Þjóðviljinn - 22.06.1974, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 22.06.1974, Blaðsíða 11
Laugardagur 22. júni 1974 þjÓÐVILJINN SÍÐA 11 METHEPPNI ÍA Víkingar áttu leikinn og tækifærin, en Skagamenn sigruðu 1:0 Firma- keppni TBR Nýlega er lokiö firmakeppni T.B.R. fyrir áriö 1974. Endanlega spiluöu til úrslita eftirtalin 16 fyrirtæki: 1. A. Guömundsson, húsgögn. 2. íspan h.f. 3. Kjötiönaöarstöö SÍS 4. Glit h.f. 5. Egill Vilhjálmsson hf. 6. Kostakjör s.f. 7. Síldar- og fiskimjölsverksmiöj- an. 8. Vikurbær. 9. Málarinn h.f. 10. Iðunn, apótek. 11. Ræsir h.f. 12. Islensk-erlenda. 13. Kjötbúöin Borg. 14. Sláturfélag Suöurlands. 15. J.C. Klein. 16. Viögeröarv. L. Guömundss. Keppninni lauk þannig aö Mál- arinn h.f. vann Egil Vilhjálmsson h.f. i úrslitaleiknum meö 11-15 15-14 15-3. Fyrir Málarann h.f. léku þeir Jóhann Kjartansson og Sigurður Kolbeinsson, en fyrir Egil Vilhjálmsson h.f. þeir Matthias Guðmundsson og Ragn- ar Haraldsson. Keppnin var for- gjafarkeppni. Til þess að vinna mót þarf hvaða lið sem er vissa heppni/ svokallaða meistaraheppni. Svo sann- arlega var þessi heppni yf- ir toppliðinu í 1. deild IA, þegar það bar sigur úr být- um gegn Víkingi 1:0 á Laugardalsvelli í fyrra- kvöld. Með þessum sigri sínum hefur iA-liðið alger- lega stungið hin liðin af í 1. deild/ hlotið 10 stig úr 6 leikjum, og aðeins KR get- ur fylgt því eftir með því að vinna Fram nk. mánu- dag. Yrðu KR-ingar þá með8stig. Ef Fram vinnur hinsvegar, verða Skaga- menn komnir með minnst 3ja stiga forystu/ jafnvel 4ra stiga/ eftir því hvernig leikirnir um helgina fara að öðru leyti. Já, hún var mikil heppnin yfir Skagamönnum á fimmtudaginn. Vikingarnir sóttu látlaust i fyrri hálfleik og áttu aragrúa mark- tækifæra, m.a. tvö skot i stöng og fjórum sinnum stóðu þeir i dauöa- færi fyrir opnu marki, svo opnu sem markið getur veriö, en alltaf mistókst þeim aö skora. Boltinn smaug við stöng eða þá að þeir hittu hann ekki. Þetta minnti mann óneitanlega á frammistööu Vikinganna 1972, þegar þeir áttu alla leiki, en mistókst aö skora og féllu niöur. Á fyrstu minútum leiksins áttu Vikingarnir nokkur ágæt mark- tækifæri, en þau bestu voru þó eftir. Það fyrsta sem fékk menn til aö risa upp úr sætum sinum á Laugardalsvellinum kom á 20. minútu, þegar tveir sóknarmenn Vikings stóöu á markteig óvald- aöir, en hittu ekki boltann^sem rann rólega framhjá þeim. A 21. minútu átti Gunnar örn skot i þverslá af stuttu færi, og á 24. min. komst Jóhannes Bárðar- son einn innfyrir ÍA-vörnina og skaut af markteig, en Daviö Kristjánsson varði meistaralega. A 25. minútu skaut Öskar Tómasson af örstuttu færi, en hitti ekki markið. En svo á 39. minútu munaði ekki nema hársbreidd að Skaga- menn skoruðu þegar Eyleifur komst einn innfyrir Vikingsvörn- ina og átti aöeins Diörik mark- vörð einan eftir, en hitti 'ekki markiö. Fyrri hálfleikur varö þvi markalaus, og fátt markvert gerðist framan af siöari hálfleik. Hann var mun jafnari þeim fyrri, og áttu Skagamenn nú eins mikið i leiknum, en hvorki gekk