Þjóðviljinn - 20.10.1974, Síða 7

Þjóðviljinn - 20.10.1974, Síða 7
Sunnudagur. 20. október. 1974 ÞJÓDVILJINN — SIDA 7 ÞORGEIR ÞORGEIRSSON SKRIFAR Um tungumál Arið 1974, þann 13. október, lesum við það i Mogga að islenska sé „eitt merkasta tungumál veraldar”. Tunga þeirra englendinga og bandaríkja- manna fær þar öllu lakari einkunn og er meðal annars kölluð „mál kúreka” i niðrandi tón. A bak við kynþáttahrokann og stéttarþóttann i þessari röksemdafærslu lúrir einhvers staðar vottur af þeim sannindum að mál sé nokkurn veginn jafn gott og þeir sem nota það. Naumast væri islenska „eitt merkasta tungu- mál veraldar” nema islendingar væru merki- legri en aðrar þjóðir. Vonandi er hér um að ræða ranghugmyndir sem aðrar þjóðir kalla paranoja. Það gæti semsé haft óskaplegar afleiðingar ef umheimurinn kæmist að þvi að íslendingar bæru svona af öðr- um þjóðum. Sem betur fer má draga þessa kenningu um ágæti islendinga i efa án þess að neita þeirri staðreynd að islendingar eru, enn sem komiö er, mun Islenskari en aðrar þjóðir. Ef ísland og Islendingar bæru svona mikið af öðrum þá ætti til að mynda skáldskapur Shake- speares að vera meiri og stórfenglegri skáld- skapur I fslenskum þýðingum heldur en á sinu kúldurslega frummáli, máli kúrekanna. Það mundu englendingar fyrirgefa okkur miklu seinna en landhelgismálin. En sem betur fer er þetta ekki svo. Enn siður er sú raunin að hver barnaskólakrakki hér yrki betur en Shakespeare. En sú virðist vera ósk He'ga Hálfdánarsonar sem ég hef verið aö vitna I. óskin er vissulega fróm, en krafan um fram- kvæmd hennar er draugaleg heimtufrekja. Það var aldrei nema einn Jónas Hallgrimsson. Sá eini Sveinbjörn Egilsson sem til var kenndi honum sérviskulegt málfar I griskutimum á Bessastöðum. Báðir þessir menn dóiven verk þeirra lifa með kostum slnum og göllum. Orm- arnir I jörðinni urðu feitir um stund af likama- leifum jafnvel Jónasar en málhreinsunarber- serkir eru enn að éta yfir sig af andlegri arfleifð Fjölnismanna og málhreinsunargræðgi þeirra er langt komin að drepa Islenskt mál. Og máliö er jafn dautt I höndum þeirra þótt hræið sé dubb- að upp i kjól og hvitt. Ef Islenska er I hættu þá er hún stödd I þeirri hættu á vorum tlmum. Það ætti að athuga og einnig hitt að lausn þeirra mála er fráleitt fólgin I þvi sem nú er að verða tiska og patent, semsé að agnúast út i þarfa kennslu annarra tungu- mála. Vandamál Islensku á okkar dögum verða frá- leitt leyst með þvi að taka aftur upp „Hot spring river this book”-aðferöina við enskukennslu. Og draumurinn um eittþúsund Sveinbirni Egilssyni að kenna þrjátiu þúsund Jónösum Hallgrims- sonum gullaldarislensku i enskutimum er jafn fjarlægur og þeir „góðu gömlu timar” þegar innan við eitt prósent þjóðarinnar fékk aö njóta skólalærdóms. Við megum ekki alveg ærast úr skelfingu þó aldrei nema það komi I ljós að þjóðin I heild sé eitthvaö tornæmari á bókina en örlitiö úrtak af- burðamanna var á sinum tlma. Allra sist megum við þó láta ástæðulausa skelfingu verða til þess að ráðist sé i hroka- bólgnu offorsi á þarfar nýjungar I skólakerfinu sem aukinheldur koma vandamálinu ekkert viö. XXX En til hvers er annars tungumál? Það