Þjóðviljinn - 22.06.1974, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 22.06.1974, Blaðsíða 7
Laugardagur 22. júni 1974 ÞJöÐVILJINN — SIÐA 7 ©Ballettá listahátfð Saga danslistar hér á landi er i tveim hólfum: Annarsvegar safn- ast fyrir hópur dansara sem hafa notið þjálfunar og menntunar um lengri eða skemmri tima, en hafa haft stopula möguleika á að dansa, reyna samt stundum að stofna flokk og efna til sýninga, en margir lausir endar eru á þeirri viðleitni. Hinsvegar koma fram einstaklingar sem sækja harðákveðnir fram til fullgildrar atvinnumennsku: Helgi Tómas- son, Sveinbjörg Alexanders. Þessir tveir þættir komu saman á ballettsýningu listahátlðar. Og þó. Frá þvi i fyrra hefur verið meiri alvara i þvi en nokkru sinni fyrr að gera islenskan dansflokk að varanlegri stærð, um tugur dansara hefur keppt aö þessu undir stjórn margreynds ballett- meistara, Alans Carters. Og það er alveg ljóst að um verulega framför er að ræða. Seinni ball- ettinn sem flokkurinn flutti voru Tilbrigði viö Brahmsmúsik, sem manni fannst fyrst og fremst sýni á þvi hvar hópurinn er staddur i nokkurnveginn klassiskri tækni. Þessi ballett var satt að segja ekkert sérstak augnayndi, og samdansar yfirleitt lakari en ein- staklingsframmistaða. En það var lika alveg ljóst að þarna var lagt I hluti sem liklega hefði ekki þýtt að nefna i fyrra. Miklu forvitnilegri var frum- sýningin á Höfuðskepnunum, enn eitt dæmi um þá freistingu að reyna að dansa náttúrusöguna, gott ef ekki sjálfa eðlisfræðina. Lina þessa balletts var ekki skýr, fyrir utan hin almennu tengsli við höfuðskepnur fjórar. En þarna var að starfi virk kóreografisk hugsun, Carter nýtti sér skyn- samlega getu dansaranna og gleymdi heldur ekki takmörkum þeirra. Hressti upp á tækni og vaxandi öryggi dansaranna með virkri ljósanotkun, skúlptúr, sundurgerð I klæðaburði, upp- stillingum, og komu út margar „fallegar myndir”. Músik Áskels Mássonar féll vel að efninu og var Sveinbjörg Alexanders og Wolfgang Kegler. I þeim skilningi hógvær að hún gegndi fyrst og fremst þjónustu- hlutverki, var ekki með neinar tiktúrur fyrir sig. Sjálfur var As- kell uppi á sviði, kornungur heimssmiður i gamlatestament- isskikkju og stjórnaði öllu af stilltum virðuleik. 1 fyrri hálfleik dönsuðu þau Sveinbjörg Alexanders og Wolf- gang Kegler tvidans úr Dag einn við Brahmstónlist. Þau eru vitan- lega ágætis dansarar, hafandi á sinu valdi þá mýkt, þann flýti og þann léttleika i miklu erfiði sem skilja á milli feigs og ófeigs i dansi. Þau túlkuðu einkar skýrt ágæta kosti Gray Veredons sem danshöfundar. Maður vill helst segja sem svo, að hann fari mjög greindarlega ofan i klisjur klass- isks dans og nýs og komi upp með skemmtilega fjölbreytni sem hef- ur drepið af sér klisjurnar. Allt þetta, hugmyndir og túlkun, kom svo enn betur i ljós i dansi um Rómeó og Júliu við Berliozmúslk með sterkum ljóðrænum þokka, sem nýtur góðs af þeirri elsku- legu erótik sem i þessum efniviði felst. A.B. Mest um vinstri sundr- ungu og hægri einingu laugardags HVERNIG LEIST ykkur á pólitik i sjónvarpi á miðviku- dagskvöld? Hrósyrði i þvi tilefni eru sjálfsagt út i hött, en ekki get ég neitað þvi, að málflutn- ingurinn batnaði eftir þvi sem nær dró manni sjálfum. Og hallast reyndar að þvi, að slikt mat sé ekkert einkamál mitt. önnur niðurstaða af þessu glápi getur verið sú, að þótt formið hafi sina kosti, þá býður það upp á afskaplega marga möguleika til að komast hjá þvi að svara spurningum. Framsóknarmenn voru iðnir við þetta,en þó enn frekar Sjálfstæðismenn. Gunnar