Þjóðviljinn - 02.08.1974, Side 7

Þjóðviljinn - 02.08.1974, Side 7
larðstjóri idastóli Draumur hans var sá, að sam- eina i eitt lýðveldi eða sambands- riki öll lönd spænsku Ameriku, og voru Bandariki Norður-Ameriku óefað fyrirmynd hans. Sigursæll foringi Arið 1820 tókst Bólivar að vinna endanlegan sigur á hersveitum Spánarkonungs i Venesuela. Jafnframt lýsti hann yfir stofnun nýs rikis, er tæki yfir Venesúela, Kólumbiu og Ecuador. Nefndist það Stór-Kólumbia. Setti hann hinu nýja riki stjórnarskrá, sem fræg hefur orðið fyrir þær lýð- ræðishugmyndir, sem eru grund- völlur hennar. En Bólivar unni sér ekki hvildar. Nú hélt hann með her manns suður i Perú, háði þar marga hildi við liðssveitir Spánarkonungs, og var einatt sig- ursæll. t stórorrustu árið 1824 gjörsigraði hann nýlenduherinn og lýsti yfir sjálfstæði landsins. Næsta ár stofnaði hann enn nýtt lyðveldi, Republica Bolivar, sem nú heitir Bólivia. En ekki var til setunnar boðið. Nú bárust þær fréttir, að hið mikla riki norður frá, Stór-Kolumbia, væri að liðast sundur. Bólivar fór viðstöðulaust á vettvang. Honum tókst með ó- hemjuerfiði að halda rikinu sam- an enn um skeið, og barðist jafn- framt kappsamlega fyrir hug- myndum sinum um sameiningu allrar spænsku Ameriku. En þeg- ar hér er komið sögu var hann sjúkur maður og dagar hans brátt taldir. Hann andaðist úr tæringu 1830, 47 ára að aldri. Skömmu fyr- ir dauða sinn ritaði hann þessi dapurlegu orð: ,,Þeir sem hafa barist fyrir frelsi Suður-Ameriku, hafa aðeins erjað sjóinn”. Þótt á ýmsu hafi gengið um frelsi og lýðréttindi i löndum Suð- ur-Ameriku, er minningin um Simon Bólivar og lifsdáð hans vakandi, og hefur lýst sem kyndill i frelsisbaráttu þjóða um viða veröld. Simoni Bólivar auðnaðist það, sem frábært hlýtur að telj- ast : Fimm riki, Venesuela, Kolumbia, Ecuador Perú og Bolivia lita á hann sem frelsis- hetju sina. Það var þvi ekki að ófyrirsynju að honum hlotnaðist nafnbótin E1 Liberator. Frelsis- gjafinn. 100 stjórnum bylt Stjórnmálasaga Venesuela á 19. öld og á öndverðri hinni 20. verður ekki rakin hér. Allan þann tima var Venesuela land hinna si- felldu „stjórnarbyltinga”, sem voru þó með þeim einkennum, að meginþorri þjóðarinnar hafði ekki hugmynd um að þær ættu sér stað. Segir það sina sögu, að tutt- ugu og tveir af þrjátiu fyrstu for- setum landsins voru hershöfö- ingjar. Tuttugu og sex stjórnar- skrár hefur landið haft eftir daga Bólivars, og „stjórnarbyltingarn- ar” eru að sögn um 100 talsins. Að jafnaði fóru þær þannig fram, að nokkur hundruð hermenn, undir stjórn óánægðs eða valda- gráðugs hershöfðingja, tóku vald- amiðstöðvar höfuðborgarinnar með áhlaupi, drápu fáeina, fylltu tukthúsin, — en einræðisherrann sem steypt var, slapp oftast nær, ýmist upp i fjöllin eða til nálægs rikis. Gat hann þá farið að undir- búa nýja „byltingu”. Alræmdastur einræðisherra Venesuela og sá sem langlengst sat á valdastóli var Juan Vincente Gómes, en hann stjórnaði landinu með harðri hendi i 27 ár, frá 1908 og til dauðadags 1935. Hann var litt blandaður Indiáni, kom einn góðan veðurdag riðandi ofan úr Andesfröllum, ólæs og óskrifandi kúreki. Grimmlyndur var hann og harðhugaður og svo mikill per- sónuleiki, að eftir fáein ár i höfuð- borginni braust hann til valda með aðstoð hers og lögreglu, drap andstæðinga sina eða pyntaði i fangelsum, en gerði aðra að handbendum sinum. Hann rak rikið sem einkafyrirtæki sitt og safnaði óhemjulegum auði. Gómes hefði vissulega getað gert aö sinum orðum það sem haft er eftir öðrum suður-ameriskum einræðisherra: „Stjórn min hvilir á P-unum minum þremur, pen- ingunum, piskinum og pistólunni. Vinir minir og vandamenn njóta peninganna minna, þjónar minir og þrælar þekkja piskinn