Þjóðviljinn - 01.08.1974, Qupperneq 4
4 StÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagur 1. ágúst 1974.
MOBVIUINN
MÁLGAGN SÓSíALISMA
VERKALÝÐSHREYFINGAR
OG ÞJÓÐFRELSIS.
Útgcfandi: Útgáfufélag Þjóöviljans
Framkvæmdastjóri: Eiður Bergmann
Hitstjórar: Kjartan Ólafsson
Svavar Gestsson (áb)
Fréttastjóri: Eysteinn Þorvaldsson
Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar:
Skólavöröust. 19. Simi 17500 (5 linur)
Prentun: Blaðaprent h.f.
YONIR LAUNÞEGA BUNDNAR YINSTRI STJÓRN
Launþegar i landinu hafa ástæðu til
nokkurs kviða um þessar mundir. Ástæð-
an er sú óvissa sem nú rikir um myndun
nýrrar rikisstjórnar.
Að baki eru 3 vinstri stjórnarár með
miklum kjarabótum öllum launþegum til
handa. Undanfarin misseri hefur kaup-
máttur launa verið hærri en nokkru sinni
fyrr i sögu lýðveldisins, og blasa sannan-
irnar alls staðar við. Þessar kjarabætur
hefur vinstri stjórnin tryggt með hinni
vinsamlegu stefnu sinni i garð verkalýðs-
hreyfingarinnar og með uppbyggingar-
starfi sinu sem leggur grundvöllinn að
fullri atvinnu.
Alkunna er að nokkrir erfiðleikar steðja
nú að i efnahagsmálum, erfiðleikar sem
eru i sjálfu sér vel viðráðanlegir ef tekið
er á málum af raunsæi og án ofsatrúar á
þau hagfræðingameðöl sem brugguð eru i
tilraunaglösum erlendra auðvera.
Svo litur út sem deila þurfi einhverjum
efnahagslegum byrðum á landsmenn,
a.m.k. um stundarsakir. Launafólk hlýtur
þá að krefjast þess að beitt sé vinstri úr-
ræðum sem byggjast á reglunni um niður-
jöfnun eftir efnum og ástæðum, Undir
engum kringumstæðum kemur til greina
að láglaunafólki verði iþyngt. Þetta er
höfuðsjónarmið Alþýðubandalagsins
gagnvart aðsteðjandi vanda.
Láglaunafólk ber vissulega meira úr
býtum nú en áður, en vinstri stjórninni
auðnaðist þó ekki að flytja nægilega mikið
af tekjum þjóðfélagsins til þeirra hópa
sem minnst höfðu fyrir. Takmarkið er þvi
enn frekari tekjujöfnun, og það væri verð-
ugt verkefni nýrrar vinstri stjórnar að
hefja aðgerðir i þá átt.
Nú sem jafnan áður vinna sterk öfl i
landinu gegn láglaunafólki og hagsmun-
um þess. Augljóslega fólst stjórnarmynd-
unartilraun Geirs Hallgrimssonar i þvi að
leitað var hófanna hjá slikum öflum i öðr-
um flokkum, ekki sist Framsóknarflokkn-
um. Helsta áhugamál ihaldsaflanna nú er
að koma vinstri stjórnarhugmyndinni fyr-
ir kattarnef og gera siðan efnahagsráð-
stafanir á kostnað láglaunafólksins.
Vinstri sinnar þurfa þvi að vera vel á verði
um hagsmuni sina og standa einbeittir
gegn öllum áformum um skerðingu á
raungildi láglauna.
Besta varðstaðan er sú að taka saman
höndum um trausta vinstri samvinnu sem
byggi á raunverulegum vinstri úrræðum,
jafnt i efnahagsmálum sem öðrum mál-
um. Ef það tekst þarf láglaunajólk engu
að kviða, en árangur er kominn undir
þeim þrýstingi y sem settur er af hálfu
vinstri manna á alla þá áhrifamenn,sem
nú standa hikandi eða jafnvel neikvæðir
gagnvart heilshugar vinstra samstarfi
hvar sem slika áhrifamenn væri að finna i
þeim flokkum sem nú ræðast við um
möguleika á stjórnarmyndun til vinstri.
REISN ÆRUNNAR OG REISN MÁLSTAÐARINS
Fyrir nokkru kvað 12 manna kviðdómur
rithöfunda upp þann úrskurð að i máls-
höfðun Vl-manna á hendur Einari Braga
rithöfundi fælist tilræði við tjáningarfrels-
ið. Vl-menn hafa reynt að klóra i bakkann
með skrifum i Morgunblaðinu, en i gær
svarar Sigurður A. Magnússon formaður
Rithöfundasambands íslands þvi i grein
sem hann fékk birta i þvi blaði. Hann segir
m.a. að meiðyrðalöggjöfin islenska ,,er
þannig úr garði gerð, að vonlaust má telja
að fá mann sýknaðan fyrir ærumeiðandi
ummæli, jafnvel þó dagsönn séu”. Hefði
löggjöfinni ,,verið beitt einsog forgöngu-
menn „Varins lands” ætla sér að gera,
hefðu rithöfundar á borð við Halldór Lax-
ness og Þórberg Þórðarson setið i tukthús-
um hálfa ævina. Það er vafalaust þetta
sem liggur til grundvallar þeirri yfirlýs-
ingu stjórnar Blaðamannafélags íslands,
að timabært sé orðið að láta fara fram
endurskoðun á meiðyrðalöggjöfinni og
færa hana til nútimalegra horfs”.
