Þjóðviljinn - 29.08.1974, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 29. ágúst 1974. ÞJÓÐVILJINN — SÍÐA 5
Frá lagningu sæsimastrengs yfir Patreksfjörð
ÞORSKKLAK MISTOKST
VIÐ LANDIÐ í VETUR
Hinum árlegu seiöarann-
sóknum á hafsvæðinu við ís-
land og Grænland er nú iokiö.
Þetta er 5. árið I röð, sem
rannsóknir af þessu tagi eru
gerðar, en þær miða að þvi að
ákvarða hversu til hafi tekist
með hrygningu heistu tegunda
nytjafiska á þessum hafsvæð-
um.
Að þessum rannsóknum var
unnið á rannsóknaskipunum
Arna Friðrikssyni og Bjarna
Sæmundssyni, og eins og und-
anfarin ár tók eitt sovéskt
rannsóknaskip, Akademik
Knipovich, þátt i rannsóknun-
um.
Niðurstöður voru ræddar á
sameiginlegum fundi á Akur-
eyri dagana 18.-20. ágúst. Þá
var enn ólokið athugunum fyr-
ir NA-, A- og SA-landi.
Helstu niðurstöður voru
þessar:
1) öfugt viö Þorskklakið i
fyrra, sem tókst mjög vel, hef-
ur klakið i ár mistekist og er
mjög litið i samanburði við
það sem þá var.
2) Eins og hjá þorskinum hef-
ur ýsuklakið gengið illa, en þó
illskár.
3) Að venju fannst mikið af
karfaseiðum i hafinu milli ís-
lands og Grænlands. Miðað viö
fyrri ár virðist þó heildar-
Framhald á 11. siðu.
GRUTNNSKÓLINN
OG RAFORKAN
— helstu mál fjórðungsþings Vestfjarða
Framkvæmd grunnskólalag-
anna, raforkumál og húsnæðis-
mál voru þrir helstu málaflokk-
arnir, sem fjallað var um á fjórð-
ungsþingi Vestfjarða i ár.
Þingið stóð á föstudaginn og
laugardaginn i siðustu viku, og
var haldið i Bolungarvik. Bol-
ungarvik varð fyrir valinu sem
þingstaður, vegna þess að staður-
inn var nýlega gerður að kaup-
stað. Forseti bæjarstjórnar i
Bolungarvik var kosinn forseti
fjórðungsþingsins.
Framkvæmd grunnskólalag-
anna var reifuð I framsöguerindi
Torfa Asgeirssonar, deildarstjóra
I menntamálaráðuneytinu. Jakob
Gislason, fyrrverandi orkumála-
stjóri, ræddi um raforkumál á
Vestfjörðum, og Sigurður E.
Guðmundsson, framkvæmda-
stjóri Húsnæðismálastjórnar
ræddi um húsnæðismál á Vest-
fjörðum.
Ýmsar ályktanir voru gerðar á
þinginu varðandi þessi mál, og
mun skýrt frá þeim siðar.
Skipuð var milliþinganefnd, og
mun hún fjalla um raforkumál.
Mun nefndin reyna að ná verð-
jöfnun á rafmagn, vinna aö þvi að
tryggja næga raforku fyrir Vest-
firði, vinna að þvi að sérmenntað-
ir starfskraftar á sviði raforku-
mála setjist að i héraðinu, og að
raforkusala verði á hendi eins að-
ilá: Sameignarfélags sveitarfé-
laga og rikisins.
Kosið var sjö manna fræðsluráð
fyrir Vestfirði og ákveðið að
fræðsluskrifstofa fyrir Vestfirði
verði á Isafirði.
28 sveitarfélög á Vestfjörðum
eru innan sambandsins, og hafa
36 fulltrúar rétt til þingsetu á
fjórðungsþinginu.
Auk kjörinna fulltrúa sveitarfé-
laganna, sátu þing þetta bæjar-
og sveitarstjórar fjórðungsins,
sýslumaðurinn á Isafirði og al-
þingismenn kjördæmisins,
þ.e.a.s. þeir sem ekki eru nú i
Reykjavik að vinna að myndun
ihaldsstjórnar á Islandi.