og fjandmennirnir pistóluna”. A valdatima þessa harðstjóra fannst olian mikla, sem um langt skeið hefur .numið um 90 af Föstudagur 2. ágúst 1974. jÞJOÐVILJINN — StÐA lleimili Simons Bólivars i t'aracas er varðveitt með ummerkjum. hundraði alls útflutningsverð- mætis landsins. Hann samdi við erlend oliufélög um oliunámið, var harður i samningum og áskildi að ríkissjóður, sem hann leit jafnframt á sem einkasjóð sinn, fengi drjúgan hluta oliu- gróöans. Eftirlæti Dullesar Það var ekki fyrr en eftir að Gómes var dauður, að Venesuela- búar öðluðust frumstæðustu mannréttindi. Hefur það verið orðað svo, að þá fyrst hafi kjör- seðillinn leyst skammbyssuna af hólmi sem stjórnunarafl. Nú var starfsemi stjórnmálaflokka leyfð, og tekiö að feta fyrstu skrefin á braut þingræðis og lýðræðis. Fyrstu lýðræðislegu kosningarn- ar fóru þó ekki fram fyrr en 1947, er skáldið Romulo Gallegos, rót- tækur maöur, var kjörinn forseti landsins. Stjórn hans hóf ýmsar umbætur, setti merka félagslög- gjöf og hóf að skipta landi með bændum. Þá fór afturhaldsöflun- um ekki að litast á blikuna og er- lendir fjármagnseigendur tóku að ugga um sinn hag. Eftir rúmt ár steypti herinn þessari umbóta- stjórn, og dubbaður var til forseta herforingi nokkur, Peréz Jiménez, sem flestum eða öllum ber saman um að verið hafi sið- laus grimmdarseggur af verstu tegund. ógnarstjórn hans stóð i nær áratug. Kjörorð hans var: Hver sem er á móti mér, hann er kommúnisti! Jiménez var að vonum i miklu uppáhaldi hjá þeim félögum Dulles og Eisenhower, og var kallaður til Washington á vel- mektardögum þeirra og sæmdur hinum æðstu tignarmerkjum. En skömmu siðar var herinn i Vene- suela búinn að fá nóg af þessum náunga og hrakti Jiménez frá völdum 1958. Hann fór úr landi, ekki alveg blásnauður. Sumar he'imildir telja að hann hafi tekið meö sér 250 miljónir dollara, aðr- ir nefna 750 miljónir. Nokkrum hluta þessa fjár var beint og krókalaust stolið úr rikissjóði. Á okkar dögum Árið 1958 er svo umbótasinn- aður stjórnmálamaður, Betan- court að nafni, kjörinn forseti i frjálsum kosningum. Hann beitti sér fyrir ýmissi félagslegri lög- gjöf og hóf að framkvæma áætlun um margvislegar opinberar framkvæmdir i landinu. Þá vann hann það lýðræðislega afrek, að sitja fimm ár i forsetastóli ( heilt kjörtimabil), hætta siðan sjálf- viljugur og setja eftirmann sinn inn i embættið, eftir að sá hafði sigrað i lýðræðislegum kosning- um. Nú er hér nýkjörinn forseti, Carlos Andres Perez að nafni, og var hann kosinn i desember siðast liðnum, en tók við embætti i vor. Forseti Venesuela virðist hafa mikil völd. Núverandi forseti hef- ur heitib mörgu, eins og hér mun vera siður. Helsta athygli vekur tvennt: Skipulagðar umbætur i landbúnaði og þjóðnýting tiltek- innar stóriðju, svo sem járniðn- aðar. Annars vakti það mikla at- hygli (og ótta margra), að for- setaefni kommúnista fékk þriðju hæstu atkvæðatöluna, en alls voru ellefu frambjóðendur i kjöri, og hafði stóraukið fylgið frá þvi sem var fyrir 5 árum. Annars las ég það einhvers staðar, að Fidel Castró hefur ekki verið sérlega hrifinn af kommúnistaforingjum i Venesúela, kallað þá steinrunna marxista og þar fram eftir göt- um. Og i einhverri ræðu sinni sagði hann um sömu leiðtoga: „Þetta eru ekki bvltingarmenn, þetta eru kellingar að bæna sig i sóknarkirkju '. Annars er það hér eins og viðar Stúdentar við háskólana i landinu eru hið nýja byltingarsinnaða afl Sums stað- ar hafa þeit' aö sögn þegar tekið frumkvæðið úr höndum hinna gömlu stofukommunista Fréttir af iiafréttarráðsteín- unni koma i næsta bréfi. Gils Guðmundsson. ,7 Nordal Grieg: luinn orti i liita harátlunnar stundum að greina heildar- strauma úr svo mikilli nálægð. Við getum