimleið. Frá Stokk- hólmi kom splunkunýr Tsjekhof i Þjóðleikhúsið, opinskárri og nær okkur en okkur hafði áður grunað — án þess þó að túlkendur væru að neyða einhverjum heimatil- búningi upp á textann. Og i afskaplegum og óyfirstiganlegum skorti á tónlistarskribentum gengur einn blaðamaður sig inn i Laugardalshöll. Til að sannfærast um að fiðlukonsert Mendelssohns er mikill englasöngur þegar stórmeistarar eins og Pinhas Zuckerman halda á boga, og að mikið hefur Prokoféf verið greindur tónsmiður og lifs- reyndur, og að Sinfóniuflokkur Lundúna leikur eins og einn maður og um leið eins og þúsund manns, og að André Prévin er framúrskarandi jákvæður seið- skratti. Og er gaman til þess að vita, að á stundum eru hugtök eins og stjórn, vald og agi gjörsamlega sneydd öllum nei- kvæðum hugrenningatengslum. o ÞETTA ER BROT úr dagbók eins af ibúum þessarar borgar, sem á margt óséð og óheyrt og er vonandi fullur af góðum áformum. Þau segja ekki annað en það, að einn er ótviræður kostur á listahátiðum, þær hleypa allmörgum kappi i kinn, menn eru nokkru forvitnari en hvunn- dags, lenda fyrr en varir á svo- litlu listafyllerii. En til hvers er annars verið að halda listahátiöir? Til að sýna að við séum ekki lakari en aðrir, eins og Birgir Isleifur lét að liggja i setningarræðu? Til að eiga nokkrar stundir sem kannski gera okkur ögn betri menn i bili, eins og Kristján Eldjárn sagði við sama tækifæri? Til að koma einhverju nýju á framfæri, eða til að rifja það upp, að mörg hljóð- færi hefur drottinn búið til handa Gyðingunum sinum? • NÚ ER ÞETTA 3. listahátiðin, og fyrirbærið er svo margþætt að erfitt er að gefa svör við alhæfandi spurningum um það. Sá liður, sem er i föstustum skorðum, er heimsóknir erlendra stórstjarna i músik, sem og það, Kraftur í „Selnum” Spánnýr Tsjekhof frá Svíþjóð André Prévin framúrskar- andi seiðskratti Barenboim ofsa-klár að verkefnaval þeirra er oftast miðað við fjöldaaðsókn, troðnar slóðir. Aðrir þættir eru meira á hreyfingu. A siðustu hátið var mikið um kammertónleika og voru á þeim frumflutt sex ný verk islensk. Að þessu sinni hefur þungi hins innlenda framtaks færst yfir á leikhúsin: Selurinn, Sæmundur fróði, Þrymskviða, ballett. Norrænu dagskrárnar i Norrænu húsi eru ekki eins umfangsmiklar og áður. Þjóð- hátið setur sinn svip á allt saman með sýningunni miklu á Kjar- valsstöðum. Hátiðin er i heild vemju fremur varfærnisleg, þó gerast alltaf einhverjar uppá- komur eins og óvænt aðstreymi að maraþonlestri á ljóðum okkar tima á sunnudaginn var. En svona upptalningar segja að sjálfsögðu ekki nema fátt eitt. Við höfum þá heildarhugmynd, að um góða fagvinnu sé að ræða i lang- flestum greinum, I ýmsum til- vikum um afbragðsgóða, enginn þarf að roðna þess vegna. Það er lika ljóst, að listahátið breytir engu sem nemur um listalif okkar eða listaneyslu. Listahátið breytir engu, nema siður væri, um viðtekna afstöðu til stjörnu- menningar. Hún er næsta hóf- legur hvati á nýjungaþorsta, svo varlega sé að orði kveöið. Hún breytir engu um misskiptingu listaviðburða milli höfuðborgar- svæðis og landsbyggðar. En upptalning á þvi, sem listahátið ekki gerir, rýrir að sjálfsögðu ekki þá staðreynd, að hún býður miklum fjölda uppá að hver og einn finni sér góða og sanna reynslu af listaverkum. Og — þrátt fyrir ýmsa fyrirvara — kannski þokar hún listunum nokkuð ,,út á við”. 1 einu dag- blaðanna var hafteftir poppara á dögunum að Barenboim væri ofsalega klár, og „hver er hann þessi Sjópeing, sem meikaði þetta?” Arni Bergmann

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.