Þjóðviljinn - 20.10.1974, Page 6

Þjóðviljinn - 20.10.1974, Page 6
6 SÍÐA — ÞJÓÐVILJINN Sunnudagur. 20. október. 1974 SVAVAR GESTSSON FJÓRÐA HVER KRÓNA Það er áreiðanlega rétt, sem Gylfi Þ. Gislason sagði i útvarps- viðtali i fyrrakvöld, að það er tákn nýs tima, að hann skuli láta af formennsku Alþýðuflokksins. Hins vegar er óþarfi af Alþýðu- blaðinu að gera grin að Gylfa þó að hann sé hættur við að gefa kost á sér til flokksformennsku, sem stafaði af þvi að hann var orðinn svo óvinsæll i þvi sem eftir er af flokknum, að komið hefði til átaka á flokksþinginu, ef hann hefði ekki ákveðið að draga sig I hlé. Þetta viðurkenndi Gylfi sjálfur i viðtali við einhvern fjöl- miðil á dögunum: að ástæðan til þess að hann tilkynnti svo snemma að hann myndi ekki taka við formannskjöri var sú að hann vildi koma i veg fyrir deilur i flokknum. Grín En samt er það semsé óþarfi að vera að gera grin að Gylfa eins og gert er i forustugrein Alþýðu- blaðsins á fimmtudag: „Gylfi Þ. Gislason, sem er óumdeilanlega einhver mikil- hæfasti og merkasti stjórnmála- maður Islendinga er ekki með þessari ákvörðun að draga i við sig i störfum i þágu Alþýðuflokks- ins, jafnaðarstefnunnar og þjóðarinnar allrar. Þó að hann hafi tilkynnt, að hann muni ekki gefa kost á sér við formannskjör á næsta flokksþingi, mun flokkur- inn áfram njóta hans miklu mannkosta og hæfileika. Gylfi Þ. Gislason mun áfram taka fullan þátt i baráttu Alþýðuflokksins fyrir hugsjónum jafnaðarstefn- unnar, betra og réttlátara þjóð- félagi á íslandi.” Hermengun Islendingar hafa á umliðnum árum fengið að kynnast ákaflega vel réttlátara þjóðfélagi Gylfa Þ. Gislasonar. Þessu kynntust landsmenn á viðreisnarárunum forðum tið. Sú grundvailarhugs- un, sem lá viðreisnarstjórninni að baki, var einmitt sérstaklega vel orðuð i þeirri frægu þjóð- minjasafnsræðu formanns Al- þýðuflokksins. Ber vissulega að viðurkenna þá aðdáunarverðu hreinskilni sem þar kom fram, en höfuðpaurarnir i Sjálfstæðis- flokknum höfðu yfirleitt vit á þvi að láta satt kyrrt liggja. Við- reisnarstjórnin vann rækilega samkvæmt þeirri grundvallar- stefnu að besta leiðin til varð- veislu sjálfstæðis væri að fórna þvi. Liður i þessari stefnu birtist i álsamningnum og hermenguninni á sama tima og atvinnutæki landsmanna sjálfra voru látin drabbast niður. Nægir að minna á togaraflotann i þvi sambandi. Óneitanlega hefur her- mengunarstefna hernáms- flokkanna haft veruleg áhrif á is- lenskt þjóðlif: hernámið sjálft hefur markað djúp spor i sálarlif fjölda islendinga, sem sennilega munu vart biða sliks bætur. Þjóðviljinn sendi tvo blaða- menn sina á vettvang á dögunum til þess að kanna hver áhrif her- námið hefði haft á nánasta um- hverfi. Blaðamennirnir skrifuðu margar greinar um þessi mál, sem birtust i sex blöðum Þjóðvilj- ans. Meðal greinanna voru viðtöl við fólk, sem hefur orðið fyrir barðinu á hermenguninni. Til- gangur blaðsins með því að birta slik viðtöl var að sjálfsögðu sá að skjalfesta hermengunina: að sýna niðurlæginguna svart á hvitu. Við pælum í peningum Nokkur dæmi úr greinaflokki blaðamannanna skulu tilfærð hér: 1000 bandarikjamenn búa utan vallarins. Hundruð islendinga hafa húsnæðisþörf hermannanna að féþúfu. Islendingar fá