er samgönguleiö á milli einstaklinga og hópa. Samgönguleiö hugmynda okkar. Leiö okk- ar til veraldarinnar og leið veraldarinnar til okkar sér i lagi. Þaö væri djöfull klénn vegamálastjóri sem miðaði vegagerð árið 1974 við Ferðalok Jónasar Hallgrimssonar og Skúlaskeið Grims Thomsen og hefði ekki aörar handbækur i faginu. Sumum þykir jafnvel nóg um tortryggni þessa embættis gangvart „blöndun á staðnum”-tækniundri Sverris Runólfssonar. Sannleikurinn er sá að i móðurmálskennslu erum viðenná stigi hestvagnanna. Mál dagsins I dag er á hinn bóginn vægast sagt „blöndun á staðnum” og við þvi fær enginn gert. Andlega samgöngutækið köllum við tungumál löngu eftir daga Gutenbergs og viö miðum kennsíu þess, vegalagninguna sjálfa, við þá Snorra Sturluson og Jónas Hallgrimsson. Snorri sá aldrei dagblað og Jónas náði I blá upphafið á blaðaútgáfu. And leg farartæki þessara manna eru ekki nógu gæfuleg i samgöngur yfir veröld þar sem mynd- skreytt dagblöð og spriklandi sjónvarpsskjárinn ráða lögum og lofum. Við tilkomu prentlistar stækkaði hugtakið tungumál. Við það stækkaði lika tungumála- kennslan. Ræðumennska verður ónóg, ritsmið er lika kennd. Þetta kemur hverjum og einum að gagni, eins þó viðkomandi ætli sér engan veginn að verða rithöfundur. Svo lengi sem skoðunum og áróðri er haldið aö fólki með prentuðu máli þá á þaö vörn ef það veit sjálft hvernig ritgerð er sett saman. Sá sem lært hefur ritgerö I skóla eða annars staöar er sjálfstæðari lesari dagblað- anna og bókanna og timaritanna. Honum nýtist daglega þessi menntun. Við tilkomu kvikmynda fyrir tæpri öld og sjón- varps á þessari öld hefði aftur þurft að endur- skoða og stækka hugtakið móðurmál og stækka það til muna. Nú eru ferðalög hugmyndanna jöfnum höndum á vegum talaös máls, ritaðs máls og myndmáls. Sumir halda þvl fram að myndmálið, einkum sjónvarpsformiö, sé yfir- gnæfandi mikilvægast. Ef viö litum á aðrar þjóðir sem jafningja okk- ar en ekki með gleraugum paranoju og þjóð- rembings gætum við leitað ráða hjá þessum jafningjum okkar. Viða I löndum er nú einmitt^ verið að endurskoða hugtakið móðurmáls- kennslu og stækka það i samræmi við kröfur timanna. Aukið er við fyrra námsefni kennslu i gerð útvarpsefnis, lestri dagblaða, kvikmynda- gerð barnanna sjálfra og meðferð á myndsegul- böndum. Mér er sagt af þeim sem gert hafa þessar til- raunir aö stórar likur séu á þvi að nú alist upp kynslóð sem er sjálfstæöari gagnvart áróðri og auglýsingum i sjónvarpi og tildurlegum áhrifum - biómynda. Timinn einn sker úr um þetta. Hitt nægir mér raunar I bili að fyrir hálfu öðru ári sá ég slatta af kvikmyndum eftir dönsk skólabörn. Þar á meðal nokkrar hreinar perlur af kvikmyndum. Börnin virðast hafa gnótt til mála að leggja undireins og þau snerta þennan hluta móðurmálsins. 