Þjóðviljinn - 20.10.1974, Síða 4
4 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur. 20. október. 1974
DIOÐVIUINN
MALGAGN SOSÍALISMA
VERKALÝÐSHREYFINGAR
OG ÞJÓÐFRELSIS
Útgefandi: Útgáfufélag Þjóöviljans
Framkvæmdastjóri: Eibur Bergmann
Ritstjórar: Kjartan Ólafsson
Svavar Gestsson
Fréttastjóri: Einar Karl Haraldsson
FJÁRMÁL BORGARINNAR OG BYGGÐAMÁL
Eitt af árásarefnum Sjálfstæðisflokks-
ins á vinstri stjórnina er það, að hún hafi
þrengt mjög kosti sveitarfélaganna i land-
inu og nánast verið að kyrkja þau i greip
sinni.
Vegna siendurtekinna skrifa málgagna
Sjálfstæðisflokksins er rétt að rifja upp
nokkrar staðreyndir i þessu sambandi.
Litum fyrst á Reykjavikurborg.
Meðan tekjustofnalög viðreisnarstjórn-
arinnar voru i gildi og fjárhagsáætlun
borgarinnar samin með hliðsjón af þeim
þá var á árunum 1969—1971, sem voru sið-
ustu þrjú ár gömlu tekjustofnalaganna,
gert ráð fyrir að hægt væri að verja til
framkvæmda 15—20% af tekjum borgar-
innar. Það var tekjuafgangurinn, þegar
búið var að standa straum af föstum lið-
um, og ekki varð vart við að borgarstjórn-
arihaldið kvartaði ýkja mikið.
í fyrstu fjárhagsáætluninni samkvæmt
þeim tekjustofnalögum, sem vinstri
stjórnin setti, áætlun fyrir árið 1972,
hækkaði tekjuafgangur borgarinnar til
framkvæmda hins vegar um nær 600
miljónir, sem var 98%, og varð 27,7% af
heildartekjum borgarinnar i stað 16,4%
árið áður. Þessi tekjuafgangur til fram-
kvæmda var svo full 30% á fjárhagsáætlun
siðasta árs, og hækkaði enn i 31% á fjár-
hagsáætlun þessa árs.
í lok vinstri stjórnar timans stóðu mál
sem sagt þannig, að Reykjavikurborg
hafði að kalla tvöfalt stærri hluta af sinum
heildartekjum I tekjuafgang til að standa
undir framkvæmdum, heldur en á síðasta
ári viðreisnarinnar.
Og enda þótt byggingarvísitala hækkaði
verulega á árum vinstri stjórnarinnar, þá
hækkaði framkvæmdafé borgarinnar af
tekjuafgangi meira en nam tvöfaldri
þeirri visitöluhækkun á árum vinstri
stjórnarinnar.
Hitt er svo rétt, að vinstri stjórnin stóð
gegn taumlausum hækkunum á þjónustu
ýmissa borgarstofnana við almenning,
svo sem hitaveitu, rafmagnsveitu og
strætisvagna, en greiðslur til þessara
stofnana eru að tiltölu hæstur hluti út-
gjalda hjá þvi fólki, sem minnst fjárráð
hefur.
En reyndar var hagur að minnsta kosti
sumra þessara stofnana mun betri, en for-
ráðamenn borgarinnar vildu vera láta, og
nú i þvi sambandi minna á upplýsingar
varðandi hitaveituna, sem dregnar voru
fram i dagsljósið hér i Þjóðviljanum i
fyrravetur.
Það er þvi ekki við vinstri stjórnina að
sakast, þótt fjármál Reykjavíkurborgar
séu nú komin i algera óreiðu með yfir-
dráttarskuldir i bönkum, sem námu um
siðustu mánaðamót 800 miljónum króna,
enþaðsamsvarar, hvorki meira né minna
en 50 þúsund krónum á hverja fimm
manna fjölskyldu i borginni og vextirnir
yfir árið hátt i 200 miljónir af þessari ó-
reiðuskuld.
Hér er að sjálfsögðu fyrst og fremst um
að kenna almennri óstjórn hjá Reykjavik-
urborg og dýrum kosningaleiktjöldum á
fyrri hluta þessa árs.
En sveitarfélögin i landinu eru reyndar
fleiri en Reykjavikurborg ein. Og stað-
reyndin er sú, að Reykjavikurborg hefur
löngum náð að innheimta miklu hærri
tekjum á hvern ibúa en önnur sveitarfélög
landsins, og ætti þvi ekki að þurfa að
kvarta.
Sé litið t.d. á eitt viðreisnaráranna, árið
1968, þá innheimti Reykjavikurborg
hvorki meira né minna en 43% hærri tekj-
ur á hvern ibúa en aðrir kaupstaðir lands-
ins til jafnaðar. Þetta gaf borginni að
sjálfsögðu margvislega möguleika til að
veita ibúum sinum fidlkomnari þjónustu
en önnur byggðarlög landsins, ef sóma-
samlega væri á haldið.
Það mun hins vegar óumdeilt, að með
tekjustofnalögum þeim sem sett voru
fyrir forgöngu vinstri stjórnarinnar, þá
var dregið mjög verulega úr þeim að-
stöðumun, sem áður var milli sveitarfé-
laga i þessum efnum, og forréttindi
Reykjavikurborgar skert að nokkru. Nýju
tekjustofnalögin urðu þvi veruleg lyfti-
stöng fyrir mörg þeirra þorpa og kaup-
staða, sem áður voru verst sett.