Thoroddsen er ein- beittur meistari i þeirri kúnst að svara I axarskaft; er hann likur amöbu, litlu kvikindi, sem getur verið allavega I laginu, nema hvaö Gunnar er sýnilegur með berum augum. Best væri að einn harðvitugur spyrill spyrði eins og tvo — þrjá fulltrúa flokks. Og spyrillinn þá hafður úr þeim flokki sem viðkomandi flokkur vill sist mæta. • MIKIL VERÐBÓLGA geisar út um allar trissur og er mikil þjóðlygi að festa hana við islenska miðju-og vinstristjórn. Hún fer yfir hina sósialdemó- kratisku Danmörku, þar sem núverandi hægristjórn hefur nýskeð hleypt húsaleigu upp úr öllu valdi. Þar getur verkafólk mætt þessum gesti t.d. með verkföllum — en í Grikklandi, þar sem slikt athæfi er bannað og forstokkað afturhald „sterkra” manna situr að völdum, — þar er verðbólga enn meiri. Hún er mikil hjá miðflokkastjórn á Italiu, krata- stjórn i Englandi, hægristjórn i Frakklandi. Verðbólga er minnst hjá Vestur-Þjóðverjum, þar sem kapitalisminn sparar sér margan tilkostnað með miljónum „ódýrra” verka- manna sunnan úr álfu og með einstaklega ósvifinni umgengni við umhverfið. Og svo I Austur- Evrópu, þar sem ákvörðunum um laun og verðlag er kippt inn fyrir dyr hjá embættismönnum áætlanastofnana rikisins. • LIKLEGA SPYRJA menn sig of sjaldan i alvöru þeirrar spurningar, hvernig samræma megi fulla atvinnu handa öllum, mikla uppbyggingu upp á vinstri móð og fullan samnings- rétt launþega án þess að all- mikil verðbólga sé með I dæminu. Magnús Kjartansson hefur reyndar vakið máls á þessu að undanförnu. Það hefur áreiðanlega verið vinstri- hreyfingum mikill trafali hér og annarsstaðar, að þær hafa ekki mótað sér rækilega útfærða stefnu á valkost i efnahags- málum, sem innihéldi bæði lág- markssamnefnara fyrir vinstri- fylkingu I breiðum skilningi og héldi vel opnum möguleikum á að sækja fram á við til róttækari stefnumiða Þegar Mitterand fór i framboð fyrir tveim mánuðum i Frakklandi, byrjuðu hægri blöð einróma söng um að vinstristjórn hans mundi þýða efnahagslegt öngþveiti og hrun frankans. Mitterand svaraði með þvi, að setja dágott lið i að semja baráttuskrá i efnahags- málum og þá sérstaklega gegn verðbólgu (sem hafði numið 16% á þrem mánuðum). Og hann fékk stuðning helstu verk- lýössamtaka við þessa stefnu- skrá; þau ætluðu að minnsta kosti að gefa stjórninni frið til að prófa hana rækilega. Þessi ákveðna og skrumslausa aðferð var eitt af þvi sem kom liðs- mönnum Mitterands lengra áleiðis en nokkur önnur frönsk vinstrisamsteypa hefur komist. • AÐ VONUM er mjög klifað á sundrungu vinstri manna. Satt er það, hún er bölvuð. Og Alþýðubandalagiö stendur reyndar furðu vel að vigi I þeim ósköpum. Amen. En það er ekki bara tengt neikvæðum hlutum að vinstralið „getur aldrei haldið sér saman”, eins og einn Krataframbjóðandi lét detta út úr sér. Jú, mikil ósköp, þarna geta verið á ferð leiðinda- kvikindi eins og yfirmáta sjálfs- dýrkun, hatrömm kreddufesta, óstýrilátur metnaður, félagsleg sýndarmennska, ótimabær ástriða til pislarvættis: Og svo mannleg heimska, sem enginn hefur einkarétt á, og enginn kemst undan heldur. En sem fyrr segir: sundrung á vinstri armi er einnig tengd jákvæðum þáttum. Vinstri stefna, bæði í breiðari merkingu, og þó sérstaklega hinn sósialiski geiri hennar, er fyrst af öllu krafa um breytingu. Hún er tengd ósáttfýsi við rikjandi ástand. Leit að nýjum brautum, ferð inn á svið hins óþekkta — þvi reynsla annarra af umbótum eða sósialisma hefur alltaf afstætt gildi. Það er vonandi nógu mikil alvara með i ferð, til að það sé i raun mikið