Þjóðviljinn - 15.06.1974, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 15.06.1974, Blaðsíða 13
Laugardagur 15. júnl 1974 ÞJ6ÐVILJINN — SIÐA 13 r O, hann Jóhann Sjálfstæðisflokkurinn tjaldar öllu sem til er i þessari kosninga- baráttu, sem eðlilegt er. Þess vegna hafa þeir og birt næsta daglega i aðalmálgagni sinu greinar eftir fyrrum foringja sinn, Jóhann Hafstein, þó svo þeir hafi ekki séð ástæðu til þess flokksmenn hans að sýna hann i flokkakynningu i sjónvarpinu. Þessar greinar fyrrum for- manns Sjálfstæðisflokksins eru bráðskemmtileg lesning, mest fyrir þær sakir, að vart bólar á heilli hugsun i þeim. Verður von- andi nokkurt framhald hér á. Grein Jóhanns i Mbl. i gær ber fyrirsögnina ,,Hvað er nú, öx min!” Hann vitnar sem sagt i ljóð Hannesar Hafstein um Skarphéð- in i brennunni: Hvað er nú, öx min! Hitnar þér nokkuð? Þú skyldir eigi svo þurrmynnt vera væri i annað en eld að bita. Og leiðtogi Sjálfstæðisflokksins heimtar blóð eins og kappa sæm- ir: „Eigi þurfum við Sjálfstæðis- menn að kvarta undan þvi nú, að okkur skorti i að höggva einhvern hluta hinna átta eða tiföldu vinstri fylkinga”. Áfram Jóhann, nú er að láta til skarar skriða og væta öxina. Niðurlagsorð greinar Jóhanns eru svo þessi: „Það verður ekki svo, að skáld- in geti ort glæsilega um þennan stjórnarferil, hann er einn sá hrottalegasti, scm islendingar hafa augum litið. Samstarfið hef- ur ætið verið rotið og úrræða- laust, þegar til hefur átt að taka, og aldrei fest stað á neinu, sem máli skiptir i efnahagsmálum þjóðarinnar. Þar er ekkert, sem stjórnin hefur gert, sem hún ekki lofaði að gera ekki. Þeir, sem gera það helzt, sem þeir lofa að gera ekki, eru ekki traustsins verðugir hjá islensku þjóðinni, allra sist nú á timum.Dæmin eru of augljós til þess, að á þeim verði villst. tslenska þjóðin hefur þegar séð að sér i bæjar- og sveitar- stjórnarkosningum, og hún mun halda áfram i enn rikara mæli að sjá að sér i þeim alþingiskosning- um, sem nú fara i hönd 30. júni nk.”. Framsókn Framhald af bls. 1. ar G-listans og I-listans i siöustu bæjarstjórnarkosningum I Kópa- vogi lýsum þvi hér með yfir, að við höfum ákveðið að taka sam- eiginlega ábyrgð á stjórn bæjar- ins næsta kjörtlmabil. Við höfum samræmt sjónarmið okkar varðandi helstu mála- flokka bæjarins og teljum grund- völl fyrir árangursriku samstarfi, einkum að félags- og menningar- og umhverfismálum. Við höfum þegar samið um skipan starfsmanna innan bæjar- stjórnar og val fulltrúa i bæjarráð og nefndir. Við erum sammála um að auka beri áhrif kjörinna bæjarfulltrúa m.a. með þvi að ávallt eigi einn bæjar- eða varabæjarfulltrúi sæti I hverri af mikilvægustu nefndum bæjarins, og sé hann að öðru jöfnu formaður nefndarinnar. Skipulag tæknideildar og rekstrardeildar höfum við ákveð- ið að endurskoða. Við munum auglýsa allar stöö- ur lausráðinna starfsmanna bæjarins en erum ekki með þvi að útiloka neinn af núverandi starfs- mönnum frá þvi að sækja um þær að nýju og heitum þvi að leggja ekki pólitiskt mat á þær umsókn- ir, sem kunna að berast”. Á fimmtudagskvöld var hins vegar haldinn fundur I fulltrúa- ráði Framsóknar og þar varð hægri-klika Jóns Skaftasonar og Guttorms Sigurbjarnarsonar i meirihluta og fékk þvi ráðið að samið yrði við