—GG
VERK EFTIR SCHU-
BERT OG COPLAND
Flutt i fyrsta sinn hér á landi á
tónleikum Tónlistarfélagsins á
laugardag
Hanno Blaschke
Námskeið
fyrir ein-
söngvara
Þann 1. september næstkom-
andi er væntanlegur hingað til
lands prófessor Hanno Blaschke,
en hann er söngkennari við tón-
listarháskólann i Munchen og
Berlin. Mun hann halda hér 3ja
vikna námskeið fyrir ein-
söngvara á vegum Félags is-
lenskra tónlistarkennara og
Félags islenskra einsöngvara.
Prófessor Blaschke kemur
hingað frá Austurriki, þar sem
hann kenndi einsöng á sumar-
námskeiði við hið fræga Mozarte-
um i Slazburg.
Hann er mörgum islenskum
einsöngvurum að góðu kunnur, en
þeirhafa stundð nám hjá honum i
Munchen. Félag islenskra tón-
listarkennara hefur oftsinnis
gengist fyrir námskeiðum þar
sem ágætir tónlistarkennarar
hafa annast kennsluna, en þetta
er i fyrsta sinn sem slikt nám-
skeið er haldið fyrir einsöngvaífa
hér á landi.
Um 30 manns hafa þegar látið
skrá sig á námskeiðið og ef fleiri
hefðu hug á þátttöku er þeim vin
samlegast bent á að 'hringja i
Elisabetu Erlingsdóttur i sima
35857.
Fyrstu tónleikar Tónlistar-
félagsins á starfsárinu 1974-5
verða haldnir á laugardaginn i
Austurbæjarbiói og hefjast klukk-
an 14.30. Þar kemur fram tón-
listarfólkið sem leikið hefur viða
um land að undanförnu undir
nafninu ISAMER ásamt þeim
Hafliða Hallgrimssyni og Hlif
Sigurjónsdóttur.
ISAMER skipa þau Guðný Guð-
mundsdóttir fiðluleikari, Halldór
Haraldsson pianóleikari og með
þeim eru bandarikjamaðurinn
William Grubb sem leikur á selló
og puertorikaninn Guillermo
Figueroa jr. sem leikur á fiðlu og
viólu.
Þau hafa siðustu vikurnar
leikið viða um landið á vegum
Menntamálaráðs og Listar um
landið. Hafa þau komið fram á
Mývatni, Húsavik, Akureyri,
Akranesi og i Vestmannaeyjum.
Eftir tónleikana á laugardaginn
munu þau koma fram hjá
Menningarstofnun Bandarikj-
anna.og Kammermúsikklúbbsins
en siðan halda þau til Vestfjarða
og leika á ísafirði og i Bolungar-
vik.
A efnisskránni á laugardaginn
eru þrjú verk. Fyrst er pianótrló i
a-moll eftir Maurice Ravel, þá
pianókvartett frá 1950 eftir Aaron
Copland og loks strokkvintett i c-
dúr ópus 163 eftir Franz Schubert.
Það telst til tiðinda að tvö siðast-
töldu verkin hafa aldrei áður
verið flutt á tónleikum hér á landi
en bæði eru þau, og þó einkum
verk Schuberts, fræg verk og vin-
sæl.
Af öðru listafólki sem fram
kemur á vegum Tónlistarfélags-
ins i vetur má nefna Philip
Jenkins, pianóleikara, Rudolf
Serkin pianóleikara, Jorma
Hynninen söngvara ásamt undir
leikaranum Ralph Gothóni,
Dagmar Simonkóva, Helgu
Ingólfsdóttur semballleikara og
Erling Blöndal Bengtsson selló-
leikara. —ÞH
Nýtt flutn-
ingaskip
r
til Islands
Nýtt flutningaskip, M/S
„SVANUR”, bættist i islenska
kaupskipaflotann i þessum
mánuði. Eigendur eru nýstofnað
hlutafélag Nes h.f. i Grundarfirði.
Helstu hluthafar eru Pálmi Páls-
son skipstjóri og Jón G. Kristins-
son vélstjóri.
Skipið er byggt i Noregi 1972,
lestar 1300 tonn og er 299 brúttó-
lestir. Það var afhent kaupendum
i borginni Jidda við Rauðahaf 1.
ágúst s.l. og fór skipið sina fyrstu
ferð með íslenskri áhöfn til Bom-
bay á Indlandi, þar sem tekið var
fullfermi af járni til Benghazi i
Libýu og siglir skipið suður fyrir
Afriku. En það mjög fátitt að
islensk skip sigli suður fyrir
Góðrarvonarhöfða.
