Þjóðviljinn - 02.08.1974, Side 2

Þjóðviljinn - 02.08.1974, Side 2
2 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 2. ágúst 1974. HORN í SÍÐU Að vera niðurlœgður Islendingar eru oðrnir býsna miklir sérfræðingar i þvi að láta niðurlægja sig. Mestir niður- lægjarar okkar eru vinirnir okkar frá Bandarikjunum, sem hér hafa hreiðrað um sig, og þeir fylgifisk- ar, sem hér eru þeirra vegna og eins þar úti i eigin landi guðs. Ekki er hér rúm til að tiunda alla niðurlæginguna i samskipt- um ráðamanna og almennings við þessa herraþjóð. Aðeins skal hér stiklað á stóru i einum þætti þeirrar niðurlægingar, hersjón- varpsþættinum. Lesaranum til glöggvunar skal á það bent, að sú lygi, sem herra- þjóðin hefur nú siðast dælt i ráða- menn er engin nýjalygi. t þessu tilviki er vert að minnast þess er herrarnir létu fyrrum utanrikis- ráðherra þessa lands gefa al- þingismönnum við Austurvöll kolrangar upplýsingar um tækni- leg atriði við uppsetningu sjón- varps, sem þó hvert heimsbarn vissi að voru rangar um leið og sagðar voru. Enn var logið til, enn af þeim hinum sömu i þá hina sömu, og þá sagt að sjónvarpssendingar yrðu með allskyns tæknibrellum tak- markaðarvið herstöðina eina. ís- lenskir ráðamenn urðu harla glaðir við, og gáfu herraþjóðinni leyfi til þess að koma upp tækni- legum mannvirkjum til þess arna. Og sjónvarpsútsending her- mannanna dofnaði fyrir augum tslendinga, og stóð svo i einar þrjár vikur. Þá fór aftur að skýrast á skjánum, og varð sá endir á, að nær tveir þriðju hlutar landsmanna fengu notið dagskrár dátanna. Kokhraustur utanrikisráðherra vinstri stjórnar, sem margt hefur vel gert i sinni stjórnartið, flutti þjóðinni þann boðskap eftir tæpra þriggja ára setu i embætti, að náðst hefði samkomulag um það við herrana, að sjónv. þeirra yrði lokað tafarlaust. „Tafar- laust” hafði þegar á reyndi ekki sina upphaflegu merkingu, en það er máske aukaatriði þegar litið er til hluta hinnar stóru lygar og niðurlægingar. Herrarnir tjáðu islenska ráð- herranum, að til þess að geta lokað dátasjónvarpinu, og þá var átt við að lokað yrði fyrir það til Islendinga og útsendingar þess einvörðungu bundnar við her- stöðvarsvæðið, þyrfti nýjan tækjabúnað og enn frekari tækni en herrarnir réðu yfir hérlendis þessa stund. Til þess að segja ráðherranum þessa sögu var fenginn sendiherra Banda- rikjanna á Islandi. Auðvitað trúði ráðherrann þessu og sjálfsagt þorri lands- manna. Sjú Enlæ til starfa á ný PEKING 31/7 — Sjú Enlæ, for- sætisráðherra Kina, kom i dag fram opinberlega i fyrsta skipti i tvo mánuði. Tók hann þátt i há- tiðahöldum i sambandi við ,,dag hersins”. Sjú Enlæ fékk hjartaslag i byrj- un júni, og hefur hann tekið á móti örfáum erlendum gestum i sjúkrahúsinu þar sem hann lá, en annars ekkert komið fram i átta vikur. Var ýmsum getum leitt að þvi að f jarvera hans kynni að ein- hverju leyti að stafa af þvi að völd hans væru að minnka. MADRID 31/7 — Franciscó Francó, einvaldur Spánar, kom i dag aftur til Pradó-hallarinnar i Madrid eftir þriggja vikna sjúkrahúslegu. Juan Carlos prins, sem Francó hefur tilnefnt eftir- mann sinn, fór með völd i fjar- veru hans, og bendir fátt til þess að Francó taki aftur fyrri völd i bráð. REYKJAVÍK ÞJÓÐHÁTÍÐ 3.