Þjóðviljinn - 29.08.1974, Qupperneq 10

Þjóðviljinn - 29.08.1974, Qupperneq 10
10 SIÐA — ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagnr 29. ágúst 1974. Gamalt land Skáldsaga eftir J.B. Priestley sem heitir Pontisford, einhvers staðar i nánd við Bristol. ■ — Þú þykist ekki vera spenntur, en þú ert það i rauninni, er það ekki, Tom? Rödd hennar var lág og dálitið hás og likari urri en nokkru sinni fyrr þarna i simann. — Ég væri alger þurradrumbur ef ég væri ekki spenntur. Gleymdu þvi ekki, að ég var á slóðinni og hef misst af henni hvað eftir annað siðan ég kom hingað. Ef þú værir i minum sporum — En hún greip fram i hraðmælt: — Ég vara þig bara við að búast við of miklu, það er allt og sumt, Tom — — Ég skal reyna, Júdý. Og hlustaðu nú á. Ef ég fæ einhverja visbendingu um hvar faðir minn kann að vera núna, þá verð ég auðvitað kyrr þarna niðurfrá. En ef eg lendi i blindgötu, þá ek ég tilbaka i kvöld. Og ef svo fer, viltu þá borða með mér hádegisverð eða kvöldverð á morgun? — Ó — nei, ég gæti það ekki. Ég meina, ég get það ekki — — Ég skil. En það var á honum að heyra aö hann gerði það ekki. . — Nei, þú gerir það ekki. Og ég get ekki skýrt það — fjandinn sjálfur. Heyrðu mig, Tom — gerðu það. Ef ekkert kemur út úr þessu og þú ekur til baka seint i kvöld og veist ekki hvað þú átt af þér að gera á morgun og ert leið- ur eða reiður, viltu þá gera það fyrir mig — að taka ekki upp á neinni vitleysu, heldur sitja ró- legur og biða þess að eitthvað gerist? Þú þarft ekki að gera neitt nema biða — láta eitthvað gerast. — Er þetta þin uppástunga eða Firmiusar? Snöggur hlátur hennar virtist feginsamlegur eins og hún hefði átt von á annars konar viðbrögð- um frá honum. — Ef til vill okkar beggja. Nú verð ég að hlaupa. Ég er með baðherbergið. — Jæja, ég þakka þér fyrir að hlusta á mig, sagði hann þurr- lega. Brúðkaup Laugard. 6. april voru gefin saman i Bessastaðak. af séra Garðari Þorsteinss. ungfrú Ingi- björg Þórisdóttir og Þorgeir Gunnlaugsson. Heimili þeirra verður að Fifuhvammsvegi 33, Kópav. Ljósmyndastofa Þóris — Æ — fjandinn! Ég vildi óska — en hún þagnaði, kvaddi hann i skyndi og lagði tólið á. • — Hvernig gekk? spurði piltur- inn þegar Tom kom aftur fram á ytri skrifstofuna. — Ekki sérlega vel, sýnist mér. • — Ég veitekkiennum hvað hún var að taia, tautaði Tom. ■ — Stelpur! Það er gallinn á þvi að tala við þær i simann. Það er engu likara en þær séu gersam- lega úti að aka. Maður þarf bók- staflega að hafa þær fyrir andlit- inu, horfa djúpt i augun á þeim og hvisla og strjúka til áherslu, þá er einhver sjans á að þær skilji mann. Jæja, Assi minn góður, ef þú ætlar til hvað það nú heitir — Pontisford — þá veitir þér ekki af timanum. Fint laugardagsveður — og allir veslingarnir sem hafa keypt bila til að aka út með fjöl- skylduna verða að nudda vegina. A hvernig bil ertu? • — Allerton-Fawcet. Hann sneri sér við i dyrunum til að lýsa þessu yfir. • — Vá,maður!—Það er eins og að nota rakhnif við að fella tré. Jæja, þakka þér fyrir að þú borg- aðir simtalið. Bless! Þetta var alveg eins slæmt og Pilturinn hafði spáð — England var að kafna i bflum — og hann virtist allan timann vera að biða eftir þvi að fá að aka áfram. En fyrir bragðið gafst honum tæki- færi hvað eftir annað til að rifja upp samtalið við Júdý Marston i simann. Hann ákvað með sjálfum sér, án þess að trúa þvi i raun og veru, að allt þetta óskiljanlega kæmi frá dr. Firmiusi, sem var gamall og furðulegur náungi, þótt það útskýrði engan veginn hvers vegna hún hafði sagt, þegar hann bauð henni að borða: Æ, það gæti ég ekki. Ég á við, ég get það ekki — Það gaf miklu fremur til kynna afbrýðisaman vin en dr. Firmius. Jæja, hún ætti bara að vita að Tom Adamson var ekki að keppa við neinn. Reyndar yrði hann að hitta hana fljótlega til að koma Laugard. 