Að sama marki stefndi einnig margvis-
leg löggjöf vinstri stjórnarinnar I þá átt að
auka íúut rikisins i framkvæmdum en
létta á sveitarfélögunum og má þar t.d.
nefna löggjöf um byggingu sjúkrahúsa og
heilsugæslustöðva og löggjöf um hafna-
mál, en kostnaður við hafnirnar hefur I
mörgum tilvikum verið að sliga sveitarfé-
lögin.
Þetta var að sjálfsögðu liður i alhliða
byggðastefnu vinstri stjórnarinnar, sem
með myndarlegri atvinnuuppbyggingu
skilaði mörgum þorpum og bæjum á Is-
landi drjúgum fram á við, þar á meðal
byggðarlögum, sem viðreisnin skildi við i
algerri niðurnislu.
Vegna einbeittrar stefnu vinstri stjórn-
arinnar gerðist það á siðasta ári, að fólki
fjölgaði loks i kjördæmum norðanlands og
vestan, þar sem fólksf jölgun hafði ekki átt
sér stað áratugum saman, heldur stöðug
fækkun.
En vistmenn glerhallarinnar við Aðal-
stræti i Reykjavik, þar sem Morgunblaðið
er til húsa, þykjast hvorki sjá né heyra. Og
með rétti hins blinda og daufdumba full-
yrðir Morgunblaðið i stjórnmálagrein
fyrir stuttu, að vinstri stjórnin hafi hunsað
alla viðleitni til að koma I veg fyrir
byggðaröskun „með áþreifanlegum af-
leiðingum i búferlaflutningi”, eins og
Staksteinahöfundur kemst að orði.
Eða máske heitir það byggðaröskun á
máli Sjálfstæðisflokksins, ef fólk flytur á
ný frá Stór-Reykjavikursvæðinu út um
byggðir landsins.
Orðrómur um erjur í
menntamálaráðuneytinu
reyndist sannur
Birgir
baöst afsökunar
Bragi Jósefssoit.
Dr. Arnór Hannibalsson
hefur gert sérfræðilega
skýrslu á vegum mennta-
málaráðuneytisins um
málefni af brigðilegra
barna og annarra barna
sem eiga við erfiðleika að
etja í námi. Dr. Bragi
Jósefsson deildarstjóri rit-
aði formála fyrir henni og
gekk frá henni til dreifing-
ar í skóla. Menntamála-
ráðherra hefur sent við-
takendum skýrslunnar
bréf þar sem greinir að
ráðuneytið beri ekki á-
byrgð á skýrslunni sem
hafi verið send í heim-
ildarleysi frá fræðslu-
máladeild. Auk þess eru
einstakir starfsmenn ráðu-
neytisins beðnir afsökunar
á gagnrýni sem komi fram
á þá í skýrslunni.
Þjóðviljinn greinir fyrir nokkr-
um dögum frá erfiðleikum við að
fá upplýstan orðróm um meintar
kærur Braga Jósefssonar
deildarstjóra í fræðslumáladeild
menntamálaráðuneytis á hendur
öðrum embættismönnum þar
og/eða yfirmönnum sinum. Kom
þó fram að Arnór Hannibalsson
hefði gert einhverja skýrslu fyrir
fræöslumálanefnd, en hvorki
Bragi né ráöuneytisstjórinn,
Birgir Thorlacius, vildu greina
frá efni hennar, Birgir raunar
hvorki játa né neita tilvist henn-
ar.
Nú hefur nokkuð greiðst úr
þessu máli þvi að Þjóðviljinn
heyrði frekari ávæning um
skýrslu frá fræðslumáladeild sem
borist hefði út I skóla. Féllst þá
dr. Bragi á að upplýsa lesendur
aðeins gerr um þaö, hvað um er
að ræða.
Að tillögu deildarstjórans i
fræöslumáladeild féllst fyrrver-
andi menntamálaráðherra á það
sl. vetur, að Arnór Hannibalsson
Birgir Thorlacius Arnór Hannibalsson
fyrir Braga
yrði fenginn til að gera rannsókn
á málefnum afbrigðilegra barna
og annarra barna sem eiga við
erfiðleika að etja i námi. Höfðu að
sögn Braga komið fram fjöl-
margar óskir frá skólastjórum og
námsstjorum um það að slik
könnum væri æskileg. Var
fræðslumáladeildinni falið að
skipuleggja rannsóknina.
Nú vann Arnór verkiö og þótti
þeim Braga eðlilegt að niðurstöð-
ur hans yrðu látnar ganga aftur
út til skólanna. Sagðist Bragi hafa
lesið skýrsluna yfir og ritað að
henni formála, en að öðru leyti
væri hún verk Arnórs- hann sem
rannsóknarmaður bæri ábyrgð á
þeim niðurstöðum sem skýrslan
greinir.
— Hverjir fengu skýrsluna?
— Skólastjórar i öllum barna-
og gagnfræðaskólum i landinu,
námsstjórar og fræðslustjórar,
þar á meðal nokkrir fyrrverandi
náms- og fræðslustjórar, deildar-
stjórar i ráðuneytinu og ráðu-
neytisstjóri.
Næst gerist það að ráðherra
kallar i mig og óskar þess að
skýrslan verði ekki send út þar eð
I henni væri gagnrýni á einstaka
starfsmenn ráðuneytisins. En sú
beiðni kom of seint þvi að skýrsl-
an var þá þegar á leiðinni til við-
takenda úti um allt land. Þá
sendu ráðherra og ráðuneytis-
Framhald á 22. siðu.