Þjóðviljinn - 20.10.1974, Side 5

Þjóðviljinn - 20.10.1974, Side 5
Sunnudagur. 20. október. 1974 'ÞJÓÐVILJINN — SIÐA 5 ELÍSABET GUNNARSDÓTTIR SKRIFAR UM MYNDLIST Ég hef heyrt ýmsa myndíistar- menn tala um að það sé mikil og einstæð reynsla að halda sýningu, og þá einkum i fyrsta skipti. Þeir segja að við slik tækifæri sjái listamaðurinn verk sitt i nýju ljósi, sjái hvar hann sé staddur og sé þvi betur fær um að ákveða hvaða stefnu skuli taka i framtið- inni. Viðbrögð áhorfenda valdi minnstu um þetta mikilvægi sýn- ingarinnar, heldur hitt að verk sem lengi hafi verið unnið að, verði listamanninum á einhvern hátt framandi þegar það sé komið á sýningu, og sú fjarlægð sem þá skapist milli höfundarins og verksins valdi þvi að hann geti skoðað það með meiri gagnrýni en ella. Þessi reynsla listamann- anna sjálfra finnst mér benda til þess að varhugavert sé að ætla að slá einhverju föstu um listræna getu manns sem sýnir i fyrsta skipti. Guðlaugur Bjarnason opnaði fyrstu einkasýningu sina i Galleri reynslu af umhverfinu, eins og i myndinni ,,Á torginu” þar sem smáatriðin fá viðtæka merkingu. Mér finnst það heldur hvimleið venja að lýsa yfir að listamaður sem fram kemur sé svo og svo „efnilegur”, enda hefur það sýnt sig að slik nafnbót vill festast við menn allt fram á elliár. Hitt er annað mál að það er alltaf spenn- andi að sjá sýningar ungra manna, og enn er timi til að sjá sýningu Guðlaugs, henni lýkur 28. þ.m. Svo ég viki frá ungu mönnun- um, þá langar mig til að minnast á það mál sem risið hefur út af vinnustofu Kjarvals i Austur- stræti. Það vill oft brenna við að mál sem sprengd eru upp i fjöl- miðlum lognist út af og ekkert fréttist af þeim fyrr en löngu seinna, þegar búið er að ganga frá öllu að tjaldabaki, og vildi ég ógjarna að þannig færi um þessa Jóhannes S. Kjarval að störfum i vinnustofu sinni á efstu hæð Austurstrætis 12. Myndin er tekin á árabilinu 1930-40 og er i eigu Frank Ponzis. ÞAKGLUGGINN Súm um siðustu helgi. Áður hefur hann tekið þátt i einni samsýn- ingu hér, svo mér sé kunnugt, en það var 1. desembersýningin sem stúdentar stóðu fyrir i Súm i fyrra. Guðlaugur sýnir nú 44 vatnslita- og oliumyndir, og eru þær margbreytilegar bæði að stil og viðfangsefni. Myndirnar eru gerðar á undanförnum f jórum ár- um, og sést að hann hefur viða leitað fyrir sér, þó svo virðist að hann eigi enn eftir að vinna úr fengnum. Þetta finnst mér eink- um koma fram i þeim myndum þar sem hann setur fram félags- legt viðhorf eða gagnrýni. Þar er eins og skorti festu eða þunga- miðju, nema i myndum eins og ,,í upphæðum” þar sem hempu- klædd fuglahræða og betlihattur- inn ná að sameina myndbygging- una og merkinguna. Þetta sama má sjá þegar hann fæst við eigin vinnustofu. Meðan Kjarval lifði voru stjórnvöld heldur steinhepp- in og jafnvel klaufaleg við að heiðra hann, og þess vegna er mál að linni nú þegar hann er dáinn. Nægir i þessu sambandi að minn- ast á monthúsið sem reist var handa honum suður á Seltjarnar- nesi. Það hús er einkar hentugt undir partihald, en