Ihaldið, en fyrr- greind málefnayfirlýsing rofin. Mjög eindreginn vilji er meðal framsóknarfólks I Kópavogi að hætt væri ihaldssamvinnu og tek- in upp vinstri samvinna, en braskaraklikan fékk hinu ráðið, og hinir nýju og vanmáttugu bæjarfulltrúar framsóknar beygðu sig fyrir vilja hægri mannanna, sem ógnuðu þeim meö þvi, að fjármálastaða bæjar- ins væri svo slæm að nauðsynlegt væri að semja við ihaldið og fá þannig „betra” innhlaup I lána- stofnanir. Það hefði mátt ætla að Ihalds- andstæöingar I Kópavogi myndu vilja skapa mótvægi við yfirgangi ihaldsins á höfuðborgarsvæðinu með þvi að hefja vinstra sam- starf, einkum þegar ljóst var orð- ið að alger málefnasamstaða var milli þeirra aðila i viðræðum, en svo varð þó ekki. Sigurjón íngi valdi hins vegar að slita samvinn- unni viö Framsókn og taka af- stöðu með Alþýðubandalaginu I stjðrnarandstöðu. En þetta sam- starf ihalds og framsóknar er at- hyglisvert á landsmælikvarða. Sama hefur skeð á Eskifirði, og sögusagnir ganga um samstarf sömu aðila i Eyjum, þar sem Guðmundur G. Þórarinsson er nefndur sem bæjarstjóraefni. Þvi er spurt: Er hugsanlegt, að Framsókn stefni i ihaldsstjórn helmingaskiptastjórn — eftir 30. júni? Alla vega er ljóst, að Framsókn vill halda öllum möguleikum opn- um eins og hentistefnuflokki sæmir. VL-menn Framhald af bls. 1 þennan kröfurétt islenskra þegna með þvi að gera skrá um skoðanir þeirra á viðkvæmu deilumáli og ráðstafa henni án leyfis og vit- undar þeirra er skráin tekur til. öllum heiðarlegum lögfræðing- um i grannlöndum okkar, bæði austanhafs og vestan, ber saman um að slik starfsemi brýtur gegn inntaki stjórnarskrárinnar og setja þarf lög sem girða fyrir þetta. Samkvæmt tölvuskrárlög- unum sænsku væru prófessor Þór og hinir VL-mennirnir sekir menn. Sams konar lög er verið að undirbúa i Noregi og i Bandarikj- unum. Sjónvarpsmálið hefur varpað skýru ljósi á þjóðhollustu, lög- fræðingsheiður og starfsstil prófessors Þórs Vilhjálmssonar. Hann þiggur fé fyrir að heita lög- fræðingur rikisútvarpsins. En hann beitir ekki lagaþekkingu sinni til verndar islenskum hags- munum og ekki hinum sérstaka skjólstæðingi sinum, útvarpinu, til hagsbóta. Hann þvert á móti ræðst á lögverndaðan einkarétt þess til sjónvarpsreksturs i land- inu og dregur fram alla lögkróka þvi til réttlætingar að bandariski herinn vaði óhindrað inn i menn- ingarhelgi Islendinga. Athæfi þessa manns er með firnum, hon- um er þvi trúandi til alls. Þeir VL-menn hafa kosið að sveipa sig dularblæju þagnar og leika þannig hálfgildings huldu- sveina. En þótt þeir þegi, þá tala verk þeirra, og þykir rétt að leiða hér sérstaklega fram prófessor Þór Vilhjálmsson og láta hans verk tala. Þau tala mjög skýru máli, máli brestandi siðgæðis og þverrandi þjóðernistilfinningar. Hvað gerir nú slikur maður, þegar honum þykir að sér kreppt? Auðvitað flýr hann undir náðarvæng þeirra laga er hann sjálfur fyrirlitur og fótumtreður — laga lýðveldisins tslands sem geyma ákvæði um verndarkröfur þegnanna. Vernd gegn misnotkun á einstaklingsbundnum upplýs- ingum? Svei þvi! Hér tölum við um vernd ærunnar, þeirrar æru sem skal prýða vambsíða pró- fessora þótt þjóðina áfalli smán. Prófessor Þór og hans sálufé- lagar i VL hóta réttarfarsofsókn- um gegn