Þjóðviljinn - 22.06.1974, Blaðsíða 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 22. júni 1974
Vélskóli íslands
Veturinn 1974—1975 verða starfræktar
eftirtaldar deildir:
I Reykjavík: 1., 2., 3. og 4. stig.
A Akureyri: 1. og 2. stig.
A ísafiröi: 1. og 2. stig.
1 Vestmannaeyjum: 1. stig.
1 ráði er aö stofna deildir á Höfn í Hornafiröi og i Ólafsvík,
er veiti þá fræöslu, sem þarf til aö ljtlka 1. stigi vélstjóra-
náms, ef næg þátttaka fæst.
INNTÖKUSKILYRÐI:
1. stig:
a) Umsækjandi hafi náö 17 ára aldri.
b) Umsækjandi sé ekki haldinn næmum sjúkdómi eöa hafi
likamsgalla, sem geti oröiö honum til tálmunar viö starf
hans.
c) Umsækjandi kunni sund.
2. stig:
a) Umsækjandi hafi náö 18 ára aldri.
b) Umsækjandi hafi lokiö miöskólaprófi eða hlotið hliö-
stæöa menntun.
c) Umsækjandi sé ekki haldinn næmum sjúkdómi eöa hafi
likamsgalla, sem geti oröiö honum til tálmunar við starf
hans.
d) Umsækjandi kunni sund.
e) Umsækjandi hafi eitt af þrennu:
el) lokiö vélstjóranámi 1. stigs,
e2) öölast a.m.k. tveggja ára reynslu i meöferö véla eöa
vélaviðgeröum og staöist sérstakt inntökupróf viö skól-
ann, eöa
e3) lokiö eins vetrar námi i verknámsskóla iönaöar i
málmiönaöargreinum og hlotiö a.m.k. 6 mánaða reynslu
aö auki i meöferö véla eöa vélaviögeröum og ennfremur
staöist sérstakt inntökupróf viö skólann.
UMSÓKNIR:
Umsóknareyðublöö fást i skrifstofu skólans i Sjómanna-
skólanum, hjá húsveröi Sjómannaskólans, hjá Vélstjóra-
félagi Islands, Bárugötu 11, i Sparisjóði vélstjóra, Hátúni
4A og hjá forstööumönnum deildanna.
Umsóknir um skólavist i Reykjavik, á Höfn i Hornafirði og
I ólafsvik sendist til Vélskóla Islands, pósthólf 5134,
Reykjavik.
Umsóknir um skólavist á Akureyri sendist til Björns
Kristinssonar, pósthólf 544, Akureyri.
Umsóknir um skólavist á Isafiröi sendist til Aage Steins-
sonar, Seljalandsvegi 16, Isafiröi.
Umsóknir um skólavist I Vestmannaeyjum sendist til
Kristjáns Jóhannessonar, pósthólf 224, Vestmannaeyjum.
Umsóknir nýrra nemenda veröa aö hafa borist fyrir 1.
ágúst.
Skólinn veröur settur mánudaginn 16. september kl. 14:00.
Kennsla hefst miövikudaginn 18. september kl. 10:00.
Endurtökupróf fyrir þá, sem ekki náöu tilskilinni einkunn
eöa náöu ekki framhaldseinkunn, fara fram 9,—12.
september. Sækja þarf um þessi próf á sérstökum eyöu-
blöðum.
SKÓLASTJÓRI.
ÚTBOÐ
Vestmannaeyjakaupstaður óskar eftir til-
boði i tilbúið iþróttahús og sundhöll i Vest-
mannaeyjum. Iþróttasalurinn er 22x44m.,
sundlaugarkerið er llx25m. og heildar-
gólfflötur byggingarinnar er um 4000 fm.
Útboðsgögn verða afhent frá og með fimmtudeginum 20.
júni 1974 á Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen s.f. Ar-
múla 4, Reykjavik, og á skrifstofu bæjartæknifræöings i
Vestmannaeyjum gegn 5000 kr. skilatryggingu. Tilboð
verða opnuð i skrifstofu bæjartæknifræðings i Vestmanna-
eyjum 1. ágúst 1974 kl. 14.00.
Bæjartæknifræðingurinn i Vestmannaeyjum.
Bókhaldsaðstod
með tékkafærslum
fTBÚNAÐARBANKINN
\f l/ REYKJAVÍK
Auglýsingasiminn er 17500
UWÐVIUINN
AF GRÁSLEPPU
Ég fékk signa grá-
sleppu að éta í gær.
Varla væri þetta í frá-
sögur færandi, ef ekki
hefði viljað svo til, að
þegar frúin var búin að
taka Morgunblaðið
utanaf grásleppunni,
rak ég augun í mynd á
prentuðum
umbúðunum, sem gaf til
kynna að verið væri að
fjalla um listina rétt
einu sinni. I þetta skipti
var um að ræða viðtal
við ungan afreksmann
(að eigin mati) á sviði
leiklistar. Nú, þar sem
ekkert í heimi
listarinnar er mér óvið-
komandi , vaknaði
forvitnin að sjálfsögðu
strax og ég gleypti eins
og vænta má með
áfergju í mig þá visku,
sem þarna var á borð
borin og var það seigur
biti og tormeltur á
köflum. En svo langt
mál sé gert stutt, var
hér greinilega á ferðinni
maður, sem hafði, ef
svo má að orði komast,
stytt sér leið að settu
marki og hafði óvé-
fengjanlega náð þvi
marki, sem enginn
sannur listamaður hef ur
áður látið sig dreyma
um að hægt væri að ná:
— algerri fullkomnun i
list sinni.