vitagagns- laust sem vinnustaður fyrir lista- mann, enda hvarflaði aldrei að Kjarval að setjast þar að, og nú hefur húsið vist verið tekið undir alls óskylda starfsemi. En ekkert heyrist talað um að reisa eigi aðr- ar vinnustofur I staðinn fyrir listamenn, ætlunin var þó að nýir menn ny tu góðs af þessu húsi eftir að Kjarval væri allur. Nú er komin upp deila um hver eigi myndir þær sem eru á veggj- um vinnustofu Kjarvals i Austur- Guðlaugur Bjarnason viðeina mynda sinna IGalleri Súm. stræti. Hvernig sem sú deila end- eða borg kaupi þær og láti þær ar, finnst mér sjálfsagt að riki vera áfram þar sem þær eru nú. SEMLAK Erfitt getur reynst að flytja myndirnar burt, en það er þó ekki óleysanlegt vandamál, ef fjár- magn og sérfræðingar væru fengnir til. Aftur á móti er- ómögulegt að flytja andrúmsloft vinnustofunnar inn á safn, jafnvel þótt herbergið yrði endurbyggt þar. Mér finnst þvi ekkert vafa- mál að gera eigi við myndirnar á staðnum og fólki verði siðan gef- inn kostur á að skoða þær þar, Undarlegt er að Listasafn Is- lands hefur ekki undanskilið allt herbergið — ekki bara myndirnar eins og gert var — þegar það skipti á þessari húseign og Glaumbæ. Fróðlegt væri að fá upplýsingar um hvort það hafi ekki verið reynt, og einnig hvern- ig stendur á þvi að myndirnar hafa verið látnar skemmast. Mér finnst það vægast sagt hlálegt að vna i fjölmiðla og segja að r. yndirnar hafi skemmst mikið frá þvi sem þær voru fyrir tveim- ur árum vegna þess að þakgluggi hafi lekið. Ég held að þetta sé ein- hver stórkostlegasta frétt i is- lenskri listasögu um langt árabil: Þakgluggi lak i tvö ár og Kjarvalsmyndir skemmdust! Frá þvi að þessi frétt birtist hefur rignt mikið. Skyldi vera búið að gera við gluggann núna? Elisabet Gunnarsdóttir AFERLENDUM BÓKAMARKAÐI Victorian England W.J. Reader. B.T. Batsford 1974. Breytingar urðu örar á ensku samfélagi um daga Viktóriu drottningar. Höfundur þessarar bókar iýsir þeim breytingum i máli og myndum og afleiðingum fyrir ibúana. Orkuneyslan jókst og framleiðslan tók stærri stökk fram á við en nokkru sinni hafði gerst áður, iðnaöurinn kemur I stað landbúnaðar, sem megin*at- vinnuvegur, borgir stækka og tala þeirra, sem búa við sæmileg kjör eykst og einnig þeirra, sem urðu að þola arðrán þeirra fyrrnefndu, þar eð þjóðinni fjölgaði stórum á timabilinu. Auður englendinga var auðvitað illa fenginn, eins og allur auður, eins og Meistari Jón segir aftur og aftur i sinni Post- illu, arðrán nýlendanna stóð með miklum blóma, verslun blómgað- ist og kaupið var hæfilegt til mik- illar gróðamyndunar fyrir þá, sem áttu atvinnutækin. Millistétt- in varð ráðandi mótunarafl, eink- um þó efri hluti hennar og milli- stéttarmórallinn réttlætti rikj- andi ástand. Höfundurinn dregur upp góða mynd af urbanisering- unni, forpokun sveitaalþýðu i arð- rænda borgaröreiga eða smá- borgara. 