-5. ÁGÚ5T 1974 DAG5KRÁ Laugardagurinn 3. ágúst BARNASKEMMTANIR Kl. 9.30 Við Melaskóla — Laugarnesskóla — Árbæjarskóla 10.20 — Austurbæjarskóla — Vogaskóla 10.30 — Breiðholtsskóla 11.10 — Álftamýrarskóla — Breiðagerðisskóla 11.15 — Fellaskóla Stjórnendur barnaskemmtana: Bessi Bjarnason. Gisli Alfreðsson. Ómar Ragnarsson. Stjórnendur lúðrasveita Páll P. Pálsson. Stefán Þ. Stephensen. Ólafur L. Kristjánsson HÁTÍÐARSAMKOMA VIÐ ARNARHÓL Kl. 13.40 — 14.00 — 14.05 — 14.10 — 14.15 — 14.20 -— 14.30 1435 Kynnir Eiður Guðnason Luðrasveitin Svanur leikur ættjarðarlög. Samhringing kirkjuklukkna • Reykjavik. Hátíðin sett. Gísli Halldórsson. formaður þjóðhátiðarnefndar. Lúðrablástur — Boðhlaupari kemur og tendrar eld við styttu Ingólfs Arnarsonar. Lúðrasveitin Svanur leikur ..Lýsti sól" eftir Jónas Helgason. Ræða. Birgir ísleifur Gunnarsson, borgarstjóri. Lúðrasveitin Svanur leikur . Reykjavík“ eftir Baldur Andrésson. Samfelld söguleg dagskrá. Bergsteinn Jónsson, cand. mag. tók saman. Stjórnandi Klemenz Jónsson. Stjórnandi Sunnudagurinn 4. ágúst Kl. 11.00 Hátíðaimessur i öllum kirkjum borgarinnar. — 14.00 Helgistund i Grasagarðinum í Laugardal í umsjón séra Gríms Grímssonar, sóknarprests í Ásprestakalli. Laugardalsvöllur: Stjórnandi og kynnir Sveinn Björnsson. Kl. 15.00 Átján manna hljómsveit FÍH leikur. . Stjórnandi Magnús Ingimarsson. — 15.30 Skákkeppni með lifandi taflmönnum. Keppendur: Friðrik Ólafsson, stórmeistarf, og Svein Johannessen, Noregsmeistari. Stjórnandi Guðmundur Arnlaugsson. — 16.10 íþróttakeppni. Boðhlaup — knattspyrna o. fl.- — 16.40 Sýnt fallhlífarstökk og björgun með þyrlu. Þátttakendur úr Fallhlífaklúbbi Reykja- víkur. í Laugardalnum verður einnig dýra- sýning, skátabúðir og sýning hjálparsveita og björgunarsveita. Mánudagurinn 5. ágúst BARNASKEMMTANIR Kl. 9.30 Við Melaskóla — Laugarnesskóla — Árbæjarskóla — 10.20 — Austurbæjarskóla — Vogaskóla — 10.30 — Breiðholtsskóla — 11.10 — Alftamýrarskóla — Breiðagerðisskóla — 11.15 — Fellaskóla Stjórnendur barnaskemmtana: Bessi Bjarnason. Gisli Alfreðsson. Omar Ragnarsson. Stjórnendur lúðrasveita: Páll P. Pálsson. Stefan Þ. Stephensen. Ólafur L. Kristjánsson. SÍÐDEGISSKEMMTUN VIÐ ARNARHÓL Kynnir Guðmundur Jónsson. Kl. 14.40 Luðrasveit verkalýðsins leikur. Stjórnandi Olafur L. Kristjánsson. — 15.00 Minni Reykjavikur. Vilhjálmur Þ Gislason, form. Reykvikingafélagsms — 15.10 Einsongur. Sigríður E. Magnúsdóttir. Undirleikari Ólafur Vigmr Albertsson. — 15.25 Dans- og búningasýning. Stjórnandi Hmrik Bjarnason. — 15.40 Pólýfónkórinn syngur. Stjórnandi Ingólfur Guðbrandsson — 15.55 Þættir úr gömlum revíum. Leikarar úr Leikfélagi Reykjavikur flytja. Stjórnandi Guðrún Ásmundodóttir. kórs og lúðrasveitar