né rak. Svo var þaö á 76. minútu að Oskar Tómasson komst i dauða- færi, en skaut i stöng. Þetta var besta tækifæri Vikinganna i siðari hálfleik. En á 85. minútu gerðist svo það sem enginn átti von á, eftir það sem á undan var gengið. Viking- arnir höfðu pressað nokkuð stift og gleymdu sér i vörninni. Boltinn var sendur yfir alla Vikingsvörn- Framhald á bls. 13 Eyleifur Hafsteinsson aöþrengdur af tveim Vikingum skorar einamarktA. Takiöeftir hvaöDiörik er rangt staösettur. Hann var of fram- arlega, og Eyleifur lyfti boltanum yfir hann. íþróttahús TBR komið vel á veg Stefnt að því að taka það í notkun á þessu ári — Eg fer ekkert leynt meö þaö, aö viö vonumst til aö hægt veröi aö taka húsiö i notkun á þessu ári, þá á ég viö aö gólfiö i salnum, böö og búningsklefar veröi tiibúnir, sagöi Garöar Alfonsson fram- kvæmdastjóri TBR er viö heim- sóttum hann og nokkra félaga úr TBR sem voru aö vinna viö hiö nýja Iþróttahús TBR viö Alf- heima á dögunum. Lokið er viö að steypa upp 200 ferm. kjallara. I honum verða gufuböð, æfingasalur, geymslur o.fl. A næstu hæð, sem þegar er uppsteypt, koma búningsklefar og böð, aðstaða fyrir húsvörð, rúmgóð forstofa og gangar. Þar- næsta hæð er ætluð fyrir félags- heimili með aðstöðu fyrir veiting- ar, fundarsal og setustofu með út- sýn yfir iþróttasal. Þá er lokið við að steypa upp framgafl og anddyri, undirstöður undir bakgafl og veggi iþróttasal- ar. Uppsláttur hafinn að veggjum og gafli. Nægilegt timbur og steypustyrktarjárn er fyrir hendi. Bogabitar eru komnir á staðinn og greiddir. Á1 á þak er komið til landsins, en ógreitt, svo og lang- bitar undir álið. Búið er að panta strengjasteypuplötur i gólf iþróttasalar. Þannig standa byggingarmálin i dag. Eins og húsið stendur nú kostar það 6 miljónir kr. en kostnaðará- ætlun fyrir það fullbúið er 30 til 40 miljónir kr. TBR fær 40% styrk frá borginni og 40% frá rikinu af kostnaðarverði, og byrjar félagið að fá af þessu fé á þessu ári og er raunar þegar byrjað að fá styrki. Þá hafa félagar i TBR lagt fram bæði fé og sjálfboðavinnu við hús- ið. Þess má til gamans geta, að TBR átti 800 þús. kr. i sjóði þegar byrjað var á húsinu, og verður ekki annað sagt en að þeir TBR- menn séu bæði bjartsýnir og harðduglegir. —S.dór Garöar Alfonsson stendur hér á palli þeim sem veröur veitinga- og fé- lagsheimili i iþróttahúsi TBR. I baksýn sér yfir væntaniegan iþrótta- sal. Enn eitt tauga- veiklunarjafntefli Toppbaráttan I 2. deild er tvi- sýn og úrslit mörg óvænt. Tauga- spenna leikmanna er mikil eins og glöggt mátti sjá á leik FH-inga gegn Þrótti, sem leikinn var á Kaplakrika I fyrrakvöld. Leikn- um lauk meö 0-0 jafntefli, þrátt fyrir nokkur ágæt tækifæri beggja liða. Baráttan var mikil, en uppi við mörkin biluðu taugarnar, og þvi fór sem fór. Fjölmennt var á Kaplakrika eins og raunar alltaf I sumar og hefur knattspyrnuáhugi almenn- ings i Firðinum sennilega sjaldan verið meiri, enda bæði liðin þaðan I baráttunni um efstu sætin. —gsp

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.