Sigurður bendir á ofsóknir sem rithöf-
undar verða fyrir erlendis, t.d. Soltsénit-
sin, og segir að við hljótum að fordæma
þær, svo og þau lög sem þar er beitt.
Að lokum segir Sigurður: „Þegar
mönnum er annarra um persónu sina og
æru en málstaðinn, sem þeir vilja berjast
fyrir, ættu þeir að hugsa sig um tvisvar
áður en þeir hætta sér útá hálan is þjóð-
málabaráttunnar. Tólfmenningarnir
kunna að vinna öll sin meiðyrðamál og fá
„sakamönnunum” stungið i tukthúsið um
lengri eða skemmri tima, en þeir bæta
ekki spönn við æru sina eða reisn með
þeim málalokum”.
MIKIÐ VILL MEIRA
Samkvœmt skattskrá voru árstekjur sérfrœðinga við
Landspitalann 2,2 miljónir kr. í fyrra
Flestir sérfræðingar við rikis-
spitalana og Borgarspitalann
hafa nú sagt upp störfum. Lækna-
félagið hefur hvatt meðlimi sfna
til að sækja ekki um stöður
þeirra, sem nú hafa veriö aug-
lýstar lausar til umsóknar. Með
þessu eru sjúkrahúsalæknar að
undirstrika óánægju sina með þaö
kaup, sem þeim er greitt sam-
kvæmt úrskuröi kjaradóms.
t fyrra voru meðalárstekjur
sérfræðinga við Landsspitalann
hátt á þriðju miljón króna. I vetur
fengu þeir verulegá kauphækkun
i krónum taliö, og auðvitað hafa
þeir fengið visitöluhækkanir á
kaup sitt eins og aðrir. Varlega á-
ætlaö má þvi telja, að samkvæmt
núverandi töxtum fari árstekjur
sérfræðinganna upp i þrjár mil-
jónir.
URUIjSKAKIGCIPIH
kcrnflíus
JONSSON
SKÖLAVOROUSI lli 8
BANKASIR4U6
IHSH8 10600
BLAÐBERAR
óskast víðsvegar
um borgina.
DJOÐVIIJINN
Kjaradómur
1 vetur, þegar samið var um
kaup opinberra starfsmanna,
náöist ekki samkomulag um laun
lækna á sjúkrahúsum. Fór þvi
máliö fyrir kjaradóm. 1 Þjóðvilj-
anum var fyrir nokkru skýrt frá
þvi, að fastakaup lækna væri
samkvæmt þeim dómi i kringum
100 þúsund krónur á mánuði.
Þess var þá einnig getið, að
tekjur lækna væru ugglaust
meiri, því að ofan á föst laun
kæmi vaktaálag og ýmislegt ann-
að, sem hækkaði launin, eins og
vera ber hjá þeim, sem ekki hafa
fastan vinnutima.
Það er og vitað mál, að mjög
margir sjúkrahúsalæknar hafa
drjúgar tekjur af eigin lækninga-
stofum, sem þeir starfrækja sam-
hliða vinnu sinni á sjúkrahúsun-
um.
Verkfall
En læknar hafa ekki viljað una
þessum launum og hafa nú mjög
margir þeirra sagt upp. Á skrif-
stofu rikisspitalanna fengum við
þær upplýsingar að flestir sér-
fræðingar á Landsspitalanum
hefðu nú sagt upp störfum.
Stöðurnar hafa verið auglýstar,
en ólikiegt er að nokkur sæki um
þær. Læknafélagið hefur látið þau
bob út ganga til félaga sinna, að
þeir skuli ekki sækja um. Er þar
vitnað til codex ethicus eða siða-
bókar félagsins.
Uppsagnir þessar jafngilda þvi
verkfalli. Opinberir starfsmenn
hafa ekki verkfallsrétt, en ýmsir
hópar þeirra hafa oft ráðgert að
taka sér þann rétt með f jöldaupp-
sögnum.
Þjóðviljinn getur engan veginn
lastað það, að launþegasamtök,
sem ekki hafa jafn sjálfsögð rétt-
indi og verkfallsrétt, skuli með
samtakamætti knýja fram kjara-
bætur. En þó fer ekki hjá þvi, að
það er kominn dálitið falskur
hljómur i launastriðið hjá lækn-
unum.