1 framhaldi af þessari staðreynd hugsast manni það ofur einfaldlega að örlög tungumáls- ins i þrengstu merkingu ráðast á vorum dögum ekki fremur af öðru en þvi hvernig viökomandi tunga artar sig I kvikmyndatexta og sjónvarps- samtali. Mannskepnan er nú einu sinni þannig gerð að ekkert lærir hún sem er nýtt frá rótum. Geta hennar til að læra er fólgin i þvl að byggja ofan á það sem fyrir er. Að sögn þeirra sem fást við móðurmáls- kennslu með þessum nýju aðferðum birtist þessi staðreynd I þvi að nemendur eru fúsari og ánægðari við nýju aðferðina. Og manni er ljóst að það er ófyrirgefanlegur glannaskapur að vera að kenna jafn mikilvægan hlut og móður- málið nemá byggja einmitt á þvi sem öllum er kunnugt dr daglegu umhverfi sinu — sjónvarpi og kvikmyndum. Samanburður Islendinga og annarra þjóða verður naumast eins hressandi út frá þessu sjón- arhorni. Dönsku börnin gætu margt og mikiö kennt Ómari Ragnarssyni og Magnúsi Bjarn- freðssyni en raunar ekkert sem þeir hefðu ekki getað lært ef þetta hefði verið kennt á slnum tlma I barnaskólanum þeirra. Semsé — ef íslenska er að fara til andskotans þá er orsakanna vitaskuldaðleita hjá skólakerf- inu að parti. Aður en við sláum því föstu að meinið sé liggjandi I þeim fáu nýjungum sem teknar hafa verið upp I skólunum og yfirburöum islenskrar tungu yfir aðrar þjóðtungur þá ættum við að skoða hvort þessu sé ekki öldungis öfugt farið. Erum viö máske á eftir öðrum að þróa skiln- ing okkar á hugtakinu mál og málkennsla? Staf- ar hrokinn máske einmitt af þessu. Hrópum viö um ágæti Islenskunnar af þvi við finnum aö hún er að dragast aftur úr. Ef svo er þá skulum við I guðanna bænum hætta að æpa og fara að gera eitthvað I þessu auðvelda máli. Þorgeir Þorgeirsson Sláttuvél og garðkönnu, m.a.s. aðdáandi, sem hiustar á hana spila á fiðlu, — allt býr hiin til sjálf. Harriet við pianóið sitt. Hún saumar það sem hana vantar Harriet Freedman, 25 ára Lundúnastúika, á flest það sem maður þarf á að halda tii að lifa sæmilegu lifi: Teketil og kaffi- könnu, húsbar meö pernó, campari, viski og kókakóla, reið- hjól, spil.rúlluskautaog pianó. Og vanti hana eitthvað fleira, þá bara sauntar hún það. Þvi aiia þessa hluti hefur Harriet sjálf saumaö úr filti, bómull og satini. Listakonan hefur tekið það I sig að likja eftir flestum hlutum i daglega lifinu og gera þá mjúka. Og hún velur ekki aðeins smáhluti sem fyrirmynd, Frelsisstytta New York borgar og aðalsmerki Lundúna, Big Ben, þjóna henni i llki risastórra sófapúða. Harriet er svo myndarleg, að maður gæti haldið að hún hefði gengið I Kvennó. Og nú er hún að verða fræg og farin að græða á uppfinningasemi sinni Franskt snyrtivörufyrirtæki hefur t.d. pantað hjá henni sápudósir, saumaðar úr taui og listunnandi nokkur hefur pantað saumaðar eftirmyndir drottningarinnar og Filips prins i likamsstærð. Erfiðasta pöntunin til þessa hefur verið frá frú einni i Banda- rikjunum, sem vildi fá gjöf handa manninum sinum: ibitna sam- loku með hnetusmjöri, bróm- berjasultu og gráðosti. Til að geta uppfyllt óskir frúarinnar smurði Harriet sér svona samloku og beit I hana. — Ég hef aldrei á ævinni smakkað neitt ógeðslegra, sagði hún. RAFAFL L Vinnufélag rafiönaðar- manna Barmahllð 4 HÚSEIGENDUR, HÚSBYGGJENDUR • önnumst allar nýlagnir og viðgerðir á gömlum raflögn- ,um. • Setjum upp dyrasima og lág- •spennukerfi. • .Ráðgjafa og teikniþjónusta. • Sérstakur simatimi milli kl. 1-3 daglega, simi 28022. Bókhaldsaðstoð með tékkafærslum rFBÚNAÐARBANKINN \f l/ REYKJAVÍK

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.