dollara fyrir húsnæðið, braska með dollarana á svörtum markaði o.s.frv. Smygl er geigvænlegt á vellinum. Gróðafikn þessara landsmanna er orðin þvilik, að bandarikjamennirnir óttast hana og eru teknir að draga sig i hlé. Brennivin, kalkúnar og bildekk eru þó enn tittnotaður gjaldmiðill millihersins og „innfæddra” (orð sem yfirmenn Islenskra aðal- verktaka nota um islendinga.) Nokkrar tilvitnanir i viðtölin: „Okkar framlag til NATO er þessi hrjóstrugi skiki lands, sem kallast Keflavikurflugvöliur.” (Gizur Helgason, kennari, Ytri- Njarðvik.) „Stundum förum við strákarnir með konurnar okkar og fáum okkur góða steik. Það er munur að borða fyrir 3000 krónur eitt- hvað sem kostaði 15000 krónur i bænum — við pælum bara I pen- ingum.”(Magnús Kjartansson hljómlistarmaður, Njarðvikum) „Nú er auðvelt að fá dollara. Dollarar eru i háu verði, og þá vilja þeir selja sem hafa safnað þeim lengi.” (Sami) „Auðvitað reyna allir aö selja á svörtum markaði, heldur en setja dollarana i banka, þar fæst miklu minna fyrir þá. Þetta held ég allir myndu gera ef þeir gætu.” (Sami) „Ég hcld það sé grundvallar- lifsskoðun fiestra Isiendinga, að reyna að komast yfir nokkra þús undkalia fyrir litið.. ..það eru margir i stórkostiegu braski gegnum herinn.” (Sami) „Hér hlusta menn ekki á is- lenska útvarpið.” (Sami) „Ég vildi ekki bæta þvi á skattareikninginn minn, sem kæmi til minna kasta að borga, I þeim aukna kostnaði fyrir is- lenska þjóðfélagið, ef þessi starf- VELKOMIN VARNARLIÐ ISLANDS Togarar og hermengun Yfirlit yfir þá skut- togara, sem þegar hafa verið gerðir samningar um, eftir landshlutum: Reykjavik 8 Keflavík 3 Grindavik 1 Hafnarfjörður 2 Hafnir 1 Akranes 2 Grundarfjörður 1 Þingeyri 1 ísafjörður 3 Hnifsdalur 1 Suðureyri 1 Bolungarvik 1 Flateyri 1 Súðavik 1 Sauðárkrókur 2 Siglufjörður 3 Hofsós 1 Skagaströnd 1 Ólafsfjörður 2 Dalvik 2 Akureyri 5 Raufarhöfn 1 Neskaupstaður 2 Vopnafjörður 1 Seyðisfjörður 2 Eskifjörður 2 Fáskrúðsfjörður 1 Stöðvarfjörður 1 semi, sem hérerrekin af varnar- liðinu i dag, yröi eingöngu rekin af okkur Islendingum.” (Sveinn Einarsson, slökkviliðsstjóri). Látum þetta nægja. Þessi dæmi sýna að hermengunin hefur breytt hugarfari þeirra is- lendinga sem búa næst vallar- svæðinu. Þjóðviljinn vill ekki atyrða þessa samlanda, en óneitanlega eru þeir fórnardýr þess undirlægjuháttar sem boðaður var I orði sem i verki á viðreisnarárunum. Ný byggðastefna Framsóknar f viðtölum blaðamanna Þjóð- viljans við fólk i grennd við her- stöðina kemur mjög skýrt fram hversu skarpar eru andstæðurnar milli islensks atvinnurekstrar annars vegar og hersins hins vegar. Slökkviliðsmenn á vellinum fá allt að 160 þúsundum á mánuði að eigin sögn, mörg hundruð eru á biðlistum eftir að komast i störf hjá hernum — en útgerðin og fisk- vinnslan fá ekki starfsfólk. Fyrir nokkrum árum var það alsiða að fólk utan af landi flykktist suður með sjó á vertiðina. Nú hefur þetta breyst. Það er óhemjuvinna um allt land og þess vegna verða Suðurnesin meira en áður að treysta á eigin mannafla. En þar rekast atvinnurekendur á herinn. Hann tekur til sin starfsfólkið. Og samkvæmt hinni nýju byggðastefnu Framsóknarflokks- ins á nú að hef ja framkvæmdir á vellinum fyrir 7 miljarða