þeim sem segja um þá sannleikann. Verst er ef þeir skyldu nú þurfa að tala i þeim málflutningi og þannig að láta rifa svolitið i þagnar- og huliðs- blæju sina. Kannski verður Hörður hrl. Einarsson sækjandi málsins? Hann má þá minnast þess að hafa ekki alls fyrir löngu verið settur á sakamannabekk á siðum þessa blaðs, — á bekk með ótindum rit- stjórum Morgunblaðsins. Hann gæti þá e.t.v. sagt eitthvað þeim til afbötunar i framhjáhlaupi — ef hann er þá ekki sleginn þessum voðalega sjúkdómi þeirra VL- manna sem nefnist gelthelti hjá hundum og Guðbergur Bergsson segir frá á einum stað. hi F rimerkj asýning F'ramhald af bls. 6. fræðinga mun dæma um söfnin, og verða úrslit tilkynnt kl. 20 á föstudag. Sýningarefni er fjöl- breytt og má m.a. nefna tvö söfn númerastimpla, ýmis afbrigði i islenskum frimerkjum, Kristján IX, Jón Sigurðsson og landslags- útgáfurnar og heidarsafn islenskra frimerkja eftir 1944. Af erlendum söfnum má nefna safn norskra frimerkja, skátafrimerki frá Afriku, frimerki með trúar- bragðaefni og Frimerkið 100 ára frá ýmsum löndum. Póstur og simi mun starfrækja sérstakt pósthús á sýningarstað. 1 sambandi við sýninguna mun L.l.F. halda 7. landsþing frimerkjasafnara i Hagaskóla laugardaginn 15. júni. Sameiningar- stefna Framhald af bls. 10. Við sósialistar viljum ekki að islensk auðstétt hafi lorræði i landinu. Við viljum ekki að full- trúar þessarar auðstéttar, menn einsog Geir, Albert og alls konar „rolfar” ráðskist með fé almenn- ings og hafi fólk að ginningarfifl- um. Við höfnum þvi að heildsal- arnir og allir þessir andstygúi- legu menn, sem lifa á arðráni á vinnandi íólki,sitji lengur að völd- um. Við sósialistar munum ekki bara heyja baráttuna fyrir sam- eignarrikinu góða á Alþingi við Austurvöll. Við munum einkum berjast meðal fólksins sjálfs, á þeim stað er sorprit afturhaldsins nefna i niðrandi tón „alþingi göt- unnar ”, Meðal fólksins sjálfs munum við starfa, i verkalýðs- hreyfingunni, meðal námsfólks, á sjó sem landi, úti i sveit sem i borg og bæ. Við sósialistar verð- um nú að hefja af alvöru herferð gegn auðvaldsskipulaginu, fyrr verða knýjandi vandamál þjóðfé- lagsins ekki leyst. Verðbólga og alls konar efnahagslegt misrétti er sjálfkrata fylgifiskur auð- valdsskipulagsins. Gegn þvi setj- um við sósialistar fram kröfu um launajöfnuð, fullkomið jafnrétti allra manna og félagslega eign framleiðslutæk janna. Við sósialistar verðum nú að treysta og efla innviði flokks okk- ar, Alþýðubandalagsins,og gera þau orð að veruleika, að Alþýðu- bandalagið geti kallast visinda- legur stjórnmálaflokkur islenskr- ar alþýðu. Miklu skiptir að alþýðufólk á Islandi stórefli nú pólitiskan framvörð sinn, og noti þau rétt- indi sem kosningarnar bjóða upp á. Einungis ef Alþýðubandalagið stóreflistikosnignunum getum við farið að vona að draumurinn um sameignarrikið rætist, og að orð eins og verðbólga, hernám, aðild að hernaðarbandalagi, itök auð- hringa á Islandi, arðrán, launa- þrælkun, firring og kapitalismi verði kyndug orðskripi i orðabók- um fortiðarinnar. Fram Framhald af bls. 11. Framarar urðu fyrri til að skora. Það var á 10. minútu leiks- ins að Jón Pétursson skallaði boltann i neitið eftir hornspyrnu, 1:0. Mjög glæsilega gert hjá Jóni sem er orðinn