Þjóðviljinn - 22.06.1974, Side 13

Þjóðviljinn - 22.06.1974, Side 13
Laugardagur 22. júnl 1974 ÞJÓÐVILJINN — StÐA 13 Lúðvík ' Framhald af 5. siðu. kostnað við sumar verksmiðj- urnar til þess að gera þær vinnsluhæfar aftur, en þetta hefur orðið til þess, að á Norðaustur- landi, Norðurlandi og einnig á Vestfjörðum hafa verksmiðjur fengið það verkefni að taka þátt i vinnslu loðnunnar. Þetta hefur haft gifurlega mikil áhrif, bæði fyrir afkomu verksmiðjanna, sem hefur stórbatnað við að fá þessa aðstöðu, og einnig hefur þetta haft mikið gildi i atvinnu- málum hinna einstöku staða. Rikisstjórnin beitti sér fyrir þvi, að þetta var gert, og ég tel að þarna sé um mjög þýðingar- miklar framkvæmdir að ræða. Rikisstjórnin hefur einnig beitt sér fyrir þvi að fá nýjan markað fyrir frysta loðnu og einnig niður- soðna loðnu i Japan, og segja má að frysting loðnunnar sé nú komin á það stig, að þar er um glfurlega þýðingarmikinn framleiðsluþátt að ræða. Allt bendir til þess að á komandi árum verði hægt að auka enn frystinguna á loðnu, og það verulega. Að þvi kemur einnig, að niðurstaða verður stór- aukin, svo og niðurlagning á loðnu, þvi einnig á þvi sviði er hægt að stórauka markaðina frá þvi sem verið hefur. Kjör sjómanna — Hvað viltu segja um fisk- verðið og kjör sjómanna á stjórnartimabilinu? — Eitt fyrsta verkefnið, sem núverandi stjórn varð að tak- ast á við var, að breyta þeirri löggjöf sem fyrrverandi rikis- stjórn hafði sett varðandi aflahlut sjómanna á fiskiskipaflotanum. Viðreisnarstjórnin hafði raskað gildandi kjarasamningum sjó- mönnum mjög i óhag, en núverandi rikisstjórn setti bráða- birgðalög þess efnis að breyta þessu aftur og hækka um leið fiskverðið til sjómanna um að meðaltali 18 — 19%. Siðan hefur þess verið gætt allan timann I tið núverandi rikisstjórnar, að fisk- verð hækkaði jafnan eins mikið og meira en vinnulaun almennt I landinu hafa gert. Samanburðar- tölur sýna, að á sama tima og tekjur verkafólks hafa tvöfaldast, hefur sambærilegt fiskverð hækkað um 150%. Það liggur þvi alveg ljóst fyrir, að fiskverð hefur hækkað á þessu timabili tiltölu- lega meira en almennar launa- tekjur, og það er þvi óhætt að fullyrða, að um það hefur verið séð, að launakjör sjómanna hafi fyllilega og vel það verið lagfærð til samræmis við aðrar vinnu- stéttir i landinu. Enda má segja það, að i tið núverandi rikis- stjórnar hafi ekki oröið um neinar stöðvanir að ræða varðandi fiskveiðarnar og fisk- vinnsluna i landinu, en I tið fyrr- verandi rikisstjórnar var þarna um mjög alvarlegar stöðvanir að ræða, sem auðvitað höfðu I för með sér minnkandi framleiðslu og lakari launakjör fólksins. Okkar stóriðja — Þú hefur þá unnið að þvi sem sjávarutvegsráðherra, að reyna að skipuleggja fiskvinnsluna I landinu og fiskveiðarnar og sam- rýma þetta tvennt meir en verið hefur og einnig að tryggja sam- felldari rekstur? — Ég tel eitt af stærstu verk- efnunum, sem að hefur verið unnið og áfram þarf að vinna að, vera einmitt það, að koma fisk- vinnslu I landi á það stig, og þá alveg sérstaklega hraöfrysti- húsaiðnaðinum, að