13. aprfl voru gefin saman af séra Þorsteini Björns- syni ungfrú Aslaug Gisladóttir og Ingólfur Margeirsson. Heimili þeirra verður að Garðavegi 13b Hafnarf. Ljósmyndastofa Þóris. henni i skilning um það. Hann fékk sér nokkrár sam- lokur i krá við veginn einhvers staðar, og eftir stuttar könnunar- ferðir út af aðalbrautinni, kom hann til Bath siðla dags. Hann haföi aldrei fyrr séð þessa göfugu borg og þegar hann var búinn að leggja bilnum og sóa dýrmætum tima og skapi, gekk hann um og bjó sig undir að taka við hinum gullnu töfrum. Menntun hans og skapgerð freistaði hans ekki til að tigna hið liðna eða fyrirlita nú- timann, hann vissi of mikið um átjándu öldina til að óska þess að hann hefði verið uppi þá; en Bath hreif hann og kom honum til að ihuga, hvort það væri i rauninni ekki fráleitt að hugsa til þess að snúa aftur til Ástraliu. Þessar vangaveltur hans fóru einkum fram yfir kvöldverði — og hann varð að koma snemma til að tryggja sér matinn — i kjallara sem kallaðurvar Gatið i vegginn, dýrlegt sambland af furðulegri sérvisku og stórkostlegum mat, sem næstum var goðgá að snæða einn. Karlmaður — og þetta hafði hann fundið oft áður — þarf á konu að halda til að njóta hlut- anna með, ef til vill ekki svo mjög i Astraliu, en alveg örugglega hér i gamla landinu. En svo minnti hann sjálfan sig á, að hann væri hingað kominn til að finna föður sinn en ekki konu. Klukkuna vantaði fjórðung i niu þegár hann kom að Pontisford- salnum, sem leit út eins og kvik- myndahús en auglýsti sig nú sem Bingosal. Dyravörðurinn heillað- ist af Allerton-Fawcetnum, útliti hans og skildingi og var reiðubú- inn að aðstoða hann í hvivetna. Herra Fetch var enn á sviðinu og hafði haldið öllu i fullu fjöri siðan klukkan hálfátta, lagt sig fram af likama og sál, en vitaskuld var herra Fetch ekkert unglamb lengur og gæti dottið upp fyrir þegar minnst vonum varði og lát- iö herra Bird um hituna. Ef herranum sýndist svo, gæti hann litið sem snöggvast á herra Fetch að starfi, beðið siðan eftir honum i lftilli skrifstofu, en þangað kom herra Fetch á eftir til að fá sér drykk og kæla sig, þvi að hann var auðvitað rennsveittur i kjól- fötunum. Og Tom gægðist inn fyrir — og þarna á sviðinu, heitur og hás i kjóljakkka sem sýndist fulllitill á hann var Jimmy Fetch, fyrrverandi bryti á Coralla, stór og þrekinn náungi og minnti dá- litið á roskinn bandariskan öld- ungadeildarþingmann. Salurinn virtist troðfullur, miðaldra konur i meirihluta, og allar hlógu þær dátt öðru hverju á dálitið vélræn- an hátt meðan þær beindu nær ó- skiptri athygli að númeruðu spjöldunum fyrir framan sig. Tom varð feginn að komast fram og aftur og biða i litlu skrifstof- unni, þótt hún væri loftlaus og lyktaði af limi og gömlum pappir. Jimmy Fetch kom inn og þerr- aði sig i framan með risastórum vasaklút. — Alveg gegndrepa, sagði hann. — Ég fæ lungnabólgu eitthvert kvöldið. Jói gamli sagði að þú vildir finna mig. — Já, ef þér er sama, herra Fetch. Það er I sambandi við mann sem sigldi einu sinni með þér fyrir tiu árum, og það er dá- litið mikilvægt fyrir mig — mjög áriöandi satt að segja.