sagt sem svo, að i heild séu norskar bókmenntir vinstri- sinnaðar. eins og reyndar á flest- um stöðum öðrum. Mettir af rómantik — En gerist það meðal norskra nýróttæklinga eins og stundum hér á tslandi, að menn hafi til- hneigingu til þess i samtiðar- gagnrýni sinni að fegra fyrir sér lortiðina, þegar firringin var ekki komin i móð og þjóðin átti að heita mestöll i sama báti? — Nei, menn eru fyrst og fremst neikvæðir og hafa til- hneigingu til að afrómantisera. Enda held ég að norskir lesendur hafi fengið allt það magn af þjóð- ernisrómantik sem þeir geta gleypt. — Telja ungir norskir höfundar sig óhamingjusama vegna þess að þeir hafi fæðst i litlu samfé- lagi? Kg held ekki að menn hafi neinn sérstakan metnað nú til þess að komast inn i heimsbók- menntir svonefndar, held ekki að glæsilegt fordæmi Ibsens eða llamsuns verði mönnum til sér- stakra harma. Höfundarnir sýn- ast vera ánægðir er þeir geta náð augum norskra lesenda, haft nokkur áhrif á norskt samfélag. ()g áhuginn á smærri einingum, á héraðinu. þessum firði, ýtir enn fremur undir það að menn uni við það að sitja á tali við sitt fólk. Hvers konar áhrif? — En spyrja menn sig ekki að þvi, hvaða áhrif þær bókmenntir hafi i raun og veru sem vilja vera svona virkar? — Jú, það er nú einu sinni svo, að það er ekki virkasta aðferðin til að breyta þjóðfélaginu að skrifa um það bækur. Á fjórða áratugnum höfðu rót- tækar bókmenntir i stórum drátt- um þá þýðingu, að koma inn i vit- und manna þeim hugmyndafylk- ingum sem til eru i þjóöfélagi hagsmunaárekstra. Menn vildu gera sér raunsæislegt yfirlit yfir veruleikann, skilja sigurverk hans. Marx var partur af þessari viðleitni, en ekki siður sálgrein- ingin, sem menn tóku sem sönn- um frelsara. 1 henni þóttust menn finna það sem á vantar — skyn- samlega skýringu á þvi hvers vegna manneskjan hagar sér „ó- skynsamlega”, breytir gegn eigin hag. Það er dæmigert að þegar þeir Sigurd Hoel og Aksel Sandemose, sem voru taldir vel rauðir, fóru að velta fyrir sér forsendum nasism- ans (Hoel i Möte ved milepelen), þá leituðu þeir ekki að sögulegum eða hagrænum forsendum hans, heldur sálfræðilegum. Báðir láta þeir sina nasista ganga i gegnum reynslu sem afskræmir þeirra mannleika, þeir sem i þann hóp slógust fóru þangað sviknir menn á einhvern hátt. eða þá beinlinsis smeykir við sina mannlegu eigin- leika (Sbr. kenningar Wilhelms Reichs. sem mjög komu við sögu Hoels, um „ótta mannsins við hamingjuna”). Baksvið slikrar þróunar er vissulega hernámið i Noregi, sem leiddi kannski ýmis- legt óþægilegt i ljós i næsta ná- granna,og reyndar striðiö alltj það kom kreppa i skilning á manninum sem skynugri veru. Var ekki hafnað Ahrif bókmennta fara auðvitað mjög eftir aðstæðum. Við getum vel sagt sem svo, að margt af sty rja Idarkvæðum Nordals Griegs hafi verið einfaldur áróð- ur. En þau voru vafalaust mörg- um stuðningur og hvatning, enda fóru þau viða i uppskriftum hjá þeim sem voru i andspyrnu- hreyfingunni. Svo beinn áróður i ljóði eöa skáldsögu getur verið þýðingarmikill i hita baráttunn- ar. En við flóknari aðstæður eiga bókmenntir sem hlaðnar eru póli- tiskum erindrekstri i einni vidd það blátt áfram á hættu, að missa marks, ná ekki neinum áhrifum. nema i mesta lagi að hressa FRÁ BÓKMENNTA- RÁÐSTEFNU nokkra þá sem kynnu fyrirfram að vera alveg á sama máli. Með þetta i huga er alls ekki hægt að segja sem svo, að norsk- ar bókmenntir á timanum milli striða hafi verið svo og svo ófull- komnar i hugmyndafræðileeu til- liti. Það væri að minum dómi ekki hið rétta sjónarhorn. Það sem máli skiptir er það, að þær voru lesnar, þær voru hluti af umræb- unni. þeim var ekki hafnað. A.B.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.