Þar sem ekki fór milli
mála að hér var um
menningarlegan stór-
viðburð að ræða sendum
við listfræðing okkar,
Geirvar Pál, á fund
þessa unga manns, sem
ráðið hefur lífsgátuna
og sigrað listina í eitt
skipti fyrir öll.
Geirvar Páll
ræöir viö
Ara Danton
SÁLFRÆÐING
AOALLEIKARA
HEIMSPEKING
SÖOLASMIO
AFBURÐAMANN OG
SJENÍ
Þegar við komum inni
herbergi Ará Dantons,
sem allir þekkja, var
hann á kafi í bókum
sínum. Aðeins höfuðið
stóð uppúr hrúgunni.
,,Ekki hefur þú lesið
allar þessar bækur"
sagði ég feimnislega,
meðan I jósmyndarinn
smellti mynd af hnakk-
anum á séníinu, en sagt
er að þar fyrir innan og
neðan sé litli heilinn.
„Nei, ég hef ekki haft
tíma til þess enn, af því
að það er ekkert upp úr
því *að hafa að lesa
bækur, nema að maður
sé gagnrýnandi." Við
fórum nú að tina
bækurnar utan af Ara,
svo hann ætti
auðveldara með að
athafna sig og ég
spurði: „Hvaða bækur
lest þú nú helst?"
„Heimspeki, fagur-
fræði, félagsfræði, sál-
arfræði, og stundum
bókmenntir, svaraði
séníið og braust um í
bókahrúgunni. „Undan-
farna tvo tíma hef ég til
dæmis algerlega helgað
mig heimsspekinni."
Og hvert þessara
sviða á nú mest itök í
Ara?
„Sálfræðin tengist
leikl istinni og bók-
menntunum að
sjálfsögðu tilfinningar-
böndum. Ég hef til
dæmis ákveðið að skrifa
mjög frumléga doktors-
ritgerð, sem á að bera
nafnið var Oþelló
afbrýðissamur? Þar
kemur nefnilega allt
inní og heimspekin
líka."
Ertu búinn að taka
nokkra ákvörðun um
framhaldið, verður það
á sviði leiklistar,
bókmennta, sálarfræði,
heimspeki eða söðla-
smiði?"
„Ég hef nú náð svo
miklum tökum á öllum
þessum greinum að ég
stórefast um að lengra
verði komist, nema þá
ef vera kynni í söðla-
smíðinni, en hún er enn
óplægður akur", svarar
Ari þungbúinn og fær
sér beiskan brjóssyk.
„Annars hef ég helgað
mig leikl istinni alger-
lega uppá síðkastið og til
dæmis um ekkert annað
hugsað í síðustu tvær
vikur en leiklistina. Af
þessum tæmandi
kynnum minum af
þessari listgrein hef ég
uppgötvað það, sem
áreiðanlega engum
hefur áður dottið í hug
að ef maður ætlar að
túlka hlutverk vel — eða
eins og í mínu tilfelli,
frábærlega — er besta
ráðið að reyna fyrst að
skilja persónuna, sem
maður ætlar að túlka og
byggja svo túlkunina á
þeim skilningi. Þetta
gerði ég, þegar ég var að
æfa aðalhlutverkið í
leikritinu, sem ég leik í
núna, enda verð ég að
segja að ég varð fyrir
miklum vonbrigðum,
með samstarf ið við hina
leikarana, sem i sýning-
unni voru, og útkoman
varð raunar sú að ég var
áberandi langbestur í
sýningunni, eða réttara
sagt. Ég var hinir bara
léku.eins og fólkið vill.
To be or not to be, that is
the question.
Það var tíl dæmis
mjög áberandi, hvað ég
lék aðalhlutverkið miklu
betur en leikkonan, sem
lék á móti mér, Og satt
að segja verð ég að
segja að mér finnst að
leiksýningin, þar sem ég
lék aðalhlutverkið, hafi
gersamlega mistekist,
vegna þess að hinir leik-
ararnir í sýningunni
tóku ekki þann kostinn
að túlka sín hlutverk
eins og ég. „Og hvað
með framtíðina"?
,, Eg hef náð það langt
í leiklistinni að ég á
greinilega ekki samleið
með öðru fólki, og þess
vegna mun ég nota sál-
fræðiþekkingu mína til
að fullkomna eintal
sálarinnar og helga
siðan krafta mína söðla-
smíðinni til æviloka"
segir Ari Danton hugsi,
en upp í hugann kemur
ósjálfrátt gamli hús-
gangurinn:
Verði börnum mikið mál
má þau setja á koppinn.
Svo læra þau að leika af Sál
og lyfta sér á toppinn.
Flosi.