1 bókarlok fylgir skrá um bækur varðandi efnið. Concepts of Modern Art. Edited by Tony Hichardson and Nikos Stangos. Penguin Books 1974. Tilgangurinn með útgáfu bók- arinnar, er að Kynna almenningi hugtök og þróun listastefna frá aldamótum, fram á okkar dag. Ýmsir höfundar rita hér sextán greinarum helstu listastefnur nú- timans. Höf. segja i formála, að bókin sé ekki saga nútimalistar, heldur útlistun helstu hugmynda i listum siðastliðin sjötiu ár. Þetta timabil er mjög auðugt að lista- stefnum og vixlverkanir hug- mynda fjölbreytilegar. Um sið- ustu aldamót upphófust margvis- legar hugmyndir meðal lista- manna, sem voru i stil við upp- lausn þeirrar heimsmyndar, sem fram að þeim tima haföi átt sér einhverskonar heildarmynd. 1 heimspeki og sálfræði var sama uppi á teningnum, svo að það var ekki undarlegt að málaralistin kæmi i kjölfar hins almenna upp- lausnarástands. Greinarnar eru skýrlega skrifaðar og fylgja þeim ábendingar um frekari lesningu. Þetta er þörf bók. Gebhardt: Handbuch der deutschen Geschichte. Band 7 — 12 dtv 1973 — 74. Miðaldasögunni lýkur með sjöunda bindi þessarar útgáfu. Nýja sagan hefst með þvi áttunda, höfundurinn W.P.Fuchs fjallar um siðaskiptin, það niunda er skrifað af E.W.Zeeden um trúar- bragðastyrjaldirnar, tiunda og ellefta bindi er pólitisk saga þýsku rikjanna og það tólfta um atvinnuhætti, tækni og sam- félagsbygginu þýsku rikjanna frá 16. til 18. aldar. Ritsafn þetta er kennt við Gebhardt og er þetta ni- unda útgáfa, endurskoðuð og end- urunnin, ritstjórinn er Herbert Grundmann. Ritið hefur unnið sér hefð, talið með merkari sagn- fræðiritum og er full þörf á endur- útgáfu þess i vasabrotsformi. Töflur fylgja ásamt ágætum bókaskrám. Grandeur and lllusion. French Literature and Society 1600 — 1715. Antoine Adam. Translated from the French by Herbert Tint. Penguin Books 1974. Höfundurinn er prófessor i bók- menntum viö Sorbonne og hefur sett saman rit um Jansenismann, Verlaine og bókmenntasögu 17. aldar. Þekking höfundarins á bókmenntum og samfélagi á Frakklandi á 17. öld er talin ein- stök og i þessu riti tengir hann saman bókmenntir og samfélag, sýnir fram á vixlverkanirnar og eins og hann segir i formála, verður listaverk ekki skapað i tómarúmi, samfélagið ákveður efni þess og gerð. Höf. skiptir rit- inu i þrjá hluta, sá fyrsti fjallar um samfélagsformið og pólitiskar breytingar, annar kafl- inn er heimspekisaga 17. aldar og sá þriðji bókmenntagreinarnar. Franska klassikin mótar öldina og samfélag aldarinnar hana og öfugt. Hirðlifið og hirðin var mið- punktur samfélagsins, leiklistin blómstraði þar og einnig skáld- skapurinn, hirðskáldin voru á launum hjá konungi og aðlinum og skáldsagan og minningarnar verða vinsæl lesning. Höfundi hefur tekist að þjappa saman i þessa bók mörgu þvi, sem mark- ar og einkennir bókmenntir og samfélag á Frakklandi á 17. öld og skýra hversvegna útkoman varð klassik. Y I Y « ^íÞær Bfiallað - ?s._• bækur, ser er um hér ^siðunni, fást hjá okkur,(| Ipeða við getum pantaðp! gþær með stuttum fyrir->* « % Y f. Y Y « Y 45 Y *ti 4$ Y< 3 vara. Bókabúð Máls og menningar Vi sS* ?/i & Vi & & Vi & ?Á & Vi

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.