Læknar fengu ekki hlutfallslega
minni kjarabætur en aðrir opin-
berir starfsmenn i vetur. En þessi
fámenni starfshópur getur, vegna
þess að hann er ómissandi og hef-
ur hlotið sérmenntun, sem aðrir
hafa ekki, knúið fram launahækk-
anir, sem eru mörgum sinnum
meiri en þær, sem láglaunafólk
fékk i vetur.
Raunverulegar
tekjur
Skattskráin getur oft verið
gagnleg til að gefa visbendingu
um árstekjur manna, að minnsta
kosti þær tekjur, sem taldar eru
fram. Okkur datt þvi i hug, að
fletta upp i skattskránni og sjá,
hverjar tekjur sérfræðinga við
Landsspitalann hefðu verið á sið-
asta ári, en þeir hafa nær allir
sagt upp störfum.
Af sérfræðingum á handlækn-
inga- og lyflækningadeild Lands-
spltalans eru 9 á skattskrá i
Reykjavik. Til þess að fylla tug-
inn litum við á gjöld eins sérfræð-
ings á Barnaspitala Hringsins.
Samkvæmt skattskránni greiða
þessir sérfræðingar, sem flestir
hafa sagt upp störfum vegna of
lágra launa, opinber gjöld að
meðaltali sem hér segir:
Tekjuskattur: 493.514 kr.
Eignaskattur: 8.680 kr.
Útsvar: 213.130 kr.
Af þessum tölum er ljóst, að
hver sérfræðingur hefur að með-
altali haft a.m.k. 2.2 miljónir i
tekjur á siðasta ári. Að visu fer
töluverður hluti af þvi fé i skatta,
eða rúmlega 700 þúsund krónur.
Þrátt fyrir það hafa læknarnir
haft um eina og hálfa miljón i sig
og sína, þegar riki og bær voru
búin að hirða sitt, og liklega þó
heldur meira, þvi að skattar hafa
ugglaust verið lægri hjá þeim i
fyrra.
Codex ethicus
Eins og áður segir, minnir
Læknafélagið á siðalögmál
lækna, þegar það hvetur þá til að
sækja ekki um stöður og rjúfa
þannig þá félagslegu einingu,
sem ein virðist geta dugað til að
forða læknum frá að fá þrjár mil-
jónir og þar yfir i tekjur á þessu
ári.
Satt að segja kemur þessi sið-
fræði mörgum manninum
spánskt fyrir sjónir, að minnsta
kosti þeim, sem ekki hafa nema
30 þúsund i föst mánaðarlaun.
Það er ef til vill misskilningur, að
siðfræði lækna hafi oftast nær
verið byggð á kenningum Hippó-
kratesar. En ekki minnumst við
þess, að Hippókrates hafi haldið
þvi fram, að læknar ættu að fá
fimmfalt kaup þeirra, sem verða
af einhverjum orsökum að leita
til þeirra.
Enginn lætur sér lengur detta i
huga, að læknar sinni störfum
sinum af hugsjón og leiöi aldrei
hugann að efnalegri velferð sinni.
Það þykir ekki nema sjálfsagt, að
þeir fái sæmileg laun fyrir vinnu
sina. En fyrr má nú rota en dauð-
rota.
Við minnum á, að samfélagið
hefur varið mörgum miljónum til
að veita þessum mönnum þá
menntun, er hugur þeirra stóð til.
Ef þeir hafa valið sér læknisstarf-
ið til að komast i álnir, verður að
endurskoða öll þessi mál frá
grunni.
Lokaorð
Barátta ómissandi starfshóps
við að koma árstekjum sinum i
margar miljónir fær ekki hljóm-
grunn hjá alþýðu manna. Ekki
sist þegar sú barátta er byggð á
hótun um að hætta að lækna
sjúklinga, en öðru visi er ekki
unntað túlka fjöldauppsagnirnar.
Aftur á móti hefði verið gaman
að þvi, að læknar hefðu heimtað,
aö annað starfsfólk á sjúkrahús-
um fengi sæmileg laun. Að t.d.
gangastúlkur, sem flestar hverj-
ar vinna heldur óskemmtileg og
óþrifaleg störf, fengju svo sem
eins og helming af lækniskaupi.
Þó hefði verið enn skemmti-
legra, ef læknar heföu sagt upp
störfum til að mótmæla þvi, að öll
læknisþjónusta, þar með talin
þjónusta sérfræðinga, er ekki ó-
keypis fyrir sjúklinga. Eða þá að
ótækt væri, að lyfsalar rökuðu
saman fé á þvi að selja þau lyf,
sem læknarnir ráðleggja sjúkl-
ingum sinum að eta.
En að menn, sem á siðasta ári
höfðu hátt á þriðju miljón i tekjur
skuli nú segja upp störfum i von
um enn meira fé, það tekur út yfir
allan þjófabálk.
óp