þar sé yfirleitt um samfelldan rekstur að ræða - þar sem góður grundvöllur hefur verið lagður að þvi hvernig megi tryggja hverju frystihúsi fyrir sig nægilegthráefni til vinnslu svo að segja alla vinnudaga ársins, að alltaf sé til i fiskmóttökunum hrá- efni til nokkurra vinnsludaga fram I timann. Þetta tel ég eitt allra stærsta verkefnið, sem liggur fyrir I islenskum fisk- iðnaði, og að skipuleggja veiðarnar og móttökuna I landi, efla samstarf milli fiskvinnslu- stöðva I landi og milli einstakra staða umfram það sem nú er, þannig að hér gæti verið um fullt rekstraröryggi aö ræða. Það er min skoðun, að fisk- iðnaðurinn eigi að verða stóriðja okkar Islendinga. Hann á að vera okkar langsamlega stærsta og þýðingarmesta iðngrein og það á að vera hægt að standa að henni þannig, að við ráðum fullkomlega yfir öllum fiskimiðunum við landið einir. Þá gætum við einnig séö um það, aö veiðarnar fari fram með þeim hætti, og aflinn berist að landi svo hægt sé að tryggja hér alveg samfellda vinnu i staðinn fyrir þá mjög svo slitróttu vinnu sem verið hefur. A þann hátt eigum viö að gera fisk- iðnaðinn að okkar stóriðju á komandi árum. Erfiðleikar Framhald af bls. 16. öll lán orðin 1-2 mánuðum á eftir áætlun, en úr þessu rætist væntanlega og fullyrða má, að Byggingarsjóður rikisins hefur aldrei haft eins mikið eigið fé til útlána eins og i ár og fullyrða má, að nýtt fjármagn verði ekki minna en 1 miljarður vegna aðgerða rikisstjórnarinnar. Það er 1% launaskattsstig sem alþingi ákvað i vetur og þau lán er fást frá lifeyrissjóðunum, eftir að gengið var frá verðtryggingar- ákvæðunum, sem hér hafa gjör- breytt fjármagnsstöðu Bygginga- sjóðs. Það fjármagn sem Hús- næðismáiastjórn hefur til útlána hefur þrefaldast i tið vinstri stjórnarinnar. Þjóðviljinn mun siðar birta fréttatilkynningu frá rikisstjórn- inni um þessa fjármögnun. Fólk Framhald af bls. 1 . eigur sinar með áróðursplöggum ihaldsins. Fjöldi fólks hefur hringt til Þjóðviljans og látið i ljós reiði yfir hinni dæmalausu frekju Sjálfstæðisflokksins og þessari nýju tegund átroðslu, sem það telur enn eina árás flokksins á persónufrelsi einstaklinganna. eyþ Ragnar Framhald af bls. 1 fellur ekki siður dauður niöur hjá Sjálfstæðismönnum, þvi að i þvi máli fást þeir alls ekki til að svara tveim afgerandi spurningum, sem fyrir þá hafa verið lagðar á hverjum fundi. En þær varða Haagdómstólinn. Eins og menn vita fellur úrskurður dómstólsins innan tiðar, og þvi hefur verið lýst yfir opinberlega af talsmönnum Sjálfstæðis- manna, að þeir telji dómsorð Haagdómstólsins bindandi úr- slitadóm og honum verði ekki áfrýjað. Og það hlýtur þvi að vera stóra spurningin, hvað Sjálf- stæöisflokkurinn ætli að gera, ef úrskurður Haagdómstólsins verður Islendingum i óhag. Hvort hann ætlar að standa I þvi, ef hann verður i stjórn, að land- helgin verði færð aftur inn að 12 milna mörkum. En þessari spurningu eru þeir alveg ófáan- legir til að svara. Nákvæmlega eins er þetta með 200 milurnar, sem þeir reyna aö eigna sér, enda þótt öllum sé kunnugt, aö á Alþingi voru i