króna eða svo. Þessar framkvæmdir munu draga til sin enn meira vinnuafl en herinn gerir i dag og um leið valda enn meiri erfiðleik- um atvinnufyrirtækjanna á ' Suðurnesjum. Siðan er reiknaður út hallinn á frystihúsunum, togurunum og bátunum um allt land og sagt að allt sé þetta á heljarþröminni, best að leggja bátunum, loka frystihúsunum og heimta „fyrirgreiðslu” úr rikis- sjóði. Hermengunarstefnan hefur víða sett blett á þjóðarsálina. Hún hefur dregið kjarkinn og kraftinn úr mörgum Islendingijhún hefur dregið úr trú hans á sjálfstætt þjóðfélag á Islandi. Togarar Andspænis þessari stefnu niðurlægingarinnar hafa Islenskir sósialistar teflt fram upp- byggingu Islenskra atvinnuvega. Þeir hafa fengið tækifæri til þess þrisvar sinnum að sanna að þjóðin getur lifað sjálfstæð þrátt fyrir fámenni og að mörgu leyti erfiö skilyrði. Stórfelld aukning togaraflotans i tið fráfarandi rikisstjórnar hafði þann tilgang að treysta grundvöll islensks at- vinnullfs og þar með sjálfstæði þjóðarinnar. Nú eru komnir til landsins 49 skuttogarar, — fyrir fáein- um árum var enginn til. Ókomnir eru sex togarar, sem þegar hefur verið samið um. Fjórir þeirra koma á siðari hluta ársins. Tveir eftir áramót. Hvaða áhrif hafa þessi skip haft á afkomu þjóðar- búsins? Ég mun leiíast við að svara þessari spurningu: I Fjórða hver króna Gert er ráð fyrir að togararnir veiði fyrir 2,3-2,5 miljarða króna á þessu ári. Talið er að út- flutningsverðmæti þessa afla verði 5,5-6 miljarðar króna. Áætlað hefur verið að fob-verð- mæti útfluttra sjávarafurða verði 24,5 miljarðar á þessu ári. Með öðrum orðum: Nærri fjórða hver króna útfluttra sjávarafurða á þessu ári er fengin með afla skuttogaranna! En eru ekki togararnir á hausn- um? Vissulega eru nokkrir erfið- leikar við rekstur þessara skipa I fyrstu. Gert er ráð fyrir að afskriftirnar einar nemi um 750 milj.kr. á næsta ári af öllum togaraflotanum, en I ár er talið að hallinn á rekstri togaranna verði um 800 milj. kr.,þar af eru áætlaðar um 600 milj.kr. i afskriftir. Afskriftareglurnar eru sannanlega umdeilanlegar. Ar- lega eru afskrifuð 7,5% af minni togurunum, en 6,0 % af stærri togurunum. Afskriftirnar eru teknar af tryggingarupphæðinni, sem hækkar eftir föstum reglum miðað við aukinn efniskostnað og hærri viðgerðarkostnað. Afskriftarupphæðin verður þvl hærri eftir þvi sem togarinn eldist uns hann er að fullu afskrifaður. En hvað segir þessi 200 milj.kr. halli fyrir utan afskriftir miðað við 5-6 miljarða útflutningsverð- mæti og 2,2 miljarða i laun og hlut tilmannanna á togurunum? Hvað segja kveinstafirnir I útgerðar- mönnunum okkar þegar á sama tlma berast húrrahróp frá byggðum landsins? Andspænis hermengun og niöurlægingu hafa sósialistar teflt fram uppbyggingu islenskra at- vinnuvega. Andspænis undirlægjuhætti gagnvart út- lendingum er teflt fram sjálfsvirðingu og þjóðlegri reisn. Ein aðalhættan við núverandi rikisstjórn er að henni takist að grafa undan þvi trausti sem þjóðin hefur öðlast á sjálfri sér með atvinnuuppbyggingu vinstristjórnarinnar) — sú hætta að æ fleiri taki að lita þannig á að besta leiðin til þess að varðveita sjálfstæði þjóðar sé að fórna þvi.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.