Páll P. Pálsson. — 15.05 Söngsveitin Filharmonía og Sinfóniuhljóm- sveit íslands flytja tónverk eftir Jón Þórar- insson, samið i tilefni þjóðhátíðarinnar. Höfundur stjórnar. — 15.25 Aldarminning islenzka þjóðsöngsins. Biskup islands, hr. Sigurbjorn Einarsson. — 15.30 Þjóðsöngurinn fluttur. Spngsveitm Filharmonia og Sinfóniuhljóm- sveit islands, undir stjórn Jóns Þórarins- sonar. KVÖLDSKEMMTUN VIÐ ARNARHÓL Kynnir Guðmundui Jónsson. Kl. 20.00 Lúðrasveit Reykjavíkur leikur. Stjórnandi Páll P. Pálsson. — 20.15 Aldarminning stjórnarskrár islands. Gunnar Thoroddsen. prófessor. — 20.30 Þjóðdansar. Félagar úr Þjóðdansafélagi Reykjavikur syna Stjórnendur: Sigriður Valgeirsdóttir og Jón Ásgeirsson. — 20.45 Einsongvarakvartettinn syngur. Songvarar: Guðmundur Jónsson, Kristinn Hallsson, Magnús Jónsson. Þorsteinn Hannesson. — 21.05 Fimleikar. Stúlkur úr ÍR sýna. Stjórnandi: Olga Magnúsdóttir — 21.15 Þættir ur gomlum revium. Leikarar úr Leikfélagi Reykjavikur flytja Stjórnandi: Guðrún Ásmundsdóttir. — 21.35 Karlakórinn Fóstbræður syngur. Stjórnandi: Jón Ásgeirsson. — 22.30 Dansað á eftirtöldum stöðum: Við Melaskóla: Hljómsveit Ragnars Bjarna- sonar. Við Álftamýrarskóla: Hljómsveit Ólafs Gauks. Við Árbæjarskóla: Hljómsveitin Stein- blómið. Við Fellaskóla: Hljómsveitin Brimkló. Við Austurbæjarskóla: Gömlu dansarnir. Hljómsveit As- geirs Sverrissonar. — 1.00 Dagskrárlok. LAUGARDALSVOLLUR Kl. 20.00 Knattspyrnukeppni, Reykjavík — Kaupmannahöfn. DÓMKIRKJAN i REYKJAVÍK Kl. 20.30 HátiðarsamKoma i tilelni 100 ara almælis þjóðsongsms. Andrés Bjornsson. útvarpsstjóri, flytur erindi um séra Matthias Jochumsson. hofund þjóðsongsms. Jón Þórarinsson. tónskáld. flytur erindi um tónskaldið Sveinbjorn Sveinbjornsson. Dómkórinn undir stjórn Ragnars Bjornssonar og fleiri aðilar flytja tón!ist|dtir Sveinbjorn Sveinbjornsson. w KVOLDSKEMMTUN VIÐ ARNARHOL Kynnir Gunnar Eyjólfsson. Kl. 20.00 Lúðrasveitin Svanur leikur. — 20.15 Karlakór Reykjavikur syngur. \ Stjórnandi Páll P. Pálsson. — 20.30 Fimleikar. Piltar úr Ármanni sýna Stjórnandi Guðm Sigfússon. Þjóðdansar. Félagar úr Þjóðdansafélagi Reykjavikur sýna. Stjórnendur. Sigríður Valgeirsdótt'r og Jón Ásgeirsson. Þættir úr nútima songleikjum. Stjórnandi Róbert Arnfinnsson. Hljómsveitarstjóri Carl Billich. — 21.20 Samsöngur. Karlakór Reykjavíkur og karlakórinn Fóstbræður syngja. Stjórnendur: Jón Ásgeirsson og Páll P. Pálsson. — 21.35 Songsveitin Filharmonia og Sinfóniu- hljómsveit islands ftytja tónverk eftir Jón Þórarinsson, samið i tilefni þjóðhátíðar- innar. Höfundur stjórnar. Þjóðsongurinn fluttur. Songsvetin Filharmonia og Smfóniuhljóm- sveit Islands flytja. Stjórnandi Jón Þórarinsson — 22.15 Dansað a eftirtoldum stoðum: Á Lækjartorgi: Hljómsveit Ragnars Bjarna- sonar. í Austurstræti: Hljómsveitín Brimkló. Við Vonarstræti: Hljómsveit Ásgeirs Sverrissonar. Flugeldasýning við Arnarhól i umsjá • Hjálparsveitar skáta. Hátíðmni slitið. — 20.42 — 20.55 — 1.00 1.15 Geymið