vetur samþykkt lög, sem heimila útfærslu i 200 milur, og enginn ágreiningur sé um að það verði næsta skrefið I landhelgismálinu. En þeir fást alls ekki til að svara þeirri spurningu, hvaö gerist, ef haf- réttarráðstefnan dregst á langinn og við færum landhelgina úti 200 milur, hvortþeir ætla þá að beygja sig undir úrskurð dómstólsins i Haag i þvi máli. Ög þessi þögn Sjálfstæðismannanna um þessar örlagarlku spurningar hefur að vonum vakið mkla tortryggni kjósenday. Framboðsfundir hér I kjör- dæminu eru sjö og eru fjórir búnir. Þeir hafa allir verið mjög vel sóttir, og það virðist vera mjög mikill áhugi hér á þessum kosningum. Baráttuvilji Að lokum vildi ég segja þetta, sagði Ragnar. Vafalaust hafa margir vinstrisinnar ekki gert upp við sig enn,hvern kost þeir eigi aö taka i þessum kosningum. En þeir verða að gera sér ljóst, að fjöldi uppbótarþingsæta Alþýðu- bandalagsins og Sjálfstæðis- flokksins ræður sennilega úrslitum um valdahlutföllin á Hafréttarráðs tefnan: Reiptog milli risavelda og þróunarlanda þingi. Það veit enginn, hvort Samtökin koma nokkursstaðar manni að, og Framsóknar- flokkurinn getur ekki fengið uppbótarsæti. Við verðum þvi að einbeita okkur að þvi af itrasta mætti, að gera fólki ljóst, að likurnar á áframhaldandi vinstri- stefnu aukast I réttu hlutfalli viö fylgisaukningu Alþýðubanda- lagsins. Nú veltur á miklu að vel sé unnið, og það er sannarlega ánægulegt að verða var við þá miklu bjartsýni og baráttuvilja, sem virðist einkenna kosninga- starf Alþýðubandalagsmanna um allt land. Byggingar Framhald af bls. 6. á þvi fé, sem sjóðurinn þarf að taka verðtryggt frá lifeyrissjóð- unum. Með þeirri ákvörðun opn- ast möguleikar til þess að fá verulegt fjármagn til þess að endurlána þeim sem nú biða eftir lánum frá húsnæðismálastjórn. Ef úr þessu rætist á næstu vik- um þá vona ég að sú töf sem orðið hefur á lánveitingum verði ekki til þess að draga úr þeirri upp- byggingu á ibúðarhúsnæði, sem nú er I fullum gangi um allt land og er sérstaklega ánægjuleg þró- un. Ég tel að nú hilli undir lausn á þvi vandræðaástandi i húsnæðis- málum, sem valdið hefur miklum erfiðleikum á liðnum árum. Ég vil svo skjóta þvi hér inn að lokum að ég vona að þjóðin fari ekki að kjósa yfir sig nýja við- reisnarstjórn, sem dregur allar framkvæmdir saman og sendir iðnaðarmennina úr landi i at- vinnuleit. Metheppni Framhald af bls. 11. ina og Eyleifur Hafsteinsson stakk varnarmennina af og vipp- aði boltanum yfir Diðrik sem komið hafði út á móti honum, en þó á skökkum tima. 1:0 fyrir ÍA var staðreynd. Og það er ekki of- sagt að þetta séu ein óréttlátustu úrslit I knattspyrnukappleik sem maður hefur séð lengi, sannar- lega meistaraheppni yfir Skaga- mönnum. Það var ofur létt fyrir Skaga- mennina að verjast það sem eftir var leiksins. Vikingarnir press- uðu að visu nokkuð, en greinilega skipulagslaust og i örvæntingu. En það er eins og Benedikt Valtýsson bakvörður Skaga- manna sagði eftir leikinn: — Það eru ekki tækifærin sem telja stig- in, heldur mörkin, drengir minir. Vissulega rétt, en eigi að siður