átak að kveðja það sem er og leggja I þessa leit. Það er þvi von að mönnum finnist talsvert til ákvörðunar sinnar koma, og hafi þvi sterkar tilhneigingar til að halda fast við sinn skilning á sósialisma, verklýðshreyfingu og hverju einu, og eru mjög við- kvæmir fyrir þvi að ekki sé vikið frá þeim skilningi meira en góðu hófi gegnir. Og vinstri hreyfing, sósialismi, er ekki gefinn hlutur, heldur nokkuð sem er i sköpun og þróun i kenningu og framkvæmd. Þvi verða viðhorf ærið mörg við vanda hvers tima og mikil hætta á óeiningu. Þeim mun fremur, sem sú vinstrimennska, sem ekki kafnar undir nafni, ræður ekki yfir þeim svipum, sem hægraliðið notar til að halda saman næsta sundurleitri hjörð sinni. Hvaða svipur eru það? • MIÐAÐ VIÐ þá háreysti, sem stundum berst frá vinstri heimilum, rikir i húsi ihaldsins hin sæla þögn grafarinnar. Þar eru menn miklu hlýðnari sinum flokki, af þeirri einföldu ástæðu, að þeir vilja sem fæstu breyta, og alls engu sem máli skiptir (sumir vilja klipa nokkuð af félagslegum réttindum manna, sem ættuð eru frá vinstri; aðrir hafa vit á að ljá nokkrum umbótamálum lið i hófi — en hvorugt skiptir höfuðmáli). Hægrimenn eru i stórum dráttum fylgjandi óbreyttu ástandi, og um hvað ættu þeir þá að deila, út af hverju ættu þeir að sundrast með stórum ástriðum? Ekki út af neinu sém máli skiptir. Það er þá helst út af embættum, vegtyllum og sætum á framboðslistum — og getur það sem siðast var nefnt orðið verulegur. höfuðverkur hjá ihaldinu. Að öðru leyti eru þetta fremur stilltir og prúðir flokks- menn eins og fyrr segir. Þeir vilja helst láta hugsa fyrir sig, sem vonlegt er, það er svo þægi- legt. Þvi hafa þeir mætur á „sterkum” mönnum eins og Ólafi Thors og Bjarna, og harma það oft að flokkur þeirra skuli vera jafn átakanlega hauslaus og raun ber vitni. En þeir, sem héldu, að smákarlar eins og Jóhann og Geir mundu ekki geta haldið liðinu saman, s hafa alveg rangt fyrir sér. Það þarf ekki einu sinni „sterkan” mann — tregðulögmálið, trú á óbreytt ástand, óttinn við breyt- ingar (og þá sérstaklega alla komma), allt eru þetta samein- andi öfl. Að ógleymdu sjálfu afli auösins, valdi hans. — Aðgangi að lóðum, húsum, lánum, bitlingum, ivilnunum, yfir- hylmingum, friðindum, — valdi, sem er beitt af stórum (og að sjálfsögðu ekki nærri alltaf meðvituðum) slóttugheitum i þágu flokksins. Og ekki sist til að llma hann saraan. Þvi valdi, sem skrúfar fyrir peninga og annan skyldan munað, er kannski beitt af enn einbeittari hörku gegn óþægum heimilismönnum Ihaldsins en gegn hreinskilnum andstæðingi þess (og eru þó mörg ófögur dæmi i þá veru). Með þessu móti eru menn tiltölulega auðveldlega barðir til hlýðni, jafnvel áður en vixlsporið er stigið. Sálnahirðar hins islenska hægriflokks hafa venjulega ekki þurft að setja gaddastigvelin á villutrúarhundinn. Það nægir y firleitt fyllilega að leyfa honum að gægjast inn i pislar- klefann. Eining ihaldsins er eining hinna lötu hugsana, hins þögla kæruleysis, sjálfumgleði, óttans við hið ókunna — allt i bendu og samanvið kaldrifjaðan hagsmunaútreikning hinna sameinuðu. Það er litil ástæða vinstrisinna að öfunda ihaldið af þessum pólitisku lifsgæðum. Og það er mjög i anda uppeldis i skugga hinnar sam- einandi svipu auðsins, að tólf- menningar Varins lands eru rétt I þessu að senda til dómara kröfur um að nokkrir blaðamenn Þjóðviljans borgi þeim nær sjö miljónir króna i skaðabætur fyrir að lýsa frum- kvæði þeirra með þeim orðum sem við áttu. Arni Bergmann

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.