— — Við skulum fyrst fá okkur drykk, ef þér er sama, herra — ? — Adamson. — Vil svo sem ekki tefja þig, en ég þarf á þessu að halda, herra Adamson. Sóda eða vatn? Allt I lagi! Tom horfði á hann hella I glösin og sá að stórleitt andlit hans var riðið þéttu neti af kátinuhrukk- um, en bakvið þessa atvinnu- grimu var andlit annars manns, sem var ekki út af eins kátur og glettinn þótt geðslegur væri. Aug- un innanum allar hrukkurnar voru róleg og gætu hæglega kipr- ast saman i fyrirlitningu. Þá ákvað Tom að vera fullkomlega hreinskilinn við hann. — Ég er tilbúinn, Adamson, ef þú ert það, sagði Fetch strax og þeir voru búnir að dreypa á whiskýinu. Tom skýrði frá þvi sem gerst hafði um morguninn á skrifstofu Bláa Caribbaskipafélagsins og bætti siðan við stuttri lýsingu á leitinni að föður sinum. — Þegar þú kynntist honum, herra Fetch, þá gekk hann undir nafninu Archer— — Charlie Archer? Nei, nú dámar mér ekki! Já-já-já — Charlie Archer. Og þú ert sonur Fimmtudagur 29. ágúst 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 ( og for- ustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Knútur R. Magnússon byrjar lestur „Paradisar- garðsins”, ævintýris eftir H.C. Andersen I þýðingu Steingrims Thorsteinssonar (1). Tilkynningar kl. 9.30. Þingfréttir kl. 9.45. Létt lög milli liða. Við sjóinn kl. 10.25: Halldór Gislason efnaverkfræðingur talar um starfsemi Fiskmats rikis- ins. Morgunpopp kl. 10.40. Hijómpiötusafnið kl. 11.00: (endurtekinn þáttur G.G.). 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veöurfregnir. Tilkynningar. 13.00 A frivaktinni.Sigrún Sig- urðardóttir kynnir óskalög sjómanna. 14.30. Siðdegissagan: „Smið urinn mikli” eftir Krist- mann Guðmundsson. Höf- undur les (3). 15.00 Miðdegistónleikar. Arth- ur Rubinstein og Sinfóniu- hljómsveitin I Chicago leika Pianókonsert nr. 2 i c-moll eftir Rakhmaninoff; Fritz Reiner stjórnar. Nilla Pier- rou leikur með Sinfóniu- hljómsveit sænska útvarps- ins Fiðlukonsert eftir Wil- helm Peterson-Berger; Stig Westerberg stj. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.25 Popphornið. 17.10 Tónleikar. 17.30 Frá Egyptalandi. Rann- veig Tómasdóttir heldur á- fram að lesa úr bók sinni „Lönd i ljósaskiptum” (3). 18.00 Tónleikar. Tilkynning- ar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Daglegt mál. Helgi J. Halldórsson cand. mag flyt- ur þáttinn. 19.40 Á fimmtudagskvöldi Vilmundur Gylfason sér um þáttinn. 20.20 Gestir í útvarpssal. a. Einar Sveinbjörnsson leikur Sónötu fyrir einleiksfiðlu op. 27 eftir Eugene Ysaýe. b. Hafliði Hallgrimsson leikur á selló Islensk þjóðlög i eigin útsetningu; Halldór Har- aldsson leikur á pianóið. 20.40 Leikrit: „Cam- arion-safnið” eftir H.B. Thompson.Þýðandi: Torfey Steinsdóttir. Leikstjóri. Helgi Skúlason. Persónur og leikendur: Laurent du Gard Sigurður Karlsson, Paul Camarion Gunnar Eyjólfs- son, Martine Camarion Helga Bacmann, Charles, barón Camarion Þorsteinn O. Stephensen, Chloe Le- brun Sólveig Hauksdóttir, Lebrun Valdemar Helga- son, Robert Flosi ölafsson, Savary Jón Aðils. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvölds- sagan: „Sóinætur” eftir Sillanpaa. Andrés Kristjánsson Islenskaði. Baldur Pálmason les. 22.35 Manstu eftir þessu.Tón- listarþáttur I umsjá Guðmundar Jónssonar pianóleikara. 23.20 Fréttir I stuttu máli. Dagskrárlok. 4uglýsingasiminn er 17500 ÞJOÐVILJANN vantar blaðbera í eftirtalin hverfi: Arbæ 1 Vesturberg Breiðholt 2 Langagerði Skálagerði Stangarholt Skipholt Stórholt Lönguhlíð Bólstaðarhlið Laugaveg 1 Hverfisgötu Leifsgötu Laufásveg Oðinsgötu Þórsgötu Hringbraut Háskólahverfi Hafið vinsamlegast samband við afgreiðslu blaðsins, sími 17500

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.