hlýtur það að vera sárt fyrir Vik- ingana að horfa uppá slikt sem þetta. Þetta er lang-lélegasti leikur lA-liðsins i þessu móti og sá eini sem þeir hafa verið heppnir I. Þeir hafa sýnt yfirburði I flestum leikjum slnum á mótinu, og það er þvl engin tilviljun að þeir leiða nú I deildinni, en auðvitað geta sterk lið átt slaka leiki. Þó er það alveg vist, að þeir mega ekki eiga þá marga lika þessum, ef þeir ætla að vinna titilinn sem allt bendir til nú. Það er ekkert lið svona heppið oftar en einu sinni. Að vanda voru það þeir Jón Gunnlaugsson, Jón Alfreðsson og Þröstur sem af báru i liðinu. Allir aðrir voru nokkuð langt frá sinu besta. Hjá Vlkingi voru það u-lands- liðsmennirnir Oskar Tómasson og Gunnar Orn sem báru af, á- samt þeim Páli Björgvinssyni, sem hefur bætt vörnina mikið eft- ir að hann kom i liðið, og Jóhann- esi Bárðarsyni. Vonin um að sigra I mótinu hefur minnkað verulega hjá Vikingum við þetta tap. Það verður erfitt fyrir þá að ná Skágamönnunum héöan af. —S.dór V erkalýðsf élög Framhald af 1. siðu. Islandi, til að ræða við stjórn- endur SH i þeim tilgangi að foröa þvi, að til átaka komi. Laurent Enckell, bandariski fulltrúinn, kemur hingað á vegum Alþjóðasambands matvæla- iðnaðarins, en það tók að sér að hafa milligöngu um samningana. Þetta samband, sem hefur innan vébanda sinna 2.2 miljónir félaga i 56 löndum, sendi fulltrúa sinn CARACAS 21/6 — MikiO reiptog er nú hafið á hafréttarráðstefn- unni I Caracas, höfuðborg Vene- súelu, um það hversu mikill meirihluti atkvæða skuli ráöa niðurstöðum á ráðstefnunni. Fyrsta fundinum um þetta atriði lauk án þess að nokkuð þokaði i samkomulagsátt, en ætlast er til Þóra Borg slasaðist A fimmtudagskvöldið varð Þóra Borg leikkona fyrir þvi ó- happi að hrasa og handleggs- brotna, þegar hún var á leið i leik- húsið til að leika i „Selurinn hefur mannsaugu” eftir Birgi Sigurðs- son. Þóra Borg fer með veiga- mikið hlutverk i leiknum og varð að aflýsa sýningunni um það leyti að hún átti að hefjast og leikhús- gestir voru sestir I sæti sin. Næsta sýning á leikriti Birgis átti að vera annað kvöld, en verð- ur einnig að falla niður af þessum orsökum. I stað þess mun Leikfé- lagið hafa aukasýningu á Fló á skinni. Er það 204. sýning á þeim sivinsæla gamanleik. Samkvæmt dagskrá leikhússins i Iðnó er á- ætlað að sýning veröi á „Selurinn hefur mannsaugu” á fimmtu- dagskvöld i næstu viku, en ekki er enn vitað hvort leikkonan verður þá búin að ná sér nægilega til þess að af henni geti orðið. Sameiginleg- ar haf- rannsóknir MURMANSK (APN) — Rann- sóknaskipin Akademik Knipovits og Ajaka halda áfram siðari hluta rannsókna sinna i Norgeshafi og Barentshafi. Rannsóknir þar fara fram samkvæmt áætlun, sem er sameiginleg fyrir Sovétrikin, Noreg og Island. Sovéska rannsóknaskipið Per- sej-3 hefur unnið að athugunum I Norð-vestur-Atlantshafi. Skipið kom i höfn i Halifax i Kanada, þegar sovésku visindamennirnir tóku þátt i starfi alþjóöanefndar um talningu fiskstofnanna. Helgi ekki í hœttu enn Á föstudagskvöldiö höfðu tveir læknar, Sigurður Sigurösson og Tómas