besti maður Fram ásamt Asgeiri Eliassyni. Þrátt fyrir mörg marktækifæri næstu minúturnar náðu Skaga- menn ekki að jafna en segja má að þeir hafi tekið öll völd á vellin- um eftir mark Framara. Svo var það á 39. minútu að Karl Þórðarson komst innað endamörkum og hugðist gefa fyr- ir markið. Sigurbergur Sigsteitis* Jóhann Hafstein Sú skýra hugsun og sú mál- snilld, sem gefur að lita i grein Jóhanns er með eindæmum, og vill Þjóðviljinn hvetja allan al- menning til að lesa greinar Jó- hanns, þvi slikar bókmenntaperl- ur eru þvi miður æ sjaldgæfari á þessum siðustu og langverstu timum. Og þjóðin biður i eftirvæntingu eftir næstu grein snillingsins. —úþ son, sem nú lék aftur með Fram, varð fyrir boltanum og sló hann með hendi aftur fyrir endamörk Vitaspyrna var þegar dæmd og úr henni jafnaði Teitur Þórðarson 1:1. Siðari hálfleikur var ekki eins skemmtilegur og sá fyrri, þótt bæði liðin ættu mörg marktæki- færi. Bestu menn Fram aö þessu sinni voru þeir Jón Pétursson og Ásgeir Eliasson að ógleymdum Marteini Geirssyni. Afturkoma Sigurbergs i liðið styrkir það mjög enda eigum við fáa betri varnarmenn en hann. Hjá Skagamönnum báru af þeir Jón Alfreðsson, Jón Gunnlaugs- son, Karl Þórðarson og siðast en ekki sist Björn Lárusson. Þá lék Benedikt Valtýsson sinn best leik i sumar og oft hefur hann barist hetjulega en sjaldan eins og nú, og það hlýtur að vera ómetanlegt að hafa slikan baráttumann og harðjaxl i liði sinu. —S.dór Hermann Guðmundsson sextugur Hermann Guðmundsson fram- kvæmdastjóri ISI er sextugur i dag, 15. júni. Hermann er fæddur i Reykja- vik árið 1914, sonur Guðmundar Guðmundssonar vélstjóra og Marsibilar Eyleifsdóttur. Að loknu gagnfræðaprófi frá Flens- borg 1932 starfaði hann sem verkamaður og sjómaður i Hafnarfirði. Hann varð fram- kvæmdastjóri t.S.t. árið 1951. Hann var landskjörinn þingmað- ur Sósialistaflokksins 1946—49. Formaður Verkamannafélagsins Hlifar varð hann 1940 og var for- seti ASI 1944—48. Hann er ritari stjórnar Verkamannasambands tslands og hefur á undanförnum áratugum gegnt fjölda annarra starfa á sviði iþrótta- og verka- lýðsmála. Kvæntur er Hermann Ragn- heiði Erlendsdóttur. Þjóðviljinn sendir Hermanni bestu afmælisóskir. SUMAR- STARF fyrir börn og unglinga 137*1 STANGAVEIÐIKLÚBBUR UNGLINGA. Vikulegar veiðiferöir. í<y sm S I G L I N G A R I NAUTHÓLSVí K. Yngri deild (fædd ,60, '61, '62 og '63) Eldri deild (fædd ,58, '59 og '60) SALTVÍK. Reiðskóli. Næsta námskeið 18. júní. Aldur þátttakenda: 8—14 ára. Lengd námskeiðs: 2 vik- ur. 1|l------------------- Æskulýösráö Reykja- víkur, Fríkirkjuvegi 11. Skrifstofan er opin kl. 8.20—16.15. Veitir upplýsingar um alla starfsþætti ráðsins. — Simi 15937. Frá Bændaskólanum á Hvanneyri Umsóknir um skólavist i Bændadeild skulu berast fyrir 1. ágúst og Framhalds- deild fyrir 10. júli næstkomandi. Frá og með haustinu 1974 verða beir. sem hyggja á námi i Framhaldsdeild Bændaskólans á Hvanneyri og hafa ekki lokið stúdentsprófi, að ljúka undir- búningsnámi, sem svarar til náms i Undirbúnings- og Raungreinadeildum Tækniskóla íslands. Umsóknir um inn- göngu i Undirbúningsdeild skulu berast Bændaskólanum á Hvanneyri fyrir 1. júli næstkomandi. Skólastjóri.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.