Skipið er væntanlegt til Beng-
hazi 15. október og tekur siðan
salt i Tunis til íslands. Væntan-
legt er skipið til heimahafnar,
Grundarfjarðar, i byrjun nóvem-
ber.
Þorvaldur Jónsson skipa-
miðlari sér um útgerð skipsins.
Lækjarbrekka við Breiöaholtsveg; talandi dæmi um leigu á heilsuspill-
andi húsnæði.
Refsivert að
leigja heilsu-
spillandi hús
hafi heilbrigðis-
eftirlitið lýst
það i bann
Það eru til átakanleg dæmi
um það, aö fólk býr i húsnæði,
sem lýst hefur veriö óibúðar-
hæft, sagði Bragi Ólafsson,
aðstoðarborgarlæknir, er
Þjóðviljinn innti hann eftir
reglum um búsetu I óhæfu
húsnæði.
Við sögðum frá þvi á laugar-
daginn var, að á þessum vel-
sældartimum viðgengst það i
Reykjavik, að fólk búi i
pestarbælum.
Við heimsóttum þá fjögurra
manna fjölskyldu seni leigir
fyrir 500 krónur á mánuði i
kofa einum i Blesugróf. Sá kofi
var fyrst lýstur óibúðarhæfur
af heilbrigðiseftirliti borgar-
innar árið 1965.
Bragi Ólafsson sjáöi Þjóð-
viljanum, að væri eitt sinn bú-
ið að lýsa Ibúð óibúðarhæfa,
væri refsivert að selja hana
eða leigja. Sé Ibúðin samt
leigð eða seld, er hægt að
dæma eigandann i dag-
sektir frá einhverjum tiltekn-
um tima.
Það er erfitt að fást við
þetta, sagði Bragi einkum
þegar skortur er á húsnæði.
Þegar heilbrigðiseftirlitið
hefur lýst ibúð i bann, fær það
fólk sem i henni býr að dvelja
þar áfram þar til það hefur
fundið sér annan samastað.
Það er hins vegar bannað að
leyfa öðru fólki að flytjast i
húsið eftir brottflutning fyrri
ibúa, sé ibúðin enn bannlýst.
Samkvæmt þessu er ljóst, að
eigandi þess húsnæðis, sem
Þjóðviljinn sagði frá laugar-
dadinn 24. þ.m. hefur gerst
rækilega brotlegur með þvi að
reyna að selja hús sitt og siðan
að leigja húsiö löngu eftir að
það var lyst óibúðarhæft.
— GG
Barnabóka-
húsið i Moskvu
Moskva, (APN). Barnabóka-
húsið i Moskvu er mjög aðlaðandi
staður. Húsið er mjög skemmti-
lega innréttað. Þar eru margir
kilómetrar af bókahillum, mörg
lesherhergi, tónlistarherbergi,
leikhús jog margt fleira.
Fyrir yngstu börnin hefur verið
innréttað ævintýraherbergi, sem
skreytt er með yrkisefni, úr
rússneskum ævintýrum og auk
bóka eru þar einnig leikföng og
ýmis konar spil.
Fyrstu haustréttir
verða 14. sept.
Búist við 1700 þúsund fjár af fjalli
Sjálfsagt eru margir farnir aö
hugsa til réttanna, þessa sér-
stæöa og skemmtilega fyrirbæris
i islenslu þjóölifi, enda ekki langt
i fyrstu réttir aö þvi er Guðmund-
ur Jósafatsson hjá búnaöarfélag-
inu tjáöi okkur I gær, en þær
veröa haldnar þann 14. septem-
ber og þær siöustu 24. september.
Þann 14. sept. veröur réttaö I
Auðkúlurétt. Viöidalstungurétt,
og Undirfellsrétt. Síöan veröur
réttaö um alltland allt til 24. sept.
aö slðast veröur réttaö.
Æði misjafnt er það hvaö göng-
ur taka langan tima, en það er allt
frá einum degi upp i 12 daga, sem
eru lengstu leitir á Islandi.
Stærsta rétt á tslandi i dag mun
vera Þverárrétt i Borgarfirði og
þar veröur réttað miðvikudaginn
18. sept.
Fjáreign landsmanna, miðað
við ásett fé er um 850 þúsund,
þannig að liklegt er talið að af
fjalli komi i haust nálægt 1700
þúsund fjár.
— S.dór