Helgason, yfirlæknir á Kleppi, verið hjá Helga Hóseas- syni i Hegningarhúsinu á Skóla- vörðustig og hann rætt við þá. Að sögn Siguröar, sem er heimilis- læknir Helga, er hann enn i engri hættu hvað heilsu snertir. Um helgina verður að likindum ákveðið, hvað tekiö verður til bragðs viðvikjandi Helga, en hann mun ekki hafa tekið til sin næringu frá þvi að hann var handtekinn um ellefuleytið seytj- anda júni. dþ. hingaö að vissu leyti fýluferð, þvl Einar Sigurðsson, stjórnar- formaður SH og Coldwater og Eyjólfur tsfeld, frkvstj. SH, töldu sig þessi mál engu skipta og neituðu að ræða við Enckell. —gsp að þessi þræta verði leyst fyrir 28. þ.m„ en þá á fyrir alvöru að hefja viðræður um þau hafréttarmál, er fyrir liggja. Togstreitan stendur fyrst og fremst milli risaveldanna, Bandarikjanna og Sovétrikjanna, annarsvegar, en hinsvegar þró- unarlandanna og Kina. Bandarik- in hafa sig meira i frammi af hálfu þeirra fyrrnefndu og vilja helst ekki að ráðstefnan geri neinar samþykktir,nema að um þær náist svo að segja algert samkomulag allra ráðstefnu- rikja. Hætt er við að það reynist erfitt, þvi að sem eðlilegt má kalla eru sjónarmið hinna ýmsu rikja, sem ráðstefnuna sækja, næsta ólik. Þróunarlöndin hallast hinsvegar að þvi að láta einfaldan meirihluta atkvæða eða tvo þriðju hluta ráða um niðurstöður. r Israel fordæmt fyrir kyn- þáttamisrétti GENF 21/6 — Alþjóðlega vinnu- málastofnunin (ILO) samþvkkti I gær á ráðstefnu sinni I Genf for- dæmingarályktun á israel vegna kynþáttamisréttis á herteknum arabiskum svæðum. 1 ályktuninni segir ennfremur aö Israel hafi niðst á réttindum verkalýðssamtaka á svæðunum. Ályktunin var samþykkt með 224 atkvæðum gegn tveimur, en 122 sátu hjá. Meö ályktuninni voru fulltrúar Arabarikja, margra annarra þróunarlanda og sósial- iskra landa, en meðal þeirra sem sátu hjá voru fulltrúar Noregs, Bandarikjanna, Sviþjóðar, Kan- ada, Sviss og Ástraliu. Nú hlýnar í Mývatnssveit Veður fer nú hlýnandi I Mývatns* sveit, að sögn Siguröar oddvita á Grænavatni. Sigurður sagði, að frostin I byrjun júni hefðu seinkað sprettu um að minnsta kosti hálf- an mánuð. Þau hefðu Ilka farið illa með suman gróður, til að mynda hefðu aöflutt barrtré eyði lagst viða og óvist hvort þau næðu sér á þessu sumri eöa nokkurn- tima. Þó væri ásandið enn verra í niöri I dölunum, þar sem frostið heföi veriö meira þar neöra. Að lokum sagðist Sigurður búast viö aö sláttur gæti hafist um næstu mánaðamót ef hlýindin héldu áfram rl. MOGADISHU Fjögurra daga ráðstefna leiötoga Einingarsamtaka Afrlkurikja (OAU) hefst I dag i Mogadishu, höfuborg Sómalilands. Helsta verkefni ráðstefnunnar verður að fá fram sættir og sameiningu frelsishreyfinganna i nýlend- um Portúgala, en i Angolu að minnsta kosti er um að ræða ein tvö baráttusamtök, sem engir kærleikar eru með.Utan- rikisráðherrar OAU-landa hafa nýskeð skorað á allar frelsishreyfingar i Mósamhik, Angólu og Gineu-Bissá að samræma stefnu sina gagn- vart protúgölsku stjórninni. Fjörutiu og tvö riki eiga aðild að OAU.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.