auglýsinguna! þjóöhátiöarnefnd Reykjavikur 1974 Þá gerist það að upp ris á rit- velli simvirki, sem heldur þvi fram i þremur ýtarlegum og fylli- lega rökstuddum greinum, að til þess að takmarka útsendingar hersjónvarpsins þurfi ekki meiri tæknibúnað en herrarnir þegar hafi, og framkvæmdin þyrfti ekki að taka nema sekúndubrot. Til þess að gera þetta, þyrfti aðeins að skrúfa einn takka á útsendara sjónvarpsmyndanna, likt og hver og einn hækkar eða lækkar i út- varpinu heima hjá sér. Eftir japl og jaml og furður létu forsvarsmenn herra-þjóðarinnar Þjóðviljanum sannleikann i té, en einmitt i Þjóðviljanum höfðu birst hinar gegnmerku greinar simvirkjans. Sannleikur herr- anna varð þá þessi: — Simvirkinn hafði rétt fyrir sér. En notum við þessa aðferð, versna móttöku- skilyrði svo mjög hjá okkur sjálf- um i herstöðinni, að við völdum þá leið að fá okkur ný tæki til þess að takmarka sendingarnar,— Þeir völdu sér nefnilega leiðina. Og við val leiðarinnar , var ekki hugsað út i það, að segja þyrfti is- lenskum mönnum sannleikann um málið: islenskir ráðamenn væru sömu heybrækurnar og löngum fyrr og tækju við þvi sem þeim væri sagt sem heilögum sannleika, og þvi ástæðulaust að vekja hjá þeim einhverjar grillu- hugmyndir með þvi að segja þeim satt. En nú trúum við, þeir sem heilshugar styðjum vinstri stjórn, og þar með talinn ágætan utan- rikisráðherra hennar, þvi ekki, að stjórnin, og ráðherrann, hvor fyrir sig og sameiginlega, láti átölulaust að þeir séu lognir fullir af „vinaþjóð”, að þeir séu niður- lægðir með þvi að telja þá ekki sannleikans verðugá, að þeir séu enn niðurlægðir, með þvi að sann- leikurinn skuli viðurkenndur af lygahripunum i vissu þess að hirting komi ekki i staðinn. Aðeins eitt svar er til við þessari niðurlægingu. Það er að loka sjónvarpinu algjörlega, og það tafarlaust, eftir islenskri merkingu þess orðs. —úþ Fyrirspurn til þjóðhátíðar- nefndar, lög- reglu og Péturs Sveinbjarnars. Kona úr Breiðholtinu hringdi og spurði i tilefni fréttar i Þjóð- viljanum af handtöku Fylkingar- félaga á þjóðhátið á Þingvöllum, hvort lögreglunni hefðu ekki verið gefin nein fyrirmæli um að hand- taka, eða að öðrum kosti sekta, þá menn, sem svo litilsvirtu þjóð- hátið, forsætisráðherra, rikis- stjórn og umferðardeild lögregl- unnar, að hafa á rúðum bila sinna, eða annars staðar á þeim, limmiða Sjálfstæðisflokksins, uni varið land, og kjörorð eins og bless ólijóog varist vinstri slysin. Taldi konan að á þessum limmið- um væri áróður meiri og háska- legri áróður en sú ábending sem unga fólkið vildi halda að þjóðhátiðargestum: smán herset- unnar, og kröfum um að þeirri smán verði aflétt. Er þessari fyrirspurn hér með komið á framfæri, jafnt til lög- reglu, þjóðhátiðarnefndar og for- manns umferðarráðs, Péturs Sveinbjarnarsonar, sem sýndi þá þjónslund við flokksmenn sina, að láta þeim haldastuppi að misnota umferðarmerki i kosningabarátt- unni.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.